Fréttablaðið - 01.09.2003, Qupperneq 13
allt að 60
% afsáttu
r
Lyngháls 4 • Sími: 567 3300
Opið virka daga 9-18
og laugardaga 10-14
w w w . h e s t a r o g m e n n . i s
Líttu við og kynntu þér frábær
tilboð á fjölmörgum vörutegundum
✔ Fatnaður
✔ Hjálmar
✔ Reiðtygi
✔ Skór
✔ Reiðstígvél
✔ Hófhlífar
✔ Myndbönd
✔ Hnakkar á sértilboði
og margt, margt fleirra
13MÁNUDAGUR 1. september 2003
Dvaldi í Írak
Kristján Þorkelsson, pípulagn-ingarmeistari, lenti í heldur
óskemmtilegri reynslu þegar
hann dvaldist í Írak. „Ég var á
leiðinni til Babýlon frá Bagdad er
ég keyrði fram á bifreið Rauða
krossins sem hafði verið á leið til
Bagdad en orðið fyrir árás. Við
höfum líklegast komið á vettvang
um fimm mínútum eftir að árásin
var gerð og aðkoman var vægast
sagt hörmuleg. Maður óskar þess
auðvitað að þurfa aldrei að koma
að neinu þessu líku á ævinni.“
Kristján segir þó að við aðstæður
sem þessar sé nauðsynlegt að
frjósa ekki, heldur sinna því sem
þarf að sinna og hlúa að þeim
sem særast. Einn sendifulltrúi
Rauða krossins féll í árásinni og
bílstjóri bifreiðarinnar særðist
alvarlega á báðum höndum.
Kristján hélt til Írak til að
huga að vatnsveitum og vatns-
kerfum, auk þess sem hann vann
við að laga spítala, en hann hefur
unnið á spítölum allt frá árinu.
1976. „Ég var í landinu í þrjá mán-
uði og var aðallega í því að finna
spítala sem möguleiki var á að
endurbyggja.“ Að sögn Kristjáns
var alls ekki slæmt að vera í Írak,
þó hitinn hafi auðvitað verið ansi
mikill. Hann tekur þó undir það að
mikið þurfi að leggja í uppbygg-
ingu á næstunni og spítalarnir og
vatnsveitukerfin hafi verið í mjög
slæmu ásigkomulagi og þá sér-
staklega fyrir utan Bagdad. Krist-
ján var í Írak á vegum Íslands-
deildar Rauða krossins en hann
hefur tvisvar sinnum áður haldið
út á vegum deildarinnar. Kristján
segir að ástandið í landinu hafi
sífellt verið að batna þann tíma
sem hann var úti þó að ferlið
gangi ekkert sérlega vel. „Örygg-
ið er lítið og það hefur áhrif á
hraða framfara. Ég fann þó aldrei
fyrir óöryggi þar sem fólkið var
yfirleitt mjög jákvætt þar sem ég
vann.“ ■
Tímamót
KRISTJÁN ÞORKELSSON
■ kom á vettvang eftir árás á bifreið
Rauða krossins. Hann segir að aðkoman
hafi vægast sagt verið hræðileg.
STARFSMENN RAUÐAKROSSINS
Mikill skortur er á drykkjarvatni í Írak. Hér eru starfsmenn Rauðakrossins að störfum.
KRISTJÁN ÞORKELSSON
Hann vann í Írak við að huga að vatnsveit-
um og vatnskerfum. Hann segir ástandið
vera að batna þó það gerist hægt.
??? Hver?
„Góður og gegn sjálfstæðismaður,
íhaldsmaður og Vesturbæingur..“
??? Hvar?
„Á rauðu ljósi á Breiðholtsbrautinni..“
??? Hvaðan?
„Ættaður úr Reykjavík, Borgarfirði, Akur-
eyri og úr Hreppunum..“
??? Hvað?
„Sinna starfi mínu sem gæslumaður
almannafjár.“
??? Hvernig?
„Sendi fyrirspurnir vítt og breitt um
borgarkerfið. “
??? Hvers vegna?
„Það er skylda borgarfulltrúa að fylgjast
með eyðslu borgaryfirvalda og veita
þeim aðhald..“
??? Hvenær?
„Svörin eru misjafnlega lengi á leiðinni.“
KJARTAN MAGNÚSSON
Borgarfulltrúi sem vill fá skýr svör um
greiðslur til Stefáns Ólafssonar prófessors
vegna sérfræðiaðstoðar í borgarkerfinu.
■ Persónan
13.30 Lárus G. Lúðvígsson Skólavörðu-
stíg 16a, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni.
15.00 Anton Líndal Friðriksson Vestur-
götu 7, verður jarðsunginn frá
Langholtskirkju.
■ Andlát
■ Jarðarfarir
Magnús Ragnar Þórarinsson Eyjabakka
5, lést fimmtudaginn 28. ágúst.
Stefanía Guðrún Pétursdóttir lést mið-
vikudaginn 27. ágúst.
Hallfríður Sigurðardóttir, Halla, frá Helga-
felli í Svarfaðardal, lést laugardaginn 23.
ágúst.
Flóra Baldvinsdóttir Ási í Hvergerði, lést
mánudaginn 25. ágúst.
Jarðarför
Kristbjörg Einarsdóttir, Grund,
áður til heimilis að Bárugötu 35,
verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag kl. 15.00.
Aðstandendur