Fréttablaðið - 19.08.2003, Síða 24

Fréttablaðið - 19.08.2003, Síða 24
FÓTBOLTI Þróttur kom í veg fyrir að Fylki næði tveggja stiga forystu í Landsbankadeild karla með 5-1 sigri á Árbæjarvelli. Þróttarar fengu óskabyrjun þegar Gestur Pálsson skoraði strax á fjórðu mínútu og Sören Hermannsen bætti öðru marki við tíu mínútum síðar. Staðan í leikhléi 0-2. Sævar Þór Gíslason minnkaði muninn á 60. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Þróttarar létu markið ekki slá sig út af laginu og bættu Sören og Gestur hvor sínu markinu við. Páll Einarsson fyrir- liði innsiglaði síðan sigurinn tæp- um tíu mínútum fyrir leikslok. KR heldur þar með toppsætinu í deildinni, en Þróttarar stökkva úr sjöunda sæti í það þriðja. ■ 24 19. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR NÝTA SÉR TÆKNINA Vélmennið Ami hélt á kyndlinum fyrir Há- skólaleikanna í Suður-Kóreu. Háskólaleik- arnir verða haldnir í 22. sinn í borginni Daegu og standa yfir í tíu daga. Háskólaleikar Góður möguleiki á sæti í lokakeppni FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Færeyingum í Þórshöfn á morgun í undankeppni Evrópumótsins. Henrik Larsen, landsliðsþjálfari Færeyja, segir leikinn mikilvægan báðum liðum og vonast til að ná hagstæðum úr- slitum. „Við vorum nálægt því að ná jafntefli gegn Íslandi á útivelli og stóðum í Þjóðverjum svo það get- ur allt gerst,“ sagði Larsen þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Ísland vann fyrri leik þjóðanna á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn einu. Ísland er í öðru sæti 5. riðils undankeppninn- ar með níu stig, tveimur stigum á eftir Þjóðverjum. Færeyingar eru á botninum með eitt stig, eftir jafntefli við Skota í fyrsta leik. „Ég er ekki ánægður með stöðu okkar í riðlinum og hefðum við verið aðeins heppnari í leikj- um okkar værum við með fleiri stig,“ segir Larsen en Færeyingar töpuðu naumlega fyrir Þjóðverj- um, 2-1, á útivelli. „Þetta er hluti af leiknum og ég vona að heppnin snúist okkur brátt í hag.“ Færeyingar geta ekki stillt upp sínu sterkasta liði þar sem Frode Benjamín og Jåkúp á Borg eru í leikbanni. „Þetta verður erfiður leikur. Allir leikmenn íslenska liðsins spila með erlendum félagsliðum en við getum náðu hagstæðum úr- slitum ef við leikum eins og við gerðum í seinni hálfleik á Laugar- dalsvelli,“ segir Larsen. „Íslenska liðið á eftir að leggja allt í sölurn- ar þar sem það er í góðri stöðu í riðlinum.“ Íslenska liðið á eftir þrjá leiki í riðlakeppninni, gegn Færeying- um á morgun og tvo gegn Þjóð- verjum, silfurliði frá heimsmeist- aramótinu í fyrra. Henrik Larsen telur íslenska liðið eiga mikla möguleika á að komast í loka- keppni Evrópumótsins. „Þjóðverjar eru ekki með jafn sterkt lið og áður svo Ísland á góða möguleika á að komast áfram. Í íslenska liðinu eru góðir einstaklingar, eins og Eiður Smári Guðjohnsen, sem geta klárað leikina upp á sitt eins- dæmi.“ kristjan@frettabladid.is FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, leikmaður Chelsea, og Pétur Hafliði Marteinsson, hjá Stoke City, náðu ekki að mæta á æfingu með íslenska landsliðinu í Fær- eyjum í gærdag þar sem þeir misstu af flugi um morguninn. Eiður Smári og Pétur voru vænt- anlegir til Færeyja í gærkvöldi. Lárus Orri Sigurðsson, leik- maður W.B.A., er á batavegi en hann hefur átt við meiðsli að stríða í brjósti. „Hann er betri í dag en í gær,“ sagði Logi Ólafs- son, landsliðsþjálfari, þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Lárus Orri tók þátt í æfing- unni í gær en það skýrist ekki fyrr en í dag hvort hann verður leikfær. Landsliðsþjálfararnir völdu nítján manna hóp, en ljóst er að einn á eftir að detta út fyrir leikinn gegn Færeyjum á morg- un. Pétur var kallaður inn í hóp- inn eftir að meiðsli Lárusar Orra voru ljós. ■ Eiður Smári og Pétur Hafliði: Misstu af flugi til Færeyja EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Missti af flugi til Færeyja í gær og gat ekki tekið þátt í æfingu. Ísland mætir Færeyjum í undankeppni Evrópumótsins á morgun. Henrik Larsen, landsliðsþjálfari Færeyinga, býst við hörkuleik. Segir Ísland eiga góða möguleika á að komast í lokakeppnina. STAÐAN Í 5. RIÐLI: Leikir U J T Stig Þýskaland 5 3 2 0 11 Ísland 5 3 0 2 9 Skotland 5 2 2 1 8 Litháen 6 2 1 3 7 Færeyjar 5 0 1 4 1 HENRIK LARSEN Landsliðsþjálfari Færeyja býst við hörkuleik í dag og telur Ísland eiga góða möguleika á að komast í lokakeppni Evrópumótsins. BALLACK MEIDDUR Miðvallarleik- maðurinn Michael Ballack getur ekki tekið þátt í vináttuleik Þýska- lands og Ítalíu á morgun vegna meiðsla. Ballack er meiddur á kálfa og gat ekki leikið á móti Ís- lendingaliðinu Bochum á laugar- daginn var. STOKE FÆR LIÐSAUKA Stoke City hefur krækt í varnarmaninn Paul Williams. Williams, sem lék áður með Southampton og Coventry í ensku úrvalsdeildinni, kom til Stoke án greiðslu. Þetta er mikill fengur fyrir Stoke sem situr á toppi ensku 1. deildarinnar. ■ Fótbolti ■ Leiðrétting Rangt var farið með nafn Björg-vins Páls Gústafssonar, mark- varðar íslenska U-18 ára landsliðs- ins í handknattleik, í blaðinu í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KARLAR L U J T Mörk Stig KR 14 8 3 3 21 : 17 27 Fylkir 14 8 2 4 22 : 15 26 Þróttur 14 7 0 7 24 : 21 21 FH 14 6 3 5 24 : 22 21 ÍA 14 5 5 4 21 : 19 20 ÍBV 14 6 1 7 20 : 21 19 Grindavík 14 6 1 7 18 : 23 19 KA 14 5 2 7 24 : 22 17 Valur 14 5 1 8 18 : 23 16 Fram 14 4 2 8 19 : 28 14 Úrslit leikja í gær Fylkir 1:5 Þróttur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÚR LEIK ÞRÓTTAR OG FYLKIS Þróttarar tóku Fylkismenn í kennslustund á Árbæjarvelli í gær. Landsbankadeild karla: Stórsigur Þróttar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.