Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2003, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 19.08.2003, Qupperneq 30
TÓNLIST Ásmundur Jónsson, út- gáfustjóri Smekkleysu, ætti að vera orðinn kunnugur tónlist vin- konu sinnar, Bjarkar Guðmunds- dóttur. Á dögunum aðstoðaði hann hana við að velja úr safni tónleika- upptekna frá fjórum tónleikaferð- um hennar um heiminn. Afrakst- urinn var gefinn út í safnboxi, þar sem er að finna fjóra geisladiska, DVD disk og bók með myndum og ítarlegu viðtali, þar sem Ási spyr og Björk svarar. „Ég fór t.d. í gegnum einhverja sjötíu tónleika á Homogenic-tón- leikaferðalaginu,“ segir Ási sem hefur fundið fyrir miklum áhuga af útgáfu af þessu tagi frá aðdá- endum Bjarkar. „Það sést best á öllum þeim fjölda sjóræningjaút- gáfum sem eru flæðandi á mark- aðinum. Hér gengur fólk að ein- hverju sem hljómar vel, vitandi að þetta eru hápunktar á viðkom- andi tímabilum.“ Árið 1997 setti Björk það sem vinnureglu að hljóðrita alla tón- leika sína. „Það var þess vegna til miklu minna efni frá fyrstu tveimur tónleikaferðunum.“ Upp- tökurnar af Debut tónleikaferð- inni eru mest megnis samansettar af MTV unplugged tónleikum Bjarkar. „Eftir á að hyggja standa þeir tónleikar algjörlega upp úr hvað varðar tónleikahald frá þess- um tíma. Björk kom þar með sér- staka hlið á Debut-lögunum sem var að hluta til nær hinum upphaf- legu hugmyndum af lögunum á Debut.“ Í laginu „I Go Humble“ af Homogenic má svo heyra Björk skjóta inn tilvitnunum í Michael Jackson lagið „Wanna Be Start- ing Something“ af plötunni „Thriller“. Nú vinnur hún að sinni fimmtu eiginlegu breiðskífu sem ætti að verða tilbúin í lok ársins. Eins og staðan er í dag er þó ekki reiknað með útgáfu fyrr en næsta vor. biggi@frettabladid.is Hrósið 30 26. júlí 2003 LAUGARDAGUR Ég keypti mér bara svona bókí gegnum Netið af því að ég vildi gera teiknimynd,“ segir Sigurður Orri Þórhannesson, kvikmyndagerðarmaður og tölvunörður, um það hvernig hann, rétt orðin 22ja ára, fór að því að vinna norræna keppni á kvikmyndahátíð í Noregi. „Ég er algjört tölvunörd og hef mjög gaman af því að hanga einn inni í sama herberginu. Þessi mynd er samt þriggja ára og í raun sendi ég hana bara inn í einhverju djóki. En nú held ég að ég sé orðinn miklu betri í þessu og langar til að gera nýja mynd í vetur,“ segir Sigurður Orri, en hann vinnur með pabba sínum við forritun en ætlar í Listaháskólann í haust og læra grafíska hönnun. ■ Kvikmynd SIGURÐUR ORRI ÞÓRHANNESSON ■ vann til verðlauna á norrænu kvik- myndahátíðinni í Tromsö um helgina og kemur ekki heim fyrr en á morgun. Hann vinnur hjá pabba sínum og ætlar í Lista- háskólann. ... fær Sif Gunnarsdóttir, fram- kvæmdarstjóri Menningarnætur, fyrir vel unnið starf. Verðlaun veitt fyrir íslenska mynd ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ísafjarðarbær. Geoff Hoon ráðherra. Þjóðverja. VERÐLAUNATEIKNIMYND Tölvugerða teiknimyndin hans Sigurðar Orra Þórhannessonar vann til verðlauna í Tromsö um helgina. Vilja næst fá stærra svið og risaskjái TÓNLEIKAR Talið er að um sjötíu þúsund manns hafi séð tónleika Rásar 2 og Reykjavíkurborgar á Hafnarbakkanum á Menning- arnótt. „Við erum alveg í þrjú þúsund fetum, algjörlega í skýjunum,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson hjá Rás 2, en hann átti hugmyndina að fjölskylduvænum tónleika rétt fyrir flugeldasýningu. „Þetta heppnaðist frábærlega í alla staði. Við höfum verið að fá mik- ið af tölvupósti og símtölum frá alls kyns fólki sem var hrifið af þessu.“ Óli Palli segir mikinn vilja hjá Rás 2 að gera tónleikana að árleg- um viðburði. Þá væri hægt að stækka þá í smíðum. „Í öllu sem maður gerir vill maður gera bet- ur en síðast. Það má alltaf gera aðeins betur. Það væri gaman ef hægt væri að hafa stærra svið og risasjónvarpsskjái svo fleiri geti séð. Vonandi heyrðu flestir það sem var að gerast á sviðinu en það voru ekki svo margir sem sáu það.“ Óli segir að ekkert hafi verið rætt um áframhaldandi samstarf stjórna Menningarnætur og Rás- ar 2. Hann ítrekar þó að sam- starfsviljinn sé mikill innan Rás- arinnar. ■ Kvikmynd Dags Kára Péturs-sonar, Nói Albínói, hefur vak- ið töluverða athygli á kvikmynda- hátíðum í helstu borgum Ástralíu. Aðstandendur hátíðarinnar í Mel- bourne fara fögrum orðum um myndina en gagnrýnandi hátíðar- innar í Sydney segir Nóa Albínóa velheppnaða og „snjóhvíta“ frum- raun. Einnig er óhætt að fullyrða að Nói hefur unnið hug og hjörtu áhorfanda en þeir fimm hundruð frumsýningargestir sem fylltu að- alsal hátíðarinnar gáfu myndinni háa einkunn. Gagnrýnandi The Courier Mail, útbreiddasta dag- blaðs borgarinnar, var einnig hrif- inn og setti myndina efst á lista yfir áhugaverðar myndir á hátíð- inni, sem hafði um tvö hundruð kvikmyndir á efnisskránni. Fréttiraf fólki ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal það tekið fram að hrefna er ekki kvenmaður heldur hvalategund. Safnbox frá Björk: Hápunktar á tónleikum BJÖRK Gerði það að vinnureglu árið 1997 að hljóðrita alla tónleika sína.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.