Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 2
2 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Já, betri innsýn ef ég og Heimir stöndum okkur. Guðni Bergsson var fyrirliði Bolton. Hann hefur lagt skóna á hilluna og mun í vetur sjá um sjón- varpsþáttinn Boltinn sem sýndur verður á Sýn. Spurningdagsins Guðni, fáum við nýja sýn á enska boltann? MENNINGARNÓTT Búist er við að um hundrað þúsund manns komi á Menningarnótt næstkomandi laugardag. Menningarnóttin byggir fyrst og fremst á frum- kvæði einstaklinga og fyrirtækja í borginni sem leggja sitt fram til þess að gera þenn- an dag og þessa nótt eftirminni- lega. Vinsældirnar eru svo miklar að þetta er orðin ein stærsta samkoma á Íslandi á hverju ári. „Strax eftir menningarnóttina í fyrra var ákveðið að setjast niður og undirbúa okkur fyrir þetta árið og það hefur tekist afar vel.“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann segir þá vera með meiri viðbúnað í miðborginni heldur en í fyrra. Öflugt hjálparlið verði með lögreglunni til þess að halda uppi góðum lífsstíl í miðborginni. Afar fast verði tekið á útivistarreglum þannig að börn undir sextán ára aldri verði ekki í miðborginni eftir að flugeldasýningunni lýkur. Hann segir að dagskránni ljúki með flug- eldasýningunni og við taki hefð- bundið skemmtanahald í miðbæn- um, eins og um aðrar helgar, ótengt menningarnótt. „Við mun- um grípa til ákveðinna þátta í sam- bandi við umferðina til að tryggja að þessi 80 til 100 þúsund gestir sem við reiknum með að verði á Menningarnóttunni, komist heim til sín.“ Umferðaljós á mestu umferðar- æðum frá miðborginni verða tekin úr sambandi og munu um tuttugu lögregluþjónar vera á þeim gatna- mótum til að greiða fyrir umferð. Þegar slíkur fjöldi safnast saman má alltaf búast við einhverjum umferðartöfum og fólk beðið að vera undir það búið og sýna þolin- mæði. Lögreglan stefnir þó að því að hægt verði að koma mannfjöld- anum úr miðborginni á um klukku- tíma eftir að flugeldasýningu lýk- ur. Allir strætisvagnar munu ganga klukkutíma lengur en venja er. Að auki verður akstur strætis- vagna framlengdur til klukkan þrjú á nokkrum leiðum. Aðgerðamiðstöð verður starf- andi á vegum lögreglunnar í Reykjavík, slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins og bráðamótökunnar til að efla samskipti þeirra sem koma að umferðar- og öryggismál- um á menningarnóttu. Þá mun slysadeild Landspítala tvöfalda mannafla sinn um nóttina til að vera viðbúin þeim fjölda sem til hennar gæti leitað. hrs@frettabladid.is Þingflokksfundur sjálfstæðismanna í gær: Skiptar skoðanir um línuívilnun SJÁVARÚTVEGSMÁL „Sú stefna Sjálf- stæðisflokksins sem mörkuð var á landsfundi mun ná fram,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, um þær umræður sem fram fóru á þingflokksfundi Sjálfstæðis- manna á Suðurlandi í gær. Þar voru miklar umræður um boðaða línuívilnun fyrir smábáta í dagróðrum. Einar Oddur sem, ásamt Einari K. Guðfinnssyni, hefur haldið stíft fram þeirri kröfu að línuívilnun komi til fram- kvæmda, viðurkenndi að skoðanir hafi verið skiptar á þingflokks- fundinum. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um ýmislegt og það verða áfram átök um sjávarútvegsstefnuna. Við eigum ekki að óttast átök, þau eru eðlileg,“ segir Einar Oddur. Hann segir að stjórnarfrum- varp muni koma fram um málið í byrjun þings í haust. „Tæknilega verður hægt að hrinda þessu í framkvæmd strax í haust. Ég vil þó ekkert fullyrða um það hvenær það gerist, því eft- ir er að semja um þessa hluti,“ segir Einar Oddur. ■ ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Yfir 1.000 unglingsstúlkur í Noregi fengu að æfa handtökin við smokkinn á dögunum. Norskir karlmenn klaufar með smokkinn: Smokkanám- skeið fyrir ungmennin NOREGUR, VG Rannsóknir sýna að norskir karlmenn eru latir við að nota smokkinn og þurfa að mati yfirvalda að herða sig í þeim efn- um. Í þremur af hverjum fjórum tilfellum er smokkurinn settur vitlaust á og brá smokkaframleið- andi á það ráð að efna til nám- skeiðs í ásetningu smokksins. Kannanir sýna að fimmti hver þrettán ára unglingur stundar kynlíf. Var því ákveðið að bjóða öllum ungmennum í Osló, þrettán ára og eldri, tilsögn og hefur til- tækið mælst vel fyrir. ■ SPRENGING Að minnsta kosti fimmtán manns særðust, þar af einn alvarlega, þegar sprenging varð í efnaverksmiðju í borg- inni