Fréttablaðið - 14.08.2003, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 30
Leikhús 30
Myndlist 03
Íþróttir 24
Sjónvarp 34
FIMMTUDAGUR
14. ágúst 2003 – 190. tölublað – 3. árgangur
SINFÓNÍAN Í
HLUTAFÉLAG Skuld-
ir Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands hafa aukist hröðum
skrefum síðustu ár, ekki
síst vegna lífeyrisskuld-
bindinga. Vinnuhópur á
vegum menntamálaráðuneytisins leggur til
að Sinfóníunni verði breytt í hlutafélag.
Reykjavík, Seltjarnarnes og Ríkisútvarpið vilja
komast út úr rekstri hljómsveitarinnar. Að
mati hljómsveitarinnar þarf að fjölga hljóð-
færaleikurum um tíu vegna fyrirhugaðs tón-
listarhúss. Sjá síðu 8.
VIÐBÚNAÐUR Í MIÐBORGINNI
Lögreglan mun auka viðbúnað í miðborg-
inni á Menningarnóttunni um helgina. Öfl-
ugt hjálparlið heldur uppi röð og reglu
ásamt lögreglunni þegar 80 til 100 þúsund
manns fylla miðborgina. Fast verður tekið á
því að börn undir 16 ára verði ekki í bænum
eftir flugeldasýninguna. Sjá síðu 2.
SKULDIR DV AFSKRIFAÐAR Unnið
er að aukningu hlutafjár DV með þátttöku
nýrra hluthafa. Samkvæmt heimildum eru
skuldir DV við Landsbankann um eða yfir
milljarður króna. Þessar skuldir eru að
stærstum hluta skuldir sem fylgdu til DV
þegar blaðið var selt. Sjá síðu 4.
● Uppáhaldsborgin
▲
SÍÐUR 26-27
Í friði með
fuglunum
ferðir o.fl.
Sveinn Guðmarsson:
● ný verslun í Kringlunni
▲
SÍÐUR 28-29
Það flottasta í
fataskápnum
tíska o.fl.
Valgerður Matthíasdóttir:
REYKJAVÍKURSLAGUR KR mætir Val
á Hlíðarenda í Landsbankadeild karla í
knattspyrnu kl. 19.15 í dag. Valur er í fall-
sæti en hins vegar gefst KR færi á að
stökkva upp fyrir Fylki á toppinn. Á meðan
fara Fylkismenn til Stokkhólms og leika
gegn AIK í Evrópukeppni félagsliða. Þá fara
Grindavíkingar til Austurríkis og keppa við
FC Kärnten. sjá nánar:
DAGURINN Í DAG
HÚS INNRÉTTINGANNA FLUTT Framkvæmdir eru hafnar við byggingu kjallara og sýningarskála sem tilheyrir nýju hóteli á horni Tún-
götu og Aðalstrætis. Í gærkvöld var húsið Aðalstræti 16 flutt yfir Túngötuna og verður haft þar til áramóta. Þá verður þetta sögufræga
hús, byggt árið 1764, flutt aftur á sinn stað. Í húsinu voru Innréttingarnar með starfsemi og þar var einnig fyrsti barnaskólinn í Reykjavík.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Nokkur
vindur Hægur
vindur
+14
+18
+15
Hægviðri
VEÐRIÐ Í DAG
RIGNING MEÐ KÖFLUM Í dag má
búast við rigningu með köflum og
nokkrum vindi á Suðvestur- og Vestur-
landi. Bjartviðri verður ríkjandi á Norður-
landi. Hiti 11 til 20 stig. Sjá nánar síðu 6.
Útgáfutónleikar í kvöld
Hljómsveitin Tube:
▲
SÍÐA 31
Spila ekki á
sveitaböllum
WASHINGTON, AP Lögreglan í Banda-
ríkjunum hefur handtekið þrjá
menn sem sakaðir eru um að hafa
gert tilraun til að selja íslömskum
hryðjuverkamönnum flugskeyti.
Yfirvöld í Bandaríkjunum,
Bretlandi og Rússlandi unnu sam-
an að rannsókn málsins sem hófst
fyrir nokkrum mánuðum þegar
rússnesk yfirvöld komust á snoðir
um það að breskur vopnasali væri
að leita að vopnum til kaups í Pét-
ursborg. Ákveðið var að leggja
gildru fyrir manninn og var hann
handtekinn á hóteli í New Jersey
þegar hann mætti þangað til að
selja íslömskum hryðjuverka-
manni rússneskt loftvarnaflug-
skeyti sem nota átti til að skjóta
niður farþegaþotu. Kaupandinn
reyndist vera starfsmaður Banda-
rísku alríkislögreglunnar, FBI og
varan eftirlíking. Tveir aðrir
menn sem taldir eru viðriðnir
málið voru handteknir í New York
á sama tíma.
