Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 TÖLVUR Fjöldi tölvueigenda hér á landi hefur leitað sér aðstoðar vegna nýrrar veiru sem veldur því að vélar með Windows XP stýrikerfi endurræsa sig í sífellu eða frjósa. Eigendur véla með Windows 2000 stýrikerfi verða oft á tíðum ekki varir við veiruna, en vélar þeirra geta þó smitað aðrar vélar af veirunni, sem dreifir sér beint milli véla yfir Netið. „Höfundur veirunnar er greinilega að reyna að smita eins margar vélar og mögulegt er. Að- faranótt laugardags munu allar þessar vélar sameinast um það að ráðast á vefsíðuna Microsoft,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Friðriki Skúla- syni ehf. Til þess að koma í veg fyrir að tölvur sýkist af veirunni er eig- endum bent á að verða sér úti um veiruvörn og uppfæra hana reglu- lega. Einnig er hægt að koma sér upp eldveggjarhugbúnaði, en hann fylgist með öllum netteng- ingum og greinir árásir á vélina. Veiran nýtir sér öryggisveilu í Windows-stýrikerfinu sem gerir veirunni kleift að ná óheftum að- gangi að Windows-tölvum, hafi stýrikerfið ekki verið uppfært. Eigendum tölva sem þegar hafa sýkst af veirunni er bent á að verða sér úti um veiruvörn og keyra hana, eða uppfæra veiru- vörn sem þegar er fyrir hendi. ■ Verðhjöðnun í ágúst: Húsnæðis- verðbólga EFNAHAGSMÁL Verðhjöðnun varð í ágúst. Vísitala neysluverðs lækk- aði um 0,09%. Markaðsverð hús- næðis hækkaði um 1,9%. Ef hækkun húsnæðis er tekin frá lækkaði vísitalan um 0,36%. Sum- arútsölur í fataverslunum og lækkandi verð á flugi og pakka- ferðum eru helstu áhrifavaldar lækkunarinnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs lækkað um 0,1% sem jafn- gildir 0,5% verðhjöðnun á ári. ■ SJÓRÆNINGJADISKAR Ólögleg fjölföldun mynddiska er vaxandi vandamál, ekki síst í Asíu. Malasía: Lagt hald á 300.000 mynddiska KUALA LUMPUR, AP Yfirvöld í Malasíu hafa gert upptæka yfir 300.000 mynddiska sem selja átti erlendis. Starfsemi ólöglegs fyrir- tækis í Penang, sem fjölfaldaði nýjar bíómyndir á mynddiska, var jafnframt stöðvuð. Verðmæti diskanna sem hald var lagt á er um 400.000 Bandaríkjadalir, ríf- lega 31 milljón króna. Níu manns voru handteknir og getur hver um sig búist við sekt upp á rúmar 200.000 krónur fyrir hvert ólög- legt eintak sem hald var lagt á. Talið er að hinir handteknu til- heyri skipulögðum glæpasamtök- um sem dreifa ólöglegum afritum af nýjum kvikmyndum um Banda- ríkin, Kanada, Mexíkó, Ástralíu, Argentínu og Evrópu. Hver disk- ur kostar 7 til 18 Bandaríkjadali, jafngildi 700 til 1.500 króna. Þrátt fyrir að hald hafi verið lagt á þrjár milljónir ólöglegra mynddiska á undanförnum mán- uðum segja yfirvöld í Malasíu það aðeins dropa í hafið. Aðgerðirnar að undanförnu virðist þó hafa hægt heldur á vexti glæpastarf- seminnar. ■ Göran Persson: Svíar mála sig út í horn SVÍÞJÓÐ Svíþjóð mun mála sig út í horn í Evrópu ef landsmenn hafna upptöku evrunnar í þjóðarat- kvæðagreiðslunni 14. september, að mati forsætisráðherrans Gör- ans Perssons. „Það verður mun erfiðara að hafa áhrif. Það eru alltaf að koma upp ný stór mál sem evrulöndin taka að sér,“ sagði Persson í við- tali sem birtist í Svenska Dag- bladet. Forsætisráðherrann segir að evran hafi hjálpað Evrópu að takast á við þá efnahagslegu lægð sem verið hefur að undanförnu og varar sænsku þjóðina við því að hafa ofurtrú á krónunni. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum eru andstæðingar evr- unnar enn í yfirgnæfandi meiri- hluta í Svíþjóð. ■ HEIMASÍÐA MICROSOFT Árás fjölda veirusmitaðra tölva gæti haft þau áhrif að vefsíða Microsoft leggist niður að- faranótt laugardags. Nýr tölvuvírus í hraðri dreifingu: Sameinast um að ráð- ast á vefsíðu Microsoft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.