Fréttablaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.07.2003, Blaðsíða 14
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-herra er móðguð. Hún reyndi í fyrra að koma á sölubanni á rjúpu. Hefði það tekizt væri sögulegasta arfleifð hennar í embætti að koma á svartamarkaðsverzlun með jólamatinn. Skynsamir menn á Al- þingi stoppuðu hana og hún móðg- aðist. Önnur tillaga fólst í því að eyði- leggja skotvopn veiðimanna með því að „krumpa hólkinn“ eins og Sigríður Ingvarsdóttir sagði á sinni siglfirzku og mörgum þótti eftir- minnilegasta framlag hennar á þingi á síðasta kjörtímabili. Sú hug- mynd var blessunarlega hlegin út af borðinu. Og nú hefur ráðherra ákveðið í miklum flýti og taugaveiklun að banna rjúpnaveiðar alveg í þrjú ár. Sú taugaveiklun byggir ekki á mik- illi rökhugsun frekar en aðrar geðs- hræringar. Er rjúpan í hættu? Svar: Það veit hreint enginn, en af talningum að dæma hefur henni verið að fækka á undanförnum árum. Það hefur gerzt áður og hef- ur átt sér náttúrulegar skýringar, en viðgangur stofnsins núna virðist vera svæðaskiptur, því að fækkun- in hefur verið mikil á suðvestur- horninu þar sem skotveiðimenn eru flestir. Rökrétt ákvörðun ráðherra: Að friða fuglinn á veiðisvæðum næst höfuðborginni til að minnka ágang. Þó er þetta alls ekki svona ein- falt. Veiðimenn hafa bent á sam- bærilega niðursveiflu t.d. í Skafta- felli og Kvískerjum þar sem ágang- ur veiðimanna hefur verið sáralít- ill. Á þessu finnast engar skýringar. Það veit nefnilega enginn með nokkurri vissu af hverju rjúpunni hefur fækkað eða hvort henni fjölg- ar aftur með veiðibanni eða jafnvel án þess. Enginn veit hvers vegna stofninn sveiflast upp og niður. Veður? Veiðar? Aðrir óvinir? Vargurinn og veiðimaðurinn Látum það vera. Kannski er veiðum um að kenna það sem menn telja vera óviðunandi fækkun rjúp- na og þá er kannski rétt að láta rjúpuna njóta vafans. Jafnvel þótt sá vafi bitni um leið á gæs og önd, sem margir veiðimenn munu nú snúa sér að. En fleira kemur til. Rjúpan á sér aðra óvini en veiði- menn, nefnilega ránfugl og ferfætt- an varg, sem ráðherra hefur nú fært óvæntan og kærkominn jólaglaðning. Um áhrif ránfugls (t.d. fálka, smyrils, uglu, arnar) þarf ekki að tala. Hann er of fáliðaður til að hög- gva stór skörð í rjúpnastofninn. Þá er eftir vargurinn, refur og minkur. Þar er staðan þessi: Enginn veit hversu mikið af ref er í landinu, en allt bendir til þess að honum hafi verið að fjölga verulega. Á hverju ári eru skotin tæplega 4.500 dýr, sem segir töluvert um stofnstærð- ina. Sömu sögu er að segja af að- skotavarginum, minknum. Fátt er vitað um hann, nema að af honum eru skotin um 6.500 dýr árlega, næstum hálfu fleiri en af ref, sem bendir líka til óhugnanlegrar stofn- stærðar. Til samanburðar er rétt upplýsa að rjúpnaveiðimenn eru 4.600 og hafa veitt að meðaltali 16 rjúpur á ári hver. Refur og minkur (marg- falt fleiri en þessir 11.000 sem eru skotnir) hafa látið hjá líða að til- kynna hversu mörg egg, unga og fugla þeir éta. Lesendur geta reikn- að að vild og niðurstaðan er veiði- mönnum örugglega ekki í óhag. Lágmarkslaun ráðherrans Af þessum tölum má ráða að ekki sé síður ástæða fyrir ráðherra að beina spjótum sínum að hinum ferfættu óvinum rjúpunnar, sér í lagi minknum, þessu stærsta um- hverfisslysi Íslandssögunnar sem nemur sífellt ný lönd og hefur ger- breytt fuglalífi landsins á fáum ára- tugum. Veiðistjóri upplýsir að „minkastofninn nái toppi á 5-7 ára fresti og topparnir verða alltaf hærri og hærri“. Hvernig skyldi hinn yfirvegaði umhverfisráðherra nú hafa brugð- izt við gagnvart þessum óvinum rjúpunnar? Hvernig er reynt að halda þeim í skefjum? Minkabani fær greiddar 600 krónur á tímann fyrir að leita að og losa okkur við þennan aðskotahlut í íslenzkri náttúru. Fyrir hvert skotið dýr eru greiddar 2.500 krónur og smáaurar fást í aksturskostnað fyr- ir þá sem nenna á annað borð að taka að sér þetta þjóðþrifaverk. Fyrir vinnu að fækkun refa borgar umhverfisráðherra hvorki tímakaup né akstur, en 7.000 krónur fyrir unnið fullorðið dýr og 1.600 fyrir yrðlinga. Það er tímafrekt