Fréttablaðið - 19.08.2003, Side 17
Tímabær frétt birtist á forsíðuFréttablaðsins á dögunum
um rannsókn ríkislögreglu á
starfsemi trúfélags. Það er von
mín að þessari
löngu tímabæru
rannsókn verði
fylgt áfram af
fullum krafti.
Auðvitað er
fólki ekki sjál-
frátt þegar það
lætur hafa af
sér stórar fjár-
hæðir undir
þrýstingi „elsk-
andi“ manna
sem taka við
miklum fjár-
munum fyrir
hönd þess sem
öllu ræður.
Þetta andlega
ofbeldi innan
trúfélaga á sér
víða stað.
Heimsfriðar-
samband fjöl-
skyldna, sem
áður gekk undir
nafninu Uni-
fication Church
,var stofnað af
séra Moon 1960 og komst hann
fyrst í heimsfréttirnar af ein-
hverju ráði fyrir skattsvik á átt-
unda áratugnum. Starfsemi
þessarar kirkju hefi ég kynnst
persónulega og langar mig til að
upplýsa fólk um peningaplokkið
þar á bæ.
Heilaþvottur og fjáröflun
Meðlimir eru sendir til margra
mánaða, og stundum ára, í fjáröfl-
unarherferðir um allan heim. Þeir
ganga í hús og selja vöru undir
því yfirskyni að þeir séu fátækir
námsmenn. Allur ágóði, að frá-
dregnu uppihaldi, rennur til höf-
uðstöðva kirkjunnar. Í Evrópu eru
þær í Frankfurt. Þaðan er fjár-
magni komið fyrir á bankareikn-
inga og millifært eða sent til Suð-
ur-Ameríku og Kóreu. Meðlimum
ber að greiða tíu prósent af tekj-
um sínum en talað hefur verið um
þrjátíu prósent. Alls konar gjöld
eru í gangi. Nú síðast svonefnt
himnaríkisgjald, fyrir inngöngu í
himnaríki, sem innheimt er á
námsskeiði í Kóreu. Upphæðin er
rúmir 1000 Bandaríkjadalir. Þá ber
að greiða fyrir sérstakt nafnskír-
teini, eða vegabréf hinnar nýju
þjóðar Moons, sem hann kallar
hina nýju Ísrael. Fjörtíu daga dvöl
í sæluríki hans í Suður-Ameríku
kostar um 2000 Bandaríkjadali.
Sérstakar samkomur eru haldnar
til að frelsa forfeður, en hverjir sjö
ættliðir kosta um 300 dali. Þá er
ógetið um þær afmælisgjafir til
Moons og eiginkonu hans sem
meðlimir þurfa að fjármagna.
Ekki er óalgengt að keyptir séu
dýrir skartgripir úr gulli og strey-
ma þeir að frá öllum löndum.
Andlegt ofbeldi
Þá ber að spyrja hvernig og
hvers vegna fólk lætur hafa sig
út í slíkan þrældóm. Kannski er
meginástæðan sú að tekið er á
móti nýjum meðlimum með ólýs-
anlegri ást og mannkærleika.
Fólk er ginnt með matarboðum
og súkkulaði og byrjað er á að
forrita hugsun þess upp á nýtt.
Öll gagnrýni er sögð af hinu illa
og sýna verður skilyrðislausa
hlýðni við leiðtoga. Moon er ein-
ráður og orð hans eru lög og geð-
þóttaákvarðanir óumdeilanlegar.
Enda taka meðlimir hans hann
fyrir heilagan Messías -Krist
endurkominn.
Heilaþvegnir meðlimir segja
sig ekki knúna til eins né neins.
Þeir séu í söfnuðinum af frjálsum
vilja. Ég er þó á annarri skoðun.
Þeir eru undir miklum andlegum
þrýstingi, andlegu ofbeldi sem
felst m.a. í því að ef þeir ekki
greiða uppsett gjöld, er þeim hót-
að refsingu guðs og eilífri útskúf-
un. Eins og starfsemi þessarar
kirkju blasir við mér, er hún ein
stór peningavél sem hefur með-
limi sína að féþúfu í gengdar-
lausu peningaplokki sem á sér
einsdæmi í allri kirkjusögunni.
Tíundagreiðslur eru val
Ég er ekki viss um að ofannefnd
frétt Fréttablaðsins hafi átt við
þessa kirkju, þar sem hún er ekki
fjölmenn hér á landi. En ef ríkis-
lögreglustjóri telur ástæðu til að
rannsaka tíundagreiðslur annarra
trúfélaga, þá hefur hann enn meiri
ástæðu til að fara í saumana á
Moonkirkjunni.
Það má árétta í framhaldi af
þessu að tíundagreiðslur voru hluti
af lögmáli Móse. En þær eru engin
skylda lengur, ekki frekar en dýra-
fórnir sem voru stundaðar af
Ísraelsmönnum. Kristnir menn
búa ekki lengur við þessi lögmál.
Óprúttnir kirkjuleiðtogar hafa not-
fært sér þekkingarleysi meðlima
til að hafa af þeim fé og auðgast á
þeim, gagnstætt öllum kristnum
gildum og jafnvel boðum Jesú
Krists, sem þeir telja sig vera tals-
menn fyrir.
Því er ánægja til þess að vita að
ríkislögreglustjóri ætli sér að
rannsaka hina andlegu ofbeldis-
menn í þjóðfélaginu, sem af mik-
illi ósvífni kenna sig við Krist. Ég
þakka Fréttablaðinu fyrir upp-
sláttinn. ■
17ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2003
„Óprúttnir
kirkjuleiðtog-
ar hafa not-
fært sér þekk-
ingarleysi
meðlima
sinna til að
hafa af þeim
fé og auðgast
á þeim gagn-
stætt öllum
kristnum gild-
um og jafnvel
boðum Jesú
Krists sem
þeir telja sig
vera tals-
menn fyrir.
DANSAÐU HANDFRJÁLS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
21
88
6
0
8/
20
02
Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting
COROLLA - MOBILE Vertu líka í nánu sambandi. Komdu strax. Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan,
Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla
Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Við bjóðum þér upp.... í reynsluakstur. www.toyota.is
FJÖLDAGIFTING Á VEGUM SÉRA MOON
„Eins og starfsemi þessarar kirkju blasir við mér,“ skrifar Einar Ingvi Magnússon, „er hún
ein stór peningavél sem hefur meðlimi sína að féþúfu í gengdarlausu peningaplokki sem
á sér einsdæmi í allri kirkjusögunni.“
Umræða
EINAR INGVI
MAGNÚSSON
■ skrifar um
rannsókn ríkis-
lögreglu á starf-
semi trúfélaga
Féþúfur
trúarleiðtoga