Fréttablaðið - 14.08.2003, Side 16

Fréttablaðið - 14.08.2003, Side 16
16 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR ÖGN BÆRILEGRA Hitabylgjan í Evrópu hefur bitnað hart á skepnum, ekki síður en mönnum. Það væsir þó ekki um ísbirnina í dýragarði Berlínarborgar eftir að ísframleiðandi gaf tuttugu tonn af ís svo líf bjarnanna yrði bærilegra. Fjölda fólks þurfti til að bera ís- inn í búr bjarnanna og fengu allir frítt í dýragarðinn að því loknu. Sveitarfélög greiða með framhaldsnemendum í tónlist fram til áramóta: Reynt að ná samkomulagi við ríkið TÓNLISTARSKÓLAR „Það er biðleikur um að við reynum að bjarga þessu fram að áramótum,“ segir Sigurð- ur Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs og formaður Samtaka sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu. Á fundi samtakanna á mánudag var ákveðið að leggja fyrir bæjarráð sveitarfélaganna tillögu um að greitt verði með framhaldsnem- endum í tónlist fram til áramóta. Vonast er til að á þeim tíma tak- ist nefnd á vegum Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og mennta- málaráðuneytisins að ná sam- komulagi um að ríkið taki yfir greiðslur vegna tónlistarnáms framhaldsnemenda. „Við munum hafa hagsmuni viðkomandi nemenda í fyrirrúmi og þar af leiðandi taka þátt í náms- vistarkostnaði fyrir þessa nem- endur fram til áramóta,“ segir Jón- mundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. „Fyrst ekki náðist saman á þeim tíma, sem til reiðu var, látum við nemendurna ekki bera skaða af því að við séum ekki búin að klára málið.“ Jónmundur tekur fram að sveitarfélögin séu þrátt fyrir það áfram jafnhörð á því að tónlistarkennsla á fram- halds- og háskólastigi eigi að vera á ábyrgð ríkisins. ■ Seiðkarl segir að Saddam finnist Seiðkarl Saddams Husseins fyrrum Íraksforseta segir forsetann hafast við í þorpi skammt frá Bagdad. Seiðkarlinn segist hafa viljað vara Saddam við en forsetinn ekki viljað borga uppsett verð. ÍRAK, AP Saddam er á lífi og mun finnast, en hann næst ekki lif- andi, að sögn seiðkarls fjölskyldu Saddams Husseins, fyrrum Íraks- forseta. „Hann er á lífi er ég hræddur um. Hann er í Dhuluaiyah, þorpi rúmlega 85 kílómetra norður af Bagdad,“ svarar seiðkarlinn að- spurður um dvalarstað Saddams. Seiðkarlinn, sem býr skammt frá Bagdad, segir Saddam trúa einlæglega á galdra. Hann hafi sjálfur tekið virkan þátt í galdra- athöfnum. Seiðkarlinn segir að Saddam hafi reglu- lega ráðfært sig við tvo galdramenn í Írak, einn í Tyrk- landi, annan á Ind- landi og svo megi lengi telja. Þá hafði Saddam, að sögn seiðkarlsins, mikl- ar mætur á norn einni frá Marokkó og leitaði iðu- lega til hennar. Seiðkarlinn í Bagdad segir Saddam ennþá njóta verndar gadra. Hann neitar að nefna nafn Saddams, segist muni gera það að Saddam gengnum. Fjölmargar sögur eru til um galdratrú Saddams. Ein segir frá því að Saddam eigi töfrastein sem geri honum flest mögulegt. Önnur segir að hann hafi látið koma fyr- ir páfagauksbeini undir húð hægri handleggs, það verndi hann fyrir byssukúlum, auk þess sem hann öðlist ást hjá almenningi. Galdrartrú er mjög útbreidd í Írak. Um 60% landsmanna iðka galdra í einhverri mynd, þrátt fyrir að það brjóti í bága við trú þeirra. Seiðkarl Saddams, sem nú er 62 ára, hefur iðkað galdra frá tíu ára aldri og er einn sá virtasti í Írak. Hann segist aðallega hafa hjálpað Saddamfjölskyldunni með málefni tengd ást, trygg- lyndi og afrekum á kynlífssvið- inu. Stjórnmálin hafi komið minna við sögu. Síðasta tilraunin á því sviði mistókst þó að sögn seiðkarlsins. „Ég sagði aðstoðarmanni Qusays, sonar Saddams, að for- setinn væri í mikilli hættu í stríð- inu. Fyrir Rolls Royce og 59.000 Bandaríkjadali var ég tilbúinn að skýra nánar í hverju hættan fólst. Upphæðin er sú sama og maga- dansmeyjar Saddams fengu í laun. En þeir hlógu bara og sögðu mig hafa misst glóruna,“ sagði seiðkarl Saddams. ■ Verkamenn í sláturhúsi: Drukknuði í dýrablóði JÓRDANÍA, AP Sjö egypskir farand- verkamenn drukknuði í dýra- blóði í sláturhúsi í Jórdaníu. Mennirnir, sem voru á aldrin- um átján til fjörutíu ára, fund- ust látnir í stóru keri, fullu af kinda- og kjúklingablóði, á bú- garði í þorpinu Qweirah skammt frá hafnarbænum Aqaba við Rauða hafið. Þeir höfðu verið ráðnir til þess að þrífa kerið en talið er að fnykurinn í sláturhús- inu hafi borið þá ofurliði og valdið því að þeir drukknuðu í blóðinu, að sögn jórdansks emb- ættismanns. ■ FARA HVERGI Yfirmenn bandaríska heraflans í Írak segja að hermenn