Fréttablaðið - 14.08.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 14.08.2003, Síða 4
4 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Hefurðu farið í golf í sumar? Spurning dagsins í dag: Ertu hlynnt(ur) einkaskólum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 69% 31% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ísraelar hefna fyrir sjálfsmorðsárásir: Heimili árásarmanns jafnað við jörðu ÍSRAEL, AP Ísraelskar hersveitir réðust inni í flóttamannabúðir við borgina Nablus á Vestur- bakkanum og jöfnuðu við jörðu heimili palestínsks unglingspilts sem sprengdi sig í loft upp í út- hverfi Tel Aviv. Sjö eftirlýstir vígamenn voru handteknir í borginni. Mikil óvissa ríkir um fram- hald vopnahlés palestínskra and- spyrnuhreyfinga eftir að tveir Ísraelar létu lífið og ellefu særð- ust í tveimur sjálfsmorðsárás- um. Hamas-samtökin hafa lýst ábyrgð á hendur sér vegna árás- ar skammt frá landnemabyggð Ísraela á Vesturbakkanum en liðsmaður Al-Aqsa herdeild- anna, sem eru angi úr Fatah- hreyfingunni, sprengdi sig í loft upp í lítilli verslunarmiðstöð í úthverfi Tel Aviv. Ísraelsk yfirvöld hafa varað við því að friðaráætlanir muni fara út um þúfur, ef Palestínu- menn hefjist ekki handa við að brjóta á bak aftur starfsemi her- skárra öfgahópa. Palestínskir ráðamenn kenna Ísraelum um árásirnar og segja að þeir hafi ekki staðið við sínar skuldbind- ingar í friðarferlinu. Ísraelska lögreglan er í við- bragðsstöðu og hefur sett upp fjölda vegatálma til að reyna að koma í veg fyrir fleiri sjálfs- morðsárásir. ■ Skuldir DV meðal afskrifta Landsbankans Útgáfufélag DV vinnur að endurfjármögnun. Meðal nýrra hluthafa sem nefndir eru er Burðarás sem er í eigu Eimskipafélagsins. Samkvæmt frétt Ríkisútvarsins afskrifaði Landsbankinn 700 milljóna skuld DV. AFSKRIFTIR Unnið er að aukningu hlutafjár DV með þátttöku nýrra hluthafa. Samkvæmt heimildum eru skuldir DV við Landsbankann um eða yfir milljarður króna. Þessar skuldir eru að stærstum hluta skuldir sem fylgdu til DV þegar blaðið var selt nýjum eig- endum árið 2001. Heimildir eru líka fyrir því að skuldir DV hafi verið meðal þess sem kaupendur Landsbankans töldu vafasamar við kaup á bank- anum. Ríkisútvarpið greindi frá því að í 2,4 milljarða afskriftum Landsbankans á fyrri hluta árs- ins, næmu skuldir DV allt að 700 milljónum af afskriftunum eða um það bil þeirri upphæð sem Samson fær að öllum líkindum í afslátt frá ríkinu við kaupin á Landsbankanum. Upphæðin sem gefin var í frétt RÚV hefur þó ekki fengist staðfest. Örn Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri DV og ritstjóri Við- skiptablaðsins, segir þessar af- skriftartölur í frétt RÚV hressi- legar. „Ég efast um að DV skuldi svo mikið,“ segir Örn sem hafði ekki vitneskju um frétt RÚV. Hann segir vinnu við innkomu hluthafa í fullum gangi. „Það er unnið með viðskiptabanka félags- ins, sem er Landsbankinn, við endurfjármögnunina. Bankinn stýrir því verki. Mér er ekki kunnugt um að þeir séu búnir að afskrifa neitt.“ Núverandi eigend- ur munu leggja nýju félagi til hlutafé, en auk þeirra er Burðar- ás, fjárfestingarfélag Eimskipafé- lagsins, nefnt sem nýr hluthafi. Nýtt hlutafé nemur um eða yfir 250 milljónum króna. Landsbankinn tjáir sig ekki um viðskipti einstakra viðskiptavina og vildi ekkert staðfesta um mál- ið. Samkvæmt heimildum hefur bankinn verið að leita leiða til að koma rekstri DV á réttan kjöl. Í yfirlýsingu frá Halldóri J. Krist- jánssyni, bankastjóra Landsbank- ans, kemur fram að unnið sé að endurfjármögnun. Sú endurfjár- mögnun sé ekki til lykta leidd og því sé umræða um afskriftir ótímabær. Hann segir Landsbank- ann leggja metnað sinn í faglega úrlausn verkefna og að finna lausnir sem séu honum hag- felldastar til langs tíma litið. Hall- dór telur óeðlilegt að ræða mál- efni eins viðskiptavinar í tengsl- um við heildarafskriftir bankans á fyrri hluta þessa árs. haflidi@frettabladid.is Atlantshafsbandalagið: Kafbáta- leitaræfing VARNARLIÐIÐ Árleg kafbátaleitaræf- ing varnarliðsins, KEFTACEX (Keflavík Tactical Exchange) hefst í dag. Æfingin, sem haldin er í níunda skiptið, fer fram á hafsvæði suður af landinu. Markmiðið er að við- halda og auka færni þátttakenda í leit að kafbátum á Norður-Atlants- hafi. Auk viðeigandi sveita varnar- liðsins er gert ráð fyrir að um 400 manns komi til landsins vegna þátt- töku í æfingunni, þar á meðal