Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 10
Eiffel-turninn í París var opn-aður að nýju á dögunum eftir að lítilsháttar eldsvoði kom þar upp. Turninn, sem er 324 metra hár, hefur lengi verið einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Hann var byggður árið 1889 í tilefni af heimssýningunni í París, en þá voru liðin hundrað ár frá frönsku byltingunni. Það var verktakinn Gustave Eiffel sem byggði turninn, sem eitt sinn var sá hæsti í heimi. Turninn var settur saman úr 18.000 hlutum og tók verkið tvö ár, tvo mánuði og fimm daga, sem verður að teljast vel af sér vikið. Um sex milljónir gesta skoða Eiffel-turninn á hverju ári og frá því hann var byggður hafa rúm- lega 200 milljónir gesta látið sjá sig. Útsýnið úr turninum er rómað enda sést vel yfir alla París. Á efstu hæð turnsins er eftirlíking af skrifstofu Gustave Eiffel. Þar má sjá vaxmyndir af Gustave, dóttur hans Claire og vini þeirra, bandaríska uppfinningamann- inum Thomas Edison. Þar er m.a. að finna grammófón sem Edison gaf Gustave. Eiffel-turninn er opinn alla daga ársins. 10.000 ljósaperur eru notaðar til að lýsa hann upp og til þess þarf um 80 kílómetra af raf- magnssnúrum. ■ Að tala fyrir stofnun hers hér álandi án þess að geta útskýrt hvaða hlutverki hann á að gegna og án þess að leggja fram hættu- mat eða skilgreina varnarhags- muni landsins slær flesta líklega svipað og hugmynd um að allir Ís- lendingar ættu að ganga með sundkút eða björgunarhring frá morgni til kvölds. Það bera allir virðingu fyrir björgunarhringj- um og átta sig á því að þeir geta ráðið úrslitum um líf eða dauða á örlagastundu. Þess utan er í besta falli fyndið að ímynda sér að vera girtur slíku flotholti. Hug- myndin um her er svolítið svipuð. Í því sambandi er þó vert að taka fram að magninnkaup á sundkút- um væri hræódýr aðgerð í saman- burði við stofnun hers. Væri komið á fót 21.000 manna varaliði sem haldið væri í þjálfun af fámennari fastaher eins og hug- myndir eru um þyrfti aðeins að slá á kostnaðinn við skófatnað vara- manna til að byrja að fá mynd af því sem við væri að etja. Ef góð kjör fengjust á voldugum leður- stígvélum lætur sjálfsagt nærri að eitt par á mann myndi kosta um 210 milljónir króna miðað við 10.000 krónur á par. Kannski mætti fá betri afslátt. En þá eru líka eftir sokkar, buxur, treyjur, ut- anyfirgallar, hjálmar og belti. Að ekki sé minnst á mannvirki og far- artæki. Og svo eru blessuð vopnin. Í út- tekt Fréttablaðsins á dögunum kom fram að hríðskotabyssa eins og þær sem herinn í Luxemburg hefur yfir að ráða kostar eina milljón stykkið. Við skulum vona að varaliðsmönnum sé ekki ætlað að hafa eina slíka tiltæka á heimil- um sínum, vegna kostnaðar ef ekki annars. Það er miklu ódýrara að skammbyssuvæða liðið sam- kvæmt sömu úttekt, 1.260 milljón- ir króna.Við skulum spara okkur að ræða kostnað við orrustuþotur, herþyrlur eða stýriflaugar í landi þar sem það tók sjómenn áralanga baráttu og ótal mótmælastöður að knýja fram kaup á nýrri björgun- arþyrlu. Helsti kosturinn við hugmynd- irnar um her eru þau óumflýjan- legu raunveruleikatengsl sem af þeim leiða. Það