Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 22
26. júlí 2003 LAUGARDAGUR
Saga Forsyte-ættarinnar ber aföðru efni í sjónvarpi þessar
vikurnar. Þetta eru afar vandaðir
þættir og mikið í þá lagt á allan
hátt. Hins vegar er leikurinn ekki
jafn glimrandi og hann var í
þáttaröðinni sem BBC gerði fyrir
allmörgum árum eftir sömu sögu.
Dramatíkin er þó enn á sama stað.
Í síðasta þætti lagðist Soames í
rúmið vegna þess að Irene eigin-
kona hans yfirgaf hann í sorg
vegna dauða elskhuga síns. Í
næsta myndskeiði voru liðin
fimm ár. Soames var enn að þjást
vegna ástar sinnar á Irene og hún
var enn að syrgja elskhugann.
Þetta er staðfesta sem ég kann
við. Allt annað en í nútímanum
þar sem fólk er sjö daga að jafna
sig á sambandsslitum og skríður
svo upp í næsta rúm sem býðst.
Það er ekki sjón að sjá Tony
Blair þessa dagana. Manninum líð-
ur greinilega mjög illa og það er
bara gott á hann. Ef menn eru sós-
íaldemókratar þá verða þeir að
hegða sér almennilega og eiga ekki
að ganga um ljúgandi að heims-
byggðinni. Og deila breskra
stjórnvalda og BBC vegna láts
Davids Kellys er ríkisstjórn Blairs
til skammar. Þeir sem séð hafa
upptökur af yfirheyrslunni yfir
Kelly vita að komið var fram við
þann ágæta mann eins og þar væri
föðurlandssvikari á ferð. David
Kelly var maður sem þorði að
segja sannleikann. Stundum getur
sannleikurinn kostað menn lífið.
En ég hélt satt að segja ekki að sós-
íaldemókrötum þætti sjálfsagt að
hrekja menn út í dauðann. ■
Við tækið
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
■ fylgist með sögu Forsyte-ættarinnar
og fréttum frá Bretlandi.
Góð ættarsaga og skömm Blairs
18.00 Robert Schuller
19.00 Jimmy Swaggart
20.00 Billy Graham
21.00 Praise the Lord
23.00 Robert Schuller
0.00 Miðnæturhróp
0.30 Nætursjónvarp
Með áskrift að stafrænu sjón-
varpi Breiðbandsins fæst
aðgangur að rúmlega 40
erlendum sjónvarpsstöðvum,
þar á meðal 6 Norðurlanda-
stöðvum. Nánari upplýsingar
um áskrift í síma 800 7000.
14.00 Landsmótið í golfi 2003 Saman-
tekt frá öðrum keppnisdegi.
15.00 Landsmótið í golfi 2003 Bein
útsending frá þriðja og næstsíðasta
keppnisdegi.
18.00 Champions World (Meistara-
keppnin) (Celtic - Boca Juniors)
19.50 Lottó
20.00 MAD TV (MAD-rásin) Geggjaður
grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið.
Þátturinn dregur nafn sitt af samnefndu
skopmyndablaði sem notið hefur mikilla
vinsælda.
21.00 Heavenly Creatures (Himneskar
verur) Þessi stórgóða mynd er byggð á
sannsögulegum atburðum og segir frá
vinkonunum Juliet Hulme og Pauline
Parker. Með þeim þróast einstakt vináttu-
samband þar sem bókmenntir og óbeisl-
að ímyndunarafl leika lausum hala.
Smám saman fjarlægjast þær fjölskyldur
sínar og sökkva sífellt dýpra inn í sam-
eiginlegan hugarheim sinn. Að lokum
reynir móðir Pauline að stía þeim í sund-
ur en það reynist hafa hörmulegar afleið-
ingar. Aðalhlutverk: Melanie Lynskey og
Kate Winslet. Leikstjóri: Peter Jackson.
1994. Stranglega bönnuð börnum.
22.40 Hnefaleikar (Jirov/Toney/Tarv-
er/Griffin) Útsending frá hnefaleika-
keppni í Connecticut í Bandaríkjunum. Á
meðal þeirra sem mættust voru Vassiliy
Jirov og James Toney en í húfi var heims-
meistaratitill IBF-sambandsins í milli-
þungavigt. Á sama stað mættust einnig
Antonio Tarver og Montell Griffin og
börðust um heimsmeistaratitil IBF-sam-
bandsins í léttþungavigt. Áður á dagskrá
31. maí 2003.
1.20 Portrait of Sunrise (Sólskins-
gyðjan) Erótísk kvikmynd. Stranglega
bönnuð börnum.
