Fréttablaðið - 03.07.2003, Síða 30
3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
Ég stend mig að því kvöld eftirkvöld að gleyma að kveikja á
sjónvarpinu. Ekki einu sinni
fréttatímar megna að draga mig
að tækinu til að þrýsta á hnapp-
inn. Það kemur þó fyrir að ég
kveiki og horfi með öðru auganu
og síðan fer framhaldið fyrir ofan
garð og neðan.
Sumarið er tími
pokketbókanna og
fátt skemmtilegra
en kaupa sér eina
um leið og fríið
byrjar og þurfa
ekki að velta fyrir
sér hvort það er
dagur eða nótt. Bara lesa þangað
til á síðustu síðu.
Ekki er þar með sagt að ég hafi
ekkert horft á sjónvarp því Stöð
tvö byrjaði í síðustu viku á að
sýna þátt um eiginkonur fótbolta-
manna sem lofar góðu. Ég datt
óvart inn í fyrsta þáttinn og eyru
og augu spenntust um leið þegar
ég sá hvað gekk á hjá þessu bless-
aða fólki. Í rauninni eru fótbolta-
menn sjaldgæft umfjöllunarefni í
kvikmyndum og leiknum sjón-
varpsþáttum. Kvikmyndahandrit
um aðrar stéttir eru greinilega að-
gengilegri yrkisefni. Mér finnst
þetta hins vegar tilvalið efni og
enn trúverðugra er að þátturinn
er breskur. Ef einhverjir hafa for-
sendurnar eru það Bretar. Önnur
saga er hvort þættirnir eru
raunsannir.
Mér finnst það líka gott hjá
Stöð 2 að endursýna svona fram-
haldsþætti eins og ég sá að þeir
gerðu á mánudagskvöldið. Ríkis-
sjónvarpið mætti gera meira af
því að endursýna seint á dag-
skránni vinsæla framhaldsþætti.
Einkum og sér í lagi þar sem
Skjár 1 hefur komið manni upp á
lagið.
Fátt annað er bitastætt hjá sjón-
varpsstöðvunum þessa dagana.
Mér finnst það svo sem ágætt og
tek undir orð kollega minna sem
eru á því að sjónvarp eigi beinlínis
að vera leiðinlegt á sumrin. ■
Við tækið
BERGLJÓT DAVÍÐSDÓTTIR
■ er á því að það sé beinlínis skylda
sjónvarpsins að vera leiðinlegt á sumrin
og megnar varla að kveikja á fréttatíman-
um á kvöldin
Eiginkonur fótboltamanna
18.00 Minns du sången
18.30 Joyce Meyer
19.00 Life Today
19.30 Miðnæturhróp
20.00 Kvöldljós
21.00 Freddie Filmore
21.30 Joyce Meyer
22.00 700 klúbburinn
22.30 Joyce Meyer
Með áskrift að stafrænu sjón-
varpi Breiðbandsins fæst
aðgangur að rúmlega 40
erlendum sjónvarpsstöðvum,
þar á meðal 6 Norðurlanda-
stöðvum. Nánari upplýsingar
um áskrift í síma 800 7000.
18.30 Western World Soccer Show
(Heimsfótbolti West World)
19.00 Pacific Blue (5:22) (Kyrra-
hafslöggur) Aðrir lögregluþjónar líta nið-
ur á Kyrrahafslöggurnar vegna þess að
þær þeysast um á reiðhjólum í stað
kraftmikilla glæsibifreiða. Allar efasemda-
raddir eru þó þaggaðar niður þegar lögg-
urnar þeysast á eftir glæpamönnum á
rándýrum ferðamannaströndum Kaliforn-
íu og koma þeim á bak við lás og slá.
20.00 US PGA Tour 2003 (Buick
Classic)
21.00 European PGA Tour 2003 (Open
De France)
22.00 Kraftasport (Sterkasti maður Ís-
lands) Fyrri hluti.
22.30 Football Week UK (Vikan í
enska boltanum)
23.00 HM 2002 (Slóvenía - Paragvæ)
0.45 Wide Sargasso Sea (Hafrót)
Hrífandi ástarsaga byggð á skáldsögu
Jean Rhys. Bönnuð börnum.
2.20 Fastrax 2002 (Vélasport) Hrað-
skreiður þáttur.
2.50 Dagskrárlok og skjáleikur
6.58 Ísland í bítið
9.00 Bold and the Beautiful
9.20 Í fínu formi
9.35 Oprah Winfrey
10.20 Ísland í bítið
12.00 Neighbours (Nágrannar)
12.25 Í fínu formi (Þolfimi)
12.40 Dharma & Greg (6:24)
13.00 The Guardian (8:22)
13.45 American Dreams (13:25)
14.25 Tónlist
14.45 Smallville (19:23)
15.30 Star Trek: The Motion Picture
17.40 Neighbours (Nágrannar)
18.05 Seinfeld (5:5)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður
19.30 Friends 5 (17:23) (Vinir)
20.00 Jag (3:25) (True Callings)
20.50 Third Watch (16:22)
21.35 Oz (8:16) (Öryggisfangelsið)
22.30 Dead Simple (Sáraeinfalt) Kald-
hæðin gamanmynd um gistihúsaeiganda
í Kansas sem veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Frank, sem dreymir um að syngja kán-
trílög, býr með eiginkonu sem gerir lítið
úr honum. Til að bæta gráu ofan á svart
gerir ókunnug kona sig heimakomna á
gistihúsinu. Aðalhlutverk: Daniel Stern,
James Caan, Patricia Richardson, Lacey
Kohl. 2000. Stranglega bönnuð börnum.
