Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 38

Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 38
Osló www.icelandair.is/oslo Heimsækja Astrup Fearnley nýlistasafnið. Þar eru framsæknar sýningar á verkum innlendra og erlendra listamanna. Í Osló þarftu að: á mann í tvíbýli í 2 nætur. Innifalið: flug, gisting á Hotel Bondeheimen, morgunverður, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Brottfarir 23. jan. og 21. feb. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 08 /2 00 3 iðbærinn Konungshöllin Akershus Karl Johan gate Karl Johan gate Karl Johan gate Stortingsgate Akerbrygge Hotel Bondeheimen Radisson SAS Plaza Akerbrygge mall Ráðhúsið Sto rga ta C hr ist ia n K ro hg s ga te Brugata Sto rga ta Ro se nk ra nt zg at e Slott & Festning Oslo Sentralstasion Hegdehaug sveie nsvei en sveien Oslo SpektrumVerð frá 34.900 kr. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina www.icelandair.is ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: bilar@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Sveinn Guðmarsson, umsjónar-maður Kastljóss, bjó fyrir nokkrum árum í Þessalóníku í Norður-Grikklandi. „Það er hreint frábær borg, svo ég held ég verði að nefna hana sem uppáhalds- borg,“ segir Sveinn. Sveinn segir að Þessalóníkubú- ar, svipað og Akureyringar, séu mjög stoltir af uppruna sínum og finni Aþeningum helst allt til for- áttu. „Það er samt ofboðslega góð- ur andi í borginni, sem er falleg og hrein, ólíkt Aþenu sem er mjög skítug. Maður verður hálf geð- veikur á að vera í Aþenu, þó ekki sé nema í einn, tvo daga. Þessa- lóníkubúar eru frekar efnaðir Það er þetta klassíska módel Suður- Evrópu þar sem fólk er betur stætt í norðurhlutum landanna, svipað og Mílanó og Róm til dæm- is.“ Ástæðan fyrir veru Sveins í Þessalóníku var að hann var ERASMUS-stúdent á vegum Evrópusambandsins. „Ég stúder- aði þar guðfræði sem var ekki ónýtt á þessum slóðum.“ Sveinn kveðst ekki altalandi á grísku. „Ég hef ekki verið nógu duglegur að halda grískunni við, en ég næði henni örugglega upp á stuttum tíma.“ ■ Kínaklúbbur Unnar er á leið tilKína 5. september næstkom- andi, en Unnur þurfti að hætta við vorferðina til Kína vegna Asíu-lungnabólgunnar. Kínverjar eru mjög áfram um að fá ferða- menn til landsins, þannig að boð- ið verður upp á fimmstjörnu gist- ingu í ferðinni í stað fjögurra, eins og fyrirhugað var. Þessi fína gisting mun þó ekki kosta ferða- félaga krónu meira. Þegar dagskrá ferðarinnar er skoðuð kemur í ljós að á hverjum degi í þrjár vikur er farið í spenn- andi skoðunarferðir. En er dag- skráin ekkert stíf? „Nei,“ segir Unnur, „það er alltaf einhver laus tími á hverjum degi svo fólk geti náð áttum. Svo verður þetta allt lausara í reipunum þegar líður á ferðina, en þá er fólk líka orðið ansi duglegt að bjarga sér.“ Kínaáhugi Unnar vaknaði þeg- ar hún var barn og heillaðist af forkunnarfögru reykelsiskeri sem mamma hennar átti. „Ég vissi að ég yrði að fara til Kína og skoða þetta sérstaka land.“ Nú eru tuttugu ár síðan Unnur fór fyrst til Kína, en árið 1992 hóf hún skipulagðar ferðir þangað með fólk. „Ég elska að þeytast og snúast í kringum fólk,“ segir hún. „Ég hef farið til margar landa sem farastjóri, Víetnam, Singapúr, Ástralíu og Sýrlands til dæmis, en af því ég byrjaði á Kína og réðst á garðinn þar sem hann er hæstur, er allt annað leikur einn.“ Enn er pláss í haustferð Unnar til Kína. ■ Kínaklúbbur Unnar: Aldrei betri kjör í Kínaferð Uppáhaldsborgin Þessalóníkumenn sem minna á Akureyringa SVEINN GUÐMARSSON Heldur mest upp á Þessalóníku, sem hann segir bæði fagra og hreina og sneisafulla af sögu. Áferð um landið er tilvalið aðnýta sér göngustíga sem heimamenn á hverjum stað hafa merkt. Yfirleitt býður ganga eftir slíkum stíg upp á flest það besta sem njóta má á staðnum. Dæmi um skemmtilega göngu- leið er í Hrísey þar sem merktir hafa verið þrír mislangir stígar, grænn, gulur og rauður. Eitt af því sem gerir göngu í Hrísey eftir- sóknarverða er fuglalífið sem þar er með meira móti. Um leið og komið er úr byggð taka fuglarnir völdin, til dæmis lóa, spói, tjaldur, hrossagaukur, rjúpa og kría, svo ekki sé minnst á jaðrakann sem yf- irleitt er tiltölulega sjaldgæfur fugl. Á göngustígum í Hrísey eru fáir á ferli þannig að hver og einn get- ur notið einsemdar í faðmi náttúru. Ekki spillir útsýni út á Ólafs- fjarðarmúla að vestan og yfir á Látraströnd að austan fyrir góðri upplifun. ■ hvað?hvar?hvenær? 11 12 13 14 15 16 17 ÁGÚST Fimmtudagur  8.30 Strútsstígur með Útivist. Brott- för frá BSÍ klukkan 8.30. Föstudagur  17.00 Básar á Goðalandi með Úti- vist. Fegurð svæðisins er einstök og þar er fjöldi gönguleiða. Brottför frá BSÍ klukkan 17. Laugardagur  Fimmvörðuháls með Útivist. Gist í skála félagsins á Fimmvörðuhálsi.  Ferðafélag Íslands leggur upp í tveggja daga Fossagöngu í Gnúpverja- hreppi. Fararstjórar eru Björg Eva Er- lendsdóttir og Sigþrúður Jónsdóttir.  20.00 Grettishátíðin í Húnaþingi hefst með menningar- og skemmtidag- skrá í félagsheimilinu Hvammstanga. Þar koma fram m.a. Einar Kárason, Þórarinn Eldjárn og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Sunnudagur  10.30 Bjarnarfell í Biskupstungum, 724 m. Farið er af þjóðvegi vestur af Haukadal og gengið sunnan á fjallið. Brottför frá BSÍ klukkan 10.30.  10.00 Svínaskarð-Hrafnhólar með Ferðafélaginu. Gangan hefst við Gyldar- holt í Kjós. Gengið er um 11 - 12 km og tekur um það bil fjóra tíma. Brottför frá BSÍ klukkan 10.00.  13.00 Njáluferð með Arthúri Björg- vin Bollasyni í samvinnu við Austurleið. Lagt verður af stað frá Sögusetrinu á Hvolsvelli. Gönguleið í Hrísey: Í friði með fuglunum HORFT ÚT Á ÓLAFS-FJARÐARMÚLA Útsýnið úr Hrísey er tignarlegt til allra átta. KÍNVERJAR VILJA FLEIRI FERÐAMENN Vegna Asíulungnabólgunnar eru fáir ferðamenn í Kína. Kínverjar ætla að bjóða gestum sínum allskyns afslátt til að laða þá til landsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.