Fréttablaðið - 14.08.2003, Qupperneq 36
24 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR
■ Evrópumolar
■ Fótbolti
JUVENTUS
Ítalska póstþjónustan gaf fyrr í vikunni út
frímerki í tilefni af sigri Juventus í ítölsku
deildakeppninni í vor.
Fótbolti
Þjálfari AIK um leikinn gegn Fylki:
Þurfum að hafa
fyrir hlutunum
FÓTBOLTI Fylkir mætir
sænska liðinu AIK Solna í
forkeppni UEFA-bikarsins í
Stokkhólmi í kvöld. AIK-lið-
inu hefur ekki gengið sem
skyldi það sem af er tíma-
bilinu. Liðið gerði 1-1 jafn-
tefli við Halmstad í síðustu
viku og situr nú í sjötta sæti
sænsku úrvalsdeildarinnar.
„Við þurfum að hafa fyrir hlut-
unum gegn Fylki,“ sagði Richard
Money, enskur þjálfari AIK, í
samtali við heimasíðu sænska
liðsins. „Þetta er hættulegt lið og
hefur þrjá mjög fljóta sókn-
armenn.“
AIK hefur tvisvar leikið
gegn íslensku félagi í Evr-
ópukeppni. Árið 1996 lék
AIK gegn KR í Evrópu-
keppni bikarhafa og vann
1-0 í Laugardalnum en félög-
in skildu jöfn í Solna. Í fyrra
áttust AIK og ÍBV við í
UEFA-bikarnum og unnu Svíarnir
2-0 heima og 3-1 í Eyjum.
„Fylkir er með gott lið og á góð-
um degi getur allt gerst,“ segir
Hörður Hilmarsson hjá ÍT ferðum,
fyrrum leikmaður AIK. „Ef við lít-
um á leikina sem AIK hefur leikið
gegn íslenskum liðum síðustu ár
hefur verið mjótt á munum.“
Hörður hefur verið í sambandi
við gömlu félaga sína úr AIK sem
og gamla þjálfarann Bo Peterson.
Þeir segja AIK ekki spila
skemmtilegan fótbolta. „Liðið
hefur hrapað niður töfluna eftir
góða byrjun. Félagar mínir segja
mér að Djurgården og Hammarby
séu miklu sterkari lið, spili betri
og skemmtilegri bolta.“ ■
Má ekki vanmeta
Grindvíkinga
Varnarvinnan er mjög vel skipulögð hjá Grindavíkurliðinu, segir
Helgi Kolviðsson, leikmaður FC Kärnten, sem mætir Grindavík
í UEFA-bikarkeppninni í kvöld. Leikið í 30 stiga hita.
FÓTBOLTI „Okkur leist mjög vel á
Grindvíkingana. Þeir áttu mjög
góðan leik gegn Fylki,“ sagði
Helgi Kolviðsson, leikmaður aust-
urríska félagsins FC Kärnten.
Helgi kom hingað til lands í lok
júlí ásamt þjálfaranum Hannes
Haubitz til að skoða Grindvíkinga,
sem leika við Kärnten í UEFA-bik-
arkeppninni í kvöld.
„Þjálfaranum fannst mjög mik-
ilvægt að koma hingað. Það var
nauðsynlegt að sjá við hvaða að-
stæður er leikið hér á landi og
betra að geta undirbúið sig fyrir
leikinn svo ekkert komi á óvart,“
segir Helgi.
Þjálfari Kärnten sagði í viðtali
við heimasíðu liðsins að Grinda-
vík leiki þétt og agað með ríka
áherslu á kantspilið.
Helgi sagði að Haubitz hafi átt-
að sig á því að ekki megi vanmeta
Grindavíkinga. „Þeir spiluðu tak-
tískt mjög vel í vörninni og á
miðjunni. Varnarvinnan var mjög
vel skipulögð hjá öllu liðinu og
þeir voru greinilega ekki að gera
þetta í fyrsta skipti.“
„Ég sá leik með þeim hérna í
síðustu viku og hef nokkrar spól-
ur með deildarleikjum þeirra,“
sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari
Grindavíkur, um Kärnten. „Þetta
er líkamlega sterkt lið, svona
jaxlalið með ágætis boltamenn.
