Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 20

Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 20
20 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR ■ Asía UMHVERFISSLYS Skjaldbakan sem drengurinn ber drapst af völdum mengunar frá olíuskipinu Tasmin Spirit sem strandaði við auðug fiskimið undan strönd Pakistans. Sprunga er komin í skipið og er verulegt tjón þegar orðið. Ótt- ast er að skrokkur skipsins klofni og munu þá þúsundir tonna af olíu leka í sjóinn. SARASOTA, AP Rúmlega sextug bandarísk kennslukona, Faith Fippinger, hefur verið sektuð um 10.000 Bandaríkjadali fyrir að fara til Íraks og reyna að stöðva innrásarstríð Bandaríkjanna gegn Saddam Hussein með því að gegna hlutverki mannlegs skjald- ar. För Fippinger til Íraks og þriggja mánaða dvöl í landinu braut gegn viðskiptabanni Bandaríkjanna. Fippinger var í hópi 300 ein- staklinga frá 30 löndum sem fóru til Íraks fyrir innrásina í þeim tilgangi að verja skotmörk í land- inu. Fippinger neitar að greiða sektina og á því yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi. Talsmaður bandaríska fjármálaráðuneytis- ins segir að borgi hún ekki sjálf- viljug kunni sektin að hækka. Þá hafi ráðuneytið úrræði til þess að ná fjárhæðinni. Sektin verði ann- að tveggja dregin frá ellilífeyri hennar eða eigur Fippinger seld- ar nauðungarsölu. ■ LANDHELGISGÆSLAN „Það er alltaf þessi sami tími á sumrin þegar mikið er að gera,“ sagði Benóný Ásgrímsson, þyrluflugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, en hann og fimm manna áhöfn hans áttu erf- iðan dag á mánudaginn var. Stærri þyrla gæslunnar fór þá á loft laust eftir klukkan tvö til að sækja spænskt ferðafólk sem lent hafði í bílveltu nálægt Kvískerj- um á Öræfum. Lent var við Lands- spítala Háskólasjúkrahús sköm- mu fyrir klukkan sex síðdegis. Skömmu áður hafði komið til- kynning um slasaðan bifhjóla- mann á Sprengisandi og óskað var aðstoðar þyrlu sem fyrst. Þyrlu- áhöfnin flutti sig þá um set í minni þyrlu gæslunnar, TF-SIF, og hélt af stað. Varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunar sagði slík skipti vera sameiginlega ákvörð- un flugstjóra og varðstjóra, en í þessu tilfelli hefði verið einn al- varlega slasaður maður og TF-SIF væri hraðfleygari þyrla. Ekki tók við löng bið þegar komið var til R e y k j a v í k u r með bifhjóla- manninn. Þá var tilkynnt um al- varlega slasaðan mann á veginum við Hítará sem slasaðist illa við að detta af hest- baki. Enn var TF-LÍF ræst af stað og lenti hún með manninn laust fyrir klukkan tíu um kvöldið. „Það er of mikið að gera í slysaverkefnum, ég vildi gjarnan að þau væru færri,“ sagði Benóný um tíðina í sumar. „Staða sem þessi getur komið upp þar sem að- eins er ein vakt og hver áhöfn er á bakvakt í fjóra sólarhringa. Það er ekki fjármagn til að hafa nema eina vakt í einu.“ Eftir að áhöfnin lenti með hestamanninn í Fossvoginum þurfti Landhelgisgæslan að óska eftir að varnarliðið á Keflavíkur- flugvelli tæki að sér eina vakt því reglugerðir kveða á um ákveðna áhafnarhvíld hvern dag. Mun þetta vera í þriðja sinn sem óskað er eftir þessu við varnarliðið. Benóný sagði það áhyggjuefni ef varnarliðið hverfur af landi brott. „Við treystum á þá varðandi okkar öryggi. Ef eitthvað kemur fyrir hjá okkur eru engir aðrir í aðstöðu til að koma til hjálpar með sama hætti og þeir.