Fréttablaðið - 01.09.2003, Page 10
Íkjölfar kaupa Landsbankans ogSamsonar á stærri hlut í Fjárfest-
ingarfélaginu Straumi gusu upp
væntingar í samfélaginu um eins-
konar vor í íslensku viðskiptalífi; að
nú skapaðist tækifæri til að leysa ís-
lensk fyrirtæki úr viðjum valda-
blokka og leyfa viðskiptalegum sjón-
armiðum loks að stjórna rekstri
þeirra. Kjarnafyrirtæki íslensks við-
skiptalífs byggðu upp stöðu sína á
innri viðskiptum, beinu og óbeinu
samráði um verðlagningu, vöru-
framboð og yfirráðasvæði og þurftu
skiljanlega að leggja mest kapp á að
viðhalda þessari stöðu fremur en að
sækja fram á markaði. Með því að
höggva á þennan hugsunarhátt má
án efa stórefla viðskipta- og atvinnu-
lífið, nýta fjármuni betur, auka hag
hluthafa, styrkja fjárhagsstöðu fyr-
irtækjanna, gera þeim fært að auka
við starfsemi sína, sækja fram á öðr-
um mörkuðum og svo framvegis.
Þetta síðasttalda er ef til vill það
veigamesta. Vegna smæðar íslenska
markaðarins eru fyrirtæki tiltölu-
lega fljót að fullnýta möguleika hans
og ef þau sækja ekki fram á aðra
markaði geta þau leiðst út í samráð
og samvinnu við samkeppnisaðila til
að auka hag sinn af þessum litla
markaði. Eða með því að elta uppi
viðskipti einstakra viðskiptavina í
stað þess að einbeita sér að þeirri
þjónustu eða vöruframleiðslu sem
hentar fyrirtækinu best. Ágætt
dæmi um þetta síðasttalda er upp-
bygging Flugleiða. Það er flugfélag
sem sér um viðhald og rekstur flug-
vélanna, rekur ferðaskrifstofur, eld-
ar matinn fyrir farþegana, selur
þeim gistingu á hótelum, leigir bíla-
leigubila og jafnvel hross. Í stað þess
að vaxa í flugrekstri – eins og góður
vísir var af í rekstri Loftleiða – hafa
Flugleiðir vaxið niður eftir og um
allan ferðamannaiðnaðinn. Hinn
margnefndi Kolkrabbi byggði á
sömu lögmálum. Innan hans voru út-
gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki,
olíuheildsala, skipafélag, trygging-
arfélög og í raun allt sem þurfti til að
byggja upp einangrað net fyrirtækja
sem þurfti ekkert að kaupa af
óskyldum fyrirtækjum. Svona inni-
lokuð kerfi drepa náttúrlega niður
kosti kapitalismans; samkeppni sem
leiðir sífellt til betra verðs, þjónustu
og vöruframboðs – betri lausna fyrir
minni pening. Á endanum verða
fyrirtækin fremur byrði á samfélag-
inu en að þau séu vélin sem knýr það
áfram.
Þessi íslenski fyrirtækjakúltúr
var skilgetið afkvæmi lítils markað-
ar og einangrunarhugsunar í ís-
lensku samfélagi. Og þó að margt
bendi til þess nú að nýir straumar
fái að leika um þessi fyrirtæki er
öruggt að þau munu aftur lenda í
sömu stöðu ef þessum grunnfor-
sendum verður ekki breytt. Þau ís-
lensku fyrirtæki sem skilgreina sig
ekki í alþjóðlegu samhengi munu
ekki geta vaxið að ráði nema á
kostnað lífskjara almennings á Ís-
landi. ■
10 1. september 2003 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Venjulegur þankagangur -svokölluð heilbrigð skynsemi
- segir manni að þetta sé afar ein-
falt: rjúpur eru í útrýmingar-
hættu og því er rangt að skjóta
þær en hrefnur eru ekki í útrým-
ingarhættu og því má skjóta þær.
Samt er málið ögn flóknara, í til-
viki hrefnunnar að minnsta kosti.
Spurningin er ekki lengur sú sem
Bubbi bar upp, hvort nauðsynlegt
sé að skjóta þá - heldur kannski
öllu fremur; er raunhæft að
skjóta þá?
