Fréttablaðið - 19.08.2003, Side 1

Fréttablaðið - 19.08.2003, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 23 Sjónvarp 28 ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2003 – 195. tölublað – 3. árgangur ÞYNGIST EKKI Lögmaður Flosa Arnórs- sonar, sem situr í fangelsi í Abu Dabhi, segir ekki hættu á að dómur Flosa þyngist við áfrýjun. Það geti einungis gerst í þeim tilfellum sem ákæruvaldið áfrýjar. Sjá nánar bls. 4 AFSKIPTI RÁÐUNEYTIS Réttinda- lausum yfirvélstjóra á Snæfellsnesi hafði verið neitað um undanþágu sem var sam- þykkt eftir tilmæli ráðuneytis. Vélstjórar eru ævareiðir og benda á að útgerðin er í kjör- dæmi samgönguráðherra. Sjá nánar bls. 2 GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Botnhlið togarans Guðrúnar Gísladóttur, sem legið hefur á hafsbotni síðan í fyrrasumar, er nær óskemmd. Sáralítil olía hefur lekið úr skip- inu, sem verður lyft á um það bil þremur vikum. Sjá nánar bls. 4 MYNDATÖKUMAÐUR MYRTUR Bandarískir hermenn í Írak hafa viðurkennt að hafa skotið palestínskan myndatöku- mann til bana. Alls hafa nítján fjölmiðla- menn fallið í Írak frá því ráðist var inn í landið. Sjá nánar bls. 8 SAMSPIL VALDS OG ALÞJÓÐA- RÉTTAR Opinn fyrirlestur, Samspil valds og alþjóðaréttar: SÞ og hin „nýja heims- skipan“, verður haldinn í dag klukkan 12.05 í stofu 101 í Odda. Hans Köchler, prófessor í heimspeki og deildarforseti heimspekideildar Innsbruck háskóla í Aust- urríki, heldur fyrirlesturinn. Sjá nánar: DAGURINN Í DAG BREIÐÞOTA AIR CANADA Reykur kom upp í farþegarými vélarinnar um klukkan hálffjögur í gærdag. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli rúmri klukkustund síðar. Fyrsta hrefnan veidd Hrefnuveiðar í vísindaskyni hófust síðdegis í gær er áhöfn Njarðar KÓ veiddi fyrstu hrefnuna. Það gerðist eftir að tveimur bátum sem veittu Nirði eftirför var snúið við. Mikilvægt skref í fjöl- stofna rannsóknum, segir forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hægur vindur +13 +14 +14 Hæg breytileg átt. Hæg breytileg átt. VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA ÚRKOMA Hæglætisveður verður í dag, með úrkomu víða, helst á Norður- og Austurlandi. Hiti 13-17 stig. Sjá nánar bls. 6 gefur út safnbox Björk: Hápunktar á tónleikum stendur á tímamótum Egill Helgason: Hættir á Skjá einum ▲ SÍÐA 30 ▲ SÍÐA 18 HVALVEIÐAR Fyrsta hrefnan af þeim þrjátíu og átta sem fyrirhugað er að veiða í vísindaskyni í ágúst og september veiddist síðdegis í gær. Það var áhöfn Njarðar KÓ, eins þriggja skipa sem Hafrannsókna- stofnun hefur gert samning við um að annast veiðarnar, sem veid- di hrefnuna. „Þetta gekk framar öllum vonum,“ sagði Droplaug Ólafsdóttir, leiðangursstjóri á Nirði, í samtali við Fréttablaðið í gær. Að hennar sögn gekk aflífun dýrsins fljótt og vel fyrir sig, en hrefnan dó samstundis. „Nýi skut- ullinn reyndist mjög vel og menn voru ánægðir með hann,“ segir Droplaug. Krufning og sýnataka fer fram á hafi úti og gengur sam- kvæmt áætlun. Úr sýnunum er síð- an unnið í landi, en út frá þeim sjá menn fæðu, mengun og næringar- ástand hvalanna, auk þess sem sýni eru tekin fyrir erfðafræði og meinafræði. „Þetta er mjög um- fangsmikil vinna og miklar upplýs- ingar sem við fáum úr hverjum hval,“ segir Droplaug. Hrefnan veiddist eftir að tveim- ur bátum, sem veittu Nirði eftirför, var snúið við til lands vegna veð- urs, en að sögn Droplaugar eru