Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 43
Hrósið 26 7. júlí 2003 MÁNUDAG Hallur Magnússon, sérfræð-ingur hjá Íbúðalánasjóði, hefur verið lánaður yfir í félags- málaráðuneytið til að vinna að hugmyndum og undirbúningi 90 prósent húsnæðislána: „Sjálfum gengur mér vel að borga af húsbréfunum mínum enda vextirnir svo hagstæðir á þeim,“ segir Hallur sem nýlega festi kaup á íbúð handa sér og fjölskyldu sinni í Rauðagerði í Reykjavík. Hallur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur en rekur ættir sínar í Hnappadalinn og Hafnarfjörð. „Eftir að ég keypti húsið er ég farinn að dunda mér í garðinum en annars fer frítíminn helst í að sinna börnunum eins og gerist þegar þau eru á þessum aldri,“ segi Hallur sem er kvæntur Ingibjörgu Ósk Guðmundsdóttur hjúkrunarfræðingi og saman eiga þau tvo stráka, tveggja og fimm ára. Þá á Hallur þrettán ára dóttur úr fyrra hjónabandi. Hallur var liðtækur í félags- starfi ungra framsóknarmanna á árum áður en hefur nú dregið sig í hlé: „Ég var í pólitík og er í flokknum en fylgist bara með úr fjarlægð,“ segir hann. Hallur hóf störf hjá Íbúða- lánasjóði fyrir fjórum árum þeg- ar hann kom heim frá Kaup- mannahöfn úr mastersnámi í op- inberri stefnumótun. Þar áður starfaði hann um þriggja ára skeið hjá bæjaryfirvöldum í Höfn í Hornafirði. Hallur er 41 árs. ■ Persónan HALLUR MAGNÚSSON ■ sérfræðingur hjá Íbúðalánasjóði, hef- ur verið lánaður yfir í félagsmálaráðu- neytið til að undirbúa og hrinda í fram- kvæmd 90 prósent húsnæðislánum. ...fá Siglfirðingar fyrir að sitja ekki þegjandi undir sviknum kosningaloforðum. Fréttiraf fólki Lánaður til ráðherra Bubbi Morthens vakti nokkraathygli með því að koma fram í aug- lýsingu Bif- reiða og landbúnaðar- véla á Range Rover jepp- um, þar sem var tíundað að sumarið væri tíminn. Lýsti hann yfir fásinnu þess að Íslendingar leiti til út- landa þegar íslenska sumarblíð- an gengur í garð, í stað þess að njóta náttúrunnar og fjallanna, líkt og hann sjálfur. Þeir sem til þekkja vissu þó að Bubbi var ásamt Brynju Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni, í Danmörku þegar auglýsingarnar hófu að birtast, fjarri öllum fjöllum og íslenskri náttúru. Aldrei hafa jafn margir veriðjafn undrandi á jafn fáum eru orð sem mætti ef til vill viðhafa um Mannanafnanefnd, enda hefur starfsemi hennar löngum verið mörgum ádeiluefni. Umsjónarmað- ur vefsins frettir.com er kannski ekki mesti aðdáandi nefndarinnar en hann hefur haft gaman af því að bregða á leik við nefndina. Þannig hefur hann sent nefndinni tölvu- póst af netfanginu saevarr@hot- mail.com, með þeim tveimur r-um sem nefndin neitar að viðurkenna í þjóðskrá. Það hefur borið þann árangur að formaður nefndarinnar er nú farinn að ávarpa tíðan sen- danda sinn sem Sævarr, með tveimur r-um, og virðist því viðurkenna nafnið í daglegum sam- skiptum þrátt fyrir að nefndin hafni því á fundum sínum. Skák gegn áfengisvanda HALLUR MAGNÚSSON Hættur í pólitík en er í Framsóknarflokkn- um og fylgist með úr fjarlægð. Ég tel að íslensk stjórnvöld ættuí framhaldinu að leggja fram fjármagn, í samvinnu við íslensk fyrirtæki, til að kosta áframhald- andi útbreiðslu skákarinnar. Það mun örugglega skila sér til baka því reynslan sýnir að í kjölfar menningarlegra samskipta fylgja aukin viðskipti milli þjóða,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Össur fylgdist grannt með gangi mála í hinu alþjóðlega Skákmóti sem Hrókurinn stóð fyrir á Græn- landi. Margir binda við það vonir að mótið muni hafa víðtækari áhrif en einungis þau að útbreiða hina ágætu íþrótt. Össur er