Rjúpnaeldi?
Talsmaður skotveiðimanna
Sigmar B. Hauksson hefur látið á
sér skilja - án þess að segja það
beinlínis berum orðum - að fugla-
fræðingar á Náttúrufræðistofn-
un og ráðgjafar umhverfisráð-
herra, séu nokkurs konar öfga-
menn „friðunarsinnar“, andvígir
nýtingu; hann hefur reynt með
öllum ráðum að tengja þessa vís-
indamenn við þau sjónarmið
hvalverndunarmanna sem þjóð-
arsátt ríkir um að séu della. Vel
kann að vera að Sigmar hafi eitt-
hvað til síns máls þegar hann tal-
ar um að hægt sé að skipuleggja
þessar rjúpnaveiðar og hafa
hemil á allra óðustu veiðimönn-
unum, en áróður hans um falsan-
ir vísindamanna verður hins veg-
ar til þess að hið ábyrgara tal
hans missir marks.
Hitt er annað mál, sem ófróð-
ur þéttbýlisbúi skilur ekki: úr því
að mönnum þykir slík karl-
mennska og fremd að því að elta
þessar hænur um heiðar landsins
hlýtur að vera spurning hvort
einhverjir bændur geti ekki farið
að leggja stund á rjúpnaeldi. Það
má hugsa sér að þeir ali rjúpurn-
ar og hleypi þeim svo á heiðarnar
handa byssumönnum. Eða er
bara hægt að stunda eldi á vargi
og aðskotadýrum hér á landi?
Til hvers hvalveiðar?
Sú hugmynd að ekki megi
veiða dýr vegna göfugra eigin-
leika þess er okkur Íslendingum
sérlega fjarlæg. Okkur virðist
fyrirmunað að skilja að hvalaát
okkar orkar ógeðslega á marga
útlendinga rétt eins og okkur
kynni að flökra við þeim frétt-
um að Kínverjar hámuðu í sig
Pandabirni í öll mál - sem þeir
gera ekki mér vitanlega. Og ef
útlendingarnir fréttu nú það
sem löngum hefur verið opin-
bert leyndarmál hér, að engum
finnst hrefnukjöt neitt sérstak-
lega gott nema Úlfar Eysteins-
son eldi það - ja þá væri kannski
svolítið erfitt að útskýra fyrir
þeim til hvers við værum að
þessu.
Til hvers erum við aftur að
þessu? Kannski var ákvörðunin
tekin í augnabliksvímu, þetta
korter í þjóðarsögunni þegar
leit út fyrir að ameríski herinn
færi héðan og Íslendingar þurf-
tu að móta sér sjálfstæða utan-
ríkisstefnu og datt þá ekkert í
hug nema að fara að stunda
hvalveiðar. Nú er þess að vísu að
geta að vísindamenn Hafrann-
sóknastofnunarinnar verða sér
að sögn úti um verðmætar upp-
lýsingar með þessum veiðum,
og óþarft að rengja það. En þótt
vísindin efli að sönnu alla dáð og
hafi gildi í sjálfum sér - þá er
óneitanlega spurning hvaða
verði við viljum greiða þekk-
ingu á því sem í hvalgörnum
býr.
Aðrar réttlætingar þessara
veiða? Það er svolítið erfitt að
muna - nema almennt að vilja
ekki láta segja sér fyrir verk-
um. Er okkur Íslendingum eitt-
hvað í blóð borið að stunda hval-
veiðar, eins og stundum er látið
liggja að? Þær veiðar eiga sér
ekkert sérlega langa sögu hér
við land og raunar þurftu vænt-
anlegir veiðimenn nú að byrja á
því að fara á námskeið til Norð-
manna og læra af þeim hvernig
ætti að bera sig að við þessar
veiðar eins og raunar í upphafi
þeirra líka - svo inngrónar eru
þessar veiðar okkur.