2.45 Dagskrárlok og skjáleikur
6.20 If These Walls Could Talk II
8.00 Loser
10.00 Galaxy Quest
12.00 Trading Places
14.00 If These Walls Could Talk II
16.00 Loser
18.00 Galaxy Quest
20.00 Trading Places
22.00 Fargo
0.00 The Mexican
2.00 Crouching Tiger, Hidden Dragon
4.00 Fargo
7.00 Meiri músík
12.00 Lúkkið
14.00 X-TV..
15.00 Trailer
16.00 Geim TV
17.00 Pepsí listinn
19.00 XY TV
20.00 Meiri músík
Stöð 2
21.00 Sýn 21.00
Himneskar
verur
Himneskar verur eða Heavenly
Creatures er stórgóð mynd sem
byggð er á sannsögulegum at-
burðum og segir frá vinkonun-
um Juliet Hulme og Pauline
Parker. Með þeim þróast ein-
stakt samband þar sem bók-
menntir og óbeislað ímyndunar-
afl ráða miklu. Smám saman
fjarlægjast þær fjölskyldur sínar
og sökkva sífellt dýpra niður í
sameiginlegan hugarheim. Að
lokum reynir móðir Pauline að
stía þeim í sundur en það reyn-
ist hafa hörmulegar afleiðingar.
Aðalhlutverk leika Melanie Lyn-
skey og Kate Winslet en leik-
stjóri er Peter Jackson. Myndin,
sem er frá árinu 1994, fær þrjár
og hálfa stjörnu hjá Maltin.
15.00 Jay Leno (e) Jay Leno er ókrýnd-
ur konungur spjallþáttanna. Leno leikur á
alls oddi í túlkun sinni á heimsmálunum
og engum er hlíft. Hann tekur á móti
góðum gestum í sjónvarpssal og býður
upp á góða tónlist í hæsta gæðaflokki.
Þættirnir koma glóðvolgir frá NBC-sjón-
varpsstöðinni í Bandaríkjunum.
15.45 Jay Leno (e)
16.30 Dateline (e) Dateline er marg-
verðlaunaður fréttaskýringaþáttur á dag-
skrá NBC-sjónvarpsstöðvarinnar í Banda-
ríkjunum. Þættirnir hafa unnið til fjölda
viðurkenninga og eru nær alltaf á topp
20 listanum í Bandaríkjunum yfir áhorf í
sjónvarpi. Stjórnendur þáttarins eru allir
mjög þekktir og virtir fréttamenn eins og
Tom Brokaw, Stone Phillips og Maria
Shriver.
17.30 The World’s Wildest Police Vid-
eos (e) Í The World’s Wildest Police Vid-
eos eru sýndar myndbandsupptökur sem
lögreglusveitir víða um heim hafa sankað
að sér. Upptökurnar eru engu líkar, enda
veruleikinn oftast mun ótrúlegri en
skáldskapurinn.
18.30 48 Hours (e)
19.20 Guinness World Records
Heimsmetaþáttur Guinness er eins og
nafnið bendir til byggður á heimsmeta-
bók Guinness og kennir þar margra
grasa.
21.00 Law & order: Criminal Intent (e)
21.40 Bob Patterson (e)
22.00 Law & Order SVU (e)
22.50 Traders (e)
23.40 The Drew Carey Show (e) i
0.10 Nátthrafnar
0.11 The Drew Carey Show (e)
Magnaðir gamanþættir um Drew Carey
sem býr í Cleveland, vinnur í búð og á
þrjá furðulega vini og enn furðulegri
óvini.
0.35 Titus (e)
1.00 City of Angels (e)
1.40 Law & order: Criminal Intent (e)
9.00 Morgunstundin okkar
9.02 Mummi bumba (30:65)
9.05 Tommi togvagn (4:26)
9.19 Engilbert (23:26)
9.30 Albertína ballerína (26:26)
9.45 Stebbi strútur (3:13)
10.03 Babar (19:65)
10.18 Gulla grallari (40:53)
10.55 Timburmenn (5:10) e.
11.10 Timburmenn (6:10) e.
11.30 Kastljósið e.
11.55 Út og suður (11:12) e.
12.20 Heima er best (4:4) e.
12.45 Hlé
15.50 Heimsmeistaramótið í sundi
Bein útsending frá Barcelona.
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Milljón dala mót í golfi Saman-
tekt og bein útsending frá Alþjóðlegu
golfmóti á Hvaleyrarholtsvelli í Hafnar-
firði.
18.54 Lottó
19.00 Fréttir, íþróttir og veður
19.40 Fjölskylda mín (8:13) (My
Family II) Gamanþáttaröð um fjölskyldu
sem virðist slétt og felld á yfirborðinu en
innbyrðis standa meðlimir hennar í sál-
fræðilegum skæruhernaði.
20.15 Faðir brúðarinnar II (Father of
the Bride Part II) Bandarísk gamanmynd
frá 1995 um mann sem áður hafði tekið
það ákaflega nærri sér að dóttir hans
gengi í hjónaband en er nú öllum lokið
þegar hún ætlar líka að verða mamma.
Leikstjóri: Charles Shyer.Aðalhlutverk:
Steve Martin, Diane Keaton, Martin Short
og Kimberly Williams.
22.00 Umdeildur erfingi Árið 1866
hvarf Sir Roger Tichborne, ungur breskur
aðalsmaður, í hnattsiglingu. Tíu árum
síðar dúkkaði upp maður sem kvaðst
vera Sir Roger og gerði tilkall til auðæva
fjölskyldunnar en úr varð eitt af frægari
dómsmálum enskrar sögu. Meðal leik-
enda eru John Kani, Robert Pugh, Steph-
en Fry, John Gielgud, Robert Hardy og
Rachel Dowling.