og kostnaðar- samt þolinmæðisverk að leita minks og vinna tófugreni og aftur læt ég lesendur sjálfa um að reikna hvor hefur vinninginn í þessu kerfi umhverfisráðherra, vargurinn eða veiðimaðurinn. Friðun er óþörf Skotveiðimenn hafa stungið upp á ýmsum skynsamlegum verndun- araðgerðum öðrum en algerri frið- un, en þeim er jafnóðum hafnað af því að ráðherrann er móðgaður. Ráðherra hefur beinlínis sagt að hefði sölubanni verið komið á – en veiðar samt haldið áfram – væri friðunin óþörf. Það segir í raun allt um það hversu ónauðsynleg þessi fljótfærnisákvörðun er. Þetta er ekki veiðistjórnun. Þetta er handahófsstefna sem sveiflast til frá einu ári til annars. Það er bæði vitlaus og vond stefna. Nema fyrir varginn sem mun nú eiga gleðilegri jól en nokkru sinni fyrr. ■ Sprengjudeild Landhelgis-gæslunnar fær á hverju ári fjölda verkefna vegna sprengja frá stríðsárunum en einnig vegna annarra og nýrri spreng- ja. Á síðari árum hafa verkefni deildarinnar verið um 70 til 100 á ári hverju. Deildin sinnir fræðslu um meðferð sprengiefna og er oft kölluð til af dómstólum til að gefa sérfræðiálit. Sprengju- deildin sér um sprengjueyðingu og athuganir á grunsamlegum hlutum sem geta verið sprengj- ur fyrir varnarliðið á Keflavík- urflugvelli samkvæmt sérstök- um milliríkjasamningi þar um. Deildin er vel búin tækjum og starfsmenn hennar hafa hlot- ið þjálfun eftir stöðlum NATO í skólum danskra og breskra hernaðaryfirvalda sem stöðugt er haldið við með æfingum og endurþjálfun. Í síðari heimsstyrjöldinni var lagður út mikill fjöldi tundur- dufla við Ísland. Bretar reyndu að loka siglingaleiðum út á Atl- antshaf með því að koma fyrir tundurduflabeltum milli Íslands og Skotlands og milli Íslands og Grænlands. Einnig lögðu Þjóð- verjar tundurdufl við landið. Sérútbúinn kafbátur kom hing- að þrjár ferðir með 66 dufl í hverri ferð. Þessum duflum var lagt í Faxaflóa, Breiðafjörð og út af Austfjörðum. ■ Margir áhrifamenn í íslenskusamfélagi geta illa leynt gremju sinni með að efnisatriði frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna urðu opin- ber – fyrst hér í Fréttablaðinu. Pét- ur Blöndal, formaður efnhags- og viðskiptanefndar, hefur sagt það að- alatriði þessa máls hver lak skýrsl- unni í fjölmiðla. Sá leki hafi truflað eðlilegan framgang málsins. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur tekið í svipaðan streng. Í viðtali við DV um helgina ræddi hann lekann og komst að því að einhver starfs- maður Samkeppnisstofnunar hlyti að hafa lekið skýrslunni þar sem ol- íufélögin hefðu haft lítinn hag af lekanum. Nú er það ekki svo að rekja megi leka í fjölmiðla eftir hagsmuna- tengslum. Það gerist vissulega að þeir sem hafa aðgang að upplýsing- um leki þeim til að koma höggi á andstæðinga sína – raunverulega eða ímyndaða. Slíkur leki er var- hugaverður. Sá sem lekur reynir að skammta upplýsingar; láta aðeins það leka sem hentar honum en halda öðrum upplýsingum frá fjöl- miðlum. Það er hins vegar algeng- ast að fjölmiðlum berist upplýsing- ar frá fólki sem einfaldlega misbýð- ur eitthvað sem verður á vegi þess. Það geta allt eins verið starfsmenn fyrirtækja, sem síðan lenda í varn- arstöðu vegna upplýsinganna. Starfsmenn fyrirtækja sem stunda óeðlilega viðskiptahætti verða að meta saman tryggð sína við at- vinnurekandann og réttlætiskennd sem borgari. Þegar starfshættir fyrirtækja verða mjög annarlegir brotnar tryggðin hjá flestu heið- virðu fólki. Og þannig á það að vera. En ef þeir Davíð og Pétur leggja svona mikið upp úr hag – eða óhag – af opinberri umræðu um samráð ol- íufélaganna má spyrja á móti: Hvaða hag hafa þeir af því að þessi umræða fari ekki fram? Hvers vegna hafa forsætisráðherra og for- maður efnahags- og viðskiptanefnd- ar yfir höfuð minnstu áhyggjur af því að skýrsla sem send var þremur fyrirtækjum og jafnmörgum lög- mannsstofum upp úr áramótum skuli hafa komist í fréttir fimm mánuðum síðar? Ég skil það ekki. En eftir því sem meira kemur fram um ferð þessar- ar skýrslu og rannsóknar um ríkis- kerfið er engu líkara en að ríkis- valdið hafa helst af öllu viljað að þetta