“ albert@frettabladid.is DREGIÐ TIL HAFNAR Tveir dráttarbátar drógu ítalska skipið Grande Nigeria til hafnarborgarinnar Flush- ing í Hollandi. Flutningaskip rekast á: Höfnin í Antwerpen lokuð BRUSSEL, AP Siglingaleiðin inn og út úr höfninni í Antwerpen í Belgíu var lokuð í níu klukkutíma eftir að tvö bílaflutningaskip rákust á í mynni árinnar Scheldt. Skipin, sem voru frá Ítalíu og Panama, rákust á af svo miklu afli að stafnar þeirra festust saman. Engin slys urðu þó á fólki. Björg- unarsveitir frá Belgíu og Hollandi skildu skipin að og var annað þeirra dregið til hafnarborgarinn- ar Flushing í Hollandi. Panamska skipið strandaði á grynningum og hindraði umferð skipa inn og út úr höfninni í Antwerpen. Þetta er þriðji áreksturinn í sumar úti fyrir belgísku hafnar- borginni. ■ RÚTA SPRENGD Fimmtán manns létu lífið þegar sprengja sprakk um borð í lítilli rútu í Helmand- héraði í Afganistan. Sex fórnar- lambanna voru börn. Enginn hef- ur lýst ábyrgð á sprengjuárásinni á hendur sér en yfirvöld telja að talíbanar og liðsmenn hryðju- verkasamtakanna al Kaída hafi staðið þarna að verki. 67 LÁTNIR AF VÖLDUM NIÐUR- GANGS Að minnsta kosti 67 manns hafa látist af völdum nið- urgangs í fylkinu Uttar Pradesh á Indlandi á undanförnum tíu dög- um. Flestir hinna látnu eru börn. Sjúkdómar sem berast með vatni breiðast hratt út þegar monsún- rigningar standa yfir enda hafa hátt í 70% af íbúum fylkisins ekki aðgang að hreinu drykkjar- vatni. SPRENGING VIÐ BANKA Á fjórða tug manna særðust, þar af átta al- varlega, þegar sprengja sprakk fyrir utan banka í bænum Bandipora í indverska hluta Kasmír. Talið er að herskáir múslímar hafi staðið á bak við verknaðinn. Flest fórnarlambanna voru óbreyttir borgarar. FERÐALÖG Frakkar grínast með það þessa dagana að hjólreiðakappinn Lance Armstrong sé eini Banda- ríkjamaðurinn sem heimsótt hefur Frakkland í sumar. Ferðamálaráð Frakklands hefur lýst því yfir að 30% færri Bandaríkjamenn hafi ferðast til landsins það sem af er árinu og munar um minna. Reyndar eru Frakkar ekki þeir einu sem verða illa úti. Sömu sögu er að segja um önnur lönd Evrópu þó í minna mæli sé. Telja fróðir að ástæður megi rekja til veikari doll- ara en verið hefur en auk þess er hræðsla Bandaríkjamanna við hryðjuverk mikil. Svo mikil að margir hafa kosið að dvelja heima þetta árið. Magnús Oddsson ferðamála- stjóri segir að bandarískum ferða- löngum til Íslands hafi ekki fækk- að að sama skapi. „Fljótlega eftir 11. september 2001 settum við mun meiri fjármuni í markaðs- setningu en áður og við stöndum í þeim sporum nú að fjöldi ferða- manna frá Bandaríkjunum stend- ur í stað, sem er góður árangur miðað við aðrar þjóðir í Evrópu.“ ■ Fór til Íraks sem mannlegur skjöldur: Á yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi SEKT EÐA FANGELSI Faith Fippinger, ríflega sextug bandarísk kennslukona á eftirlaunum, á yfir höfði sér allt að 12 ára fangelsi fyrir brot á viðskiptabanni Bandaríkjanna gegn Írak. Fippinger fór til Íraks sem mannlegur skjöldur fyrir Íraksstríðið og neitar að greiða sekt sem hún fékk fyrir vikið. NICE Í FRAKKLANDI Fullar strendur af fólki en engir Bandaríkjamenn. Bandaríkjamenn ferðast minna: Áhyggjufullir Frakkar Mikill erill hjá þyrlu Landhelgisgæslunar Slysahrinur svipaðar þeim sem urðu á mánudaginn var, þegar ein kona lést og sjö manns slösuð- ust í þremur ólíkum slysum, eru sem betur fer óalgengar. Vegna reglna um vinnutíma flugá- hafna varð varnarliðið að standa vaktina aðfaranótt þriðjudagsins. BENÓNÝ ÁSGRÍMSSON Á TF-LÍF Lenti henni við Landspítala – Háskólasjúkrahús með slasaða Spánverja. BENÓNÝ Á TF-SIF Skipti um þyrlu og flaug upp á Sprengisand til aðstoðar bifhjóla- manni sem slasaðist illa í árekstri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.