Fréttablaðið - 19.08.2003, Page 18

Fréttablaðið - 19.08.2003, Page 18
18 19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR Mikhail Gorbachev missti völd-in á þessum degi fyrir 1tólf árum. Það er ekki lengra síðan en þá að harðlínumenn innan Komm- únistaflokksins komu honum í stofufangelsi á heimili hans í Cri- mea. Fréttir af valdaráninu sögðu Gorbachev hafa tekið sér frí frá störfum vegna heilsuleysis og rík- isfjölmiðlarnir í Sovétríkjunum fyrrverandi fylltust af fordæm- ingum á stefnu forsetans. En nýju valdhafarnir, undir forystu Gennady Yanayev, lýstu yfir neyð- arástandi og fljótlega eftir það flyktist fólk út á göturnar til að mótmæla valdaráninu. Það var þá sem Boris Yeltsin ruddist fram í sviðsljós heimsins þegar hann klifraði upp á skriðdreka og bað hermenn að ráðast ekki gegn þeim óbreyttu borgurum sem vildu mótmæla valdaráninu. En mann- mergðin var mikil við Kreml þrátt fyrir blátt bann af hálfu þeirra sem höfðu valdið. Boris tóks hins- vegar að tala hermennina til og þeir réðust ekki gegn almenningi og síðar varð Yeltsin forseti. ■ 19. ágúst 1991 MIKHAIL GORBACHEV ■ upplifði einn af sínum erfiðustu dög- um á þessum degi fyrir tólf árum. Þá missti hann völdin og var settur í stofu- fangelsi af félögum sínum í flokknum. Boris Yeltsin hoppaði upp á skriðdreka og fangaði athygli umheimsins. BILL CLINTON Maðurinn hennar Hillary á afmæli á þess- um rokkaradegi. En rokkararnir Billy J. Kramer úr The Dakotas og Ian Gillan úr Deep Purple deila deginum með honum ásamt John Deacon úr Queen. MIKHAIL GORBACHEV missti völdin á þessum degi fyrir tólf árum, en ekki fyrir Yeltsin heldur harðlínukomm- únistum undir forystu Gennady Yanayev. Gorbachev í stofufangelsi 1960 Rússar senda tvo hunda í ferðalag um sporbaug jarðar í gervihnetti. 1964 Bítlarnir fara í fyrstu tónleikaferð sína um Norður Ameríku. 26 borgir voru á tónleikadagskránni. 1973 Sveitasöngvarinn Kris Kristoffers- son kvænist Ritu Coolidge í Los Angeles. 1981 Sjónvarpsþættirnir Charlies Angels ljúka göngu sinni á sjónvarpsstöð- inni ABC. 1984 Kylfingurinn Lee Trevino vinnur 66. PGA-mótið með fjögurra högga mun. 1986 Lagið Papa don’t Preach með Madonnu kemst á topp banda- ríska vinsældarlistans. 1991 Fellibylurinn Bob gengur yfir Bandaríkin. 18 manns farast. Lítið fyrir umstang Telma Lucinda Tómasson segistekki vera mikið fyrir að halda upp á afmælin sín. Í fyrra, þegar hún fagnaði fertugsafmæli sínu, ákvað hún að halda veislu með þrig- gja tíma fyrirvara. „Þá fór með mínum innsta vina- hóp í fjöru á Stokkseyri,“ segir Telma. „Þar kveiktum við bál, borð- uðum dýrindis humar, drukkum kampavín og spjölluðum. Engar ræður,bara skemmtisögur og gam- an.“ Skiljanlega höfðu gestirnir eng- an tíma til gjafakaupa en Telmu hefði ekki getað verið meira sama. „Mér finnst skemmtilegast að vera með góðu fólki og það þarf ekkert að vera eitthvað umstang í kringum það. Ég á allt, hvað gefurðu fertugri manneskju?“ Í ár býst Telma við því að afmæl- isdagurinn verði frekar hversdags- legur. Móðir hennar, sem er hol- lensk en býr í París, er stödd á land- inu og þá er von á góðu. „Hún kann að búa til góðar kökur og mat, ég hef hana grunaða um að gefa mér eitthvað gott í gogginn.