verður býsna skilj- anlegt að Bandaríkjamenn vilji flytja dýran vígbúnað frá friðsam- legum stöðum til heimshorna þar sem hans er þörf. Ekki ósvipað því að björgunarhringir og sundkútar sjást helst við sundlaugar eða sjó. Um leið verður það áleitið um- hugsunarefni að forsætisráðherra haldi heilan blaðamannafund um viðræður um varnarmál án þess að víkja orði að hættumati íslenskra stjórnvalda. Og án þess að nokkur spyrji. Ábyrgð Íslands og sýnilegri löggæsla Það má leiða ýmis sanngjörn rök að því að Ísland eigi að axla meiri ábyrgð í samfélagi þjóðanna. Varn- arsamstarfið við Bandaríkin er þar ekki undanskilið. Áður en sannfær- andi hættumat er lagt fram eru þó mörg verkefni brýnni en að setja á laggirnar innlendan her. Framlög til þróunarsamvinnu eru í hrópandi ósamræmi við aðrar höfðatölu- stærðir sem að Íslendingum snúa. Meðal þeirra ríkustu skipum við okkur í flokk þeirra sem láta minnst af hendi rakna. Sömu sögu má segja um friðargæslu og alþjóðlegt björg- unarstarf. Það er jafnframt engu líkara en að hugmyndir um her taki mið af öðrum fjárlögum en þeim sem taka til löggæslu, öryggis- og björgunarmála. Misserum saman hefur verið daufheyrst við ábend- ingum um aukna og sýnilegri lög- gæslu. Hverfalöggæsla hefur ekki verið efld frá því sem hún var fyr- ir áratug þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á fækkun afbrota í kjölfar stofnunar slíkra stöðva. Á síðustu þremur árum hefur lög- reglumönnum á næturvöktum í Reykjavík fækkað um 15% og úr 13 í 9 í miðborginni um helgar frá því þegar mest var. Þriðjungi færri almennir lögreglumenn voru við lögregluna í Reykjavík árið 2002 en árið 1976. Þarf að segja meira? Þó við spörum okkur ekki annað en hermannabomsurn- ar er það yfrið nóg til að stórauka sýnilega löggæslu. ■ 10 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Vitaskuld má til sanns vegarfæra hjá Davíð Oddssyni að hún er töluvert „fyndin“, sú staða sem Þórólfur Árnason borgar- stjóri er nú lentur í vegna upp- ljóstrana um ólöglegt samráð olíufélaganna. Hann var á sínum tíma markaðsstjóri eins félag- anna og virðist – ef marka má þá búta úr skýrslu Samkeppnisstofn- unar sem búið er að birta – hafa ver- ið í hópi „samráðs- manna“. Ekki veit ég hvort hann átti persónulega hlut að máli, hvað þá frumkvæði að ein- hverjum þeim ákvörðunum sem ólöglegar mundu dæmast. Hitt er vissulega „fyndið“ að sú Reykjavíkurborg sem hann stýrir skuli nú samþykkja álykt- un um að ef í ljós komi að olíufé- lögin hafi hlunnfarið borgina áskilji hún sér allan rétt í málinu – sem þýðir að boðuð er lögsókn gegn olíufélögunum. Þórólfur Árnason er fyndinn Ef sú lögsókn yrði rekin undir forystu Þórólfs borgarstjóra og beindist meðal annars gegn hátt- semi Þórólfs markaðsstjóra, þá væri málið hætt að vera „fyndið“ og orðið beinlínis neyðarlegt. Því er ástæða til að hvetja Þórólf til að láta nú sem fyrst af nó- kommentum sínum og gera hreint fyrir sínum dyrum. Sjálf- stæðismenn vonast auðvitað til þess að málið verði til þess að Þórólfur hrökklist úr starfi í borginni og vandræði R-listans aukist við það. Og það væri vissu- lega „fyndið“ ef