Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.07.2003, Qupperneq 2
2 7. júlí 2003 MÁNUDAGUR Nei, nei. Brussel er ekkert að bögga mig. Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra skrifaði bréf til Brussel þar sem hann taldi sig nauðbeygðan til að auka kolmunnakvótann vegna ákvörðunar ESB um aukningu. Þá hefur ESB samið við Grænlend- inga um kaup á grálúðukvóta, sem skemmir fyrir samningaviðræðum Íslands og Grænlands um sameiginlega stofninn. Spurningdagsins Árni, er Brussel að bögga þig? ■ Lögreglufréttir 1.499,-L E I Ð B E I N A N D I V E R Ð SPENNANDI FERÐ FÉLAGAR „Afar hrífandi frásögn sem heltekur  lesandann.“  Lektørudtalelse, Dansk Biblioteks Center: „Einstæð frásögn af þjáningum og þrekraunum, kjarki og hetjudáðum, djörfung og áræði  ... líflega skrifuð.“  Magnús Magnússon sjónvarpsmaður, Bretlandi: AFNOTAGJÖLD Mistök við skráningu sjónvarpstækja vegna afnota- gjalda Ríkisútvarpsins eru dýr- keypt og er leiðrétting í mörgum tilfellum illmöguleg. Næturvörð- urinn Viðar Friðfinnsson telur sig hafa verið ranglega skráður fyrir sjónvarpstæki og segir tækjaleit- endur RÚV hafa beitt bellibrögð- um. Fleiri hafa svipaða sögu að segja. „Þeir komu upp á tröppur til mín og spurðu hvort ég ætti sjón- varpstæki. Ég neitaði réttilega, en fékk síðan gíróseðil. Ef grunur leikur á að maður eigi sjónvarp, er sendur gíróseðill. Í framhaldi af því fer þetta fyrir dómstóla þar sem hægt er að verja sig, en það er ódýrara að borga heldur en að leggja út fyrir lögfræðingi,“ segir Finnur Frímann, fisksali í Kópa- vogi. Annar viðmælandi Frétta- blaðsins, sem vildi njóta nafn- leyndar, var skráður fyrir sjón- varpstæki gegn vilja sínum. Tækjaleitendur sáu það liggja á gólfinu í íbúð þar sem hann var gestkomandi við tölvuvinnu. Sjón- varpstækið sneri að vegg og var ekki með rafmagnskló, en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur skráningin ekki fengist leiðrétt. Ragnar Sigurðsson, vélvirki í Reykjavík, lenti í skilnaði fyrir tæpu ári síðan, en hefur ekki fengið afskráð sjónvarpstæki barna sinna af nafni sínu. Fyrr- verandi eiginkona gerði sér ferð í RÚV og afskráði sjónvarp heimil- isins af Ragnari yfir á sitt nafn, en tvö sjónvörp barnanna og eitt út- varpstæki fylgdu ekki með. „Ég fékk gíróseðil og fór í af- notadeild RÚV. Þar skýrði ég þá málavexti fyrir starfsmanni, að ég ætti ekki sjónvörpin og sýndi skilnaðarplöggin. Hún sagði að ég ætti víst sjónvarpstæki og sakaði mig um lygar. Það er ekki hægt að hnika RÚV,“ segir Ragnar. Á dögunum fékk Ragnar hring- ingu frá vörslusviptingarfyrir- tæki, þar sem honum var tilkynnt að menn væru á leiðinni að sækja sjónvarpstækin tvö. Eitt bréf var sent um vörslusviptingu hvors sjónvarpstækis og stendur hann því frammi fyrir tvöföldu vörslu- sviptingargjaldi. Hann segir 20 þúsunda króna skuld á afnota- gjöldum hækka í 80 þúsund við innheimtukostnað, dráttarvexti, dráttarvexti á innheimtukostnað og vörslusviptingu. „Ábyrgðin ætti að vera hjá RÚV að sanna að ég eigi sjónvarpstæki,“ segir hann. jtr@frettabladid.is Sjónvarpslausir á afnotagjöldum Erfiðlega gengur fyrir fólk að fá nöfn sín afskráð hjá Ríkisútvarpinu eft- ir að hafa verið skráð fyrir sjónvarpstæki. Dæmi eru um að menn telji sig ranglega skráða af tækjaleitendum og verði að greiða afnotagjöld. RÍKISÚTVARPIÐ Margir segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við afnotadeild RÚV og eru dæmi um að menn telji sig mæta yfirgangi og dónaskap þegar leiðréttingar á skráningu sjónvarpstækja er óskað. BLÓM TIL MINNINGAR UM HINA LÁTNU Sjálfsmorðsárásin kostaði fimmtán manns lífið og eru ellefu alvarlega slasaðir. Sjálfsmorðsárás: Fimmtán látnir MOSKVA, AP Fimmtán létust í sjálfs- morðsárás á tónlistarhátíð í Moskvu á laugardagskvöld. 48 voru enn á spítala í gærdag vegna árásarinnar. Áætlað er að 40.000 manns hafi verið á tónleikunum. Enginn hefur verið handtekinn eða lýst ábyrgð árásarinnar á hendur sér, en embættismenn segja vegabréf hafa fundist á vettvangi sem sýni að önnur kvennanna sem að árásinni stóðu sé tsjétsjénsk. Vladimir Putin, forseti Rúss- lands, aflýsti opinberri heimsókn til Úsbekistan og Malasíu vegna árásarinnar. ■ 65 TEKNIR FYRIR HRAÐAKSTUR Í VÍK Lögreglan í Vík í Mýrdal var búin að taka 65 bílstjóra fyrir hraðakstur um fjögurleytið í gær. Mikil umferð var vestur á föstu- dag og muna lögreglumenn þar ekki eftir því að hafa þurft að stöðva jafn marga bíla í sumar. MAÐUR MEIDDIST Á ÚTIHÁTÍÐ SNIGLANNA Gestur á