Fréttablaðið - 01.09.2003, Qupperneq 24
fast/eignir 1. september 2003 MÁNUDAGUR10
Árni Magnússon félagsmála-ráðherra, Guðmundur Bjarna-
son framkvæmdastjóri Íbúða-
lánasjóðs og Runólfur Ágústsson
rektor Viðskiptaháskólans á Bif-
röst undirrituðu samkomulag um
stofnun Rannsóknarsetur í hús-
næðismálum við Viðskiptaháskól-
anna á Bifröst við setningu 86.
starfsárs Viðskiptaháskólans á
Bifröst.
Gert er ráð fyrir að Rannsókn-
arsetur í húsnæðismálum einbeiti
sér í fyrstu að hagrænum og efna-
hagslegum rannsóknum á sviði
húsnæðismála, jafnframt því að
vinna að víðtækri upplýsingaöfl-
un á sviði húsnæðismála. Því var
jafnframt undirritað samkomulag
um að rannsóknarsetrið sjái um
sérstaka gagnaöflun og úrvinnslu
upplýsinga á sviði húsnæðismála
fyrir félagsmálaráðuneyti og
Íbúðalánasjóð.
Stofnun Rannsóknarsetur í
húsnæðismálum er mikilvæg því
húsnæðismál hafa víðtæk áhrif
áallt samfélagið, félagslega, efn-
hagslega og hagfræðilega. Þrátt
fyrir það hafa húsnæðismál ekki
verið mikið skoðuð út frá hag-
rænu og efnahagslegu sjónar-
horni. Með stofnun Rannsóknar-
setursins er bætt úr því.
Við stofnun Rannsóknarseturs
var sett á fót sérstök rannsóknar-
staða fjármögnuð. Gert er ráð
fyrir að í rannsóknarstöðuna
verði ráðinn vel menntaður hag-
fræðingur með haldgóða þekk-
ingu á íslenskum fjármála- og
fasteignamarkaði. ■
Bifröst/
Rannsóknarsetur
í húsnæðismálum
UNDIRSKRIFT
Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúðalána-
sjóðs og Runólfur Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst undirrituðu samkomulagið.
BÚMENN
AUGLÝSA ÍBÚÐIR
Blásalir í Kópavogi
Til endurúthlutunar er nýleg 4-5 herb. íbúð, um 123 fm. í 10
hæða fjölbýlishúsi. Íbúðinni fylgir stæði í bílakjallara og getur
verið til afhendingar fljótlega.
Prestastígur Grafarholti
Eigum búseturétt í nýlegri 82 fm., 2ja herbergja íbúð í fjögurra
hæða lyftuhúsi. Íbúðin til endurúthlutunar fljótlega og fylgir
stæði í bílakjallara.
Grænlandsleið í Grafarholti
Til sölu eru íbúðir við Grænlandsleið 29-43 í Grafarholti. Um er
að ræða 3ja herb. íbúðir, rúmlega 90 fm. að stærð. Íbúðirnar
eru í átta tvíbýlishúsum og fylgir stæði í bílageymslu öllum
íbúðunum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með miklu út-
sýni til norðurs og vesturs. Sér inngangur er inn í allar íbúðirn-
ar. Íbúðirnar verða til afhendingar í janúar 2004.
Umsóknafrestur er til 10. september n.k.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins að Suður-
landsbraut 54 eða í síma 552-5644 milli kl. 9-15.
Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri.
Búmenn hsf. www.bumenn.is
skemmtileg birta
fyrir alla
93.000 eintök
frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum
sjónvarpsdagskráin
vi›töl
greinar
ver›launagátur
pistlar
sta›reyndir og sta›leysur
frítt á föstudögum