Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 12
12 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR ÖRSMÁ MYNDAVÉL Sony hefur kynnt nýja örsmáa stafræna myndavél. Hún er hluti af nýrri línu frá fyr- irtækinu sem nefnist Qualia. Myndavélin kostar um 240 þúsund krónur í Japan. STJÓRNSÝSLA Viðræður fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfé- laga og menntamálaráðuneytis- ins um fyrirkomulag og kostnað- arskiptingu tónlistarkennslu á framhaldsskólastigi hófust í gær með fundi í menntamálaráðu- neytinu. „Þetta er hluti af víðtækari viðræðum sem standa milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskipt- ingu. Við höfum tekið þennan vinkil upp við ríkisvaldið og ósk- að formlega eftir því að ríkis- valdið taki að sér framhaldsnám- ið,“ segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykja- víkurborgar, en hann á sæti í nefndinni. Að sögn Stefáns Jóns var á fundinum ákveðið að afla frekari gagna, en næsti fundur nefndar- innar verður haldinn fljótlega. „Okkar ósk er sú að það verði unnið mjög hratt að þessu máli,“ segir Stefán Jón. Vonast er til að komið verði á hreint þann 1. nóv- ember hvort vilji er til þess hjá ríkinu að taka námið að sér. „Ég tel eðlilegt að ríkið muni samfara þessu endurskoða lögin um tónlistarkennsluna í heild þannig að nám á framhaldsskóla- stigi og í tengslum við háskóla- nám verði skilgreint mjög vand- lega,“ segir Stefán Jón. Tómas Ingi Olrich mennta- málaráðherra vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. ■ Brottkastsmáli Bjarma áfrýjað til Hæstaréttar Skipstjóri Bjarma ætlar með mál sitt til Strassborgar ef með þarf. Hættur að fleygja fiski en spyr hvað eigi að gera með brottkast frystitogara. DÓMSMÁL „Þessu verður áfrýjað til Hæstaréttar og áfram til Strassborgar ef þörf krefur. Ég reiknaði reyndar með mikið þyngri dómi og er harla glaður yfir þessu,“ segir Níels Adolf Ár- sælsson, skipstjóri og útgerðar- maður Bjarma ÍS, sem dæmdur var til að greiða 1.300 þúsund króna sekt eða sæta ella þriggja mánaða fangelsi fyrir að fleygja 53 fiskum í hafið. Þannig leggur hver fiskur sig á rúmar 24 þúsund krónur að mati dómsins. Brott- kastmál Bjarma komst í hámæli þegar sjónvarpsmenn fóru í veiðiferð með Bjarma og sýndu fréttamyndir af brottkastinu. Um svipað leyti fóru fjölmiðlar með netabátnum Báru Ís frá Þorláks- höfn og sýndu brottkast úr þeirri sjóferð. Skipstjóri og útgerð Báru voru sýknuð af meintu lögbroti. Níels segir dóm Héraðsdóms Vestfjarða vera um margt undar- legan þar sem ekkert hafi verið sannað um brottkast á óskemmd- um fiski. „Þarna var engin sönnun en dómurinn segir að víst verði að telja að það hafi verið fyrirslátt- ur að fiskurinn hafi verið sýktur. Þegar ríkissaksóknari stendur uppi með slíkan dóm spyr ég hvað hann ætli að gera gagnvart frystitogurum og öðrum togurum sem fleygja ómældu magni af fiski í hafið aftur. Það hlýtur jafnt yfir alla að ganga,“ segir Ní- els Adolf. Hann segist að sjálfsögðu hætta að kasta sýktum fiski. „Mér er bannað að henda fiski og ég mun hlýða lögunum. Hér eftir mun hver uggi koma á land og ég mun leggja Hafrannsókna- stofnun til mikil verðmæti,“ segir Níels og vísar til þess að eftir brottkastsmyndirnar í Sjónvarp- inu var heimilað að koma með allt að 5 prósent afla að landi utan kvóta gegn því að Hafrannsókna- stofnun fái 80 prósent af verð- mætinu. Níels segir að sjóðurinn sé nú réttnefndur Bjarmasjóður- inn. „Málið hefur því skapað gríð- arleg verðmæti af strandveiði- flotanum en það hefur ekkert komið frá fullvinnsluskipum eða þeim sem stunda flottrollsveiðar. Það er umhugsunarefni,“ segir Níels. rt@frettabladid.is STEFÁN JÓN HAFSTEIN Formaður fræðsluráðs Reykjavíkurborgar segir ósk sveitarfélaganna að unnið verði hratt að máli tónlistarnemenda. Viðræður um kostnaðarskiptingu tónlistarkennslu á framhaldsstigi hafnar: Lög um tónlistarkennslu verði endurskoðuð BJARMI BA Mér er bannað að henda fiski og ég mun hlýða lögunum, segir skipstjórinn. Gagnrýni Bandaríkjanna vísað á bug: Ekkert fjármagn til Hamas ÍSRAEL, AP Mahmoud Abbas, forsæt- isráðherra Palestínu, sagði að ekk- ert fjármagn sem ætlað væri nauð- stöddum Palestínu- mönnum endaði hjá skæruliðasam- tökum eins og Bandaríkjamenn hafa ýjað að. „Allt fé til hjálp- arstarfa fer í gegn- um ríkisstjórnina og þaðan er því út- deilt til nauð- staddra,“ sagði Abbas. Bandarísk stjórnvöld vilja meina að samtök á borð við hin herskáu Hamas fái huta fjárins en hafa ekkert í hönd- unum til að styðja slíkar ásakanir. ■ FUNDUR ARABAÞJÓÐA Þar var meðal annars rætt hvernig skæru- liðasamtök verða sér úti um fé til starfsemi sinnar. Smáralind Kópavogi Flottu skólafötin komin! Nýtt kortatímabil KALIFORNÍA, AP Eitt hundrað níutíu og þrír sækjast eftir embætti rík- isstjóra í Kaliforníu í Bandaríkj- unum en framboðsfrestur rann út á miðnætti, aðfaranótt mánudags. Kosningarnar fara fram þriðju- daginn 7. október og verður það í fyrsta sinn í 82 ár sem uppkosn- ingar fara fram í Bandaríkjunum. Atkvæðagreiðslan fer þannig fram að fyrst gera kjósendur upp við sig hvort umboð Gray Davis, sem var kjörinn ríkisstjóri í fyrra, verður afturkallað. Samþykki þeir það, velja þeir milli fram- bjóðendanna 193. Sá ber sigur úr býtum sem hlýtur flest atkvæði. Hópur frambjóðenda er mislit- ur en skoðanakönnun Gallup bendir til þess að kvikmyndaleik- arinn Arnold Schwarzenegger muni sigra örugglega. 42% að- spurðra segja að góðar líkur séu á því að þeir kjósi hann. Næstur honum kemur demókratinn Cruz Bustamante með 22% fylgi og síð- an repúblikaninn Bill Simon með 13% fylgi. ■ 193 vilja embætti ríkisstjóra í Kaliforníu: Schwarzenegger sigurstranglegastur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.