Óneitanlega runnu líka á
mann tvær grímur við að fylgj-
ast með Kristjáni Loftssyni í
sjónvarpi og þeim málflutningi
hans að ekkert munaði um
hvalaskoðun í þjóðartekjum Ís-
lendinga, að Norðmenn kynnu
ekkert að selja hval og því sætu
þeir upp með óseldar birgðir af
hrefnu, og almennt og yfirleitt
að allir sem ekki væru skoðana-
bræður hans væru meira eða
minna fífl. Í sjónvarpinu var
hann hinn kokhrausti Íslending-
ur sem kærir sig ekkert um hel-
vítis heiminn og vill bara gera
hlutina eins og honum hentar
best. Á meðan ég horfði á hann
rann það upp fyrir mér að við
höfum breyst og hvalveiðar eru
nostalgía og níundi áratugur 20.
aldarinnar er liðinn.
Rjúpur eru í útrýmingar-
hættu - og höfum við áhuga á til-
raunum til að stýra veiðum á
þeim undir vísindalegri hand-
leiðslu Sigmars B. Haukssonar?
Af hrefnum er hins vegar nóg:
vandinn þar er sá að fáir nenna
að borða þær oftar en einu sinni
í forvitniskyni, kjötið selst ekki
- markaðurinn hafnar með öðr-
um orðum þessum veiðum.
Spurningin ætti að vera: er arð-
vænlegt að skjóta þær? Sé svar-
ið nei er vandséð hvers vegna
ætti að stunda hvalveiðar, því
þótt hrefnan sé tæpast göfugri
skepna en til dæmis kýrin eða
svínið, þá eru veiðar á henni
ekkert göfugri en slátrun á svín-
um og kúm. ■
Rjúpur og hrefnur
- hvað má skjóta?
Er sveigjanlegur vinnutími framtíðin fyrir
atvinnurekendur og starfsfólk?
Ráðstefna 3. september 2003. kl. 8:30 – 12:00 Hótel Sögu, Ársalur
Fjallað verður um lausn sem hefur leitt til:
• Sparnaðar í fjarvistarkostnaði
• Framleiðniaukningar hjá starfsfólki
• Sparnaðar í yfirvinnukostnaði
Aðalfyrirlesari: Andris Kreicbergs, prófessor, upphafsmaður Time Care.
Dagskrá:
08:30 Setning ráðstefnu
Snjólfur Ólafsson, prófessor, Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands
08:40 Self rostering for increased productivity and well-being
Andris Kreicbergs, professor and chief physician, Karolinska Hospital
10:10 HLÉ
10:20 Fjölskylduvænt vinnuskipulag
Þórunn H Sveinbjörnsdóttir, varaformaður Eflingar stéttarfélags
10:40 Reynsla Neyðarlínunnar af notkun Time Care
Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
11:00 Time Care lausnin
Róbert Marinó Sigurðsson & Kristín Katrín Guðmundsdóttir, Vaktaskipan
11:45 Umræður og fyrirspurnir
Aðgangur er ókeypis.
Skráðu þig á netfangið timecare@timecare.is eða í síma 511 1014
Frekari upplýsingar á www.timecare.is
„Okkur er umhugað
um þinn tíma“
• Sveigjanlegri vinnutíma
• Aukinna umráða starfsmanna yfir eigin tíma
• Aukinna lífsgæða starfsfólks
ÓDÝRT
Stálhillur
í fyrirtæki
og heimili
Stálhillur
Stærð:
D: 40 cm
B: 100 cm
H: 200 cm
5 hillur
kr. 8.765,-
Næsta bil
kr. 6.125,-
HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
en gott
Við bjóðum
14
34
/
T
A
K
T
ÍK
n
r.
4
0
A
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
■
skrifar um rjúpna-
veiðar, hvalveiðar og
heilbrigða skynsemi.
Um daginnog veginn
Spilltur
stjórnmála-
flokkur
Gunnar Ingi Gunnarsson læknir skrifar
ÍFréttablaðinu á fimmtudagsegir Guðmundur Árni Stef-
ánsson það koma sér á óvart, að
21% landsmanna telji Samfylk-
inguna vera spilltan stjórnmála-
flokk. Hann virðist bara alls ekki
skilja þetta, enda hafi Samfylk-
ingin aldrei komið að lands-
stjórninni. Vegna þessa skiln-
ingsleysis þingmannsins, langar
mig til að benda honum á tvennt
nærtækt, sem gæti kannski lag-
fært skilninginn eitthvað: Það
var auðvitað spilling og ekkert
annað, sem hrakti Guðmund
Árna, sjálfan, úr embætti heil-
brigðisráðherra hér um árið. Það
er auðvitað spilling og ekkert
annað, þegar Ingibjörg Sólrún,
fyrrverandi borgarstjóri, ekur
um á lánsbíl frá einum af stærstu
viðskiptavinum borgarinnar.
