Fréttablaðið - 01.09.2003, Qupperneq 4
4 1. september 2003 MÁNUDAGUR
Er búið að ýta Eiði Smára Guð-
johnsen til hliðar í liði Chelsea?
Spurning dagsins í dag:
Væri betra að setja sölubann í stað
veiðibanns á rjúpu?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
32,5%
67,5%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Gefa á fimmtíu daga frest til að rífa viðbyggingu í Heiðargerði:
Húseigandi borgi 50 þúsund á dag
SKIPULAGSMÁL Gefa á eiganda húss
í Heiðargerði frest í fimmtíu daga
til að rífa ólöglega ofanábyggingu.
Sekta á húseigandann um 50 þús-
und krónur fyrir hvern dag sem
líður fram yfir frestinn ef viðbyg-
gin er ekki fjarlægð.
Hæstiréttur dæmdi, eftir
mikinn málarekstur á fyrri stig-
um, að ofanábyggingin í Heiðar-
gerði skyldi hverfa. Viðbyggingin
var reist án þess að afla bygging-
arleyfis frá borgaryfirvöldum. Sá
hluti sem á að hverfa er í ósam-
ræmi við deiliskipulag hverfisins.
Borgaryfirvöld vilja að húsið verði
fært í slíkt horf að það verði í sam-
ræmi við byggingarleyfi sem gefið
var út í júní árið 2000.
Dagsektirnar voru samþykktar
í skipulags- og byggingarnefnd
Reykjavíkur á miðvikudag með at-
kvæðum fulltrúa R-listans. Sjálf-
stæðismenn sátu hjá. Málinu var
vísað til borgarráðs sem mun taka
endanlega afstöðu til þess hvort
borgin beiti dagsektum til að knýja
húseigandann til að hlíta dómi
Hæstaréttar. ■
Í vanda með valið
Ótrúlega margir mættu til undankeppni í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2.
Aðstandendur keppninnar eru mjög ánægðir og segja það koma á óvart
hve sjálfsörugg og hæfileikarík ungmennin eru.
KEPPNI Tæpur helmingur þeirra
um það bil 140 ungmenna sem
skráðu sig til keppni í Idol keppni
Stöðvar 2 mættu til leiks. Keppnin
fór fram á Hótel Lofleiðum og var
mikið um að vera þar alla helgina.
Pálmi Guðmundsson, markaðs-
stjóri hjá Stöð 2, sagði keppnina
hafa gengið ótrúlega vel. „Þetta
unga fólk hefur staðið sig gífur-
lega vel og í raun ótrúlegt hve
dugleg þau eru að standa á sviði
undir svona pressu,“ segir hann.
Hann neitaði ekki að vissulega
hafi verið grátur og gnístran
tanna inn á milli en enginn kæm-
ist upp með að renna á rassinn og
þeir sem hafi ætlað að hætta við á
síðustu stundu hafi verið ýtt
áfram. „Það kemur mér samt á
óvart hvað þessi kynslóð er opin
og með gott sjálfstraustið,“ sagði
Pálmi. Hann sagði mjög erfitt að
velja úr því í hópnum séu svo
margir hæfileikaríkir krakkar.
Í byrjun voru 140 ungmenni
valin úr og síðari daginn var
skorið niður um helming. Eftir
standa því 70 keppendur sem
munu taka þátt í keppni í Austur-
bæ síðar í mánuðinum auk þeirra
sem valin verða á Akureyri um
næstu helgi. Pálmi sagði að í
keppninni í Austurbæ verði valdir
32 sem munu koma fram í fjórum
þáttum en fyrsti þátturinn verður
sendur út í 19. september.
„Ég er kominn í 70 manna hóp-
inn,“ söng ung stúlka sem kom
fram og ljómaði af ánægju. Fjög-
ur önnur biðu eftir að verða kölluð
í prufu en voru harla ánægð að
hafa komist í 140 manna hópinn.
Þau sögðust vera mjög spennt og
Anna Margrét Káradóttir frá
Grindavík sagðist vera meira en
lítið stressuð á meðan hún biði eft-
ir að verða kölluð á svið. „Þetta er
ótrúleg spenna en afskaplega
gaman. Svo er bara að sjá hvernig
mér tekst upp,“ sagði hún.
