Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.08.2003, Qupperneq 8
8 19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Kynferðisbrot kaþólskra presta: Páfi fyrirskipaði þögn um brotin RÓM, AP Bandarískur lögmaður fólks, sem segist hafa sætt kyn- ferðislegu ofbeldi af hálfu kaþólskra presta, hefur komist yfir leynilegt skjal sem páfa- garður sendi prestum árið 1962. Í skjalinu eru fyrirmæli til bisk- upa um hvernig fara skuli með slík mál. Lögmaðurinn, Daniel Shea, hefur afhent yfirvöldum afrit af skjalinu. Þar krefst Páfagarður þess að kynferðisbrotamál klerka séu meðhöndluð með al- gerri leynd, komist upp um þau á annað borð. Skjalið er dagsett 16. mars 1962 og er með innsigli Jóhann- esar 23. sem gegndi þá embætti páfa. Klerkum, sem rjúfa þögnina, er hótað brottrekstri og bann- færingu. Páfagarður hefur stað- fest að skjalið sé ófalsað en neit- ar því að um tilraun til yfirhylm- ingar hafi verið að ræða. Lög- fræðingar hafi slitið skjalið úr samhengi og afskræmt það. BAGDAD, AP Nokkrum andartökum áður en hann féll fyrir byssukúl- um bandarískra hermanna, lýsti kvikmyndatökumaður Reuters fréttastofunnar ótta sínum við að verða skotinn. Mazen Dana, 41 árs Palestínu- maður var skotinn til bana á sunnudag, utan við Abu Graihab fangelsið í útjaðri Bagdad. Dana vann að frétt um sprengjuárás á fangelsið er varð sex manns að bana og særði sextíu á laugar- dag. Fréttamenn erlendra fjöl- miðla voru sam- an á ferð við fangelsið og fór Dana út úr bifreið sinni til að mynda bandaríska skriðdrekalest sem nálgaðist. Hermaður á einum skriðdrekanna skaut þá sex skot- um að myndatökumanninum. Tvö þeirra lentu í Dana. Hann var fluttur í skyndi á hersjúkrahús en var úrskurðaður látinn þegar þan- gað var komið. „Við vorum allir þarna í að minnsta kosti hálfa klukkustund. Þeir vissu að við vorum frétta- menn. Eftir að þeir skutu Dana, beindu þeir byssum sínum að okk- ur. Ég held ekki að þetta hafi ver- ið óhapp. Þeir eru mjög spenntir á taugum, þeir eru brjálaðir,“ sagði Stephan Breitner frá frönsku sjónvarpsstöðinni France 2. Munzer Abbas, ökumaður Dana, tekur í sama streng og seg- ir einn bandarísku hermannanna hafa gefið þá skýringu að þeim hafi sýnst Dana bera sprengju- vörpu á öxl sér, ekki myndatöku- vél. „Það var allt krökkt af frétta- mönnum þarna. Þeir vissu að við vorum fréttamenn, þetta var alls ekkert slys,“ sagði Abbas. Bandaríkjaher hefur fyrirskip- að rannsókn á atvikinu en tals- menn hersins eru fámálir um at- vikið. „Mazen var einn af bestu mynda- tökumönnum Reuters og við tökum fráfall hans mjög nærri okkur. Hann var hugaður fréttamaður og margverðlaunaður fyrir framgöngu sína á átakasvæðum,“ segir í yfir- lýsingu frá Stephens Jukes, frétta- stjóra erlendra frétta hjá Reuters. Nítján fréttamenn hafa fallið í Írak frá því innrásarstríðið í Írak hófst, 20. mars sl. Þá er saknað fréttamanns og túlks saknað frá 22. mars, en báðir hurfu eftir skotárás sem varð í suðurhluta Íraks. the@frettabladid.is Friðargæslulið í Írak: Ungverjar í hópinn BÚDAPEST, AP Ungverjar hafa ákveðið að senda 177 friðargæslu- liða til Íraks. Búist er við að þeir komi til landsins í dag. Friðar- gæsluliðarnir bíða nú eftir farar- tækjum og búnaði í Kúveit en halda þaðan til Hillah, sem er um 100 kílómetra fyrir sunnan Bagdad, höfuðborg Íraks. Ungversku friðargæsluliðarn- ir, sem lúta stjórn Pólverja, munu