Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 4
4 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR Áttu von á að Saddam Hussein finnist? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú að skipta við nýju olíufélögin? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 22,6% 56,2% Nei 8,8%Veit ekki 12,4%Alveg sama Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir FLÓTTAMENN Rúmensk fjölskylda sem verið hefur á flótta síðastlið- in tólf ár var í gær flutt nauðug úr landi. Fjölskyldan, hjón og tíu ára tvíburar, hafði sótt um hæli hér- lendis af mannúðarástæðum en þeirri beiðni var hafnað. Fjöl- skyldan hefur verið hér á landi síðan í desember síðastliðnum. Fjölskyldufaðirinn tilheyrir ungverskum minnihluta í Rúmen- íu og sótti um hæli hér á landi á þeim forsendum að hann hefði þurft að sæta ofsóknum vegna stjórnmálaskoðana sinna og at- burða sem gerðust í byltingunni 1989. Dómsmálaráðuneytið synjaði beiðni fjölskyldunnar á þeim for- sendum að framburður hjónanna hafi ekki þótt trúverðugur. Þá kemur fram í úrskurði ráðuneyt- isins að Evrópusambandið hafi komist að þeirri niðurstöðu að rúmensk stjórnvöld mismuni ekki þegnum sínum eða láti mannréttindabrot viðgangast. Katla Þorsteinsdóttir, lög- fræðingur Alþjóðahúss, gagnrýn- ir að skýrsla Evrópusambandsins hafi verið notuð til þess að kom- ast að niðurstöðu í málinu, en málið eitt og sér ekki verið rann- sakað sérstaklega eins og stjórn- sýslulög segi til um. „Mér finnst að við hefðum átt að skoða þetta mál út frá mannúðarsjónarmið- um,“ segir Katla. ■ Þeir sem geta flýja land vegna hita Flosi Arnórsson, sjómaðurinn í Dubai, er enn í farbanni og eru komnir þrír mánuðir síðan hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Hann segir mál sitt enn vera á byrjunarstigi og veit ekki hvenær það kemst lengra. FARBANN „Ég er búinn að vera hér í þrjá mánuði. Það er víst bara eðlilegur gangur mála hér,“ segir Flosi Arnórsson, sjómaðurinn í Dubai. Flosi var hnepptur í gæslu- varðhald 22. apríl fyrir að vera með riffil í farangri sínum á flug- vellinum í Dubai. Hann var ásamt öðrum Íslendingum á heimleið eftir að hafa siglt Svani RE til nýrra eigenda. Flosi losnaði úr gæsluvarð- haldi á sjómannadaginn og var settur í farbann í staðinn. Fyrst um sinn dvaldi hann á hóteli í Dubai. Fyrir nokkru flutti hann á norskt sjómanna- heimili þar í borg. „Það fer vel um mig hérna, ég hef allt til alls. Við búum tveir í ein- býlishúsi, ég og prestur heimilis- ins.“ Flosi segir að ekkert sé að ger- ast í sínum málum. Tveir lögfræð- ingar séu að vinna í málinu en hann sé yfirleitt að bíða þess að heyra frá þeim. Síðast hafi þeir ætlað að hafa samband við hann fyrir þremur til fjórum dögum en hann hafi ekkert heyrt enn. Málið sé á byrjunarstigi og hann viti hreinlega ekki hvenær það komist lengra. Hann hefur verið af og til í sambandi við norska konsúlinn sem er nú í Svíþjóð. „Allir sem mögulega geta flýja land á þess- um tíma árs vegna hita. Það er ekki einu sinni svalandi að fara í sjóinn. Á daginn er hitinn upp undir 45 stig og á bilinu 35 til 37 stig á kvöldin.“ Flosi segir að tíminn sé orðin langur og þessu megi gjarnan fara að ljúka. Þó sé hann ósköp ró- legur, ekkert annað sé að gera í stöðunni. „Ég er farinn að fara í ræktina til þess að hafa ofan af fyrir mér. Eitthvað verður maður að gera.