Ekki er talið að mennirnir teng-
ist al-Kaída eða öðrum þekktum
hryðjuverkasamtökum. Á meðal
sönnunargagna gegn breska
vopnasalanum eru myndbands- og
hljóðupptökur þar sem hann ræð-
ir um fyrirætlanir sínar og fer lof-
samlegum orðum um Osama bin
Laden, að sögn ónafngreinds
bandarísks embættismanns. ■
Breskur vopnasali handtekinn vegna fyrirhugaðra viðskipta við hryðjuverkamenn:
Reyndi að selja flugskeyti
RANNSÓKN „Við teljum að lagaum-
hverfið sé afdráttarlaust. Sam-
keppnisstofnuninni ber að vísa til
meðferðar, hjá lögreglu og ákæru-
valdi, alvarlegustu
brotum á sam-
k e p p n i s l ö g u m , “
segir Jón H..
Snorrason, yfir-
maður efnahags-
brotadeildar ríkis-
lögreglustjóraemb-
ættisins, um rannsókn máls olíufé-
laganna sem hefur verið til rann-
sóknar hjá Samkeppnisstofnun.
Jón segir lögin ekki verða
sveigð svo málið sjálft beri ekki
skaða af. Framhald málsins hefur
verið rætt við ríkissaksóknara og
á fundum með lögfræðingi Sam-
keppnisstofnunar. Hann segir
Samkeppnisstofnun standa
frammi fyrir því í fyrsta sinn að
mál sé svo alvarlegt að vísa beri
því til rannsóknar hjá hjá ríkissak-
sóknara eða lögreglu.
Lögregla og Samkpennisstofn-
un hafa rætt framhald málsins á
fundum. „Viss ágreiningur er í
málinu. Ríkislögreglustjóraemb-
ættið segir að Samkeppnisstofnun
eigi að vísa málinu til lögreglu en
Samkeppnisstofnun heldur því
fram að þeir hafi uppfyllt sínar
skyldur með því að greina óform-
lega frá því, þar sem lögreglan
hafi ákveðnar frumkvæðisskyld-
ur. Ég held því fram að þetta sé
mál sem annars vegar varði ein-
staklinga og hins vegar fyrirtæki,“
segir Valgerður Sverrisdóttir iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra um
gang málsins.
„Enn er ekki komin nein niður-
staða. Vonandi finnst hún sem
fyrst. Ég átta mig ekki á því ná-
kvæmlega hvernig og hvenær
þessu lýkur. Á þessu stigi segi ég
ekki meira,“ segir Ásgeir Einars-
son lögfræðingur Samkeppnis-
stofnunar.
Jón H. Snorrason segir eðlilegt
að Samkeppnisstofnun og lögregla
ræði saman. Embættin hafi hins
vegar ekki heimildir til að búa til
annan farveg en lögin mæla fyrir
um. „Lagaumhverfið er afdráttar-
laust. Þegar svona er ber Sam-
keppnisstofnun að vísa málinu til
lögreglu. Ef til greina kemur að
beita þyngstu refsingu er það
mælikvarði á hversu alvarlegt
málið er. Við þekkjum ekki málið.
Það er Samkeppnisstofnunnar að
meta hvort um er að ræða alvar-
legustu brot samkvæmt sam-
keppnislögum.“
hrs@frettabladid.is
Ágreiningur tefur
rannsókn olíumáls
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir ágreining vera á milli Samkeppnis-
stofnunar og ríkislögreglustjóraembættisins. Jón H. Snorrason segir að Samkeppnisstofnun beri
að vísa alvarlegum brotum á samkeppnislögum til lögreglu.
Fjarnám allt árið!
Þitt nám þegar þér hentar
Upplýsingar á www.fa.is
- Skólameistari
■
Ég átta mig
ekki á því ná-
kvæmlega
hvernig og
hvenær þessu
lýkur.
Aukablað
um Menn-
ingarnótt
MENNINGARNÓTT Í dag fylgir öll
Dagskrá Menningarnáttar með
Fréttablaðinu. Blaðið er leiðarvís-
ir um alla þá viðburði sem verða í
gangi víðs vegar um miðborg
Reykjavíkur. Allt frá Innrömm-
uðu maraþonhlaupi yfir í flugelt-
ingarleik yfir Reykjavíkurflug-
velli. Menningarnótt hefur heldur
betur vafið upp á sig í gegnum
árin og er nú orðin að heilum sól-
arhring af stanslausum uppákom-
um. Það ætti enginn að eiga í
erfiðleikum með að finna eitthvað
við sitt hæfi en framboðið er mik-
ið og því um að gera að hafa Dag-
skrána við höndina á laugardag. ■
d
a
g
s
k
r
á
d
a
g
s
k
r
á
www.rvk.is/men
ningarnott. .i i
01 Forsída
10.8.2003 2
2
MENNINGARNÓTT
Dagskrá Menningarhátíðar fylgir með
Fréttablaðinu í dag.