skuli búa sig undir að vera heilt ár í landinu. Bandarískir hermenn í Írak: Verða þar í heilt ár BAGDAD, AP Yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Írak segir að hermenn verði að vera undir það búnir að þjóna í Írak í að minnsta kosti ár. Hermenn fá þó stutt leyfi meðan þeir gegna skyldu sinni í Írak. Hugsanlega fá þeir þó að fara heim til Bandaríkjanna í nokkra daga. „Það er búið að kynna hverj- um einasta hermanni fyrirkomu- lagið, þeir verða her í eitt ár en að því loknu sendir heim,“ sagði Ricardo Sanchez, hershöfðingi. Nú eru 148.000 bandarískir hermenn í Írak. Þeir segja að enginn hafi upplýst þá um hve lengi þeir þurfi að vera í landinu, þar sem árásir uppreisnarmanna eru nær daglegt brauð og hitinn er um og yfir fimmtíu gráður. „Það verður erfitt að þjóna hér í ár. En ég held við munum spjara okkur, ekki síst ef það kólnar lítillega. Þá verður þetta í lagi,“ sagði Deacon Finkle, her- maður. ■ ■ Fyrir Rolls Royce og 59.000 Banda- ríkjadali var ég tilbúinn að skýra nánar í hverju hættan fólst SKÓLAR „Þetta hefur mikla kosti í för með sér, bæði fyrir nemendur og kennara, því skólastarfið verð- ur skilvirkara,“ segir Helgi Krist- jánsson, aðstoðarskólameistari Menntaskólans í Kópavogi, en gert er ráð fyrir að allir nýnemar sem hefja nám við skólann hafi að- gang að fartölvu. Að sögn Helga hefur þriðji ný- nemaárgangurinn sem ræður yfir fartölvu nám við skólann í haust. „Þetta er auðvitað aukinn kostnað- ur fyrir okkur en við erum að svara því umhverfi sem er nýjast í dag,“ segir Helgi og bætir við að í nýrri álmu skólans, sem verið er að taka í notkun, séu stafrænar snertitöflur. Því sé hægt að senda nemandanum með tölvupósti það sem ritað er á töflu meðan á kennslustund stendur. Helgi segir stefnt á pappírs- lausan skóla, en pappírsnotkun hefur minnkað umtalsvert síðan tölvurnar hófu innreið sína í skól- ann. Einnig hafi kennarar tekið eftir jákvæðum breytingum á námsárangri nemenda. „Það hefur dregið úr falli nemenda hjá þeim kennurum sem hafa verið öflugir í þessu, þannig að slakari nemend- ur hafa átt auðveldara með að ná árangri,“ segir Helgi. „Þetta virð- ist því henta slakari nemendum ekki síður en þeim duglegu. ■ ALI IMRON Imron bar vitni í réttarhöldum yfir Hutomo Pamungkas sem sakaður er um að hafa hjálpað árásarmönnunum til að flýja af vettvangi. Sprengjuárásirnar á Balí: Beint gegn Banda- ríkjunum BALÍ, AP Markmiðið með sprengju- árásunum á eynni Balí í Indónesíu í október á síðasta ári var að hefna fyrir meðferð bandarískra yfirvalda á múslímum í Miðaust- urlöndum og Afganistan, að sögn Ali Imron, sem ákærður er fyrir aðild að árásunum. „Við lítum á Bandaríkin sem hrokafullt ofurvald. Þess vegna réðumst við gegn þeim. Þetta var hefnd fyrir stefnu Bandaríkjanna í málefnum Palestínu og fyrir árás þeirra á Afganistan,“ sagði Imron við yfirheyrslur. Árásirnar á Balí kostuðu 202 mannslíf og voru flest fórnar- lömbin ástralskir ferðamenn. ■ JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Bæjarstjóri Seltjarnarness segir sveitarfélög- in hörð á því að tónlistarkennsla á fram- haldsstigi eigi að vera á ábyrgð ríkisins. Allir nýnemar Menntaskólans í Kópavogi hafa aðgang að fartölvu: Jákvæðar breytingar að námsárangri nemenda MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Í nýrri álmu skólans eru stafrænar snertitöflur og geta kennarar því sent nem- endum með tölvupósti allt það sem þeir skrifuðu á töfluna. SEIÐMAÐURINN Saddam er enn á lífi en mun innan tíðar finnast og þá látinn. Þetta fullyrðir seiðkarl Sadd- ams Husseins, fyrrum Íraksforseta. Seiðkarlinn sinnti fjölskyldu Saddams og málum sem tengdust einkum ást, trygglyndi og afrekum á sviðum kynlífs. Árás úr launsátri: Skotið á ungmenni SERBÍA-SVARTFJALLALAND, AP Tveir serbenskir drengir létu lífið þeg- ar vopnaðir menn hófu skothríð á ungmenni sem voru að synda í ánni Bistrica í vesturhluta Kosovo. Fimm serbneskir ung- lingar og albönsk stúlka særðust í árásinni. Árásarmennirnir földu sig í kjarri við ána, vopnaðir hríð- skotarifflum, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna í Kosovo. Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári mannanna. Albanskir öfgamenn hafa stað- ið fyrir fjölda árása gegn serbnes- ka minnihlutanum síðan blóðugri herferð Serba gegn Albönum lauk árið 1999. Leiðtogi Serba í Kosovo hefur kallað eftir aðstoð alþjóða- samfélagsins við að binda endi á þessar hefndaraðgerðir. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.