Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2003, Qupperneq 9

Fréttablaðið - 19.08.2003, Qupperneq 9
9ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2003 BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 krónur einnig þrírétta matseðill Formaður sjávarútvegsnefndar um hugmyndir sjávarútvegsráðherra: Óásættanlegt að skipt verði á sléttu SJÁVARÚTVEGSMÁL „Það er óásætt- anlegt að skipta á sléttu á byggðarkvóta og línuívilnun sem átti að verða til að styrkja byggðir en ekki veikja,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, al- þingismaður og formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis, um þær hugmyndir Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra að afnema byggðakvóta gegn því að taka upp línuíviln- un. Árni hefur lýst áhuga sínum á því að núllstilla, með því að mæta línuívilnun og afnema byggðakvótann. Í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar er því lýst að kannaðir verði kostir þess að auka byggðarkvóta og taka upp línuívilnun. Sjávarútvegsráð- herra hefur nú lýst því að hann leiti leiða til að afnema byggða- kvótann og líklega verði línu- ívilnun ekki tekin upp í haust eins og Davíð Oddsson gaf lof- orð um á fundi á Ísafirði. Þar sagði forsætisráðherra ekki sjá að neitt væri því til fyrirstöðu að taka upp línuívilnun strax í haust. Hann hefur nú skipt um skoðun. Einar Kristinn segir að vissu- lega sé úthlutun byggðarkvót- ans erfið og oft hafi sprottið um úthlutunina deilur. Hann segir línuívilnunina vera bestu að- ferðina til að tengja veiðiréttinn byggðum landsins. „Ég er ekki sárstakur áhuga- maður um að verja byggðakvót- ann. Úthlutun hans er mikið vandræðabarn. Það að taka upp línuívilnun getur verið aðferð til að feta sig út úr byggðar- kvótanum. Það verður þó að gerast þannig að þeir sem nú hafa byggðarkvóta verði ekki fyrir skakkaföllum og hlýtur því að vera lengri tíma mark- mið,“ segir Einar Kristinn. ■ EINAR K. GUÐFINNSSON Deilir ekki þeirri skoðun ráðherra sjávarút- vegsmála að núllstilla eigi með því að af- nema byggðakvóta. BEITIR NK Stór floti er austur af landinu í leit að kol- munna og vonast menn til að veiðin glæð- ist á næstu dögum. Kolmunni: Dræm veiði KOLMUNNI Bakslag hefur komið í veiðar á kolmunna, en veiðin hef- ur verið dræm síðan um miðja síð- ustu viku. Að sögn Gunnþórs Ingvasonar, aðstoðarmanns for- stjóra Síldarvinnslunnar á Nes- kaupstað, er eitt og eitt hol að hitta í ágætis veiði, en enginn kraftur sé í veiðunum. Að sögn Gunnþórs er stór floti austur af landinu að reyna að finna kolmunnann, en skipin hafa mikið haldið sig í Hvalbakshalli. Gunnþór á þó von á að veiðin glæðist. „Það gengur hægt í augnablikinu, en þetta kemur allt,“ segir hann. ■ NÝSKÖPUNARSJÓÐUR Kannanir sýna að konur er tregari en karlar til að taka áhættu með sjálfstæðan at- vinnurekstur. Brautargengi: Konur virkjaðar MENNTUN Brautargengi, námskeið sem haldið er af Impru, nýsköp- unarmiðstöð á Iðntæknistofnun, verður í haust haldið í 10. sinn, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Impru. Markmiðið með Brautargengi er að virkja konur sem hafa góða viðskiptahugmynd og að vinna með hana nánar. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu hafa kannanir Impru sýnt að 50%-60% kvenna sem lok- ið hafa Brautargengisnámi eru með fyrirtæki í rekstri, en kann- anir hafa sýnt að konur eru treg- ari til að taka áhættu með sjálf- stæðan atvinnurekstur. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.