Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 14.08.2003, Qupperneq 2
2 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Já, betri innsýn ef ég og Heimir stöndum okkur. Guðni Bergsson var fyrirliði Bolton. Hann hefur lagt skóna á hilluna og mun í vetur sjá um sjón- varpsþáttinn Boltinn sem sýndur verður á Sýn. Spurningdagsins Guðni, fáum við nýja sýn á enska boltann? MENNINGARNÓTT Búist er við að um hundrað þúsund manns komi á Menningarnótt næstkomandi laugardag. Menningarnóttin byggir fyrst og fremst á frum- kvæði einstaklinga og fyrirtækja í borginni sem leggja sitt fram til þess að gera þenn- an dag og þessa nótt eftirminni- lega. Vinsældirnar eru svo miklar að þetta er orðin ein stærsta samkoma á Íslandi á hverju ári. „Strax eftir menningarnóttina í fyrra var ákveðið að setjast niður og undirbúa okkur fyrir þetta árið og það hefur tekist afar vel.“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Hann segir þá vera með meiri viðbúnað í miðborginni heldur en í fyrra. Öflugt hjálparlið verði með lögreglunni til þess að halda uppi góðum lífsstíl í miðborginni. Afar fast verði tekið á útivistarreglum þannig að börn undir sextán ára aldri verði ekki í miðborginni eftir að flugeldasýningunni lýkur. Hann segir að dagskránni ljúki með flug- eldasýningunni og við taki hefð- bundið skemmtanahald í miðbæn- um, eins og um aðrar helgar, ótengt menningarnótt. „Við mun- um grípa til ákveðinna þátta í sam- bandi við umferðina til að tryggja að þessi 80 til 100 þúsund gestir sem við reiknum með að verði á Menningarnóttunni, komist heim til sín.“ Umferðaljós á mestu umferðar- æðum frá miðborginni verða tekin úr sambandi og munu um tuttugu lögregluþjónar vera á þeim gatna- mótum til að greiða fyrir umferð. Þegar slíkur fjöldi safnast saman má alltaf búast við einhverjum umferðartöfum og fólk beðið að vera undir það búið og sýna þolin- mæði. Lögreglan stefnir þó að því að hægt verði að koma mannfjöld- anum úr miðborginni á um klukku- tíma eftir að flugeldasýningu lýk- ur. Allir strætisvagnar munu ganga klukkutíma lengur en venja er. Að auki verður akstur strætis- vagna framlengdur til klukkan þrjú á nokkrum leiðum. Aðgerðamiðstöð verður starf- andi á vegum lögreglunnar í Reykjavík, slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins og bráðamótökunnar til að efla samskipti þeirra sem koma að umferðar- og öryggismál- um á menningarnóttu. Þá mun slysadeild Landspítala tvöfalda mannafla sinn um nóttina til að vera viðbúin þeim fjölda sem til hennar gæti leitað. hrs@frettabladid.is Þingflokksfundur sjálfstæðismanna í gær: Skiptar skoðanir um línuívilnun SJÁVARÚTVEGSMÁL „Sú stefna Sjálf- stæðisflokksins sem mörkuð var á landsfundi mun ná fram,“ segir Einar Oddur Kristjánsson, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokksins, um þær umræður sem fram fóru á þingflokksfundi Sjálfstæðis- manna á Suðurlandi í gær. Þar voru miklar umræður um boðaða línuívilnun fyrir smábáta í dagróðrum. Einar Oddur sem, ásamt Einari K. Guðfinnssyni, hefur haldið stíft fram þeirri kröfu að línuívilnun komi til fram- kvæmda, viðurkenndi að skoðanir hafi verið skiptar á þingflokks- fundinum. „Auðvitað eru skiptar skoðanir um ýmislegt og það verða áfram átök um sjávarútvegsstefnuna. Við eigum ekki að óttast átök, þau eru eðlileg,“ segir Einar Oddur. Hann segir að stjórnarfrum- varp muni koma fram um málið í byrjun þings í haust. „Tæknilega verður hægt að hrinda þessu í framkvæmd strax í haust. Ég vil þó ekkert fullyrða um það hvenær það gerist, því eft- ir er að semja um þessa hluti,“ segir Einar Oddur. ■ ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Yfir 1.000 unglingsstúlkur í Noregi fengu að æfa handtökin við smokkinn á dögunum. Norskir karlmenn klaufar með smokkinn: Smokkanám- skeið fyrir ungmennin NOREGUR, VG Rannsóknir sýna að norskir karlmenn eru latir við að nota smokkinn og þurfa að mati yfirvalda að herða sig í þeim efn- um. Í þremur af hverjum fjórum tilfellum er smokkurinn settur vitlaust á og brá smokkaframleið- andi á það ráð að efna til nám- skeiðs í ásetningu smokksins. Kannanir sýna að fimmti hver þrettán ára unglingur stundar kynlíf. Var því ákveðið að bjóða öllum ungmennum í Osló, þrettán ára og eldri, tilsögn og hefur til- tækið mælst vel fyrir. ■ SPRENGING Að minnsta kosti fimmtán manns særðust, þar af einn alvarlega, þegar sprenging varð