meðal annars aðstoða við upp- byggingu samgangna. ■ Sjötugur flugmaður í haldi: Rauf lofthelgi Úkraínu ÚKRAÍNA, AP Þrír Þjóðverjar eru í haldi yfirvalda í Úkraínu vegna flugs inn í lofthelgi landsins án heimildar. Flugmaðurinn, sem er 74 ára gamall, var handtekinn ásamt tveimur farþegum þegar einkaflugvél þeirra lenti á Dnipropetrovsk-flugvellinum, tæplega 500 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Kiev. Þýsk yfir- völd eru fámál, en opinber rann- sókn er hafin á atvikinu. ■ Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 VetrarPlús Plúsfer›a er kominn út Frábær tilbo› í allan vetur! 33.442 kr. 38.830 kr. Ver›dæmi Kanarí - sta›greitt á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára í 7 nætur 10. janúar. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið: Flug, gisting á Verilplaya, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. 39.242 kr. 69.930 kr. Ver›dæmi Benidorm - sta›greitt á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára í 14 nætur 5. nóvember. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið: Flug, gisting á Halley, ferðir til og frá flugvelli erlendis og flugvallarskattar. BIÐ Á BRYGGJUHVERFI Skipu- lagsnefnd Kópavogs frestaði á síðasta fundi sínum að taka af- stöðu til óskar Bygg ehf. og Björgunar ehf. um fram- kvæmdaleyfi til landfyllingar vegna bryggjuhverfis á Kárs- nesi við Fossvog. NÝJAR LÓÐIR Á EGILSSTÖÐUM Lóðir fyrir allt að fimmtíu og tvær íbúðir í Selbrekku á Egils- stöðum hafa verið auglýstar til úthlutunar. Um er að ræða ein- býlishús, raðhús og hæðaskipt sambýlishús. Umsóknarfrestur er til 9. september. RÍKIÐ STYRKI LEIGUÍBÚÐIR Bæj- arráð Austur-Héraðs segist munu óska eftir sérstakri íviln- un félagsmálaráðuneytisins og Íbúðalánasjóðs til handa verk- tökum sem vilja reisa leigu- íbúðir á Egilsstöðum. Mikil eft- irspurn hafi skapast á svæðinu vegna stóriðjuframkvæmda ríkisins. JÓHANNES PÁLL PÁFI II Páfagarður viðurkennir að Vatikanið hafi á sínum tíma sent fyrirmæli til presta um að leynd skuli hvíla yfir kynferðisbrotum presta, ef á annað borð komist upp um þá. „Þeir vissu að við vorum fréttamenn, þetta var alls ekkert slys. MAZEN DANA Kvikmyndatökumaður Reuters lýsti ótta sínum við að verða skotinn, skömmu áður en Bandarískur hermaður skaut hann til bana. ■ Sveitarstjórnir Skutu tökumann Reuters til bana Bandarískir hermenn í Írak viðurkenna að hafa skotið palestínskan myndatökumann til bana. Maðurinn hafði skömmu áður lýst yfir ótta við að verða skotinn. Nítján fjölmiðlamenn hafa nú fallið í valinn. BRJÓSTASTÆKKUN Sherry Pierre hermaður í Bandaríkjaher fær trúlega að halda sílíkonpokunum sem settir voru í brjóst hennar á kostnað hersins. Fangelsi fyrir kaup á kostnað hersins: Borgaði bíl og brjósta- stækkun NEW ORLEANS, AP Sherry Pierre, yf- irmaður í bandaríska hernum í New Orleans, var nýverið dæmd í fjórtán mánaða fangelsi fyrr þjófnað. Pierre fór, að mati yfir- manna sinna, fullfrjálslega með krítarkort hersins. Meðal þess sem hún keypti út á kortið var bíll, mótorhjól og að auki brjósta- stækkun. Samtals keypti Pierre vörur og þjónustu fyrir sjálfa sig út á kortið fyrir rúmar tíu milljón- ir íslenskra króna á árunum 2000 og 2001. Pierre játaði sekt sína. Auk fangelsisvistar þarf hún að greiða tæplega 2,5 milljónir í sekt og verður lækkuð í tign. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.