Framherjarnir og tveir fremstu
miðjumennirnir skapa mest í
þessu liði. Þetta er gott austur-
rískt lið og það virðist sem austur-
rísk knattspyrna sé í fínu lagi
núna.“
Bjarni á von á erfiðum leik
enda er hitinn í Austurríki um 38
gráður á daginn en verður í kring-
um 30 gráður á leiktíma.
„Við verðum að verjast og
reyna að sækja hratt á fáum
mönnum. Ég held að það sé ekkert
annað að gera,“ segir Ólafur Örn
Bjarnason, fyrirliði Grindavíkur.
„Við spilum agaðan varnar-
leik,“ sagði Bjarni. „Enda væri
það óðs manns æði að fara að
hleypa upp einhverjum hraða.“
obh@frettabladid.is
ÞRIÐJA SKIPTIÐ Í UEFA Fylkir
hefur tvisvar áður tekið þátt í
UEFA-bikarkeppninni. Árið 2001
vann Fylkir pólska félagið Pogon
Sczezcin 3-2 samanlagt en tapaði
1-6 fyrir hollenska liðinu Roda
Kerkrade í næstu umferð. Í fyrra
tapaði Fylkir 2-4 samanlagt fyrir
belgíska félaginu Excelsior
Mouscron.
FJÓRIR LEIKIÐ ALLA LEIKINA
Kjartan Sturluson, Finnur Kol-
beinsson, Þórhallur Dan Jóhanns-
son, Gunnar Þór Pétursson og
Kristinn Tómasson hafa leikið
alla sex leiki Fylkis í Evrópu-
keppninni. Þeir fjórir fyrst-
nefndu verða að öllum líkindum í
byrjunarliði Fylkis í kvöld en
Kristinn gekk til liðs við Fram
fyrir þessa leiktíð.
SEX FYLKISMÖRK Fylkismenn
hafa skorað sex mörk í jafn
mörgum leikjum í UEFA-keppn-
inni. Björn Viðar Ásbjörnsson og
Sverrir Sverrisson eru einu leik-
mennirnir sem hafa skorað og
leika enn með liðinu en auk
þeirra skoruðu Ólafur Stígsson,
Errol Eddison McFarlane, Pétur
Björn Jónsson og Steingrímur Jó-
hannesson.
FYRSTU UEFA-LEIKIRNIR Grinda-
vík tekur þátt í UEFA-bikarkeppn-
inni í fyrsta sinn. Félagið keppti í
Intertoto-bikarnum fyrir tveimur
árum og vann Aserana í FC Vilash
1-0 í vígsluleik nýja vallarins í
Grindavík og fylgdi því eftir með
2-1 sigri í Bakú. Í næstu umferð
tapaði Grindavík 0-3 fyrir FC Bas-
el í vígsluleik St. Jakob Park.
Svisslendingarnir unnu seinni
leikinn í Grindavík 2-0.
ÞRJÚ MÖRK GRINDAVÍKUR Grind-
víkingar hafa skorað þrjú mörk í
Intertoto-keppninni. Ólafur Örn
Bjarnason fyrirliði skoraði eitt
mark gegn FC Vilash á heima-
velli og Paul McShane og Sinisa
Kekic sitt markið hvor á útivelli.
Þeir verða væntanlega allir í
byrjunarliðinu í kvöld.
16.00. ORF
Bein útsending frá leik FC Kärnten og
Grindavíkur í Evrópukeppni félagsliða.
18.30 Canal 5
Leikur Fylkis og AIK Solna í Evrópu-
keppni félagsliða verður sýndur í
beinni útsendingu á Canal 5.
19.15 Hlíðarendi
Valsmenn taka á móti KR í Landsbanka-
deild karla. KR er í toppbaráttunni en
Valsmenn í botnbaráttunni.
20.00 Sýn
Sýnt verður frá PGA-mótaröðinni í golfi.
23.00 Sýn
Leikur Ekvador og Króatíu frá heims-
meistaramótinu í fyrra verður sýndur.
JARDEL TIL BOLTON Brasilíski
framherjinn Mario Jardel hefur
gert tveggja ára samning við
Bolton Wander-
ers. Jardel von-
ast til að geta
farið á frjálsri
sölu til liðsins
sem verði til þess
að bjarga ferli
hans. Hann þarf
þó að standast
læknisskoðun. Jardel missti
samning sinn við Sporting Lissa-
bon á síðasta tímabili og hefur
reynt fyrir sér hjá mörgum
stærstu félögum Evrópu án ár-
angurs.
