Fréttablaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 2
Jóhannes Páll páfi II: Hvetur til friðar ÍTALÍA, AP Jóhannes Páll Páfi II hvat- ti í gær uppreisnarmenn í Líberíu til að leggja niður vopn sín. Páfi sagði að aðeins þannig gæti al- þjóðasamfélagið komið þjóðinni til hjálpar, en þúsundir óbreyttra borgara eru á flótta og matar- og vatnsskortur er farinn að segja til sín í Monróvíu, höfuðborg Líberíu. Í ávarpi sem Charles Taylor, for- seti landsins, flutti á laugardag, hvatti hann þjóðir heims til að senda friðargæslulið til landsins og sagðist hverfa úr embætti þegar það kæmi til Líberíu. Yfirlýsingum forsetans er þó tekið með fyrir- vara, þar sem slík loforð hafa verið gefin áður. ■ 2 29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR „Nei, við höfðum ekki samráð við olíufélögin en við ráðfærðum okkur við neytendur.“ Atlantsolía hefur í hyggju að fara inn á bensín- markaðinn í samkeppni við hin olíufélögin. Stefán Kjærnested er þar í forsvari. Spurningdagsins Stefán, höfðuð þið ekki samráð við olíufélögin áður en þið ákváðuð að fara að selja eldsneyti? MONRÓVÍA, AP Stjórnvöld í Nígeríu tilkynntu í gær að fyrstu friðar- gæsluliðarnir sem sendir verða til Líberíu haldi að líkindum af stað í dag. Leiðtogar Efnahagssam- bands Vestur-Afríkuríkja sátu á rökstólum í gær vegna málsins en þeir hafa verið gagnrýndir harð- lega fyrir að bregð- ast seint við hörm- ungunum í Líberíu. Ætlunin er að senda 1.300 manna herlið til Lí- beríu og að auki rúmlega 3.000 manna friðargæslulið. Blóðugir bardagar hafa geysað í Monróvíu, höfuðborg landsins, milli uppreisnarmanna og her- sveita Charles Taylors, forseta landsins að undanförnu. Byssugeltið og sprengjugnýrinn hefur vart þagnað síðustu níu sól- arhringa og hafa hátt í þúsund óbreyttir borgarar fallið í átökun- um. Þá er talið að allt að 250.000 borgarar séu á flótta. Sprengjum hefur rignt yfir flóttafólk í íbúða- hverfum, skólum og kirkjum í höfuðborginni. Drykkjarvatn og matur eru á þrotum og óttast er að kólera og aðrir smitsjúkdómar breiðist út. Leiðtogar Efnahagssambands Vestur-Afríkuríkja hafa ítrekað lofað aðstoð frá því bardagarnir í Monróvíu hófust í júní. Deilur um hver skuli bera kostnað af friðar- gæslu í landinu hafa hins vegar tafið fyrir. Nígeríumenn segjast ekki hafa efni á að borga brúsann og hafa leiðtogar Afríkuríkja biðl- að til Bandaríkjanna. Þau reiddu fram 10 milljónir Bandaríkjadala eða rúmar 760 milljónir íslenskra króna. Það dugar þó ekki nema til nokkurra daga friðargæslu í Lí- beríu. Fyrir helgi skipaði Bush Bandaríkjaforseti þremur banda- rískum herskipum að sigla til strandar Líberíu. Bush segir að enginn Bandarískur hermaður stígi fæti á land í Líberíu fyrr en átökum í landinu linnir, þeim sé ekki ætlað að taka þátt í styrjöld- inni. Brotthvarf Charles Taylor úr forsetastóli er forsenda þess að friður komist á í Líberíu. Stjórn Nígeríu hefur boðið honum hæli en Taylor neitar að fara fyrr en friðargæslulið er komið á staðinn. Friðurinn gæti því verið í augsýn í Líberíu þar sem nígerskir friðar- gæsluliðar verða væntanlega komnir til landsins á næstu dög- um. the@frettabladid.is VIÐSKIPTI Burðarás ehf., Sjóvá-Al- mennar tryggingar hf. og Kaup- þing Búnaðarbanki hf. eiga í við- ræðum um hugsanlegt yfirtökutil- boð vegna hlutabréfa í Skeljungi. Þetta var tilkynnt í Kauphöllinni í gær. Ef af yfirtökutilboði yrði væri það á genginu 15,9, en ekki er vitað hvernig það yrði útfært. Burðarás á nú 23,35 prósent hluta- fjár, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. eiga 25,02 prósent hlutafjár í Skeljungi og Kaupþing Búnaðar- banki hf. á um 39,2 prósent hluta- fjár eftir að hafa keypt grimmt undanfarna mánuði. Athygli vekur að þarna sam- einast Kaupþing og þau fyrirtæki sem kennd eru við Kolkrabbann. Kaupþing hefur undanfarið leynt og ljóst stefnt að yfirtöku á Skelj- ungi og er nú stærsti einstaki hluthafinn í fyrirtækinu. Viðræð- ur um yfirtöku snúa þó aðeins að minni hluthöfum en boða engin tímamót í því stríði sem staðið hefur um Skeljung eða hvernig því mun lykta. Rannsókn á því sem fram fór á verðbréfamarkaðnum þann 30. júní stendur enn. Þar er horft til þess hvort lög um innherja hafi verið brotin þegar Sjóvá-Almenn- ar og Burðarás tilkynntu ekki strax um kaup þeirra á 21. pró- sents