Fréttablaðið - 19.08.2003, Síða 27
ÞRIÐJUDAGUR 19. ágúst 2003
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
■ FYRIRLESTUR
27
Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 57 57 600 • Fax 57 57 605 • www.fossberg.is • fossberg@fossberg.is
si
gu
r@
vo
rt
ex
.is
si
gu
r@
vo
rt
ex
.is
3/8 toppasett
BE 96025501
Útsöluverð kr 9.995 með vsk
Geirungsög
ME 601670000
Útsöluverð 63.995 með vsk
Rafhlöðuborvél BST 18 volt
Rafhlöðu handljós
ME 602400500
Útsöluverð 37.495 með vsk
Rafhlöðuborvél BST 12 volt
ME 602274510
Útsöluverð 15.995 með vsk
Flísasög 400 wött
23500033
Útsöluverð 27.995 með vsk
Ágúst-útsala
BERTOOL
METABO
METABO
METABO
LUTZ
Öryggisskór
ýmsar gerðir
afsláttur
30-70%
VIRUTEX-rafmagnsverkfæri
síðustu eintökin á miklum afslætti
Heflar - fræsarar - hjólsagir
TREND-fræsarar
CRAIG DAVID
Á föstudaginn var haldin hin árlega tónlist-
arverðlaunahátíð Comet 2003 í Köln,
Þýskalandi. Hér sést breski popparinn
Craig David taka við verðlaunum sem
hann vann fyrir „besta alþjóðlega mynd-
bandið“.
Nítíu og eins árs gamall Texas-búi hefur verið ásakaður um
að ræna þrjá banka á síðustu fimm
árum.
JL Hunter „Red“ Rountree á að
hafa rænt þrjá banka First Amer-
ican Bank keðjunnar með því að
rétta fram umslag til gjaldkerans
þar sem á stóð ritað „RÁN“.
Í þriðja skiptið sem hann gerði
þetta, á fimmtudaginn síðasta,
náði vitni bílnúmerinu hjá gamal-
menninu og tilkynnti lögreglu.
Rountree var því handtekinn á
leiðinni heim til sín.
Gamli maðurinn situr nú í fang-
elsi sakaður um bankarán. Hann
getur orðið frjáls ferða sinna tíma-
bundið gegn tæpum tólf milljónum
króna. Rountree stal tæpum 160
þúsund krónum úr bankanum.
„Ég man ekki eftir því að hafa
handtekið jafngamlan mann,“
sagði lögreglumaðurinn sem hand-
tók hann. „Ég hef aldrei heyrt um
það að jafngamall maður brjóti
lögin, hvað þá að hann ræni
banka.“ ■
FYRIRLESTUR Austurríski heimspek-
ingurinn Hans Köchler telur neit-
unarvald fimm ríkja í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna vera alvar-
legan veikleika á alþjóðasam-
starfi Sameinuðu þjóðanna.
Dr. Hans Köchler, sem er bæði
prófessor í heimspeki og deildar-
forseti heimspekideildar Inns-
brück háskóla í Austurríki, er
staddur hér á landi og ætlar að
flytja nú í hádeginu fyrirlestur
um samspil valds og alþjóðarétt-
ar. Fyrirlesturinn verður fluttur í
stofu 101 í Odda og nefnist hann:
„The Dialectic of Power and Law:
The United Nations and the New
World Order“.
Mótsögnin, sem skipan Sam-
einuðu þjóðanna hvílir á að hans
mati, felst í því að þeim er ætlað
að vera vettvangur fyrir samstarf
ríkja á jafnréttisgrundvelli, en
um leið er starf þeirra takmarkað
af neitunarvaldi fimm ríkja.
Köchler telur þennan veikleika
hæglega geta riðið Sameinuðu
þjóðunum að fullu. Svo gæti farið
að stofna þurfi ný alþjóðleg sam-
tök með yfirþjóðlegt vald sem
tækju við af Sameinuðu þjóðunum
en væru laus við þennan ann-
marka. ■
BANKARÁN
„Réttu mér alla peningana eða ég fæ
hjartaáfall á staðnum!“
91 árs gamall
bankaræningi
Eru Sameinuðu
þjóðirnar úreltar?
DR. HANS KÖCHLER
Flytur fyrirlestur um samspil valds og
alþjóðaréttar nú í hádeginu í Odda,
húsi hugvísinda- og viðskiptafræði-
deilda Háskóla Íslands.