Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 37

Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 37
25FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 Enska knattspyrnan: Makelele til Chelsea? FÓTBOLTA Umboðsmaður franska miðjumannsins Claude Makelele heldur því fram að Chelsea hafi boðið Real Madrid sjö milljónir punda fyrir leikmanninn. Umboðsmaðurinn sagði að ef Real hækkaði ekki laun Makelele færi hann frá félaginu á mánudag. Allir vissu, líka leikmenn Madríd- ar liðsins, að Makelele væri ekki ánægður og hann gæti ekki leikið við hlið Beckhams sem þénar fimmfalt meira en hann. Talið er að Chelsea geri Real formlegt tilboð í leikmanninn en Roman Abramovich gaf í skyn um helgina að leikmannakaupum fé- lagsins vær engan vegin lokið. ■ VALA FLOSADÓTTIR Verður ekki með á Heimsmeistaramótinu í París sem hefst 23. ágúst. Landsliðsþjálfarinn í frjálsum: Svolítil vonbrigði FRJÁLSAR „Þetta eru svolítil von- brigði en við höfum verið með stíf lágmörk fyrir svona mót. Eins og staðan er eru tveir einstaklingar sem eiga erindi á heimsmeistara- mótið,“ segir Guðmundur Karls- son, landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum. Jón Arnór Magnússon og Þórey Edda Elísdóttir verða einu kepp- endur Íslendinga á heimsmeist- aramótinu í París sem hefst í lok mánaðarins. Völu Flosadóttur og Magnúsi Aroni Hallgrímssyni mistókst á þriðjudag að ná lág- mörkum fyrir heimsmeistaramót- ið en fresturinn til þess rann út þá. Vala stökk yfir 4,13 metra á móti í Malmö en lágmarkið er 4,40 metrar. Magnús Aron kastaði kringlunni 57 metra á móti í Kaplakrika en lágmarkið er 63,5 metrar. Guðmundur segir næstu verk- efni eftir heimsmeistamótið vera Norðurlandamót unglinga. Átján unglingar frá Íslandi mun taka þátt í mótinu. „Svo erum við byrjuð að undir- búningi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Stefnan er sett á að senda fjóra til sex keppendur þangað eins og við stefnum alltaf á fyrir stærri mót,“ segir lands- liðsþjálfarinn. ■ FÓTBOLTI Valur og KR eigast við að Hlíðarenda í kvöld í fyrsta leik 14. umferðar Landsbankadeildar karla. KR er í öðru sæti deildar- innar með 26 stig, jafnmörg og topplið Fylkis en með lakari markatölu. Valur er í níunda sæti með fimmtán stig. KR hafði betur þegar liðin átt- ust við í Frostaskjólinu, 2-1, og skoraði Veigar Páll Gunnarsson sigurmarkið þegar tíu mínútur voru til leiksloka. „Það er svolítið erfitt að gera upp á milli liðanna því ég held með þeim báðum,“ seg- ir Helena Ólafsdóttir, þjálfari ís- lenska kvennalandsliðsins og Vals- stúlkna og fyrrum leikmaður KR. „Valur vann síðasta leik og það gefur liðinu væntanlega smá trukk fyrir þennan leik. KR-ingar eru hins vegar á góðri siglingu.“ Helena segist vonast til að leikurinn verði jafn en sigur sé Valsmönnum lífsnauðsynlegur. „Ég vona því að þeir vinni leikinn en ætli ég spái samt ekki jafn- tefli, 1-1.“ ■ ÓLYMPÍULEIKAR Grikkir héldu heimsmeistarakeppni ung- menna í róðri fyrr í þessum mánuði. Tilefni keppninnar var líka að prófa aðstöðuna sem Grikkir hafa byggt fyrir róðrarkeppnina á Ólympíuleikana á næsta ári. Helena Ólafsdóttir um leik Vals og KR: Erfitt að gera upp á milli VEIGAR PÁLL GUNNARSSON Hefur farið mikinn með liði KR í sumar. Hann verður í eldlínunni í kvöld þegar KR mætir Val að Hlíðarenda.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.