Einar Már Björnsson bar sig
vel og sagðist ekki finna fyrir
neinni spennu, þetta væri fyrst og
fremst gaman. Í salnum og á
göngum var hvarvetna ungt fólk
sem beið rólegt, hló og spjallaði á
meðan beðið var, Pálmi sagði
stemninguna hafa verið útrúlega
góða. „Krakkarnir voru komnir
hingað fyrir klukkan fyrir níu í
morgun og hafa skemmt sér vel á
meðan þau hafa beðið. Þau tóku
lagið saman og það hljómaði söng-
ur um allt hótel.“
bergljot@frettabladid.is
RAUÐU ÖRVARNAR
Listflugsveit breska flughersins, Rauðu örv-
arnar, sýndi listir sína á árlegri flugsýningu
í Radom í Póllandi í gær. Fáir fara í föt
bestu flugmanna breska flughersins en
þeir mynduðu mynstur í öllum regnbog-
ans litum á himnum. Rétt ár er síðan list-
flugsveitin flaug lágflug yfir Reykjavík á leið
sinni frá Skotlandi vestur um haf.
STEFNUBREYTING
Kim Yong Il, aðstoðarutanríkisráðherra
Norður-Kóreu lýsti miklum vilja til áfram-
haldandi viðræðna þegar þriggja daga
fundi um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu
lauk í Pekíng á föstudag. Sólarhring síðar
segist hann ekki sjá tilgang í frekari við-
ræðum og hótar að efla kjarnorkuvarnir
landsins.
Efla kjarnorkuvarnir:
Segja frekari
viðræður til-
gangslausar
PEKING, AP Norður-Kóreumenn
sögðust í gær ekki sjá neinn til-
gang með frekari viðræðum um
kjarnorkuáætlun landsins.
„Það er engin þörf á frekari
viðræðum. Þetta hefur verið inn-
antómt hjal,“ sagði fulltrúi Norð-
ur-Kóreustjórnar í gær, aðeins
degi eftir að þriggja daga viðræð-
um sex ríkja um kjarnorkuáætlun
Norður-Kóreu lauk í Pekíng.
Norður-Kóreumenn gáfu á föstu-
dag í skyn að þeir vildu ræða um
frekari lausn málsins en nú er allt
breytt.
„Við sannfærumst sífellt betur
um að við eigum ekki annars úr-
kosta en að styrkja kjarnorku-
varnir okkar til þess meðal annars
að vernda fullveldi okkar,“ sagði
talsmaður utanríkisráðuneytis
Norður-Kóreu.
JEFFREY LEE PARSON
játaði við yfirheyrslur að hafa búið til upp-
haflega Blaster-vírusinn og síðar Blaster.B-
vírusinn.
Vírusdrengur ákærður:
Sýkti hálfa
milljón tölva
MINNESOTA, AP Átján ára unglingur
í Minnesota í Bandaríkjunum, Jef-
frey Lee Parson var í gær ákærð-
ur fyrir að forrita og dreifa skæð-
um tölvuormi sem valdið hefur
usla víða um heim að undanförnu.
Þetta er fyrsta ákæran sem birt
er vegna ítrekaðra árása tölvu-
orma í sumar. Talið er að vírusar
liðinna vikna hafi sýkt hálfa mill-
jón tölva, hið minnsta.
Parson var handtekinn á föstu-
dag, en bandaríska alríkislögregl-
an, FBI, neitar að gefa upp hvort
fleiri handtökur séu væntanlegar.
Parson sætir svokallaðri rafrænni
gæslu á heimili sínu - það er þan-
nig að á hann hefur verið settur
búnaður sem gefur til kynna hvar
hann er hverju sinni. Parson er
óheimilt að yfirgefa heimili sitt
nema til að sækja skóla eða leita
læknis. Þá er Parson óheimilt að
nota Netið meðan mál hans er í
rannsókn. Parson játaði við yfir-
heyrslur að hafa hannað upphaf-
legan „Blaster-vírus“. Síðar bjó
hann til Blaster.B-vírus.“ Ótal af-
brigði fylgdu svo í kjölfarið og
ollu tjóni sem áætlað hefur verið
tæpar 900 milljónir króna.
Parson á að koma fyrir dómara
á ný 17. september. Verði hann
fundinn sekur á hann yfir höfði
sér allt að tíu ára fangelsi og gæti
þurft að greiða rúmar tuttugu
milljónir króna í sekt. ■
Umdeildi gripaflutningabíllinn í Sundahöfn:
Með vottorð fyrir sótthreinsun
STJÓRNSÝSLA Innflytjandi notaðs
gripaflutningabíls sem fluttur var
inn frá Þýskalandi og stendur í
Sundahöfn segir það rangt að bíll-
inn hafi ekki verið hreinsaður
ytra.