0.05 Shadow of Doubt (Óvissuvottur)
Kitt Devereux er vel þekktur lögfræðingur
í Los Angeles sem hefur fengið frama
vegna dómsmála sem hafa fangað at-
hygli almennings og verið blásin upp í
fjölmiðlum. Eftir að hafa fengið meintan
morðingja sýknaðan fer hún að efast um
réttlætið og ákveður að einbeita sér að
því að verja hvítflibbaglæpamenn. Aðal-
hlutverk: Melanie Griffith, Tom Berenger.
1998. Stranglega bönnuð börnum.
1.45 Friends 5 (17:23) (Vinir)
2.05 Ísland í dag, íþróttir, veður
2.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
6.00 Rugrats in Paris: The Movie
8.00 Josie and the Pussycats
10.00 Running Free
12.00 Doctor Dolittle 2
14.00 Rugrats in Paris: The Movie
16.00 Josie and the Pussycats
18.00 Running Free
20.00 Doctor Dolittle 2
22.00 Consenting Adults
0.00 House on Haunted Hill
2.00 Prophecy II
4.00 Consenting Adults
7.00 70 mínútur
16.00 Pikk TV
19.00 XY TV
20.00 Pepsí listinn
22.03 70 mínútur
23.10 Trailer
23.40 Meiri músík
Skjár Einn
22.20 Sjónvarpið 20.00
Sjónvarpið sýnir í kvöld athygl-
isverða breska heimildarmynd
um undirföt og sögu þeirra. Allt
frá því að Adam og Eva huldu
nekt sína með fíkjublaðinu hafa
undirföt í einhverri mynd fylgt
mannkyninu. Langbrækur, líf-
stykki, kýlar og krínólín og hvað
það allt heitir. Lengst af höfðu
nærklæðin fyrst og fremst það
hlutverk að skýla berandanum
en í seinni tíð eru þau orðin
rándýr tískuvara og oft á tíðum
ekki ætlast til að konur séu í
öðru utan yfir þeim. Í myndinni
róta ofurfyrirsæturnar Caprice
og Eva Herzigova og fleiri í und-
irfataskúffum sögunnar og
draga þaðan upp flíkur sem
eiga sér forvitnilega sögu.
18.30 Traders (e)
19.30 The Dead Zone (e)
21.00 The King of Queens Arthur
kveikti í húsinu sínu og situr nú uppi á
Carrie dóttur sinni og Doug eiginmanni
hennar.
21.30 Hljómsveit Íslands - Gleðisveit
Ingólfs
22.00 Hjartsláttur á ferð og flugi Þóra
Karítas og Mariko mæta aftur í fullu fjöri á
skjáinn í sumar með þáttinn Hjartslátt á
ferð og flugi. Stelpurnar hafa sagt skilið
við strætóinn í bili og hefja sig nú til flugs
með Flugfélagi Íslands; í sumar er landið
allt undir! Tekinn verður púlsinn á því sem
verður að gerast á Íslandinu bláa í sumar
og hver veit nema þær kíki líka eitthvað
út fyrir landsteinana. Spjallað verður við
þjóðþekkta Íslendinga í bland við óþekkta
áhugaverða einstaklinga sem eru að
bralla eitthvað sniðugt.
22.50 Jay Leno
23.40 Law & Order (e) Lennie Briscoe
er töffari af gamla skólanum, lögga sem
kallar ekki allt ömmu sína. Hann vinnur
með hinum geðuga Reynaldo Curtis við
að rannsaka glæpi, yfirheyra grunaða og
herja á illmenni út um borg og bý. Jack
McCoy saksóknari og aðstoðarmenn
hans vinna síðan úr málunum, sækja
hina grunuðu til saka og reyna að koma
þeim í fangelsi.
0.30 Dagskrárlok
16.45 Bikarkvöld Endursýndur þáttur
frá miðvikudagskvöldi.
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Franklín (11:13) (Franklin)
Teiknimyndasyrpa um skjaldbökustrákinn
Franklín.
18.30 Stórfiskar (7:13) (The Big
Fish)Þáttaröð um stórfiskaveiðar.
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.35 Kastljósið
20.00 Nærklæði fyrr og nú (Brief
Encounters) Bresk heimildarmynd um
undirföt og sögu þeirra.
