Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 6

Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 6
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Þetta sem smá- bátamenn fara fram á er réttnefnt línumismunun,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um línuívilnunina sem nú skekur ríkisstjórnina. Trillukarlar eru ævareiðir vegna þess að þeir telja að stjórnarflokkarnir ætli sér að svíkja skýr kosningaloforð um að tekin verði upp sú regla að dag- róðrabátar sem stunda línuveiðar fái meiri kvóta en aðrir. Trillukarlarnir, sem hyggj- ast efna til stórfundar á Ísafirði, vísa til orða Davíðs Oddssonar forsætisráðherra í kosningabar- áttunni, þar sem hann sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að taka upp þetta fyrirkomulag nú í haust. Davíð hefur síðan skipt um skoð- un og haft var eftir honum í fyrra- dag að Alþingi yrði að fjalla um málið með það fyrir augum að um- rædd ívilnun yrði að veruleika á næsta fiskiveiðiári. Þetta er sama sjónarmið og hjá Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra, sem vill skipta út byggðakvótanum fyrir línuívilnun, þrátt fyrir að í stefnu- yfirlýsingu stjórnarflokkanna segi skýrt um að stefnt skuli að því að auka byggðakvóta og taka upp línuívilnun. Ríkisstjórnin glímir við þann vanda að þrír stjórnarþingmenn, Einar K. Guð- finnsson, Einar Oddur Kristjáns- son og Kristinn H. Gunnarsson eru harðir á því að standa skuli við loforð um ívilnun til smábáta. Þessir þrír ráða meirihluta ríkis- stjórnarinnar. Trillukarlarnir vísa einnig til samþykktar landsfundar Sjálf- stæðisflokksins um sama efni. Friðrik segir að landsfundarsam- þykktin hafi falið í sér að horfið yrði frá byggarkvóta ef ívilnunin verði að veruleika. „Samþykktin var undir þeim formerkjum að byggðakvótinn hyrfi nú,“ segir hann. Friðrik segir að mesta gæfa ís- lensks sjávarútvegs, og þar með efnahagslífsins, hafi verið þegar sjávarútvegsmenn hættu þeirri hugsun að menn gætu velt ábyrgð af fjárfestingum sínum yfir á aðra með ákalli til banka og Byggða- stofnunar. „Þessi hugsun er því miður enn við lýði hjá smábátamönnum fyrir vestan. Þeim finnst sjálfsagt að taka frá öðrum og flytja til sín. Mér er það óskiljanlegt hvers vegna á að færa þessum mönnum veiðiheimildir annarra,“ segir Friðrik. rt@frettabladid.is 6 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR ■ Viðskipti Veistusvarið? 1Hvar í Garðabæ er ráðgert að nýreinkaskóli taki til starfa? 2Hvað skilaði Pharmaco miklumhagnaði á fyrri helmingi ársins? 3Frá hvaða landi er Christiano Ron-aldo, sem Manchester Utd. festi kaup á í vikunni? Svörin eru á bls. 40 JAKARTA, AP Indónesískir saksókn- arar krefjast þess að múslíma- klerkurinn Abu Bakar Bashir verði dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir landráð og hlut- verk sitt sem leiðtogi hryðju- verkasamtakanna Jemaah Isla- myah. Samtökin eru talin hafa staðið á bak við sprengjuárásirnar á Balí í október á síðasta ári og sjálfs- morðsárásina við Marriot-hótelið í Jakarta í síðustu viku. Bashir hefur ekki verið kærður fyrir að- ild að þessum ódæðisverkum. Aft- ur á móti er hann talinn hafa skipulagt sprengjuárásir á kirkj- ur, aðfangadagskvöldið árið 2000, sem kostuðu nítján manns lífið. Hann er einnig sakaður um að hafa lagt á ráðin um að myrða Megawati Sukarnoputri, forseta Indónesíu, og beitt hryðjuverkum til að reyna að koma ríkisstjórn- inni frá völdum. Klerkurinn rekur íslamskan heimavistarskóla á eynni Java og hafa nemendur hans átt aðild að fjölda sprengju- árása í Indónesíu. Bashir heldur fram sakleysi sínu og neitar því að samtökin Jemaah Islamiyah séu til. Hann hefur fullyrt við fjölmiðla að bandaríska leyniþjónustan CIA standi á bak við hryðjuverkaárás- ir í Indónesíu. ■ Vilja fá línu- mismunun Svæði þar sem búast má við talverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu h itagildi. .