Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 10
10 7. júlí 2003 MÁNUDAGUR
TEKIÐ Á
2.600 manns tóku þátt í þríþraut nálægt
þýsku borginni Nurnberg í Þýskalandi í
gær. Keppnin samanstendur af 3,8 kíló-
metra sundi, 18 kílómetra hjólreiðakeppni
og maraþonhlaupi.
Þríþraut
HANDBOLTI „Það er nú svo að maður
lærir alltaf mikið á að lenda í
vandræðum í lífinu,“ sagði
Patrekur Jóhannesson handbolta-
kappi um vandræði sín af banni
þýska handboltasambandsins en
hann var dæmdur í sex mánaða
keppnisbann fyrir að hrækja að
dómara í síðasta leik sínum með
Essen í Þýskalandi. Bannið hefði
mögulega þýtt að nýr tveggja ára
samningur Patreks við spænska
félagið Bidasoa hefði runnið út í
sandinn. Í vikunni var banninu
svo hnekkt fyrir dómstólum og
því getur Patrekur andað léttar.
„Málið er allt saman mjög
furðulegt og ótrúlegt hvað margir
fjölmiðlar fóru rangt með. Ég á
ekkert auðvelt með að verja það
sem ég gerði en í stuttu máli þá
var mér á þessum tímapunkti
mjög í mun að spila vel þennan
umtalaða leik. Ekki af því að hann
skipti liðið einhverju máli heldur
af því að þetta var minn síðasti
leikur hjá félagi sem mér þykir
vænt um. Ég var sjö ár í Essen og
það var tilfinningaríkt að vera að
spila sinn síðasta leik með félag-
inu og öllum þeim vinum sem
maður eignaðist þar. Ég lét skapið
hlaupa með mig í gönur eitt sek-
úndubrot, það var brotið á mér en
dómarinn sá það ekki og ég í
stundarbræði lít á dómarann og
hræki á gólfið. Hann horfði beint
á mig og gaf mér umsvifalaust
krossinn. Það þýðir alvarlegt brot
en mig grunaði aldrei að það færi
alla þessa leið sem það svo fór.
Fjölmiðlar töluðu mikið um að ég
hefði hrækt á dómarann sjálfan
en svo var alls ekki. Það voru átta
metrar í dómarann og ég hefði
aldrei getað hrækt þangað þó ég
hefði viljað.“
Patrekur er mjög sáttur við
hlutskipti sitt í lífinu. „Ég hef ver-
ið ákaflega heppinn í lífinu. Mín
vinna er mitt áhugamál og áhug-
inn hefur sjaldan verið meiri.
Núna fer ég með fjölskyldu minni
á nýjar slóðir sem okkur hefur
langað til í nokkurn tíma og ég hef
alltaf tíma til að vera með þeim og
njóta lífsins. Það er nokkuð sem
ekki er öllum gefið að geta það og
það er dýrmætt.“ ■
Tíminn með fjöl-
skyldunni dýrmætur
Patrekur Jóhannesson, leikmaður Bidasoa í handbolta, hefur rekið sig oftar en einu sinni á í líf-
inu en alltaf lært af því. Þessi hávaxni Garðbæingur er fullur sjálfstrausts og hlakkar til að takast
á við ný verkefni á Spáni.
PATREKUR JÓHANNESSON
Hvílir sig nú heima en heldur til
Spánar innan tíðar.
TENNIS Serena Williams vann syst-
ur sína Venus í úrslitaleik
Wimbledon-mótsins á laugardag.
Venus vann fyrsta settið 6:4 en
Serena vann hin tvö 6:4 og 6:2.
Venus var meidd á læri, mjöðm
og í maga en hafði samt forystu
framan af leiknum. Gömul
meiðsli tóku sig upp í undanúr-
slitaleiknum gegn Kim Clijsters
og átti hún í miklum erfiðleikum
þegar á leikinn leið. Venus komst í
4:0 í öðru settinu en gaf eftir og
tapaði 4:6. Hún varð að taka sér
góða hvíld fyrir þriðja settið en
krafturinn í uppgjöfunum var
greinilega minni og Serena vann
örugglega 6:2.
