Fréttablaðið - 19.08.2003, Síða 16

Fréttablaðið - 19.08.2003, Síða 16
Það er nú óðum að verða ljósaraað rökstuðningur ríkisstjórna Bandaríkjanna og Bretlands fyrir innrás í Írak fyrr á þessu ári var að mestu tilbúningur sem ætlað var að friða þá sem þegar voru hlynntir innrás. Skeyti sem starfsmanna- stjóri Tony Blair, forsætisráðherra Breta, sendi bresku leyniþjónust- unni afhjúpar þetta. Í skeytinu kem- ur fram að ekkert í skýrslu Blair til þingsins hafi sýnt fram á að Vestur- löndum stæði ógn af ríkisstjórn Saddams Husseins né grannríkjum Íraks. Skýrslan var samsuða sem var ekki ætlað að færa rök fyrir nauðsyn innrásar heldur til að gefa þeim sem þegar voru sannfærðir um réttmæti hennar eitthvað til að styðja sig við. Meðal þeirra sem létu sér þetta lynda var ríkisstjórn Ís- lands. Hún var svo áköf í stuðningi sínum við hernaðaraðgerðir Banda- ríkjamanna og Breta að hún lét sér þessa samsuðu duga - lýsti svo yfir stuðningi við innrásina í nafni ís- lensku þjóðarinnar. Af ummælum ráðherra má ráða að þeim þyki þetta ekki tiltökumál. Þeir segjast ekki hafa haft ástæðu til að efast um rökstuðning innrás- arherjanna. Það er skrítið þar sem allan þann tíma sem innrásin var undirbúin kom fram rökstudd gagn- rýni á forsendur hennar. Sú gagn- rýni var nær öllum kunn. Og nú er þeim að verða ljóst að þessi gagn- rýni var fullkomlega réttmædd og tímabær. Ríkisstjórnir Breta og Bandaríkjamanna blekktu vísvit- andi þjóðir sínar í undirbúningnum og því miður einnig aðrar þjóðir – þar á meðal okkur Íslendinga. En skiptir þetta máli í dag? Eru ekki allir fegnir að vera lausir við Saddam, syni hans og samstarfs- menn? Íslensku ráðherrarnir rök- styðja stuðning sinn með því að svara fyrri spurningunni neitandi og þeirri seinni játandi. En innrásin í Írak gat aldrei orðið svo einfalt mál að þessi afstaða dugi. Innrásin var upphaf borgarastyrjaldar sem ekki sér fyrir endann á. Mannfallið í í Írak heldur áfram þótt innrásinni sé lokið. Þó að innrásaherinn og margir íbúa Íraks sjái ekki eftir rík- isstjórn Saddams, fer því fjarri að Írakar sætti sig við hernám Banda- ríkjamanna. Með stuðningi sínum við innrásina voru íslensk stjórn- völd einng að styðja hernám Banda- ríkjanna og óumflýjanleg átök, skærur og mannfall þessu samfara. Ástandið í Írak í dag er bein af- leiðing af því hversu vanhugsuð og illa ígrunduð innrásin var. Ef ríkis- stjórnir Bandaríkjanna og Bret- lands hefðu leyft sér að skoða ástandið í Írak og ógnina af ríkis- stjórn Saddams, í stað þess að semja niðurstöðuna fyrir fram, má telja víst að þær hefðu frekar valið þá leið sem meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna vildu: Að fresta innrás, herða vopnaeftirlit og halda áfram að grafa undan stuðn- ingi við ríkisstjórn Saddams á al- þjóðavísu og innan Íraks. Það var hin skynsamlega leið þegar stað- reyndir voru skoðaðar. ■ Frá og með næsta nýársdegibirtir til á írskum ölkrám ef Michael Martin, heilbrigðisráð- herra Írlands, fær vilja sínum framgengt, því þá tekur gildi reykingabann á öllum vinnustöð- um - þar á meðal bjórkrám. Ekki eru þó allir jafnhrifnir af þessum fyrirætlunum um að vernda starfsmenn og gesti fyrir óbein- um reykingum. Samtök, sem kenna sig við írska þjónustu- og ferðamannaiðnaðinn, halda því fram að þetta bann muni hafa það í för með sér að 65 þúsund manns missi vinnuna og pöbbar um allt Írland fari á hausinn, einkum í dreifbýlinu. Frjálshyggjumenn kvarta yfir „forræðishyggju“, og ekki er full samstaða um málið í stjórnmálaflokki Martins, stjórn- arflokknum Fianna Fail. En það merkilega er að kannanir sýna að mikill meirihluti viðskiptavina öl- kránna hefur ekkert á móti reyk- ingabanninu. Kráareigendur velta því þó fyrir sér hvernig þeir eigi að fara að því að framfylgja banninu þeg- ar líður á kvöld og ölið fer að svífa á viðskiptavinina. Í vor gerðist sá atburður í New York að tveir bar- gestir gengu að dyraverði dauð- um þegar hann ætlaði að fram- fylgja reykingabanni. Þetta gerð- ist á veitingastaðnum Guernica á Austur-Manhattaneyju. Fjórir á móti einum Reykingabann á vinnustöðum New York borgar gekk í gildi í marsmánuði síðastliðnum. Skoð- anakannanir þar sýna að fjórir á móti einum styðja bannið heils- hugar, þó að umræðan um forræð- ishyggju hafi verið lífleg. Engu að síður hefur umhyggja fyrir heilsu almennings verið tekin fram yfir rétt einstaklinga til að reykja inni á vinnustöðum. Michael Bloomberg, borgar- stjóri í New York, er harður and- stæðingur reykinga á vinnustöð- um. „Almennt séð kærir fólk sig ekki um að einhver sé að reykja við hliðina á því,“ segir hann. „Fólk mun aðlaga sig reykinga- banninu á skömmum tíma og miklum fjölda mannslífa verður bjargað.