“ Heimsókn mömmu bætir kanns- ki upp fyrir það að eiginmaður Telmu, kvikmyndagerðamaðurinn Karl Óskarsson, er í útlöndum og fagnar áfanganum því ekki með henni. „Hann ferðast mikið og er oft staddur erlendis þegar ég á afmæli. Ég held að það sé nú ekki gert til þess að komast hjá því að gefa mér afmælisgjöf,“ segir hún og hlær. „En ég á von á góðu símtali að utan og svo hef ég börnin mín heima.“ Gjöfin kemur svo væntanlega síðar, en eiginmaðurinn er að sögn afar gjafmildur og notar ekki endi- lega afmælisdaganna til þess að gefa. Telma segir lífið hafa verið sæluríkt eftir að hún hætti á frétta- deild Stöðvar 2. Hún hefur fengið tíma til þess að sinna útivist og hestamennskunni með fjölskyldu og vinum. Hún fylgist þó ennþá með og segist vera „enn á klukkunni“. Sérstaklega þegar stór mál eru í fréttunum. „Ég átti t.d. mjög erfitt með mig í kosningunum í vor. Ég sakna líka fólksins sem ég vann með. Stöð 2 er gott fyrirtæki og þar er margt sem ég sakna,“ segir Telma að lokum. biggi@frettabladid.is Silfur Egils hætt á Skjá einum Jú, það er búið að segja uppsamningnum við mig,“ segir Egill Helgason þáttastjórnandi um þær sögusagnir að hinn vin- sæli sjónvarpsþáttur Silfur Egils verði ekki á dagskrá í vetur. „Það eru komnir nýjir stjórnendur að stöðinni sem hafa ekki kunnað að meta það sem ég geri.“ Egill gerði næstum 200 Silfur Egils þætti á þeim fjórum árum sem þátturinn var á dagskrá. Árið 2000 fékk hann Edduverðlaun sem besti sjónvarpsþátturinn á ís- landi. Það er án efa hægt að full- yrða að Silfur Egils hafi breytt því hvernig talað er um pólitík hér á landi og samkvæmt skoðanakönn- un Fréttablaðsins í vetur voru Eg- ill og Gísli Marteinn vinsælustu sjónvarpsmenn landsins, langt um vinsælli en þeir sem á eftir komu. En forsagan að brottför Egils er að fyrir kosningarnar í vor vildu stjórnendur stöðvarinar gera miklar breytingar á þættin- um en gáfust upp eftir nokkur átök: „Því kemur þessi niðurstaða ekkert sérstaklega á óvart,“ segir Egill. „Ég hefði þó verið tilbúinn að halda áfram með þættina, mér finnst ekki að ég sé búinn að ljúka mér af á þessum vettvangi. Ég hef miklar taugar til Skjás eins og margra sem þar starfa. En ég veit að ég er ekki einn um að sakna þeirra sem áður stjórnuðu fyrir- tækinu og byggðu það upp. Að mörgu leyti fannst mér orðið verulega að mér þrengt á Skján- um. Það lá ákveðið vantraust í loftinu og ég var í raun farinn að vera miklu gætnari en mér er eig- inlegt að vera. Þeir sem nú hafa yrirráð yfir Skjánum eru að sækja fram í fleiri menningarfyr- irtækjum, það held ég að sé visst áhyggjuefni.“ Egill spókar sig um Berlín þessa dagana og hugsar ekki mik- ið til vetrarins: „Já, ég er í Berlín núna og upp- lifi frábæra sumardaga í þessari mögnuðu borg. Hugsanir um kom- andi vetur bíða betri tíma en ég ætla ekki að þagna,“ segir Egill og þjóðin hlýtur að vona að rödd Eg- ils hverfi ekki þótt Silfrið verði ekki á Skjánum í vetur. ■ ??? Hver? „Í grundvallaratriðum er maður ekkert annað en efni og bruni.“ ??? Hvar? „Ef ég er ekki illa blekktur af einhverjum Matrix stýrikerfum þá bý ég á plánetunni Jörð. Ég hef afrekað flest það sem ég ætlaði að gera, þannig að ég hlýt að vera á tómri niðurleið héðan í frá.