ÚRKOMA Í REYKJAVÍK Það er viss takt- breyting í veðrinu í dag frá gær- deginum. Því í dag mun úrkomu- svæði liggja yfir Suðuvestur- og vesturlandi sem úr mun rigna af og til. Á sama svæði er að sjá dálítinn strekkingsvind, hvassast í Vest- mannaeyjum og til fjalla. Mér sýnist að hitinn verði á skaplegu nótun- um, þetta 11-20 stig, hlýjast á Norðuaustur- og austurlandi. þar verður blíðan. Kaupmannahöfn 21°C skýjað London 25°C heiðskírt París 30°C heiðskírt Berlín 30°C skýjað Algarve 34°C heiðskírt Mallorca 29°C heiðskírt Torrevieja 33°C heiðskírt Krít 28°C heiðskírt K•pur 33°C heiðskírt Róm 30°C heiðskírt New York 29°C alskýjað Miami 30°C þrumur og rign. Laugardagur Föstudagur +14 +15 +18 +16 +19 +16 +15 +13 +14 +14 +11 +12 +17 +19 +14 +13 +13 +16 +18 +14+14 Nokkur vindur Fremur hægur vindur síst þó með ströndum sunnantil og á hálendinu. Allhvasst Nokkur vindur Nokkur vindur Hægur vindur Hægur vindur Nokkur vindur Strekkingsvindur víða um land, síst á norðvestanverðu landinu. Nokkur vindur Nokkur vindur Hægur vindur Hægur vindur www.icelandair.is Stokkhólmur www.icelandair.is/stokkholmur Ganga um gamla bæinn – í Gamla Stan er margt forvitnilegt að sjá. Byggingar, styttur, söfn og veitingahús. Í Stokkhólmi þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Birger Jarl, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustu gjöld. Brottfarir 18. okt. og 20. feb. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 Central Station Sergels Torg Gustov Adolfs Torg Karl XII's Torg Skeppsholmen Riddarholmen Stadsholmen Karl Johans Torg Vasagatan Kun gsga tan Kungsgatan Kun gste nsga tan Radisson SA S Royal Vikin g Birger Jarl Hamngatan Skeppsbron G otgatan Sveavägen Birger Jarisgatan Tule gatan Normalm Södermalm Gamla Stan D D rottninggatan Skansen Karlaplan Ju ng fr ug at an St ur eg at an G re v Tu re ga ta En ge lb re kt s- ga ta n Karlavägen Biblioteksgatan Valhallavägen Verð frá 34.900 kr. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Réttað yfir múslímaklerki: Krafist fimmtán ára fangelsisdóms BROSANDI SAKBORNINGUR Réttarhöldin yfir Abu Bakar Bashir hófust í apríl á þessu ári en var frestað til 21.ágúst. Framkvæmdastjóri LÍÚ hafnar því að línuívilnun verði tekin upp. Segir að trillukörlum þyki sjálfsagt „að taka frá öðrum“ ■ Þeim finnst sjálfsagt að taka frá öðrum og flytja til sín. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Segir enga sanngirni vera í því að taka veiðiheimildir frá einum til að færa öðrum. GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 80.1 1.35% Sterlingspund 128.6 1.54% Dönsk króna 12.14 0.88% Evra 90.25 0.85% Gengisvístala krónu 127,78 0,68% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 367 Velta 8.567 m ICEX-15 1.578 0,72% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 568.735.659 Pharmaco hf. 181.536.268 Landsbanki Íslands hf. 128.025.771 Mesta hækkun Marel hf. 4.21% Pharmaco hf. 2.89% Síf hf. 2.41 Mesta lækkun Opin kerfi hf. -10.00% Kögun hf. -4.17% Samherji hf. -2.76% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 9284,5 -0,3% Nasdaq*: 1691,1 0,2% FTSE: 4180,7 -0,1% DAX: 3398,9 0,5% NK50: 1273,6 0,3% S&P: 985,9 -0,5% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Útgefandi Penthouse í London: Rambar á barmi gjald- þrots NEW YORK, AP General Media, út- gefandi karlatímaritsins Pent- house hefur fengið greiðslu- stöðvun. Penthouse kom fyrst út fyrir tæpum 40 árum í London og var tímaritinu ætlað að veita Playboy samkeppni. Rekstrar- erfiðleikar hafa hrjáð fyrirtækið um margra ára skeið. Þá hafa deilur innan fyrirtækisins og rannsókn á fjármálum fyrirtæk- isins hafa reynst útgáfufélaginu þungar. Eigendur tímaritsins kenna Netinu um ófarirnar og því mikla magni af klámi, sem þar er að finna, um hnignum blaðsins. Skuldir útgáfunnar nema 50 til 100 milljónum Bandaríkjadala en eignir eru álíka verðmiklar. Stjórnendur hyggjast freista þess að endurskipuleggja rekst- urinn og leita nauðarsamninga við lánardrottna. Sala Penthouse hefur dregist saman um helming á nokkurra ára tímabili, úr millj- ón eintökum árið 1998 í 565.700 eintök í fyrra. Á sama tíma hefur upplag Playboy staðið í stað og er nálægt 3,2 milljónum eintaka. Karlatímaritum sem ekki inni- halda klámfengið efni hefur hins vegar vaxið fiskur um hrygg. ■ UPPGJÖR DECODE deCODE genet- ics, móðurfyrirtækis Íslenskrar erfðagreiningar, skilaði 840 millj- óna króna hagnaði af rekstri á öðrum fjórðungi ársins. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður af rekstri 752 milljónum króna. Aukningin skýrist af framleiðslu- þróun fyrirtækisins og samning- um við nýja samstarfsaðila.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.