Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 31
Fréttiraf fólki 31LAUGARDAGUR 26. júlí 2003 Ómar Gunnarsson á Húsavíkhefur bruggað lengi. Og það með eiginkonu sinni. Nú er svo komið að vín þeirra hjóna er kom- ið í sölu hjá ÁTVR og kostar 1.790 krónur flaskan. Ómar og eigin- kona hans kalla mjöðinn Kvöldsól: „Við vorum að prófa okkur áfram með bruggið og duttum nið- ur á þessa samsetningu. Vínið okkar er bruggað úr krækiberjum og rabarbara og kryddað með ís- lenskum kryddjurtum. Vínið nýt- ur sætunnar úr berjunum og sýrunnar úr rabarbaranum. Kryddjurtirnar gera svo útslag- ið,“ segir Ómar, sem annars er yf- irkokkur á Fosshótelinu á Húsa- vík og langreyndur í meðferð matvæla og drykkja. „Vínið væri hægt að votta sem lífræna afurð því krækiberin eru ekki úðuð né mykja sett á rabarbarann, svo ekki sé minnst á kryddjurtirnar, sem vaxa villtar,“ segir hann. Það tók Ómar og eiginkonu hans fimm vikur að koma víninu í hillur ÁTVR og með fylgdi mikil skriffinnska. En allt hófst það að lokum. Ómar bruggar í tíu þúsund lítra tanki í gömlu mjólkurstöð- inni á Húsavík en sultuframleið- andi er honum innan handar við blöndunina Flest annað gera Ómar og kona hans í höndunum. Kvöldsólin er 12 prósent að styrk- leika og Ómar segir að fólk verði ekki fullt af henni, bara milt: „Einn viðskiptavina minna kallaði vínið sturtuvín því alltaf þegar konan hans smakkar það vill hún fara í sturtu og fá karlinn með sér. Það þykja mér meðmæli með þessi góða víni,“ segir Ómar yfir- kokkur og vínframleiðandi á Húsavík. ■ SKÁLAÐ Í KVÖLDSÓL Ómar (t.v.) skálar við fé- laga sinn á Húsavík. Bruggarinn á Húsavík Vín ■ ÁTVR hefur hafið sölu á ávaxtavíni frá Húsavík. Það heitir Kvöldsól og er brugg- að af yfirkokkinum á Fosshótelinu á staðnum. Eiginkonan bruggar með honum. Yfirþjónn og kokkur ítalskaveitingahússins Galileo á Hafnarstrætishorninu hafa yfir- tekið rekstur staðarins af fyrri eigendum, sem hafa í næg horn að líta. Reka þeir fyrir Kaffi Viktor í sama húsi auk Sólons í Bankastræti og Thorvaldsens- bars í Austurstæti, sem þeir tóku yfir þegar landsfrægir sjón- varpsmenn þurftu að láta hann af hendi í tengslum við mál aðal- gjaldkera Símans. Þykja veit- ingamenn- irnir galdra- menn í rek- stri slíkra staða, sem blómstra í höndum þeirra. Ég er mjög pólitískur í eðlimínu og get vel ímyndað mér að ég eigi eftir að halla mér meira að málum á þeim vettvangi í framtíðinni,“ segir Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar. Hann segir starf formanns geta verið erilsamt á köflum og það komi toppar í það, en starfsfólk Geðhjálpar vinni mikið og gott starf. Sigursteinn vinnur við eigið fyrirtæki í almannatengslum dags daglega og hefur nóg að gera við þá vinnu. Fyrir nokkru lauk hann við að vinna þætti um saka- mál sem sýndir voru í sjónvarpi. Þar var rifjuð upp atburðarás í mörgum stærstu sakamálum síð- ustu áratuga. „Ég var nýlega úti á landi og það kom á óvart að fólk spurði mikið um framhald á þátt- unum. Það er ómögulegt að vita hvað ég geri í því í framtíðinni en mér sýnist að það sé ekki vanþörf á því. Þau sakamál sem virðast vera í uppsiglingu í viðskiptalíf- inu gæti verið gaman að skoða þegar þar að kemur,“ segir Sigur- steinn. Í frítíma sínum hefur Sigur- steinn gaman af að hreyfa sig og ná í þá næringu og frelsi sem hann þarfnast. Hann bendir á að það besta við borgina og nágrenni séu öll þau góðu útivistarsvæði sem þar sé að finna en Sigursteinn býr í Kópavogi. „Mér líkar ágæt- lega að búa þar en finnst þó bær- inn vera að færast nær og nær því að vera eins og amerískur svefn- bær. Það hefur gleymst að hugsa fyrir góðum miðbæ eins og er í Hafnarfirði. Þar er höfn og mið- bær sem ég gæti vel hugsað mér að búa nærri. Aldrei að vita nema maður færi sig um set.“ Sigursteinn er í sambúð og seg- ist eiga fáa en góða vini enda sé maðurinn þannig gerður að þurfa samneyti við fólk. ■ SIGURSTEINN MÁSSON Hann var mikið spurður um framhald á ís- lenskum sakamálaþáttum á ferðalagi sínu um landsbyggðina fyrir skemmstu. Langar að skipta sér meira af pólitík Persónan SIGURSTEINN MÁSSON ■ formaður Geðhjálpar rúllar sér í frítíma sínum á línuskautum um opin svæði í Reykjavík. Kannski að hann fari að láta að sér kveða í pólitíkinni. KÓNGULÓ Kónguló, vísaðu mér á berjamó. Þetta er gósentíð fyrir kóngulær og um að gera að láta þær í friði. Það er ljótt að drepa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.