„Hún er harðari af sér en ég
hélt“, sagði Serena eftir leikinn
en viðurkenndi að hún hafi nýtt
sér meiðsli systur. „Ég gat ekki
hlaupið hratt, ég gat ekki teygt
mig og sendi boltann í netið af
því að það varð erfiðara að
teygja sig eftir honum,“ sagði
Venus eftir leikinn en það kom
aldrei til greina hjá henni að gefa
leikinn eða hætta leik. „Ég sagði
við sjálfa mig að þetta væri
Wimbledon og ég fengi hugsan-
lega ekki annað tækifæri. Þetta
varð til þess að ég barðist meira
og hugarfarið var rétt. ■
Wimbledon-mótið:
Serena vann
annað árið í röð
SERENA WILLIAMS
Serena Williams vann systur sína Venus Williams í úrslitaleik Wimbledon-mótsins.
16.35 RÚV
Fótboltakvöld (e).
16.50 RÚV
Helgarsportið (e).
18.30 Sýn
Íslensku mörkin (e).
19.00 Sýn
Bein útsending frá leik Grindavíkur og
ÍA í Landsbankadeild karla. Grindvíking-
ar hafa sigrað í þremur síðustu viður-
eignum liðanna suður með sjó.
20.30 Skjár 1
Mótor - Sumarsport. Þáttur um aksturs-
íþróttir sem fjallar m.a. um kvartmílu,
mótorkross, sandspyrnu, go kart, hrað-
bátarall, listflug, mótordreka og svifflug.
23.15 Sýn
Gillette-sportpakkinn. Þáttur um íþrótta-
viðburði um víða veröld.
23.45 Sýn
Sýnt frá leik Grindavíkur og ÍA í Lands-
bankadeild karla (e).
hvað?hvar?hvenær?
4 5 6 7 8 9 10
JÚLÍ
Mánudagur
Næstu tvö til þrjú árin verðamjög mikilvæg í sögu klúbbs-
ins,“ sagði Patrick
Vieira, leikmaður
Arsenal, í viðtali
við News of the
World. Hann bætti
því við að hann
langaði mikið til
að vera áfram hjá
félaginu. Talið er
að hann skrifi undir samning sem
tryggir honum 70.000 pund, rúm-
ar níu milljónir króna, í vikulaun.
Eftir að rússneskur auðmaðurkeypti Chelsea linnir ekki
sögum af því að
félagið leggi fram
háar fjárhæðir til
að tryggja sér
nýja leikmenn.
Bresku sunnu-
dagsblöðin birtu
flest greinar þess
efnis að Chelsea
undirbúi nú 30 milljóna punda til-
boð í Wayne Rooney, hinn unga
sóknarmann Everton. Litlar líkur
þykja þó á því að hann verði seld-
ur.
Ekkert verður af því að MarkViduka, sóknarmaður Leeds,
fari til Barcelona. Varaforseti
Barcelona sagði í gær að félagið
væri hætt að reyna að fá hann til
sín. Ástæðan var sögð sú að liðið
hafi þegar of marga leikmenn frá
löndum utan evrópska efnahags-
svæðisins.
Óvíst er að hinn sterki varnar-maður Middlesbrough, Ugo
Ehiogu, leiki nokkuð fyrir jól. Við
upphaf æfinga fyrir næsta tíma-
bil kom í ljós að hann átti við
hnémeiðsli að stríða.
■ Fótbolti
Landsbankadeild karla:
Sharpe er
velkominn aftur
FÓTBOLTI „Á föstudagskvöldi feng-
um við okkur bjór heima hjá ein-
um leikmannanna,“ sagði Lee
Sharpe, fyrrum leikmaður
Grindavíkur í viðtali við enska
dagblaðið Sunday People. „Við
höfðum leikið fyrr um kvöldið og
áttum annan leik á þriðjudegi. Ég
áttaði mig ekki á því að það var
regla um viku bindindi fyrir leik
og við brutum hana. Ég hélt að
þetta væri eins og á Englandi og
það voru bara nokkrir dagar í
leik. Þarna er þetta ein vika. En
það er ekki þess vegna sem ég
fór aftur til Englands.“
Lee Sharpe var meiddur eins og
fram kom í viðtali Sunday People
við Ingvar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóra Grindavíkur. „Þeir
héldu partí eitt föstudagskvöldið.
Stuðningsmennirnir komust að því
og voru ekki ánægðir. Leikmönn-
unum var refsað en það er fráleitt
að segja að Lee hafi farið vegna
þessa. Hann var meiddur. Hann
hafði staðið sig vel hjá okkur þeg-
ar hann meiddist. Það tekur fjórar
til sex vikur að ná sér af þessum
meiðslum og það verður of seint.
Hann er velkominn aftur hvenær
sem er. Hann má koma aftur þegar
hann nær sér af meiðslunum en ég
efast um að af því verði.“ ■
SHARPE
Lee Sharpe, til hægri á myndinni, fór frá Grindavík í síðasta mánuði.