Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 07.07.2003, Blaðsíða 15
101 Reykjavík 4 Austurbær 3 Ársalir 2 Ás 16 Bakki 2 Eign.is 8 Eignanaust 9 Fasteignamiðlun 18 Fasteignasala Mosfellsb. 3 Fasteignaþj. Suðurlands 9 Garðatorg 5 ÍAV 14-15 Remax 10 Að Austurbrún 34 er til sölustórglæsilegt parhús á tveimur hæðum. Hans Krist- ján Árnason, eigandi hússins, segir staðsetninguna algjöra paradís. „Þetta er eins og lítið þorp inni í borginni, húsin eru öll hvít og torfþak á bílskúrun- um. Það er eitthvað Miðjarðar- hafslegt við hverfið, tvær húsaraðir og lokuð gata á milli. Þarna er engin umferð, bara kyrrð og ró.“ Húsið sjálft skiptist í and- dyri, forstofu, sjónvarpshol, tvö svefnherbergi, eldhús, þvottahús og borðstofu á neðri hæð, en á efri hæð eru hjóna- herbergi, baðherbergi og stofa. Anddyrið er gott með góðum fataskáp, flísar á gólfi og innangengt úr anddyri í bíl- skúr. Úr anddyri er komið inn í rúmgott hol þar sem er parket á gólfum og á hægri hönd er gengið inn í sér álmu með tveimur herbergjum, baðher- bergi og sjónvarpsholi. Þaðan er útgangur út í bakgarðinn, en garður er umhverfis allt húsið. „Álman var notuð fyrir krakkana svo þau væru svolít- ið sér. Svo eru skjólveggir utan um garðinn þannig að hann er alveg prívat og þarna verður algjör pottur, veður- sældin er alveg sérstök á þess- um stað,“ segir Hans Kristján. „Það sést best á blómunum og gróðrinum öllum sem er óend- anlega fallegur.“ Hans segir að í bakgarðinum sé stór pallur þar sem fjölskyldan uni sér löngum stundum á sumrin. Búið er að leggja fyrir ljós- leiðara og hiti er í gangstéttum og innkeyrslu. „Það er líka stutt í alla þjónustu, og fyrir krakka er þetta draumasvæði, holtið á milli Austur- og Vest- urbrúnar er hrein nátt- úruparadís,“ segir Hans Krist- ján. Húsið er til sölu hjá Garða- torgi og ásett verð er 27 millj- ónir króna. ■ w w w .f rj a ls i. is Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Stokkaðu upp fjármálin – með hagstæðari lánum Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfest- ingarbankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Fasteigna- og framkvæmdalán Frjálsa fjárfestingarbankans eru einnig hentug leið fyrir þá sem standa í húsbyggingum eða fasteignakaupum. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. villtur gróður ● vinsæll kærasti James Rail: ▲ SÍÐUR 6-7 Frumbyggi í Garðabæ Vesturbærinn ▲ SÍÐA 2 Raðhús í Frostaskjóli Fasteignir Borgartún 9: ▲ SÍÐA 9 Stórar og bjartar íbúðir Fasteignir fast/eignir Mánudagur 7. júlí 2003Fasteignaauglýsingar í 93.000 eintökum Remax Mjódd er með til sölu glæsi- legt einbýli að Hæðarseli 13 Eign.is auglýsir risíbúð á Nýlendugötunni 8-9 Austurbær býður til sölu fallega íbúð með bílskúr í Gautavík 3 Fasteignasölur Húsbréf Flokkur Ávöxtunarkrafa Gengi 1. feb. 4,47% 1,2915 1. jan. 4,61% 1,2605 98/2 4,49% 1,6683 98/1 4,63% 1,6308 96/2 4,66% 1,8535 Gengi 27. júní 2003 Hús o.fl. Austurbrún 34 til sölu/ Eins og að búa við Miðjarðarhaf SÉRSTAKUR BYGGINGARSTÍLL EINKENNIR AUSTURBRÚNINA Gatan minnir á lítið og fallegt þorp í útlöndum. FJÖLDI HÚSBRÉFALÁNA til einstaklinga vegna nýbygginga. RAUNVERÐ á m2 í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. 1992 1.273 1993 1.057 2001 2250 2002 2.062 1992 106,5 2002 125,0 vísitala 1990=100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.