liðs- afli, skip og flugvélar frá sex aðild- arríkjum Atlantshafsbandalagins. Æfingin stendur til 22. ágúst. ■ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Björgun togskipsins af hafsbotni tefst enn um nokkra daga þar sem tankur rifnaði. Guðrún Gísladóttir: Björgun tefst enn SKIP Björgun togskipsins Guðrún- ar Gísladóttur, sem liggur á hafs- botni rétt utan við Lófóten í Nor- egi, tefst enn um nokkra daga þar sem tankur sem notaður var við að reisa skipið rifnaði. Nýr tankur hefur nú verið settur í hans stað og björgunaraðgerðir hafnar á ný. Að sögn Hauks Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Íshúss Njarðvíkur, sem keypti skipið, var ónákvæmum tækniútreikningum um að kenna að tankurinn rifnaði. „Þetta kom okkur talsvert á óvart, og skipið var farið að hreyfast þegar óhappið átti sér stað.“ ■ Borgin styrkir einkaskóla: 55 milljónir til Ísaksskóla SKÓLAMÁL Borgaryfirvöld hafa samþykkt að veita Ísaksskóla 55 milljóna króna styrk til að greiða niður uppsafnaðan rekstrarhalla skólans. Fræðslumiðstöð hefur einnig heimilað að afskrifa um 14 millj- ónir króna fyrirfram greitt fram- lag vegna launaskuldbindinga Ís- aksskóla. Borgaryfirvöld hafa auk þessa samþykkt að veita Tjarnarskóla tveggja milljóna króna styrk til niðurgreiðslu skammtímaskulda. Þá verður einkareknum grunnskólum veitt- ur 23 þúsund króna styrkur á mánuði fyrir hvert fimm ára gam- alt reykvískt barn, sem nýtur kennslu og skóladagvistar á veg- um skóla og nýtir þ.a.l. ekki leik- skólaþjónustu borgarinnar. ■ HVALVEIÐAR Áhafnir hrefnubátanna þriggja sækja nú námskeið hjá norskum sérfræðingi í notkun sprengiskutuls til hvalveiða. Sprengjan er talin fljótvirkasta og öruggasta tækið til að aflífa hvali og veldur þar af leiðandi sem minnstum kvölum fyrir dýrin. Námskeiðið hefur staðið síðustu þrjá daga frá níu að morgni til fimm. „Þetta er meiri háttar aðferð. Hún flýtir mikið fyrir drápinu og ég er hrifinn af því. Ef þú hittir ekki, er hægt að nota þetta aftur,“ segir Konráð Eggertsson, oft nefndur Hrefnu-Konni. Auk Konráðs hafa Guðmundur Haraldsson og Gunnar Jóhanns- son, skipstjórar á hrefnuveiðibát- unum sem Hafrannsóknarstofnun hefur leigt, beðið í sautján ár eftir að hvalveiðar hæfust að nýju. Þeir hafa varið árunum í útgerð á aðr- ar tegundir, Guðmundur á þorsk og Konráð og Gunnar helst á rækju. „Alltaf beið maður með þá von í huga að þetta kæmi aftur. Stoppið átti upphaflega ekki að vera nema í fjögur ár og rann- sóknir á meðan. Þetta hefur dreg- ist, nú komin sautján ár. Við för- um örugglega út um helgina,“ seg- ir Guðmundur. 600 milljóna fjárfesting: Kaupa full- kominn bor VIÐSKIPTI Jarðboranir hafa undirrit- að samning um kaup á stórum bor sem verður sá öflugasti í flota Jarðboranna. Fyrirtækið vinnur að stórum borverkefnum innanlands og utan. Kaupverð nýja borsins er um 590 milljónir íslenskra króna og er áætlað að hann komi til landsins í apríl 2004. Hér er um afkastamik- inn og tæknilega háþróaðan bor að ræða sem mun styrkja fyrirtækið í markaðsstarfi hér á landi sem og erlendis og gera því kleift að veita viðskiptavinum fjölbreyttari þjón- ustu. ■ Bóndi ákærður: Spýtti plómusteini GRIKKLAND, AP Sextugur bóndi var sektaður og honum gert að mæta fyrir rétt fyrir að spýta út úr sér plómusteini þegar hann var á keyrslu skammt frá borginni Serres í norðurhluta Grikklands. Yianni Tassos var stöðvaður af lögreglunni eftir að hann hafði spýtt steininum út um gluggann á bifreið sinni. „Þetta var plóma af trénu mínu. Ég baðst afsökunar þrisvar en þeir hlustuðu ekki á mig“ sagði bóndinn. Tassos þarf að greiða sem svarar rúmum 7.000 íslenskum krónum í sekt auk þess hann verður að mæta fyrir rétt í október vegna ákæru fyrir að henda rusli á víðavangi. ■ RÚSTIRNAR SKOÐAÐAR Ísraelskar hersveitir sprengdu upp heimili fjölskyldu hins sautján ára gamla Khamis Gerwan sem sprengdi sig í loft upp í versl- unarmiðstöð í úthverfi Tel Aviv. ÍSAKSSKÓLI Skólinn fær aukinn styrk frá borginni. HREFNUSKIPSTJÓRARNIR ÞRÍR Guðmundur Haraldsson, Gunnar Jóhannsson og Konráð G. Eggertsson eru hrefnuveiði- skipstjórar Hafrannsóknarstofnunar. Hrefnuveiðimenn á námskeiði: Minni kvalir fyrir hvalina UNNIÐ AÐ ENDURFJÁRMÖGNUN Verið er að vinna að endurfjármögnun DV. Framkvæmdastjóri blaðsins kannast ekki við háar afskriftartölur sem nefndar hafa verið vegna skuldar í Landsbankanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.