fyrsta og (látið ykkur ekki koma það á óvart) kannski eina fórnarlamb olíu- svindlsins yrði borgarstjóri Reykjavíkurlistans. Hvort ein- hverjar horfur eru á að svo þurfi að fara veit ég ekki. Hitt er nú komið á daginn að þegar fyrst var ámálgað við Þórólf að hann yrði borgarstjóri nefndi hann við Ingibjörgu Sólrúnu að hann kynni að lenda milli tannanna á fólki vegna yfirvofandi skýrslu um samráð olíufélaganna og hún taldi það ekki koma í veg fyrir að hann gegndi starfinu. Því er alls- endis óvíst að Þórólfur þurfi að verða fyrir áföllum vegna máls- ins. En þögnin er orðið vand- ræðaleg – einkum í ljósi þess ef „mál“ Þórólfs á að verða til að skyggja á hina raunverulegu sökudólga í málinu; olíufélögin sjálf og æðstu stjórnendur þeirra. Davíð Oddsson er fyndinn Það kann að virðast ósann- gjarnt að Þórólfur Árnason sé nú á góðri leið með að verða einn helsti sökudólgurinn en þeim mun mikilvægara er fyrir hann og R-listann að afgreiða málið fljótt, vel og hreinlega – án tillits til skammtímahagsmuna, per- sónulega eða pólitískt. Ef þetta olíuhneyksli á að verða til ein- hvers góðs á endanum og auka á einhvern hátt siðferði í viðskipta- lífi er mikilvægt að taka strax til hendinni og sýna að með nýjum herrum komi nýir siðir. Því gömlu herrarnir streitast enn við. Það er nefnilega fleira „fynd- ið“ í málinu en þáttur Þórólfs og Reykjavíkurborgar. Það er til dæmis í sjálfu sér mjög „fyndið“ að heyra forsætisráðherra lýsa hneykslun sinni á framferði olíu- félaganna. Davíð hefur að sönnu aldrei unnið hjá olíufélagi eins og Þórólfur en muniði ekki eftir gamla frasanum: „Segðu mér hverjir eru vinir þínir og ég skal segja þér hver þú ert“? En reynd- ar fer nú líklega mjög fækkandi „vinum“ æðstu stjórnenda olíufé- laganna, miðað við alla þá mekt- armenn og forkólfa í viðskiptalíf- inu og ýmiss konar pólitík sem skyndilega eru alveg uppfullir af undrun og hneykslun yfir hátt- erni þeirra.Það er allt mjög „fyndið“. Þegar Eimskip og út- gerðarfélögin og Flugleiðir fara í mál við olíufélögin fyrir að hafa hlunnfarið sig og meira og minna sömu kallarnir í öllum stjórnun- um, þá mun ég eflaust beinlínis engjast sundur og saman af hlátri, svo „fyndið“ verður það. Pétur Blöndal er fyndinn Það er líka „fyndið“ að heyra Pétur Blöndal allt í einu leggjast sérstaklega gegn verulegum um- ræðum um viðskiptasiðferði – en hafa þeim mun meiri áhyggjur af því að skýrsla Samkeppnisstofn- unar skuli hafa lekið út. Það sé hið alvarlegasta í málinu. Og að hjálpa Samkeppnisstofnun að ljúka málinu áður en það fyrnist? Nei! Það tekur Pétur Blöndal ekki í mál. Hann hefur greinilega breyst. Hann hefði brugðist öðru- vísi við fyrir aðeins fáeinum misserum. Eiginlega það eina í málinu sem ekki er alveg grenj- andi „fyndið“, það eru viðbrögð ríkislögreglustjóra. Nei. Hann ætlar sko aldeilis ekki að láta rannsaka málið – sama hvað stendur í frumskýrslu Sam- keppnisstofnunar. Ekki kannski fyrr en það fyrnist. Enda hefur Haraldur öðru að sinna. Og vafa- laust mikilvægara en kannski hundraða milljóna króna „þjófn- aður“ frá almenningi og fyrir- tækjum í formi hærra bensín- og olíuverðs