Fréttablaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 8
8 29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Lausnin á vandanum „Leiðin til úrbóta fyrir okkur al- menning er að koma hér á val- kosti við einkabílinn; lestasam- göngum svo að maður þurfi ekki að reka bíl...“ Guðmundur Andri Thorsson í Fréttablaðinu 28. júlí. Hversu mikið er það? „Ef vandi Tony Blair eykst ekki meira en orðið er vegna stríðsins í Írak og eftirmála þess og fram- vindu þá mun hann líklega lifa kreppuna af og leiða flokkinn í næstu kosningum.“ Björgvin G. Sigurðsson í Morgunblaðinu 28. júlí. Heyr, heyr „Það á ekki einungis að vera skylda ríkis og sveitarfélaga heldur miklu fremur keppikefli að ná sem mestum árangri í inn- kaupum og spara skattgreiðend- um um leið mikla fjármuni.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í DV 28. júlí. Orðrétt Stærsta fíkniefnamál Ástralíu: Áratugafangelsi fyrir kókaínsmygl BRISBANE, AP Ástrali, búsettur í Bandaríkjunum, var í vikunni dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl. Kevin Phillip Nudd, 52 ára, sem talinn er tengjast suður-amerískum smygl- hring, var sakfelldur fyrir inn- flutning á 89 kílóum af kókaíni til Ástralíu fyrir rúmum tveimur árum. Þetta er eitt stærsta fíkni- efnamál sem komið hefur upp í Ástralíu. Nudd var handtekinn í Bandaríkjunum eftir að lögregla hafði fylgst með honum um tíma. Lögregla hafði fengið ábendingar um að reynt yrði að smygla til landsins fíkniefnum að andvirði 1.200 milljónum íslenskra króna. Bandaríkjamenn framseldu Nudd til Ástralíu í febrúar síðastliðnum. Félagi Nudds, Peter Fancher Jackson, skipstjóri og sá sem flutti kókaínið á báti sínum til Ástralíu, var í fyrra dæmdur í 25 ára fang- elsi vegna málsins. Dómarnir yfir þeim félögum eru þyngstu dómar sem kveðnir hafa verið upp vegna fíkniefnasmygls í Ástralíu. ■ Fjallgöngumaður í Bandaríkjunum: Lést af völd- um eldingar WYOMING, AP Ung kona lést þegar eldingu laust niður í hana í Wyom- ing í Bandaríkjunum um helgina. Fimm samferðamenn konunnar slösuðust lítillega. Konan sem lést, Erica Summers, var ásamt fleirum að klífa fjallið Grand Teton í sam- nefndum þjóðgarði þegar elding- unni laust niður. Þrátt fyrir rigning- ar og illt veðurútlit hélt fólkið af stað í fjallgönguna. Fólkið segir að tveimur eldingum hafi lostið niður, önnur þeirra varð Summers að bana. Þrennt hefur látist af völdum eldinga í Grand Teton þjóðgarðin- um það sem af er ári. ■ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 21 83 0 0 7/ 20 03 byrjar í Húsasmiðjunni 1.990 kr. 1.690kr. 9.980 kr. 7.990kr. Regnsett blá, gul, græn og camo 5868465-5868471 Gönguskór 389 leður, með gritex öndun 5860542-5860552 stærðir 37-47 Flíspeysur kvenpeysur með hettu (nýtt) 5860180-5860189 Flísteppi 150x200 sm 5860387-5860392 grænt, beige og blátt 3.995 kr. Verð 2.990 kr. Verð Gasvörur í miklu úrvali 20% afsláttur RJÚPA Nóatún íhugar nú aukinn innflutning á rjúpum í kjölfar ákvörðunar umhverfisráðherra um alfriðun rjúpunnar næstu þrjú árin. Nóatún flutti inn rjúp- ur frá Skotlandi á síðasta ári og einnig kemur til greina að flytja inn rjúpur frá Svíþjóð og Græn- landi, að sögn Sólmunds Odds- sonar, innkaupastjóra