“ hrs@fretttabladid.is Samgönguráðherra: Olísformaður yfir flugráð SAMGÖNGUMÁL Sturla Böðvarsson samgönguráðherra skipaði í vik- unni nýtt flugráð. Formaður flug- ráðs er Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður og stjórnar- formaður Olís. Aðrir í flugráðs- menn eru Bjarni Benediktsson al- þingismaður, sem er varaformað- ur, Magnús Ólafsson bóndi, Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri, Jens Bjarnason flugrekstrarstjóri og Erna Hauksdóttir fram- kvæmdastjóri. ■ FYRIRSÁT Bandarískir hermenn segjast nálgast í leit sinni að Saddam. Tugur manna sem taldir eru tilheyra einkalífverði forsetans fyrrver- andi var handtekinn í gær. Leitin að Saddam: Hringurinn þrengist WASHINGTON, AP Bandarískar her- sveitir réðust í gær inn í hús í borginni Tíkrít í Írak. Tugur manna sem taldir eru tilheyra einkalífverði Saddams Husseins, fyrrum Íraksforseta, var hand- tekinn. Ábending um íverustað hermannanna barst frá íröskum manni en bandaríski herinn fær ógrynni slíkra ábendinga daglega. Tíkrít er heimaborg Saddams og þar er andspyrnan gegn innrásar- hernum öflugust. Ray Odierno, yfirmaður í bandaríska hernum, sagði óljóst hvort hinir handteknu hefðu gætt Saddams nýlega. Stöðugt styttist í að Saddam yrði handtekinn, með- al annars hefðu bandarískir her- menn nýlega rætt við eina af eig- inkonum Saddams. „Við herðum snöruna sífellt að hálsi Saddams,“ sagði Odierno. ■ Á WALL STREET Bandarísk hlutabréf eru enn hóflega verð- lögð en ekki jafn vanmetin og fyrir nokkrum mánuðum. Erlend hlutabréf: Útsölunni lokið VIÐSKIPTI Kauptækifærum á hluta- bréfamörkuðum hefur fækkað að undanförnu samhliða hækkun hlutabréfavísitala og aukinni bjartsýnni á efnahagshorfum. Flestar hlutabréfavísitölur heims hafa hækkað um fjórðung til þriðjung frá því í mars. Már Wolfgang Mixa hjá SPH verð- bréfum segir mælingar sýna að bandarísk hlutabréf séu enn hóf- lega verðlögð gagnvart skulda- bréfum en vanmatið sé orðið tölu- vert minna en það var síðasta vet- ur. Þá héldu stríðsótti og neikvæð- ur fréttaflutningur gengi bréfa niðri. „Það mætti því segja að út- sölunni á bandarískum hlutabréf- um sé lokið í bili, þó svo að þau séu enn skynsamlegur fjárfest- ingarkostur,“ segir Már. ■ KEIKÓ Keikó hefur haldið sig við strendur Noregs undanfarið ár og er ekkert fararsnið á honum. Hann er í Taknes-flóa en þangað synti hann frá Vestmannaeyjum fyrir um ári síðan í fylgd með villtum háhyrningum. Vonast var til að Keikó hefði samband við villta háhyrninga í vetur þar sem nokkur fjöldi þeirra leggur leið sína í Taknes- flóa ár hvert. Síðasti vetur var þó undantekning þar sem ekkert sást til ferða villtra háhyrninga. Nú binda umsjónarmenn Keikós von við sumargotssíldina sem kemur að ströndinni innan skamms en háhyrningar eru sólgnir í hana. Formaður Free Willy Keiko stofnunarinnar segir að Keikó veki enn mikla athygli í Noregi og koma ferðamenn í rútum til Taknes-flóa til að fylgjast með honum synda. Um tíu ár eru lið- in frá því að byrjað var á því að frelsa Keikó en kostnaður við verkið nemur í heildina um 20 milljónum dala. ■ FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR Rúmenarmir fengu í fyrradag að vita að þeim hefði verið vísað úr landi, en fjölskyldan fór af landi brott í gær. Rúmensk fjölskylda flutt nauðug úr landi: Á flótta síðustu tólf árin M YN D /A P KEIKÓ Háhyrningurinn er nú í Noregi og starfa fjórir umsjónarmenn við að koma honum í kynni við villta háhyrninga. Keikó ennþá í Noregi: Svamlar við ströndina ■ Á daginn er hit- inn upp undir 45 stig og á bil- inu 35 til 37 stig á kvöldi. FLOSI ARNÓRSSON ÁSAMT NORSKA KONSÚLNUM Flosi segir hitann vera svo mikinn í Dubai að ekki sé einu sinni svalandi að fara í sjóinn. VEGARKANTUR GAF SIG Vegar- kantur gaf sig þegar rúta með sextíu farþegum mætti öðru öku- tæki. Rútan hallaði um fjörutíu gráður og hjálpaði björgunar- sveitin í Vík við að rétta hana af. Engum varð meint af og gátu ferðalangarnir haldið ferð sinni áfram. Vegagerðin mun laga veg- inn, sem er töluvert skemmdur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.