Linz í Austurríki í gær. Skordýraeitur og önnur efni sem notuð eru í landbúnaði eru framleidd í verksmiðjunni. Eld- ur kviknaði við sprenginguna og skemmdust húsakynni verk- smiðjunnar nokkuð. Kaliforníu: Sýningarbann á Arnold KALIFORNÍA, AP Kvikmyndir Arnolds Schwarzeneggers verða ekki sýndar á sjónvarpsstöðvum í Kaliforníu fyrr en eftir ríkis- stjórakosningarnar 7. október. Schwarzenegger er meðal 200 frambjóðenda í kosningunum og sýning á myndum hans jafngilti broti á reglum sem ætlað er að tryggja frambjóðendum jafnan sýningartíma í sjónvarpi. Sýning- arbannið tók gildi í gær. Brjóti einhver stöðvanna það og sýni kvikmynd með Schwarzenegger, þarf stöðin að úthluta hverjum hinna 200 frambjóðenda sama út- sendingartíma. ■ FÁÐU‘ÐA UM HELGINA! FEELFINE -drykkur morgundagsins - engin þynnka - aukin orka - betri líðan www.feelfine.is Fæst í: Hagkaupum, 10-11, afgreiðslu Herjólfs Þorláksh. og öðrum betri verslunum og apótekum um allt land. KRÓNAN Krónan hefur verið að veikjast að undanförnu. Gengisvísi- talan fór í 127,8 stig í gær og hefur ekki verið lægri á árinu. Krónan hefur veikst um átta prósent frá gengisvísitalan var lægst í maí. Hærra gildi vísitölunnar þýðir veikari krónu. Þetta eru jákvæð tíð- indi fyrir útflutningsgreinar og greinar sem keppa við innflutning. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ segir krónuna þurfa að veikjast meira til þess að afkoma sjávarútvegsins sé viðun- andi. „Við teljum að gengið þurfi að veikjast þó nokkuð mikið. Við höf- um talið að gengisvísitala þurfi að vera á bilinu 130 til 135 til lengri tíma.“ Hann bendir á að verð sjáv- arafurða fari lækkandi í erlendum myntum vegna samkeppni við Kín- verskan sjávarútveg og aukins fiskeldis. Hagfræðingar hafa bent á að gengi krónunnar nú sé nálægt með- al raungengi. Friðrik segir þessar fullyrðingar villandi. „Þarna er ekki tekið með í reikninginn allur innlendur tilkostnaður. Það verður að taka tillit til innlendrar kostnað- arhækkunar. Greinin þarf mikla framlegð til að standa undir vexti og fjárfestingu.“ ■ Búnaðarbanki Kaupþing: Spáir hluta- fjáraukningu Landsbanka BANKAR Búnaðarbankinn Kaup- þing veltir fyrir sér í hálffimm- fréttum sínum hvort von sé á hlutafjáraukningu í Landsbankan- um. Efnahagur bankans hefur stækkað og við það hefur eigin- fjárhlutfallið lækkað. Því sé ljóst að lágt eiginfjárhlutfall muni tak- marka vaxtarmöguleika bankans. Bent er á að bankinn sé með heim- ild til að auka hlutafé um milljarð sem nota eigi til erlendrar útrás- ar. Þá er bent á yfirlýstan vilja stærsta eigandans um að fá fleiri að bankanum. Búnaðarbankinn Kaupþing telur líklegt að bankinn muni huga að hlutafjárútboði inn- an skamms. ■ ÞARF AÐ VEIKJAST Friðrik J. Arngrímsson segir villandi að tala um meðal raungengi krónu nú þegar innlend- ur kostnaður hafi hækkað mikið. Krónan þurfi að veikjast meira til að sjávarútvegurinn skili viðunandi afkomu. Krónan veikist enn: Útgerðin vill krónuna enn veikari TORTÍMANDINN Í BIÐ Bann hefur verið sett við sýningum kvik- mynda Schwarzen- eggers í sjónvarpi í Kali- forníu fram yfir kosn- ingarnar 7. október. ■ Evrópa ■ Evrópa HÆTTA FLUGI British Airways hef- ur af öryggisástæðum hætt öllu flugi til Sádi-Arabíu. Bresk yfir- völd segjast hafa fengið sterkar vísbendingar um að hryðjuverka- menn hafi áformað tilræði gegn þotum félagsins. Óvíst hvenær flugið hefst á ný en talsmenn Brit- ish Airways segjast munu hafa náið samráð við bresk yfirvöld um það. DREGUR ÚR Atvinnuleysi í Bret- landi hjaðnaði um 0,1% á öðrum ársfjórðungi og mældist 5,0%. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í Bretlandi sl. tvö ár. Samkvæmt tölum bresku hagstof- unnar voru 1,46 milljónir Breta án atvinnu á öðrum ársfjórðungi en það eru 42 þúsundum færra en þrjá mánuði þar á undan. ■ Þegar slíkur fjöldi safnast saman má alltaf búast við einhverjum um- ferðatöfum og fólk beðið að vera undir það búið og sýna þolinmæði MENNINGARNÓTT Menningarnótt verður haldin í áttunda sinn laugardaginn 16. ágúst. Búist við 100 þúsund manns Geir Jón Þórisson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir útivistartíma ekki breytast á menningarnótt. Að flugeldasýningu lokinni lýkur dagskrá og við taki hefðbundið skemmtanahald. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Stefnan mun ná fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.