Nóatúns. Nóatún selur árlega 60-80 þúsund rjúpur. „Ég vona að neytandinn geti fengið sína villibráð á jólaborð- ið,“ segir Sólmundur og bætir við að skoska rjúpan bragðist ágæt- lega, en hún er nokkuð stærri en sú íslenska. ■ Friðun rjúpunnar: Aukinn innflutningur SKIP Björgunarskipið Stakkanes, sem vinnur að björgun skipsins Guðrúnar Gísladóttur af hafs- botni, er væntanlegt úr viðgerð á allra næstu dögum. Þá hófu kafar- ar störf á sunnudagsmorgun og vinna hörðum höndum við undir- búning björgunaraðgerða. „Við erum að klára und- irbúning fyrri áfangans,“ segir Haukur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Íshúss Njarðvíkur, sem keypti skipið. Fyrri áfanginn felst í því að blása skipið upp og snúa því upp á kjölinn, en það liggur nú á hliðinni. Enn er þó beðið eftir einum tanki, sem að sögn Hauks er væntanlegur í dag, til þess að hægt sé að hefja verk- ið. ■ Guðrún Gísladóttir: Kafarar við störf á ný GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Guðrún Gísladóttir sökk úti fyrir ströndum Lófóten í Noregi í júní á síðasta ári. Enn er unnið að því að bjarga skipinu af hafs- botni. TÓNLISTARSKÓLAR Tónlistarnemar á framhalds- og háskólastigi, sem stundað hafa nám við tónlistar- skóla í Reykjavík en eiga lögheim- ili annars staðar á landinu, fá ekki að halda áfram námi í Reykjavík nema sveitarfélag viðkomandi ábyrgist greiðslu kostnaðar sem af náminu hlýst. Forsvarsmenn sveitarfélaganna neita hins vegar að borga kostnaðinn á þeim fors- endum ekki sé í verkahring sveit- arfélaga að niðurgreiða nám á framhalds- og háskólastigi. „Það er verið að mismuna nem- endum eftir búsetu og þar með brotið á jafnrétti til náms,“ segir Jóna Fanney Svavarsdóttir, söng- nemi í Nýja tónlistarskólanum. Jóna Fanney bætir því við að fyr- irspurnir til þeirra aðila sem að málinu standa hafi lítinn árangur borið. „Svörin sem við fáum eru lítil sem engin. Málið er í nefnd er mjög algengt svar,“ segir Jóna Fanney. Að sögn Jónu Fanneyjar eru tónlistarnemendur að falla á tíma. „Nú þurfum við að fara að geta skipulagt okkar skólaár, hvort sem við ætlum að leita okkur að vinnu eða sækja um skólavist er- lendis,“ segir hún. „Auk þess rennur frestur til að sækja um námslán út 15. ágúst og þá þurfa nemendur að vera komir með vísa skólavist.“ ■ TÓNLISTARNEMENDUR Framhaldsnemendur í tónlist sem búsettir eru utan Reykjavíkur eiga ekki vísa skólavist í tónlistarskólum Reykjavíkur í vetur. Tónlistarnemendum mismunað eftir búsetu: Brotið á jafn- rétti til náms BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Búið er að kveða upp dóma í einu stærsta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í Ástralíu. Tveir menn fengu 22 ára og 25 ára fangelsi fyrir innflutning á 89 kílóum af kókaíni. NÓATÚN Hyggur á aukinn innflutning á rjúpum í kjölfar ákvörðunar um friðun rjúpunnar. KARLAR L U J T Mörk Stig Fylkir 11 6 2 3 16:9 20 KR 11 6 2 3 15:13 20 Grindavík 11 6 1 4 17:17 19 Þróttur 11 6 0 5 19:16 18 FH 12 5 3 4 20:19 18 ÍBV 11 5 1 5 18:16 16 KA 11 4 2 5 18:17 14 ÍA 11 3 5 3 14:13 14 Valur 12 4 0 8 16:22 12 Fram 11 2 2 7 14:25 8 Valur 2:3 FH

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.