REYNA TIL FULHAM? Fulham er á
höttunum eftir bandaríska mið-
vallarleikmanninum Claudio
Reyna, sem leikið hefur með
Sunderland. Mick McCarthy,
knattspyrnustjóri Sunderland,
vill ekki selja leikmanninn en á
erfitt með að halda í hann. Ful-
ham vonast til að Reyna fylli
skarð Sean Davis, sem hefur far-
ið fram á sölu.
HARTE TIL PORTSMOUTH? Harry
Redknapp, knatt-
spyrnustjóri Ports-
mouth, íhugar nú
að gera tilboð í Ian
Harte, varnarmann
Leeds United. Red-
knapp vantar vin-
stri bakvörð og hef-
ur verið að skoða leikmenn, þar á
meðal Harte og Juan Pablo Sorin.
FYLKIR Í EVRÓPUKEPPNI
Búist er við um tíu til fimmtán þúsund stuðningsmönnum, þar á meðal Svarta hernum,
hinu alræmda stuðningsliði AIK. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma.
Seinni leikurinn verður miðvikudaginn 28. ágúst.
HÖRÐUR
HILMARSSON
HANDBOLTI Íslenska unglingalands-
liðið, drengir fæddir ‘84 og síðar,
mætir Slóvenum í úrslitakeppni
Evrópumótsins í kvöld. Ísland er í
þriðja sæti riðilsins en Slóvenar í
öðru. Það lið sem sigrar í leiknum
mun leika í undanúrslitum móts-
ins.
Íslenska liðið hefur staðið sig
vel á mótinu, hefur unnið allar
viðureignir sínar nema eina – eins
marks tap gegn Þjóðverjum. Liðið
vann meðal annars Rússa með níu
marka mun, 33-24. ■
hársverði?
BIO+ fæst á hársnyrtistofum og í apótekum.
Vandamál í • psoriasis
• exem
• flasa
• skán
• hárlos
• kláði
• feitur
hársvörður
lausnin er BIO+
hársnyrtivörur frá Finnlandi
Íslenska unglingalands-
liðið á Evrópumóti:
Leikur um
sæti í undan-
úrslitum
ÁSGEIR ÖRN HALLGRÍMSSON
Hefur staðið sig frábærlega með íslenska
unglingalandsliðinu.
FÓTBOLTI Adressavisen frá Þránd-
heimi dregur upp mynd af ólíkri
tilveru tveggja helstu afreksliða
norskrar knattspyrnu, karlaliði
Rosenborgar og kvennaliði Trond-
heims/Ørn.
Leikmenn Rosenborgar þéna
vel á knattspyrnuiðkun, í kringum
3-5 milljónir íslenskra króna.
Gøril Kringen, úr Ólympíumeist-
araliði Noregs árið 2000, og aðrir
leikmenn Trondheims/Ørn afla
tekna fyrir félagið með því að af-
greiða í sjoppunni á Lerkendal
Stadion á heimaleikjum Rosen-
borgar. Kringen sér ekki leik-
menn Rosenborgar fyrir sér af-
greiða í sjoppunni á heimaleikjum
kvennanna.
Bikarleik Trondheims/Ørn og
Kolbotn bar upp á leikdag í Meist-
aradeildini í fyrradag, sem þýddi
að Kringen fékk frí frá sjoppunni
á Lerkendal. ■
Norska knattspyrnan:
Ólympíumeistarinn
fékk frí frá sjoppunni
ROSENBORG
Azar Karadas, leikmaður Rosenborgar (til
vinstri), í leik gegn írska félaginu Bohemi-
ans í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
FC KÄRNTEN
Þetta er líkamlega sterkt lið, svona jaxlalið, segir Bjarni Jóhannsson þjálfari um FC Kärnt-
en. Á myndinn hefur Heimo Vorderegger, leikmaður FC Kärnten, betur í baráttunni við
Norðmanninn Jan Ove Pedersen, leikmann Bregenz.
hvað?hvar?hvenær?
11 12 13 14 15 16 17
ÁGÚST
Fimmtudagur