en ella hefði verið. ■ Útvarp Kántrýbæ til Reykjavíkur Hallbjörn Hjartarson kántrýkóngur skrifar: Kæru höfuðborgarbúar. Útsend-ingar Útvarps Kántrýbæjar náðust á höfuðborgarsvæðinu um tíma og naut stöðin töluverðra vin- sælda. Á þeim tíma stóðu aðstand- endur SkjásEins alfarið að kostun útsendinganna. Eftir að útsending- ar hættu hafa margir haft sam- band við okkur á útvarpsstöðinni og spurst fyrir um hvort ekki sé hægt að senda út á höfuðborgar- svæðinu á ný. Við höfum kannað þann möguleika og fengið jákvæð svör hvað kostun varðar. Útvarp Kántrýbær er einkarek- in útvarpsstöð sem öllum hefur verið frjálst að hlusta á. Til þess að framkvæma þá hugmynd að út- varpa á höfuðborgarsvæðinu þarf að fjármagna sendibúnað og greiðslur stefgjalda mánaðarlega. Af því leita ég til ykkar með þá hugmynd að stofna félag um þenn- an rekstur. Ef áhugi er fyrir hendi myndi þetta félag sjá um rekstur sendibúnaðarins auk þess að ná inn fé með sölu auglýsinga. Þá myndi hver félagsmaður greiða 500 krónur á mánuði í styrktar- gjald. Höfuðstöðvar útvarpsins yrðu sem fyrr á Skagaströnd og út- sendingar yrðu sendar suður sím- leiðis í móttökustöð. Útvarp Kántrýbær hefur starf- að í 11 ár. Þetta eru lengri lífdagar en margar aðrar stöðvar sem mætti ætla að hefðu sterka bak- hjarla. Okkar takmark hefur fyrst og fremst verið að veita sem flest- um kærleik og yl. Starfsemin hef- ur ekki snúist um fjármagn okkur til handa og verður engin breyting þar á, nái hugmyndin fram að ganga. Styrktarreikningur hefur verið opnaður og númer hans er 0307-26- 967. Nú liggur á að vita hvort hug- ur fylgir máli svo útsendingar geti hafist. Allar nánari upplýsingar gefur Guðmundur Ólafsson í síma 452 2769 og 861 3033. ■ ILLUGI JÖKULSSON ■ skrifar um ólöglegt samráð olíufélag- anna og þögn Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. ■ Bréf til blaðsins Hermannabomsur eða lögregluvakt Sex milljónir gesta á ári Baksviðs ■ Af Netinu Forræðishyggja ríkisvaldsins Það er gersamlega úr takt við tímann að skattyfirvöld á Íslandi stjórni því með skattlagningu hvað landsmenn borða. Hvers vegna á að skattleggja pilsner eða kolsýrt vatn sérstaklega umfram kaffi og mjólk? Af hverju er vörugjald og hærri virðisaukaskattur á súkkulaði en ekkert vörugjald og lægri virðisaukaskattur á feitu kjöti? Er ekki mál að slíkri forræðishyggju linni á nýrri öld? SVEINN HANNESSON AF VEFNUM SI.IS Ísland í ESB – herinn burt Í umræðunni er að við Íslendingar ættum að halla okkur að Evrópu varð- andi varnir. Sé ekki alveg hvaða hern- aðaraðstoð við fengjum þaðan. Það er enn nokkuð langt í ESB-herinn. INGÓLFUR MARGEIRSSON AF VEFNUM KREML.IS ■ En þögnin er orðið vand- ræðaleg – eink- um í ljósi þess ef „mál“ Þór- ólfs á að verða til að skyggja á hina raunveru- legu sökudólga í málinu; olíu- félögin sjálf og æðstu stjórn- endur þeirra. ■ Þó við spörum okkur ekki ann- að en her- mannaboms- urnar er það yfrið nóg til að stórauka sýni- lega löggæslu. Skoðun dagsins DAGUR B. EGGERTSSON skrifar um íslenskan her. Um daginnog veginn Grín og glens í olíumálinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.