20.50 Heima er bezt (1:4) Kokkarnir
Arnar og Jón Rúnar kenna áhorfendum
réttu handtökin við grillið. Framleiðandi:
Saga film.
21.15 Lögreglustjórinn (8:22) (The
District) Sakamálasyrpa um Jack
Mannion, hinn skelegga lögreglustjóra í
Washington, sem stendur í ströngu í bar-
áttu við glæpalýð og við umbætur innan
lögreglunnar.Aðalhlutverk: Craig T. Nel-
son, John Amos, Jayne Brook og Justin
Theroux.
22.00 Tíufréttir
22.20 Frasier (2:24) e.
22.45 Beðmál í borginni (2:26)
Bandarísk gamanþáttaröð. e.
23.15 Af fingrum fram (8:24) e.
23.55 Kastljósið e.
0.15 Dagskrárlok
Í þáttunum um Hljómsveit Ís-
lands, eða Gleðisveit Ingólfs, er
fylgst með Ingólfi umboðsmanni
koma meðlimum Gleðisveitar-
innar í fremstu röð sveitaballa-
hljómsveita og vera snöggur að
því! Ingólfur fær tæpt sumar til
að gera strákana fræga og í
þáttunum, sem eru nokkurs
konar blanda af heimildar- og
skemmtiþáttum, verður fylgst
með því hvaða aðferðum hann
beitir. Gleðisveitinni verður fylgt
eftir á ferðum sínum um landið í
leit að frægð og frama og áhorf-
endur sjá með eigin augum
hvernig óþekkt bílskúrsband
breytist í hljómsveit Íslands!
Hljómsveit
Íslands
Nærklæði
fyrr og nú
32
■
Ríkissjónvarpið
mætti gera
meira af því að
endursýna seint
á dagskránni
vinsæla fram-
haldsþætti.
SJÓNVARP Áhorfendur fyrsta raun-
veruleikasjónvarpsþáttar Afríku
brá heldur í brún á dögunum þeg-
ar tveir þátttakendur gerðu sér
lítið fyrir og sváfu saman með
myndavélarnar í gangi. Þátturinn
heitir Big Brother Africa og er
byggður upp á sama hátt og Big
Brother þættirnir í öðrum lönd-
um. Það er að segja þátttakendur
frá tólf löndum í Afríku búa sam-
an í húsi þar sem myndavélar eru
við hvert fótmál. Þátttakendurnir
hafa verið óvenju fjörugir, miðað
við að fylgst er með þeim, og lítið
annað sést á skjánum nema
drykkja, bikini, allsbert fólk í
sturtu, kossaflens og daður. Þetta
mun þó vera í fyrsta skipti sem
þátttakendur í raunveruleikasjón-
varpsþætti fara alla leið.
Þátttakendurnir sem koma frá
Suður-Afríku, Namibíu,
Botswana, Angola, Úganda, Tanz-
aníu, Ghana, Nígeríu, Malawi og
Kenýu eru af nokkrum kynþáttum
og flestir vel menntaðir. Sjón-
varpsstöðin valdi fólk sérstaklega
eftir fjölbreytileika í von um að
brjóta þá stöðluðu ímynd sem
Vesturlandabúar hafa af íbúum
heimsálfunnar. Framleiðendum
datt þó ekki í hug að þeir hefðu
dottið inn á jafn opinn og fjörugan
hóp.
Kynlíf er mikið feimnismál hjá
sumum löndum Afríku, sérstak-
lega í Úganda. Þar í landi voru
miklar blaðaskriftir út af atvikinu
og meðal annars sagt í greininni
að „aðeins hundar ættu að eðla sig
í almenningi“. ■
Þátttakendur í Big Brother Africa:
Ástarleikir í raun-
veruleikaþætti
BIG BROTHER AFRICA
Er nú næst vinsælasti þáttur heimsálfunn-
ar. Mikið umdeildur enda kynlíf mikið
feimnismál í nokkrum samfélögum Afríku.
Afgreiðsla Herjólfs í Vestmannaeyjum, sími 481 2800
ar
gu
s
-
03
-3
15
Í tilefni af Goslokahátíð í Vestmannaeyjum 3.–6. júlí bjóða Samskip
þér í skemmtisiglingu um hið heillandi Eyjasvæði laugardaginn 5. júlí.
Lagt er frá Básaskersbryggju kl. 16.30 og tekur siglingin röska klukkustund.
Á leiðinni veitir sögufróður Eyjamaður innsýn í töfraheim og náttúru svæðisins.
Goslokatilboð verður á ýmsum freistandi veitingum.
Laust er fyrir farþega í ferðir með Herjólfi á milli lands og Eyja á Goslokahátíðina!
Má bjóða þér í skemmtisiglingu
um Eyjarnar með Herjólfi?
MAMBO
TÍSKUVERSLUN
ÚTSALA
Hefst á föstudaginn 4. júní
40-80% afsláttur
Tískuverslunin í Firðinum,
Hafnarfirði, sími 5442044