Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 53

Fréttablaðið - 14.08.2003, Page 53
41FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 HRÚTUR Þuklað verður á hrútum á Ströndum þann 24. ágúst. Meistara- mót í hrúta- dómum KEPPNI Meistaramót í hrútadóm- um verður haldið annan sunnu- dag. Það er Sauðfjársetur í Sævangi á Ströndum sem stendur fyrir mótinu. Framkvæmdin verður með þeim hætti að nefnd ráðunauta og hrútaþuklara mun taka nokkra hrúta til skoðunar og raða þeim í gæðaröð. Leynd mun hvíla yfir röðinni og verður takmark kepp- enda að komast næst henni í mati sínu, að því er kom fram á bb.is. Keppt verður í tveimur flokkum; annar fyrir vana bændur en hinn fyrir óvana. ■ LÍNUÍVILNUN Undanþága frá kvóta. Hvað er línuívilnun? FISKUR Fyrir borgarbörnin okkar þá er línuívilnun undanþága frá kvóta fyrir þá báta sem veiða á línu. Síðast þegar þetta var notað var svokölluð 50% línuívilnun og þá veiddi bátur kannski 100 tonn af fiski á línu og tók þá aðeins 50 tonn af kvóta sínum. Ekkert er ákveðið um þá línuívilnun sem nú er talað um af stjórnmálamönnum og því ekkert vitað um hvernig það yrði, ef af yrði. ■ Ólafur Jóhann Ólafsson rithöf-undur verður með nýja bók í jólabókaflóðinu í ár. Bókin verður í lengri kantin- um, eða um 500 til 600 blaðsíður. Síðasta bók Ólafs, Höll minninganna, sló sölumet fyr- ir tveimur árum og eru vænting- arnar því miklar vegna nýju bókarinnar. Arnaldur Indriðason mun einnig gefa út nýtt efni fyrir jólin, en síðasta spennusaga hans, Röddin, seldist í rúmlega tíu þús- und eintökum. Það má því búast við miklum bókaslag á milli þess- ara tveggja risahöfunda í jóla- bókaflóðinu í ár. Fréttiraf fólki Margrét Pála Ólafsdóttir, eig-andi Hjallastefnunnar ehf., sem mun reka einkarekinn grunn- skóla í Garðabæ, er fædd á Akur- eyri þann 17. október árið 1957. „Ég er uppalin á Hólsfjöllum á Akureyri, skammt frá Mývatns- sveit. Þetta er ein hæsta byggð landsins. Hún er afskekkt og ein- angruð og um það bil að fara í eyði, en hún er samt besta sveit í heimi,“ segir Margét. Þar á hún fallegt sumarhús. „Ég hef farið þangað örfáa daga í sumar, enda hef ég tekið mér lítið frí. Það verður bara að bíða betri tíma. Þá mun ég og konan mín fara í burtu og anda rólega með góðri bók á góðum stað.“ Margrét kláraði Fóstruskólann í Reykjavík árið 1981 og lauk framhaldsnámi í stjórnun við sama skóla. Fyrir þremur árum lauk hún síðan meistaraprófi í uppeldisfræði með áherslu á stjórnun frá Kennaraháskóla Ís- lands. Fyrir utan vinnu, vinnu og aft- ur vinnu, segist Margrét eiga þrjú önnur áhugamál. „Þau eru fólkið mitt, hundurinn minn og húsið mitt. Hundurinn heitir Viktoría og reyndist vera með sterkari drottningarhvöt en kannski heppi- legt var. Hvað varðar fólkið mitt þá á ég við fjölskyldu mína og tvö barnabörn sem ganga í daglegu tali undir hugtakinu hoppildin. Þau eru ótrúlega lífsglöð og dá- samleg,“ segir Margrét. Hún er ekki lengi að svara því hvert mottó hennar í lífinu er: „Alltaf í framför.“ ■ MARGRÉT PÁLA Að sögn Margrétar hefur verið gríðarmikið að gera undanfarið. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt. Nú er níu ára draum- ur að rætast um að bjóða eldri börnum, fimm til tíu ára, upp á áframhald á módelinu okkar.“ Hoppildin og hundurinn Viktoría MARGRÉT PÁLA ÓLAFSDÓTTIR ■ á sumarhús á Hólsfjöllum á Akureyri og vonast til að komast þangað í afslöppun í haust. Persónan

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.