útihátíð Sniglanna í Njálsbúð var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild eftir að hafa fallið um einn metra. Ekki er vitað af hverju maðurinn féll en lögreglan sagðist halda að hann hefði verið að gantast með félögum sínum. LONDON „Þú getur ekki sakað for- sætisráðherra um alvarlegra at- vik en að ég hafi skipað hernum til orustu á grundvelli upplýs- inga sem ég falsaði,“ sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í viðtali við sunnudags- blaðið Observer. Þar var hann að svara ásökunum um að starfs- menn hans, sérstaklega Alistair Campbell, upplýsingafulltrúi hans, hafi bætt röngum upplýs- ingum inn í skýrslu um gereyð- ingarvopnaeign Íraka fyrir inn- rás. „Ég lít á þetta sem eins alvar- lega árás og hægt er að gera á trúverðugleika minn, ásökunin er ósönn og ég vona að þeir við- urkenni það,“ sagði Blair í viðtal- inu. Hann vildi ekki ganga svo langt að krefja BBC, sem hefur haldið þessu fram, um afsökun- arbeiðni en ítrekaði að stjórn- endur þess ættu að viðurkenna að frétt þeirra þessa efnis væri röng. Litlar líkur eru til þess að BBC bakki með frétt sína á næst- unni. Observer greindi frá því í gær að yfirmaður bresku leyni- þjónustunnar MI6 hefði greint háttsettum stjórnendum BBC frá því fyrir nokkru að meiri hætta hefði stafað af Íran og Sýrlandi en Írak. ■ Enn harðnar stríð Tony Blairs og breska ríkissjónvarpsins: Ekki til alvarlegri ásökun TONY BLAIR BBC hefur eftir ónafngreindum heimilda- manni að forsætisráðuneytið breska hafi bætt röngum upplýsingum í upplýsinga- skýrslu. Því neita Tony Blair og samstarfs- fólk hans. Andlát ungs manns í Mýrargötu rannsakað: Flest bendir til slyss LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítugur maður fannst látinn við Mýrargötu um klukkan tvö aðfaranótt sunnu- dags. Aðstæður benda til þess að maðurinn hafi fallið, en málið er rannsakað út frá þeim möguleika að glæpur kunni að hafa átt sér stað. Vegfarendur komu að mann- inum látnum við brattar tröppur að yfirgefnu húsi og tilkynntu lög- reglu um málið. Engin vitni að at- burðinum hafa gefið sig fram. Ekki er leitað að geranda á þessu stigi rannsóknarinnar. Krufning fer fram í dag eða á morgun og mun hún varpa frekara ljósi á tildrög þess að maðurinn lést. Málið er í hönd- um R-3 deildar lögreglunnar, sem rannsakar brot gegn lífi og líkama. Samkvæmt upplýsing- um lögreglu bendir flest til þess að slys hafi orðið. ■ MÝRARGATA Talið er að maður sem fannst um miðja nótt við tröppur að yfirgefnu húsi á Mýrargötu hafi látist við fall. Patreksfjörður: Bílþjófar keyrðu út af SLYS Tveir menn voru sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar og fluttir á Landspítalann í Fossvogi í gærmorgun eftir að bíll þeirra fór út af við Ódrjúgsháls milli Bjarkalundar og Flókalundar. Mennirnir, sem báðir voru um tví- tugt, stálu bílnum á Patreksfirði og óku af stað til borgarinnar. Meiðsli þeirra eru ekki talin lífs- hættuleg en báðir voru lagðir inn og verða undir eftirliti. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun. Erill var hjá lögreglunni á Patreksfirði vegna ölvunaraksturs um helgina. ■ Banaslys á Vesturlandsvegi: Áttræður maður lést SLYS Áttræður maður lést eftir að hann ók í veg fyrir annan bíl á Vesturlandsvegi síðdegis á laug- ardag. Að sögn lögreglu varð slys- ið þegar maðurinn ók bíl sínum vestur Hvalfjarðarveg í veg fyrir annan bíl sem ók norður Vestur- landsveg. Tveir voru í hinum bílnum og voru þeir fluttir á Sjúkrahúsið á Akranesi en meiðsl þeirra reynd- ust ekki alvarleg. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir. ■ MINNIHÁTTAR BRUNI Í FELLA- HVERFI. Lögreglunni var tilkynnt um bruna í íbúð í Fellahverfi um klukkan átta á laugardagskvöldið. Bruninn reyndist minniháttar en mikill reykur kom frá íbúðinni. Einn maður var fluttur á sjúkra- deild, hugsanlega með reykeitr- un. BARIST GEGN FORDÓMUM Löggjaf- ar víðsvegar að úr Evrópu hittust í Rotterdam um helgina. Samþykkti hópurinn ályktun þar sem stjórn- völd eru hvött til þess að sam- þykkja lög til að koma í veg fyrir hatursglæpi . SYNTU FRÁ FRAKKLANDI Þremur mönnum var á laugardag bjargað frá drukknun í Ermasundi undan ströndum Englands. Mennirnir hugðust sækja um pólitískt hæli í Englandi. NÝ RÍKISSTJÓRN Frjálslyndi flokk- urinn og Jafnaðarmannaflokkurinn í Belgíu hafa samþykkt ríkisstjórn- arsáttmála. Báðir flokkarnir unnu stórsigur í kosningunum. ■ Lögreglufréttir ■ Evrópa

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.