þeirra á meðal og hann vill ekki gera lítið úr mikilvægi skákarinnar sem slíkrar. „Hvarvetna sem maður kemur í Qaqartoq er Hrókurinn og skák á hvers manns vörum. Grænlensku fjölmiðlarnir eru sömuleiðis upp- fullir af skák. Hér er því að verða sannkölluð skákvakning. Við í Hróknum stefnum að því að sú vakning breiðist út héðan og til allra annarra samfélaga á Græn- landi. Hér hafa verið margvísleg samfélagsleg vandamál, sem tengj- ast ekki síst óhóflegri áfengis- neyslu, og grænlensk æska hefur ekki farið varhluta af þessari þró- un. Skákvakningunni sem Hrókur- inn stendur fyrir er meðal annars beint gegn þessu vandamáli. Hún er okkar íslenska innlegg í forvarn- ir gegn óhóflegri vímuneyslu og á að beina áhuga grænlenskra ung- menna að uppbyggilegri þáttum lífsins.“ Össur náði ekki í tæka tíð til að skrá sig til leiks, en hann er skák- maður góður. Halldór Blöndal er hins vegar meðal keppenda og hef- ur staðið sig vel í mótinu. Össur svarar spurningunni um hvort hann gæti betur, af diplómatískri hógværð: „Ég skal ekki segja. Einu sinni skrifaði ég pistil þar sem ég sýndi fram á að ég hefði í rauninni sigr- að Kasparov, því ég hafði slamp- ast síðla nætur á að vinna góðan mann, raunar stórmeistara, sem hafði sigrað aðra stórmeistara, sem höfðu lagt Kasparov. Gömul rökfræði skákmanna segir, að þar með hefði ég í reynd unnið Kasparov. Nei, gamanlaust, þá held ég að Halldór sé betri en ég í skákinni. Aftur á móti vann einu sinni Hrafn Jökulsson, f seta Hróksins, og á því lifum báðir enn um sinn.“ ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fylgdist grannt með mótinu á Grænla af hliðarlínunni og fór á kostum sem veislustjóri í lokahófinu. Í stuttu spjalli Fréttablaðið gerði hann tilraun til að r styðja að hann hafi óbeint náð að sig Kasparov. Skák ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON ■ formaður Samfylkingarinnar, telur fulla ástæðu til að íslensk stjórn- völd leggi aukið fjármagn í skákvæð- ingu Hróksins - sem getur haft jákvæð- ar afleiðingar á ýmsum sviðum og opnað dyr á sviði viðskipta. Íbú›ir til leigu, eins lengi og flú flarft! Nánari uppl‡singar á heimasí›u Búseta, www.buseti.is og á skrifstofu félagsins í Skeifunni 19, sími 520-5788 Nú er möguleiki á a› tryggja sér íbú›ir til langtímaleigu. Í fiorláksgeisla eru lausar til umsóknar nokkrar íbú›ir me› sérinngangi sem afhendast 15. ágúst og 12. september. 7 tveggja herbergja 2 flriggja herbergja Allt innifali› nema rafmagn íbú›ar, líka ísskápur! 2ja og 3ja herbergja 60m2-83m2 íbú›ir, ver› frá 61.500- 79.400. Húsaleigubætur geta lækka› ver› umtalsvert. Umsóknarfrestur til 10. júlí n.k. Umsóknar- og grei›sluskilmálar: Allir geta sótt um sem geta gert bo›grei›slusamning um leigugrei›slur (kreditkort). Ef umsækendur eru fleiri en íbú›ir í bo›i er dregi› um rö› umsækjenda. Ungir jafnaðarmenn hafa veriduglegir við að álykta að und anförnu og vi ist þeim ekke óviðkomandi. Skemmst er a minnast þess siglfirsk deild þeirra skorað Guðna Bergss að halda áfram að spila með landsliðinu og þá lé Reykjavíkurfélagið sig ekki vant á lok landsfundar Sjálfstæðis- flokksins þar sem landsfundarge ir voru kvaddir með virktum. Reykjavíkurfélagið er nú enn á ferð undir stjórn formanns síns, Andrésar Jóns- sonar. Nú krefst það þess að fá að vita hversu mikið veisla Ólafs Ragnars Grímssonar for- seta til heiður þýska kollega sínu kostaði. Þá er ýmis risnukostnað hjá ríkinu gagnrýndur. Fréttiraf fólki ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram a ð regnhlífar eru seldar í Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.