“ Írar nota orðið „craic“ um hina töfrandi, lífsglöðu stemningu þeg- ar fólk er að skemmta sér. Margir eru hræddir um að þoka tóbaks- reyksins sé ómissandi hluti af þessari stemningu, en aðrir segj- ast hlakka til að geta farið út að skemmta sér án þess að tóbaks- stybba setjist í föt þeirra og hár. Málamiðlunarmenn vilja að kránum verði heimilað að koma sér upp reyksvæðum undir beru lofti sem í sjálfu sér er ágætis- hugmynd - í ágústmánuði þegar sólin skín - en ávísun á kvef eða jafnvel lungnabólgu þegar kaldur vetur ríkir á eyjunni grænu. ■ Úti í heimi ■ Nú stefnir í að krár verði reyklausar á Írland 2004. Lífleg umræða er um nýlegt reykingabann í New York. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um fallin rök fyrir réttmæti innrásarinnar í Írak. 16 19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Meirihluti stjórnar OrkuveituReykjavíkur hefur fengið hitasótt. Hitasóttin lýsir sér í sér- stakri tegund á vinstri ruglanda sem felst í þeirri kennisetningu að minni eftirspurn eigi að leiða til verðhækkana. Í sjálfu sér er eðli- legt að Framsóknarmaður skuli vera merkisberi þessarar kenn- ingar, en áratugum saman hefur verðlagning sumra innlendra landbúnaðarafurða verið ákveðin út frá sömu forsendum og Orku- veita Reykjavíkur ákveður nú við hækkun gjaldskrár sinnar. Orku- veita Reykjavíkur er merkilegt fyrirtæki sem varð til þegar fyrirtækin Raf- magnsveita, Vatns- veita og Hitaveita Reykjavíkur sam- einuðust. Orkuveit- an er einráð á sínu m a r k a ð s s v æ ð i , samkeppnin er eng- in. Orkuveitan sel- ur vörur sem fólk getur ekki verið án þannig að fyrirtæk- ið getur hækkað verðið verulega án þess að verulegur samdráttur verði í sölu. Þetta hefur fyrirtækið gert og hækkanir á þessu ári nema rúmum 10% sem er óeðlileg hækkun, skoðuð í því ljósi að allt hráefnið sem fyrirtækið notar er sameiginleg auðlind sem fyrir- tækið greiðir ekki fyrir. Þegar um jafndæmigerð einokunarfyrir- tæki er að ræða og Orkuveituna hafa ýmsir velt því fyrir sér með hvaða hætti hægt er að koma eðli- legum böndum á verðlagningu á söluvörum fyrirtækisins. Pólitísk misnotkun Þegar stjórn Orkuveitunnar hefur ákveðið að leggja fjármuni í annað en það sem varðar rekstur Orkuveitunnar, þá hefur það verið gert á grundvelli samþykktar þess borgarstjórn- armeirihluta sem stjórnað hefur hverju sinni. Póli- tíska ábyrgðin á gerðum stjórnar Orkuveitunnar er því þess meir- hlutia sem stjórn- ar. Það var á ábyrgð þáverandi meirihluta Sjálf- stæðisflokksins að leggja fjármuni Orkuveitunnar í að byggja stórhýsi, sem kom starfsemi Orkuveitunnar ekki við, ofan á hitaveitutönkum í Öskju- hlíð. Nú er það á ábyrgð R-listans að Orkuveitan skuli hafa lagt út í margháttaðan áhættusaman sam- keppnisatvinnurekstur sem kem- ur Orkuveitunni ekki við. Það er ekki hlutverk og á ekki að vera hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur að stunda aðra starfsemi en þá þjónustu að afla og selja heitt og kalt vatn og rafmagn. Allt annað er pólitísk misnotkun á fyrirtæk- inu. Með því að leggja fjármuni fyrirtækis eins og Orkuveitunnar í samkeppnisrekstur er hætt við að samkeppnisaðstæður í þeim rekstri verði brenglaðar þar sem sumir fá í náðargjöf ókeypis pen- inga meðan hinir þurfa að láta fyrirtækin sín ganga til að fá inn tekjur. Reynslan hefur sýnt hér á landi að pólitíkusar eru ekki bestu dómararnir um það hvaða at- vinnurekstur sé lífvænlegur eða líklegur til að skila hagnaði. Sama gildir um kommisarana í Orku- veitu Reykjavíkur sem hafa vald- ið Reykvíkingum umtalsverðu tjóni með pólitískri misnotkun og með því að taka rangar ákvarðan- ir og leggja fjármuni í taprekstur. En kommisarar R-listans bera enga ábyrgð. Þeir taka vitlausar ákvarðanir og það eru aðrir sem þurfa að gjalda fyrir það í hærri reikningum og hærri afborgnum á lánum því að vísitöluvitleysan eltir líka rangar ákvarðanir stjórnar Orkuveitunnnar. Fyrir vildarvini. Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur getur, miðað við þau siðalögmál sem þar hafa gilt, lagt vildarvinum og vildarfyrirtækj- um til fjármuni að geðþótta. Kommisararnir geta síðan sest í stjórnir viðkomandi fyrirtækja og þvælst heimsálfa á milli í raun- verulegum eða ímynduðum til- gangi eins og gert hefur verið. Hægt er að reisa stórhýsi og bruðla endalaust með innan- stokksmuni og annan búnað eins og gert hefur verið í stórhýsinu uppi á Ártúnsholti. Ekki þarf að sýna aðhald og sparnað í rekstrin- um. Ef fjármuni vantar er hægt að hækka orkureikn- inginn. Hvar er þá kostnaðaraðhaldið? Hver getur fylgst með og veitt nauð- synlegt aðhald? B o r g a r s t j ó r n Reykjavíkur gerir það ekki. Þar er pólitískur meiri- hluti sem samþykk- ir aðgerðir framlengingar sinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það er kominn tími til að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að rannaka starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og eðlileg gjöld not- enda miðað við þokkalega rekið fyrirtæki og eðlilega arðsemi. Með sama hætti og í Bretlandi þyrfti síðan að vera sérstök eftir- litsnefnd sem fylgdist með hækk- unarþörf eða lækkunarmöguleik- um fyrirtækisins. Það er ekki náttúrulögmál að gjaldskrár hækki. Góð stjórn fyrirtækisins hefði getað lækkað gjaldskrána. Þess í stað þurfa orkunotendur í þessum landshluta nú að greiða sérstakan R lista- Ingibjargar/Al- freðsskatt vegna rangra ákvarð- ana pólitískrar spillingar. ■ Hraðatak- markari í alla fólksbíla Kristinn Sigurjónsson skrifar Umferðarmenning Íslendingaer fyrir neðan allar hellur. Ég sem bílstjóri hef séð menn taka gríðarlega áhættu, jafnvel bara til þess að vera á undan næsta bíl. Það er enginn gróði af fram- úrakstri - einungis aukin bens- íneyðsla og stress. Margir vöru- og flutningabílar eru með svokallaðan hraðatak- markara sem gerir þeim ókleyft aka hraðar en 90 kílómetra á klukkustund. Þetta er mjög snið- ugur búnaður að mörgu leyti. Í Fréttablaðinu þann 17.ágúst sagði Ágúst Mogensen fram- kvæmdarstjóri rannsóknar- nefndar umferðaslysa að hraðakstur væri orsakavaldur í mörgum slysum sem verða í dreifbýlinu. Af því tilefni vil ég leggja það til að svona hraðatak- markari verði settur í alla fólks- bíla og þeim gert ókleift að aka hraðar en 90 kílómetra á klukku- stund. Það sem kemur til með að vinnast með þessu er að þá verð- ur öll umferðin á sama hraða og framúrakstur nánast úr sögunni. Ef hægt er að forða einu bana- slysi þá hefur þetta borgað sig. Það getur verið erfitt að setja í lög að allir bílar skuli vera með slíka hraðatakmarkara vegna hins gríðarlega kostnaðar. En hægt væri að ákveða að frá og með áramótum yrði þessi búnað- ur í öllum bílum sem eru skráðir hér. Einnig má ímynda sér að ein- ungis þeir sem teknir verða við hraðakstur verði dæmdir til að setja þetta í bílinn. Annað sem nauðsynlegt er að koma á fót hér á landi er um- ferðardómstóll. Öll slys þar, sem meiðsl verða, fari þangað og sá sem er valdur að slysinu verði gerður ábyrgur með sektum og eða fangelsi. ■ Um daginnog veginn JÓN MAGNÚSSON LÖGMAÐUR ■ skrifar um Orkuveitu Reykjavíkur Hækkun vegna hita? ■ Bréf til blaðsins Írskar krár reyklausar Blekkingin afhjúpast ■ Það er kominn tími til að skip- uð verði sér- stök rannsókn- arnefnd til að rannaka starf- semi Orkuveitu Reykjavíkur og eðlileg gjöld notenda miðað við þokkalega rekið fyrirtæki og eðlilega arð- semi. REYKINGABANN Á ÍRLANDI Þessi lífsnautnamaður í Dyflinni verður að venja sig við að anda að sér hreinu lofti frá og með næsta nýársdegi ef fyrirætlanir heilbrigðisráðherra landsins ná fram að ganga. AP M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.