„Bíllinn var sótthreinsaður frá
A til Ö á þýskri hreinsunarstöð og
fyrir því höfum við vottorð,“ seg-
ir Rafn Guðjónsson, eigandi Bíla-
sölunnar Hrauns.
Rafn viðurkennir þó að inn-
flutningurinn hafa brotið í bága
við fyrirmæli yfirdýralæknis hér
um að fulltrúi embættisins skoð-
aði bílinn áður en hann færi í skip.
Landbúnaðarráðuneytið hafi hins
vegar dregið úr hófi að svara svo
að bílinn hafi verið við það að
ganga honum úr greipum:
„Við tókum sénsinn, það er
rétt. En við gátum einfaldlega
ekki beðið lengur eftir fyrirmæl-
um ráðuneytisins Ég sé heldur
ekki að yfirvöldum hér sé stætt á
því að hafna þýska vottorðinu.
Slíkt getur ekki staðist gagnvart
EES-samningnum,“ segir Rafn.
Eins og fram kom í Fréttablað-
inu á sunnudag skoðuðu bæði hér-
aðsdýralæknir og yfirdýralæknir
bílinn fyrir helgi í Sundahöfn.
Rafn segist eiga von á ákvörðun
landbúnaðarráðuneytisins í dag
um það hvort leyfi fáist fyrir inn-
flutningi bílsins. ■
Vinnsla tryggð:
KEA kaupir
Norðlenska
KJÖTMARKAÐUR Stjórn Kaupfélags
Eyfirðinga hefur ákveðið að
ganga til samninga við Kaldbak
um kaup á Norðlenska matborð-
inu. Norðlenska rekur sláturhús,
bæði á Akureyri og á Húsavík, og
hefur átt í rekstrarerfiðleikum að
undanförnu.
Tilgangurinn með kaupunum
er að tryggja rekstur Norðlenska,
endurfjármagna fyrirtækið og
tryggja hagsmuni framleiðenda.
Andri Teitsson, framkvæmda-
stjóri KEA, segir ætlunina að
vinna með bændum og öðrum
hagsmunaaðilum um að finna leið-
ir til að þeir geti komið að rekstri
félagsins. Þar til niðurstaða næst í
þeirri vinnu mun KEA tryggja
starfsemi fyrirtækisins. ■
DÍÖNU MINNST
Fjöldi Breta lagði í gær leið sína að Kens-
ingtonhöll og lagði blóm við garðshliðið til
að minnast Díönu prinsessu.
Fólksfjöldi við Kens-
ingtonhöll í gær:
Sex ár frá
dauða Díönu
LONDON, AP Sex ár voru í gær liðin
frá því Díana prinsessa af Wales
lést í bílslysi í París ásamt Dodi Al
Fayed. Fjöldi fólks lagði leið sína
að hliði Kensingtonhallar í gær,
þar sem Díana bjó síðustu æviár-
in, og lagði blóm við garðshliðið til
minningar um hana. Áhugi á
Díönu er enn gríðarlegur í Bret-
landi.
Á dögunum var skýrt frá því að
dánardómstjóri í Surrey, þar sem
Dodi Al Fayed bjó, hafi ákveðið að
hefja réttarrannsókn á dauða Al
Fayeds, sex árum eftir andlát
hans. Ekki fylgdi sögunni hvort
sambærileg réttarrannsókn yrði
hafin á dauða Díönu. ■
ÓLÖGMÆTA HÚSIÐ Í HEIÐARGERÐI
Borgarráð mun taka endanlega afstöðu til
þess hvort borgin neyti réttar síns til að
knýja húseigandann í Heiðargerði til að
hlíta dómi Hæstaréttar um niðurrif við-
byggingar.
RAFN GUÐJÓNSSON
Eigandi Bílasölunnar Hrauns í Hafnarfirði
segist lengi hafa leitað að hentugum
gripaflutningabíl fyrir viðskiptavin í Borgar-
firði. Þegar bíllinn fannst hafi biðin eftir
fyrirmælum landbúnaðarráðuneytis og yfir-
dýralæknis um það hvernig standa átti að
innflutningum reynst of löng.
MIKIÐ FRAMBOÐ Á HÆFILEIKAFÓLKI
Valið í Idol-keppninni verið mjög erfitt að mati forsvarsmanna því innan um leyndust fleiri hæfileikaríkir söngvarar en menn áttu von á.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
JA
RG
EY
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
JA
RG
EY
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
JA
RG
EY