“ ??? Hvaðan? „Ég kem bara úr einhverjum drullupolli úr forneskju. Kem þó úr Breiðholti, gekk í Fellaskóla og hélt áfram í Menntaskól- ann við Sund. Ég ætla að flytja aftur í Breiðholtið, þegar ég er orðinn gamall maður, til þess að deyja þar.“ ??? Hvað? „Að finna hamingjuna. Ég er búinn að ljúka tveimur Háskólaprófum og það er ekkert miðað við það að finna hamingj- una. Það er það eina sem maður þarf að gera í lífinu.“ ??? Hvernig? „Það fer bara eftir efnahvörfum hvers dags. Annars reyni ég bara að vera hress eins og Hemmi Gunn.“ ??? Hvers vegna? „Það sem er ekki fyrir tómar tilviljanir og heppni sem kom mér þangað sem ég er staddur í dag í lífinu þá þakka ég for- eldrum mínum allt annað.“ ??? Hvenær? „Í dag, núna! Það er núna sem skiptir öllu máli, ekki á morgun og ekki í gær.“ TELMA LUCINDA TÓMASSON „Mér líður alltaf betur og betur eftir því sem árin líða,“ segir Telma. Afmæli TELMA LUCINDA TÓMASSON ■ fyrrum fréttakona, spáir því að dagurinn verði rólegur þrátt fyrir að hún fagni 41 árs afmæli sínu. Hún grunar þó móður sína um bakstur og vonast eftir eplaköku. Tímamót EGILL HELGASON ■ stendur á tímamótum þessa dagana. Það er búið að segja upp samningnum við hann svo þátturinn Silfur Egils verður ekki á Skjá einum í vetur. Egill tekur því rolega í Berlín og spókar sig á kaffihús- um borgarinnar. EGILL HELGASON Hættur á Skjá einum. Þeir sögðu upp samningi við hann og Egill er bara kominn til Berlínar og spókar sig um bæinn í rólegheitunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Yngvi Guðmundsson, fyrrverandi raf- magnseftirlitsmaður, Hlíf II, Ísafirði, lést föstudaginn 15. ágúst. Ása Jóhannsdóttir, Geitlandi 8, lést fimmtudaginn 7. ágúst. Útför hennar hefur farið fram. Guttormur Sigurbjörnsson, fyrrverandi forstjóri, lést mánudaginn 11. ágúst. 13.30 Ágúst Guðlaugsson verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju. 13.30 Gunnar I. Sigurðsson frá Hvassa- hrauni verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. 15.00 Andrea Benediktsdóttir, Selja- vegi 19, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni. 15.00 María Guðrún Konráðsdóttir frá Skagaströnd, Jökulgrunni 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. ■ Andlát ■ Jarðarfarir Árni Pétur Guðjónsson leikari, 52 ára. Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður, 51 árs. Bjarni Þór Óskarsson hæstaréttarlög- maður, 48 ára. Þórður Árnason tónlistarmaður, 51 árs. Tómas Óskar Guðjónsson forstöðu- maður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, 44 ára. ■ Afmæli ■ Dagurinn FREYR EYJÓLFSSON Dagskrágerðamaður Rásar 2 og liðsmaður í hljómsveitunum Miðnes og Geirfuglunum. ■ Persónan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Tilkynningar Fréttablaðið býður lesendum sín- um að senda inn tilkynningar, hvort heldur er um að ræða dánar- fregnir, jarðarfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Fyrirtækjum er einnig velkomið að nýta sér þessa þjónustu í sambandi við stöðuveit- ingar. Tekið er á móti tilkynning- um á tölvupostfangið tilkynning- ar@frettabladid.is. Hafa ber í huga að upplýsingar verða að vera ítarlegar og helst tæmandi. ■ 19.ágúst

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.