Fréttablaðið - 03.07.2003, Side 38
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
STEINUNNAR
STEFÁNSDÓTTUR
Nú er sumar
Nú kemur þú
golfinu á kortið
Golfkort Búnaðarbankans – góður félagi innan vallar sem utan.
• 20% afsláttur af vallargjöldum á völlum GSÍ.
• 5–15% afsláttur í völdum golfverslunum.
• Ferðatryggingar og neyðarþjónusta á ferðalögum erlendis.
• SMS skilaboð með upplýsingum um stöðu og notkun kortsins.
• MasterCard ferðaávísun fylgir Gull Golfkorti.
• Ekkert stofngjald og frítt árgjald fyrsta árið.
Búnaðarbankinn er aðal styrktaraðili GSÍ
Gull Golfkort – víðtækar ferðatryggingar,
MasterCard ferðaávísun og golftengd fríðindi.
Almennt Golfkort – ferðatryggingar og
golftengd fríðindi.
Almennt Golfkort Plús – fyrirframgreitt
greiðslukort. Ferðatryggingar og golftengd
fríðindi. Viðskiptavinir geta fengið Golfkort
Plús frá 12 ára aldri.
Golfkortið er einungis fyrir félaga í Golfsambandi Íslands
Hægt er að velja um þrjár tegundir korta
Þú getur sótt um Golfkort á www.bi.is, í síma 525 6000,
eða í næsta útibúi Búnaðarbankans
Búnaðarbankinn styrkir
Ólöfu Maríu Jónsdóttur
Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt
kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
7
1
8
8
www.bi.is
Fyrir nokkrum árum gekk yfirlandið mikið æði sem gekk út á að
næmar konur (og kannski karlar líka)
tóku sér fyrir hendur að finna út
hvar fólk hefði alið manninn í fyrri
lífum sínum sem auðvitað var ekki
dregið í efa að hefðu einhver verið.
Þessar vísu konur sögðu yfirleitt öðr-
um konum að þær hefðu verið munk-
ar, indíánar, sígaunar eða súffragett-
ur. Ótrúlega fáir ef bara nokkrir
höfðu verið venjulegt fólk, smiðir eða
þvottakonur.
BRESKU kvenréttindakonurnar,
sem kallaðar voru súffragettur og
börðust fyrir kosningarétti kvenna
fyrir liðlega 100 árum, hljóta að hafa
verið mun fleiri en heimildir segja til
um. Að minnsta kosti ef miðað er við
hlutfall fyrrum súffragetta hér á
landi og að hlutfall þeirra hafi verið
jafnhátt meðal stórþjóða og hér á Ís-
landi. Hugsanlegt er þó að þær hafi
bundist samtökum um að endurfæð-
ast allar hér á þessari eyju, sem er
þó furðulegt í ljósi þess hvað okkur
er ósýnt um að nýta samtakamáttinn.
ANNAÐ sem mér þótti alltaf dular-
fullt á þessum miklu fyrrilífstímum
var hversu margir höfðu verið munk-
ar, sérstaklega í ljósi þess að við
kvenfólkið vorum heldur duglegri en
karlarnir við að dýpka skilning okkar
á sjálfum okkur með því að skyggnast
í fyrri líf. Nú veit ég að samkvæmt
fræðunum þurfum við ekki endilega
að endurfæðast af sama kyni og við
höfum áður verið. Hins vegar var
alltaf skrítið að engin skyldi nokkurn
tíma hafa verið nunna.
SJÁLFRI þótti mér alltaf mest heill-
andi að hafa verið sígauni í fyrra lífi
og af einhverjum ástæðum sagði mér
einu sinni kona sem ég drakk kaffi
með að ég hefði einmitt verið sígau-
ni, og ekki nóg með það heldur hafði
ég ferðast um með vinkonu minni
sem einmitt var í sama kaffiboðinu
og selt alls konar varning. Ekki veit
ég hvort þetta sígaunalíf mitt á öld-
um áður sé ástæða þess að fátt þykir
mér skemmtilegra en að setjast upp í
vagn nútímans, bílinn, og ákveða eft-
ir veðri og líðan hvert skal haldið.
Best er þegar næturstaður er ekki
einu sinni ákveðinn. Þetta er það sem
gerir sumarið skemmtilegt. Og nú er
sumar. ■