hlut Shell Petroleum í Skelj- ungi. Þá er til skoðunar hvaða að- ilar hafi selt bréf í Skeljungi á þeim tíma sem leið fram að til- kynningu. Þar er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sér- staklega horft til Landsbankans og Íslandsbanka. ■ Unglingalandsmót: Vínbúðin með viðbúnað VIÐSKIPTI Mikill viðbúnaður er á Ísafirði vegna Unglingalands- móts UMFÍ. Fréttavefurinn bb.is segir frá því að búist er við að lager vínbúðarinnar á Ísafirði verði þre- eða fjórfaldaður fyrir komandi helgi. Vitnað er í versl- unarstjóra vínbúðarinnar á Ísa- firði sem segir að vitað sé að 100 prósent aukning hafi orðið í sölu í Stykkishólmi í fyrra. Verslunar- stjórinn segir að áhersla verði lögð á að bæta við lagerinn bjór og léttvíni, svokölluðu útilegu- víni. Búist er við þúsundum manna til Ísafjarðar um helgina. ■ MORÐINGINN Magnus Gaefgen rændi ellefu ára syni þýsks bankamanns og myrti hann. Síðar krafðist Magnus milljón evra lausnargjalds. Fégráðugur laganemi : Kæfði 11 ára dreng FRANKFURT, AP Magnus Gaefgen, 28 ára laganemi í Frankfurt, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að ræna og myrða 11 ára son þýsks bankamanns. Gaefgen játaði verknaðinn við réttarhöldin. Hann lýsti því hvernig hann lokkaði drenginn inn í íbúð sína í september síðast- liðnum og kæfði hann með því að líma fyrir vit hans. Gaefgen vafði lík drengsins í plast og faldi loks undir bryggju við nálægt stöðu- vatn. Að þessu loknu fór Gaefgen fram á milljón evrur í lausnar- gjald, en lögregla handtók hann þegar hann sótti lausnargjaldið sem faðir drengsins reiddi af hendi. Mál Gaefgen vakti mikla at- hygli í Þýskalandi þegar í ljós kom að lögregla hafði hótað hon- um líkamsmeiðingum ef hann ját- aði ekki verknaðinn og vísaði á drenginn. Lögreglumenn sögðust hafa gert þetta i þeirri trú að drengurinn fyndist á lífi. ■ MEMICI, AP „Þetta er trúlega stærsta fjöldagröf sem fundist hefur í Bosníu. Það mun taka okkur meira en mánuð að grafa upp öll líkin,“ sagði Murat Hurt- ic, yfirmaður kennslanefndar Bosníumúslima. Réttarlæknar byrjuðu í gær að opna fjöldagröf í Bosníu þar sem talið er að nokkur hundruð fórnarlömb stríðsglæpanna í ríkjum fyrrum Júgóslavíu séu grafin. Gröfin fannst fyrir rúmu ári, nærri bænum Memici, norð- austur af Sarajevó. Talið er að í gröfinni sem nær yfir 250 fer- metra svæði, séu allt að 700 lík, þeirra á meðal lík múslimanna sem drepnir voru í Srebrenica árið 1995. Allt að 8.000 múslimar voru drepnir í þjóðernishreinsunum Serba 1995. Þetta er eitt mesta grimmdarverk sem framið hefur verið í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. ■ Stríðið um Skeljung stendur enn: Yfirtökutilboð til smærri hluthafa SKELJUNGUR Hart er barist um yfirráð í þessu stærsta olíufélagi á Íslandi. Stærsta fjöldagröf í Bosníu opnuð: Allt að 700 lík í gröfinni STÆRSTA FJÖLDAGRÖFIN Réttarlæknar undirbúa opnun grafarinnar sem fannst fyrir rúmu ári. Talið er að allt að 700 lík liggi í gröfinni. Friðargæslulið á leið til Líberíu Friður gæti verið í augsýn í Líberíu. Fyrstu friðargæsluliðarnir sem Ní- geríumenn hyggjast senda þangað halda af stað í dag. Að minnsta kosti þúsund óbreyttir borgarar hafa fallið í átökum í landinu síðustu daga. HARÐSTJÓRINN SEM ALLT SNÝST UM Charles Taylor, forseti Líberíu, segist fara þegar friðargæslulið kemur til landsins. Nígerskt lið leggur trúlega af stað í dag og friður ætti því að vera í augsýn í Líberíu. ■ Deilur um hver skuli bera kostnað af frið- argæslu í land- inu hafa hins vegar tafið fyrir. Bob Hope: Látinn 100 ára að aldri ANDLÁT Bandaríski skemmtikraft- urinn Bob Hope lést í fyrrakvöld rúmlega 100 ára að aldri. Hope var fæddur á Englandi en bjó lengst af í Bandaríkjunum og var einn vinsælasti skemmtikraft- ur og gamanleikari síðustu aldar. Ferill hans nær yfir sjö áratugi en Hope lék í 55 kvikmyndum. Þá kom hann fram á sviði, í skemmtiþátt- um, útvarpi og sjónvarpi og var kynnir oftar en nokkur annar við Óskarsverðlaunaafhendinguna, eða 20 sinnum alls. Þá hlaut Bob Hope fimm sinnum heiðursverðlaun kvikmyndaakademíunnar en sjálf- an Óskarinn fékk hann aldrei. Hope lést í svefni á heimili sínu í Toluca Lake, Kaliforníu. Banameinið var lungnabólga. ■ PÁFINN Jóhannes Páll Páfi II hvatti til friðar í Líberíu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.