23.35 Fullkomið morð Bandarísk
spennumynd frá 1998 um auðkýfing
sem á allt sem hann þráir utan eitt:
Tryggð konu sinnar. Kvikmyndaskoðun
telur myndina ekki hæfa áhorfendum
yngri en 16 ára. e.
1.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Djöfull í mannsmynd, eða From
Hell, er dularfullur sakamála-
tryllir frá árinu 2001 með Johnny
Depp og Heather Graham í aðal-
hlutverkum. Ódæðisverk eru
framin í Whitechapel í Lundún-
um árið 1888. Íbúarnir eru ótta-
slegnir og eru þeir þó ýmsu van-
ir í eymd sinni og örbirgð. Fórn-
arlömbin eru konur og það er
ljóst að hinn blóðþyrsti morð-
ingi hefur ekki fengið nægju
sína. Lögregluvarðstjórinn Fred
Abberline tekur að sér málið en
til að leysa það verður hann að
leggja líf sitt að veði. Leikstjórar
eru Albert og Allen Hughes.
Myndin er stranglega bönnuð
börnum.
22
Sakamála-
tryllir með
Johnny Depp
8.00 Barnatími Stöðvar 2
9.50 Pétur og kötturinn Brandur
11.05 Yu Gi Oh (30:48)
12.00 Bold and the Beautiful
13.40 Random Passage (Út í óvissuna)
Þessi áhrifamikla þáttaröð fjallar um erf-
iða ferð konu frá Englandi til Nýfundna-
lands seint á 19. öld.
14.25 Football Week UK
14.50 Ruby Wax’s Commercial Break-
down (3:8) (Ruby Wax)
15.20 Taken (1:10) (Brottnumin)
Mögnuð þáttaröð frá Steven Spielberg.
Taken eru 10 myndir sem segja óvenju-
lega sögu þriggja fjölskyldna á nokkrum
áratugum. Líf þeirra er viðburðaríkt enda
koma yfirnáttúrulegir hlutir við sögu.
Taken var tilnefnt til Golden Globe-verð-
launa fyrr á árinu. 2002.
16.50 Monk (10:12)
17.40 Oprah Winfrey
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.55 Lottó
19.00 Friends 6 (17:24)
19.30 Bubble Boy (Blöðrustrákur)
Aumingja Jimmy Livingston þarf að hírast
í plastkúlu allt sitt líf. Hann fæddist án
ónæmiskerfis og þarf því á sérstakri
meðhöndlun að halda. Jimmy reynir
samt að gera gott úr öllu saman en þeg-
ar draumadísin hans er á leið í hnapp-
helduna með öðrum manni hinum meg-
in á hnettinum er okkar manni brugðið.
Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Swoosie
Kurtz, Marley Shelton.
21.00 From Hell (Djöfull í manns-
mynd) Dularfullur sakamálatryllir. Ódæð-
isverk eru framin í Whitechapel í Lundún-
um árið 1888. Íbúarnir eru óttaslegnir og
eru þeir þó ýmsu vanir í eymd sinni og
örbirgð. Fórnarlömbin eru konur og það
er ljóst að hinn blóðþyrsti morðingi hefur
ekki fengið nægju sína. Aðalhlutverk:
Johnny Depp, Heather Graham, Ian
Holm, Robbie Coltrane. Bönnuð börnum.
23.05 True Lies (Sannar lygar) Hörku-
spennandi mynd um njósnarann Harry
Tasker sem er karl í krapinu. Hann þreyt-
ist ekki á að bjarga landsmönnum frá
hryðjuverkamönnum en getur hann
bjargað hjónabandi sínu? Maltin gefur
þrjár stjörnur. Aðalhlutverk: Arnold
Schwartzenegger, Jamie Lee Curtis. Leik-
stjóri: James Cameron. 1994. Stranglega
bönnuð börnum.
1.20 Almost Famous William Miller er
heppnari en flestir aðrir. Hann er bara 15
ára en samt hefur honum verið falið að
skrifa grein í Rolling Stone. William ætlar
að fjalla um líf meðlima í frægri rokksveit
og heldur af stað með stjörnunum í tón-
leikaferðalag. Það gerist margt á bak við
tjöldin og William upplifir ótrúlegustu
hluti. Aðalhlutverk: Patrick Fugit, Billy
Crudup, Kate Hudson, Frances McDorm-
and. Leikstjóri: Cameron Crowe. 2000.
3.20 Boiler Room Í fjármálaheimin-
um snýst allt um peninga, völd, losta og
græðgi. Þannig er því að minnsta kosti
háttað hjá Seth Davis og félögum hans í
þekktu fjármálafyrirtæki. Davis ætlar sér
skjótfenginn gróða en rekst á ýmsar
hindranir á veginum. Aðalhlutverk:
Giovanni Ribisi, Vin Diesel, Nia Long, Ben
Affleck.
5.15 Friends 6 (17:24)
5.40 Tónlistarmyndbönd
Foreldrar
- Stöndum saman
Leyfum ekki eftirlitslaus
ferðalög unglinga.