hvalveiðar helst ekki stundaðar í námunda við aðra aðila. Bátarnir komu til hafnar í Reykjavík um há- degisbilið í gær, en erlendir fjöl- miðlamenn höfðu leigt bátana og ætluðu að festa á filmu fyrsta hvaladrápið. Að sögn Rannveigar Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Hvalaskoðunarinnar Eldingar, hafði í gær ekki verið ákveðið hvort og þá hvenær fjölmiðla- mennirnir færu út aftur. „Við höfum áhyggjur af því að við séum að eyðileggja ímynd landsins út á við,“ segir Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík. „Það er þegar farið að koma fram í þeim áhuga sem erlendir fjöl- miðlar hafa sýnt þessu máli og ég held að ímyndarlega séð geti þetta skaðað okkur verulega þegar til langs tíma er litið ef framhald verður á.“ „Það má segja að þetta séu tíma- mót,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar- innar. Jóhann telur hrefnuveiðarn- ar mikilvægt skref í fjölstofna rannsóknum Hafrannsóknastofn- unarinnar. „Þetta mun styrkja þekkingu okkar á þætti hvalanna í lífkerfinu og byggja undir ákvarð- anatöku stjórnvalda í framtíðinni.“ helgat@frettabladid.is FLUG Allt tiltækt lið lögreglu, björgunarsveita og slökkviliðs var kallað út að Keflavíkurflug- velli í gærdag eftir að tilkynnt hafði verið um reyk í farþegarými breiðþotu um klukkan hálffjögur í gærdag. Vélin, sem var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Toronto í Kanada, lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli rúmlega klukkustund síðar. 282 voru í vél- inni, sem er af gerðinni Boeing 747, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá Flugmálastjórn. Ekki var vitað hvað olli reykn- um í vélinni í gær, en að sögn sýslumanns var talsvert mikill reykur í vélinni. Farþegar vélar- innar voru þó rólegir. „Áhöfn vél- arinnar brást við af mikilli fag- mennsku,“ segir sýslumaður. „Þetta gekk allt mjög vel fyrir sig,“ segir Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögregl- unni í Keflavík. Að hans sögn ger- ist af og til að vélar lenda hérlend- is af ýmsum ástæðum. „Við erum miðsvæðis milli Evrópu og Banda- ríkjanna og þetta því staðurinn til að koma á,“ segir Óskar. ■ Breiðþota á leið til Kanada lenti heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli: Reykur í farþegarými Breskir hermenn í Írak: Kornabarn í skotfæra- kassa LONDON, AP Breskir hermenn í suð- urhluta Íraks björguðu nýfæddu stúlkubarni úr læstum stálkassa sem í voru geymd skotfæri. Breska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í gær. Hermenn- irnir fundu stúlkuna þegar þeir voru við húsleit í Basra í suður- hluta Íraks um helgina. Stúlkan, sem var aðeins tveggja daga göm- ul, var í andnauð og virtist nær dauða en lífi. Hermennirnir blésu í hana og eftir nokkrar ógnarlang- ar mínútur kreisti sú stutta fingur annars hermannsins og grét. „Við bjuggumst við að finna vopn í kassanum. Við trúðum vart okkar eigin augum“, sögðu lífgjaf- arnir. Embættismenn segja að virðist sem hún hafi verið í kassanum í um tíu mínútur. Móðir stúlkunnar kom síðar í leitirnar. Hún fullyrti að faðir stúlkunnar hefði læst kornabarnið ofan í kassanum. Mæðgurnar eru nú á sjúkrahúsi í Basra en faðirinn var handtekinn. Við húsleitina fundu hermennirn- ir einnig vopn og sprengjur. ■ KORNABARNIÐ Tveggja daga gamalli stúlkunni veitt fyrsta hjálp skömmu eftir að hún fannst.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.