Fréttablaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.09.2003, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 1. september 2003 Þakrennur/ Vanræktar mest af öllu Þakrennur eru mest vanræktaraf öllu sem tilheyrir húsum. Það eru svo fáir sem skoða þær,“ segir Ólafur Sigurðsson hjá Þak- rennuviðgerðum húsaþjónustunn- ar. Ólafur segir vanrækslu á þak- rennum geta haft alvarlegar af- leiðingar. „Það fyllist kannski upp í þær. Þá lekur líka vatnið hugsan- lega undir þakið sem þýðir enn meiri viðgerðir.“ Ólafur segir þakrennur líka ryðga hraðar ef ekkert er að gert. „Það á reyndar ekki við um plast- rennurnar sem æ fleiri eru komn- ir með.“ Að sögn Ólafs er oft kallað í hann þegar í óefni er komið. „Fólki finnst oft erfitt að fara upp á þak og gera þetta sjálft. Það þarf að fara upp stiga og ef fólk er lofthrætt þá finnst því það óþægi- legt.“ Stundum kemur fyrir allt nið- urfallið stíflast og þarf þá að taka þakrennuna í sundur til að hreinsa hana. „Svo er annað og það er frárennslið frá rennunni. Ef það er ekki í lagi og lekur beint í jörðina þá getur komið fyrir að jarðvegurinn blotnar allur upp og grunnurinn á húsinu myglar.“ ■ Endurbætur/ Endur- greiðsla Þeir sem kaupa vinnu iðnaðar-manna vegna viðhalds og end- urbóta á húsnæði eiga rétt á að fá 60% af virðisaukaskatti sem leggst á vinnu iðnaðarmanna end- urgreiddan. Nálgast má eyðublað til að sækja um endurgreiðslu á Skattstofunni og á vef Ríkisskatt- stjóra www.rsk.is. Umsókninni verður að fylgja frumrit reikniga ásamt staðfest- ingu þess efnis að þeir hafi verið greiddir. Um tvær vikur tekur að fá virðisaukaskattinn endur- greiddan. ■ Haustlaukar/ Tími kom- inn til að setja niður Nú er kominn tími til að fara aðsetja niður haustlaukana. Ekkert liggur þó beinlínis á því setja má þá niður allt þar til jarð- vegurinn verður frosinn. Laukun- um má bæði stinga í litlar holur og grafa má stærri holu og dreifa úr þeim ef það hentar betur. Dýpt holunnar á að vera þannig að moldarlagið ofan á lauknum sé tvöföld þykkt hans. Gott er að hafa 10 til 12 sm á milli laukanna. Best er að vökva laukana strax og þeir hafa verið settir niður og gott er að bera áburð á líka. ■ PÁSKALILJUR Laukar að hausti verða blóm að vori.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.