mál – sem kallað hefur verið stærsta viðskiptahneyksli Íslands- sögunnar – hlyti hljóðlátan endi ein- hvers staðar í kerfinu. Eftir að efn- isatriði skýrslunnar komust í fréttir hefur komið í ljós að starfsmenn Samkeppnisstofnunar vöktu athygli Ríkislögreglustjóra á rannsókninni þar sem þeim fannst líklegt að starfsmenn olíufélaganna hefðu framið refsiverð brot. Embætti Rík- islögreglustjóra vísaði þessu erindi frá sér og vildi sem minnst af því vita – ef marka má fréttir. Sömu- leiðis hefur komið í ljós að olíufé- lögin reyndu að ná samkomulagi við Samkeppnisstofnun um sektar- greiðslur en vildu ekki sætta sig við hugmyndir stofnunarinnar um upp- hæðir sektanna. Ef fyrirtækin hefðu náð sátt við Samkeppnisstofn- un hefði málið líklega lognast útaf og aldrei orðið opinbert. Vonbrigði þeirra Davíðs og Pét- urs með fréttir af efnisatriðum rannsóknarinnar setja fréttir af við- brögðum ríkislögreglustjóra og samningaviðræðurnar um sektar- greiðslurnar í nýtt ljós. Og skilur okkur eftir með spurninguna: Hvers vegna er það hagur ríkis- stjórnar og Alþingis að brot olíufé- laganna verði ekki gerð opinber? Tengist sú löngun dræmum við- brögðum ríkislögreglustjóra og sáttatilraunum olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar? Telur Al- þingi og ríkisstjórn að betur fari á að leysa þetta mál innan ríkiskerfis- ins í þögn og myrkri? ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um áhrif opinberrar umræðu um samráð olíufélaganna. 14 29. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Að bíta haus af skömminni Davíð Erlingsson skrifar Þegar Tony Blair forsætisráð-herra Breta fór vestur um haf rétt um daginn, var að honum lagzt um að hann skyldi leggja fast að Bush forseta að fá Sameinuðu þjóðunum mun meira hlutverk að gegna í Írak, í því skyni að þar í landi gæti nú farið að horfa til skárra ástands um almennt öryggi. Með því gæti farið að slakna nokk- uð á þeim andvilja sem farið hefur þrútnandi gegn brezku stjórninni fyrir það hvernig hún hefur haldið á Íraksvandræðunum. Þegar Blair var síðan hampað í Washington og boðið að halda tölu yfir sameinuðum deildum Banda- ríkjaþings, má segja að hann hafi bitið höfuðið af skömminni með því að segja, að réttdæm framtíð myndi viðurkenna, að ákvörðunin að ráðast inn í Írak hefði verið rétt, hvort sem nokkur múgskæð þjóð- vígavopn (weapons of mass destruction) eða vitni um tilvist slíkra vopna fyndust nokkru sinni eða ekki. Á grunni slíkrar sögu eða fréttar, sem ekki finnst sönnunar- fótur fyrir, var ákvörðunin um inn- rás tekin. Hún reið baggamuninn fyrir Bretum og Spánverjum og skipti einnig miklu um stuðning við málstað Bush-stjórnarinnar innan Bandaríkjanna. Sjálfsagt er ekki örgrannt um að ótvílráðum stjórnmálamanni heppnist að bæta halla stöðu á kappvelli stjórnmálanna með svo djarfmannlegri ósvífni í um- gengninni við rétt og satt og tak- izt að bíta höfuðið af þeirri skömm sem annars er vísast að hefði bundið endi á forystuferil í stjórnmálum. Það hlýtur að ráð- ast á næstu vikum og mánuðum hvernig Blair reiðir af, hvort menn virða honum ósvífnina til leiðtogakosta. En hrollsvalt er það umhugsunar að eiginlega hafi hann nú játað frammi fyrir alþjóð: Við sögðum það sem til þurfti að draga saman stuðning við árásina. ■ Um daginnog veginn KARL TH. BIRGISSON ■ skrifar um rjúpnaveiði- bann Óskum varginum gleðilegra jóla ■ Bréf til blaðsins Frekar kosið að starfa í þögn og myrkri Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar Baksviðs ■ Af Netinu Lélegar leiksýningar „Möguleikar stjórnarandstöðunn- ar til hefðbundinna leiksýninga í formi utandagskrárumræðna eða fyrirspurna til ráðherra eru því ekki fyrir hendi sem stendur, og hefur því verið gripið til þess ráðs að óska eftir fundum í hverri fastanefnd þingsins á fætur annarri.“ GREIN Í VEFÞJÓÐVILJANUM Á ANDRIKI.IS. Ábyrgð fjölmiðla „Það er algerlega óþolandi að fjölmiðlar felli úrskurð í málum löngu áður en samkeppnisyfirvöld og eftir atvikum dómstólar hafa lokið við að fjalla um þau.“ ÓLI JÓN JÓNSSON Á VEFNUM KREML.IS.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.