Fréttablaðið - 03.07.2003, Blaðsíða 36
Tónlistarkonan Edda Borg erað opna verslun og miðstöð
þeirra sem leita jafnvægi hug-
ans í Ingólfsstræti 8. Edda opnar
verslunina með eiginmanni sín-
um, Bjarna Sveinbjörnssyni
bassaleikara:
„Í raun er þetta 10 ára gamall
draumur sem við erum að láta
rætast nú,“ segir Edda sem dval-
ið hefur í Los Angeles ásamt
fjölskyldu sinni síðastliðið ár.
Þar gekk hún til liðs við kirkju
jógameistarans Paramahansa
Yogananda. Kirkjan, sem byggir
á grundvelli kryia-jóga, er orðin
öflug á Vesturströnd Bandaríkj-
anna og ekki síst í Hollywood.
Þar hefur verið reist mikil bygg-
ing undir nafninu Self-
Realization Fellowship Center.
„Þetta er engin sértrúarsöfn-
uður heldur kirkja allra trúar-
bragða,“ segir Edda en fyrirtæki
hennar hefur hlotið nafnið Ljós
og líf. Auk þess að versla með
bækur og muni sem tengjast
kirkju Paramahansa verður að-
staða í Ingólfsstræti fyrir bæna-
hringi og námskeiðahald alls
konar. Meðal samstarfsaðila
Eddu og Bjarna verður Erla
Stefánsdóttir sem þekkt er fyrir
að hafa séð álfa í Hafnarfirði.
„Þetta verður miðstöð andlegrar
fræðslu og hér getur fólk komist
í samband við heilara, miðla,
dulspekinga og aðra slíka sem
eru á sömu braut og við sjálf,“
segir Edda Borg. Ljós og líf
verður opnuð í Ingólfsstrætinu í
dag. ■
Ég er Akureyringur,“ segir Jó-hannes Pálmason sem tíma-
bundið hefur verið ráðinn for-
stjóri Lýðheilsumiðstöðvar í
stað Guðjóns Magnússonar sem
treystir sér ekki til að taka við
starfinu strax. „Ég lauk stúd-
entsprófi fyrir norðan og fór síð-
an í lögfræði í Háskóla Íslands,“
segir Jóhannes sem gegnt hefur
starfi yfirlögfræðings Landspít-
ala-háskólasjúkrahúss að undan-
förnu. Reyndar hefur hann
starfað við sjúkrahús allt frá því
hann lauk lögfræðiprófi; fyrst
sem skrifstofustjóri Borgarspít-
alans, síðar framkvæmdastjóri
og loks forstjóri. En Jóhannes
gerir fleira.
„Ég er formaður sóknar-
nefndar Hallgrímskirkju og í
stjórn Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastdæmis. Þá er ég í Hér-
aðsnefnd Reykjavíkurprófast-
dæmis vestra og formaður
Fagráðs Heyrnar-og talmeina-
stöðvarinnar,“ segir Jóhannes
sem er 58 ára og kvæntur Jó-
hönnu Árnadóttur. Saman eiga
þau þrjú börn. „Konan mín var
einmitt að vinna það afrek að
ganga 750 kílómetra pílagríms-
göngu úr Pýreneafjöllunum til
Santiago de Compostela á Spáni.
Ég treysti mér nú ekki til að
ganga alla þessa leið en fór út og
náði í hana,“ segir Jóhannes sem
að auki er mikil áhugamaður um
enska boltann. Hann heldur með
Liverpool. ■
38 3. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
...fær Iceland Express fyrir að
hafa lækkað flugfargjöld til og
frá landinu svo um munar.
Fréttiraf fólki
Hrósið
Verslun
EDDA BORG
■ Edda Borg hefur gengið til liðs við
bandarísku kirkjuna Self-Realization
Fellowship Center og í framhaldinu
opnar hún verslun í Ingólfsstræti ásamt
eiginmanni sínum.
Persónan
JÓHANNES PÁLMASON
■ yfirlögfræðingur Landspítalans hefur
tímabundið verið ráðinn forstjóri Lýð-
heilsumiðstöðvar. Hann hefur starfað við
sjúkrahús allt frá því hann lauk lögfræði-
prófi og ætlar að halda því áfram þrátt
fyrir þennan óvænta snúning.
EDDA OG BJARNI
Engin sértrúarsöfnuður - heldur stöðug leit að sjálfinu og sannleikanum.
Ljós og líf
Eddu Borg
Imbakassinn eftir Frode Øverli
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/I
R
A
Lýðheilsa og Liverpool
JÓHANNES PÁLMASON
Lögfræðingurinn á
sjúkrahúsinu.
Aníta vissi ekki að
Þórhildur Fjalldal, í
sinni 36. viku á
aspargusduftkúrnum,
heyrði til hennar...
Ég hef ALLTAF verið
svona! Ég get borðað
HVAÐ sem er án þess
að þyngjast um eitt
einasta GRAMM!
Lággjaldafé-lagið
Iceland Ex-
press festir
sig í sessi með
nýjum við-
skiptavinum
dag hvern.
Sögðum frá
því um daginn
að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, fyrrum borg-
arstjóri, væri farin að fljúga með
félaginu og
nú um daginn
keypti Dorrit
Moussaieff
forsetafrú
sér miða á
Netinu hjá fé-
laginu og
flaug hingað
heim til að
taka á móti
forseta Þýskalands. Ekkert bruðl
þar á bænum. ■