í efnaverksmiðju í borg- inni Linz í Austurríki í gær. Skordýraeitur og önnur efni sem notuð eru í landbúnaði eru framleidd í verksmiðjunni. Eld- ur kviknaði við sprenginguna og skemmdust húsakynni verk- smiðjunnar nokkuð. Kaliforníu: Sýningarbann á Arnold KALIFORNÍA, AP Kvikmyndir Arnolds Schwarzeneggers verða ekki sýndar á sjónvarpsstöðvum í Kaliforníu fyrr en eftir ríkis- stjórakosningarnar 7. október. Schwarzenegger er meðal 200 frambjóðenda í kosningunum og sýning á myndum hans jafngilti broti á reglum sem ætlað er að tryggja frambjóðendum jafnan sýningartíma í sjónvarpi. Sýning- arbannið tók gildi í gær. Brjóti einhver stöðvanna það og sýni kvikmynd með Schwarzenegger, þarf stöðin að úthluta hverjum hinna 200 frambjóðenda sama út- sendingartíma. ■ FÁÐU‘ÐA UM HELGINA! FEELFINE -drykkur morgundagsins - engin þynnka - aukin orka - betri líðan www.feelfine.is Fæst í: Hagkaupum, 10-11, afgreiðslu Herjólfs Þorláksh. og öðrum betri verslunum og apótekum um allt land. KRÓNAN Krónan hefur verið að veikjast að undanförnu. Gengisvísi- talan fór í 127,8 stig í gær og hefur ekki verið lægri á árinu. Krónan hefur veikst um átta prósent frá gengisvísitalan var lægst í maí. Hærra gildi vísitölunnar þýðir veikari krónu. Þetta eru jákvæð tíð- indi fyrir útflutningsgreinar og greinar sem keppa við innflutning. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ segir krónuna þurfa að veikjast meira til þess að afkoma sjávarútvegsins sé viðun- andi. „Við teljum að gengið þurfi að veikjast þó nokkuð mikið. Við höf- um talið að gengisvísitala þurfi að vera á bilinu 130 til 135 til lengri tíma.“ Hann bendir á að verð sjáv- arafurða fari lækkandi í erlendum myntum vegna samkeppni við Kín- verskan sjávarútveg og aukins fiskeldis. Hagfræðingar hafa bent á að gengi krónunnar nú sé nálægt með- al raungengi. Friðrik segir þessar fullyrðingar villandi. „Þarna er ekki tekið með í reikninginn allur innlendur tilkostnaður. Það verður að taka tillit til innlendrar kostnað- arhækkunar. Greinin þarf mikla framlegð til að standa undir vexti og fjárfestingu.“ ■ Búnaðarbanki Kaupþing: Spáir hluta- fjáraukningu Landsbanka BANKAR Búnaðarbankinn Kaup- þing veltir fyrir sér í hálffimm- fréttum sínum hvort von sé á hlutafjáraukningu í Landsbankan- um. Efnahagur bankans hefur stækkað og við það hefur eigin- fjárhlutfallið lækkað. Því sé ljóst að lágt eiginfjárhlutfall muni tak- marka vaxtarmöguleika bankans. Bent er á að bankinn sé með heim- ild til að auka hlutafé um milljarð sem nota eigi til erlendrar útrás- ar. Þá er bent á yfirlýstan vilja stærsta eigandans um að fá fleiri að bankanum. Búnaðarbankinn Kaupþing telur líklegt að bankinn muni huga að hlutafjárútboði inn- an skamms. ■ ÞARF AÐ VEIKJAST Friðrik J. Arngrímsson segir villandi að tala um meðal raungengi krónu nú þegar innlend- ur kostnaður hafi hækkað mikið. Krónan þurfi að veikjast meira til að sjávarútvegurinn skili viðunandi afkomu. Krónan veikist enn: Útgerðin vill krónuna enn veikari TORTÍMANDINN Í BIÐ Bann hefur verið sett við sýningum kvik- mynda Schwarzen- eggers í sjónvarpi í Kali- forníu fram yfir kosn- ingarnar 7. október. ■ Evrópa ■ Evrópa HÆTTA FLUGI British Airways hef- ur af öryggisástæðum hætt öllu flugi til Sádi-Arabíu. Bresk yfir- völd segjast hafa fengið sterkar vísbendingar um að hryðjuverka- menn hafi áformað tilræði gegn þotum félagsins. Óvíst hvenær flugið hefst á ný en talsmenn Brit- ish Airways segjast munu hafa náið samráð við bresk yfirvöld um það. DREGUR ÚR Atvinnuleysi í Bret- landi hjaðnaði um 0,1% á öðrum ársfjórðungi og mældist 5,0%. Þetta er minnsta atvinnuleysi sem mælst hefur í Bretlandi sl. tvö ár. Samkvæmt tölum bresku hagstof- unnar voru 1,46 milljónir Breta án atvinnu á öðrum ársfjórðungi en það eru 42 þúsundum færra en þrjá mánuði þar á undan. ■ Þegar slíkur fjöldi safnast saman má alltaf búast við einhverjum um- ferðatöfum og fólk beðið að vera undir það búið og sýna þolinmæði MENNINGARNÓTT Menningarnótt verður haldin í áttunda sinn laugardaginn 16. ágúst. Búist við 100 þúsund manns Geir Jón Þórisson, hjá lögreglunni í Reykjavík, segir útivistartíma ekki breytast á menningarnótt. Að flugeldasýningu lokinni lýkur dagskrá og við taki hefðbundið skemmtanahald. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON Stefnan mun ná fram.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.