Ef Guðmundur Árni Stefáns-
son telur þetta ekki duga til skiln-
ings, ja, þá ætti spillingareink-
unn hans að vera mun hærri. ■
Greinin „Glæpamenn framtíð-arinnar“ birtist í DV fyrir
nokkru. Efni hennar var aðbúnað-
ur fanga í Litla-Hrauni. Greinina
ritaði Atli Helgason lögfræðingur
og fangi á Litla-Hrauni. Þegar bet-
ur er að gáð kemur í ljós að sú
„refsing“ sem Atli og aðrir sam-
fangar hans hafa verið dæmdir til
einkennast af niðurbroti og and-
legri kúgun frekar en uppbygg-
ingu. Ég veit ekki, svei mér þá,
hvort ég er svona vitlaus eða
hreinlega uppfullur af sakleysi
barnsins þegar ég hélt að betrun-
arvist ætti að vinna með skipu-
lögðum hætti að því að gera menn
að betri þegnum.
Tvöfeldni í fangelsismálum
Tvöfeldnin í fangelsismálum
virðist ekki einskorðuð við tvö-
falda gaddavírsgirðingu á
Hrauninu, heldur einnig þá firru
að föngum sé best fyrir komið í
eymd, vesæld og volæði, sem á
einhvern undarlegan hátt á að
skila þeim til baka út í þjóðfélag-
ið sem betri mönnum. Ég hef
undanfarið kynnst mönnum úr
hópi fyrrverandi fanga sem bera
betruninni á StokksEyrabakka
ekki góða sögu og staðfesta í
raun það sem Atli segir í grein
sinni. Sálgæsla og geðvernd
fanga virðist svo að segja engin.
Neysla eiturlyfja er víðast hvar
meiri en á byggðu bóli landsins
auk þess sem sjálfsmorðstíðni
meðal íbúa er vægast sagt ömur-
lega há. Samtöl mín við fyrrum
íbúa Hraunsins, auk greinar Atla,
staðfesta það sem ég hafði áður
heyrt þótt hvíslað væri, að fang-
elsi íslenska ríkisins að Litla-
Hrauni virðist betur til þess fall-
ið að brjóta niður en á nokkurn
hátt að byggja upp.
Fangar fái aðstoð við hæfi
Ég veit ekki nákvæma tölu um
fjölda alkahólista á Hrauninu.
Fróðir menn telja hana liggja ná-
lægt níutíu prósentum. Skekkja
um tug til eða frá ætti ekki að
skipta höfuðmáli. Hins vegar
vekur athygli að aðgangur að
ráðgjöf til handa föngum sem
glíma við þennan illvíga sjúkdóm
virðist nær enginn. Af hverju er
ekki veitt geðhjálp við hæfi inn-
an stofnunar sem misst hefur
unga menn í blóma lífsins fyrir
þeirra eigin hendi á undanförn-
um árum? Af hverju er ungum
óhörðnuðum mönnum hent inn í
gin ljónsins fyrir smáglæpasafn,
þeir látnir sitja inni með morð-
ingjum og síbrotamönnum sem
glæpamannaframleiðandinn,
Fangelsismálastofnun, hefur alið
svo settlega upp í gegnum árin?
Er fólki yfirleitt sama? Heldur
þú kannski að þú eða þinn komi
aldrei til með að komast í kast við
lögin af einhverjum ástæðum?
„Sonur minn er enginn hommi“ á
vel við hér.
Hér með skora ég á fólk að
opna augu sín og eyru fyrir neyð-
arköllum fanga, líkt og þeim er
birtust í grein Atla Helgasonar.
Þó ekki væri nema vegna hag-
ræðis, já eða hreinlega vegna
okkar allra minnstu bræðra. ■
Betrun
eða bilun?
Umræða
HELGI SELJAN JÓ-
HANNSSON
■
blaðamaður skrifar um
aðbúnað fanga
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um væntingar eftir vori
í íslenskum viðskiptum.
Íslenski markaðurinn ber ekki stór fyrirtæki