Fréttablaðið - 01.09.2003, Qupperneq 27
fast/eignirMÁNUDAGUR 1. september 2003 13
Áeigendum í fjöleignarhúsumhvíla margvíslegar skyldur,
bæði fjárhagslegar og aðrar, sem
einstakir eigendur hafa gagnvart
sameigendum sínum vegna hins
nána sambýlis sem búsetu í fjöl-
eignarhúsi fylgir.
Í fjöleignarhúsalögunum er
ákvæði sem gerir húsfélagi kleift
að gera íbúðareiganda að flytja
brott úr íbúð sinni og selja hana,
gerist hann sekur um gróf eða ít-
rekuð brot á skyldum sínum gagn-
vart húsfélaginu eða einstökum
eigendum. „Lögin gera ráð fyrir
að húsfélagið fari með þetta vald
en hins vegar geta einstakir eig-
endur gripið til þeirra, bitni brot
aðallega eða eingöngu á þeim og
húsfélagið fæst ekki til að gripa
til ráðstafana vegna þess,“ segir
Hrund Kristinsdóttir lögfræðing-
ur hjá Húseigendafélaginu. „Úr-
ræðin taka ekki aðeins til eigenda
sjálfra heldur verður þeim einnig
beitt gegn afnotahöfum, til dæmis
sambýlisfólki, fjölskyldumeðlim-
um eða leigjendum.“
Aðvörun
Hrund segir að áður en unnt sé
að krefjast brottflutnings hins
brotlega úr húsinu og/eða hann
selji eignarhluta sinn, verði að að-
vara hann formlega. „Telja verður
að stjórn húsfélags geti skorað á
hinn brotlega að taka upp betri
siði og sent aðvörun án þess að
húsfundur hafi tekið um það
ákvörðun.“ Ef ákvörðun er tekin á
húsfundi um að senda aðvörun
nægir samþykki einfalds meiri-
hluta miðað við hlutfallstölur á
löglega boðuðum húsfundi. Senda
þarf hinum brotlega aðvörun að
minnsta kosti einu sinni. Hún skal
vera skrifleg og send með sannan-
legum hætti. Því er öruggast að
senda hana í ábyrgðarbréfi eða
símskeyti.
Í aðvörun skal skora á hinn
brotlega að taka upp betri siði og
aðvara hann við afleiðingum frek-
ari brota. „Mikilvægt er að fram
komi með nákvæmum hætti í
hverju brotið er fólgið og hvaða
afleiðingar gróf og ítrekuð brot
geta haft í för með sér. Mikilvægt
er að senda aðvörun en réttmæti
frekari aðgerða samkvæmt lögun-
um er háð því að aðvörun hafi ver-
ið gefin og send og að hún hafi
ekki borið árangur.“
Krafa um brottflutning
Láti hinn brotlegi ekki segjast
eftir að hafa fengið aðvörun og
áminningu er húsfélagi rétt að
banna honum búsetu og dvöl í hús-
inu og skipa honum að flytja á
brott með fyrirvara sem má ekki
vera skemmri en einn mánuður.
Undantekning er þó gerð ef eðli
brota, viðbrögð við aðvörun eða
aðrar knýjandi aðstæður valda
því að aðgerðir þola ekki bið, þá
má fyrirvarinn vera skemmri.
Með sama hætti er húsfélagi
rétt að krefjast þess að hinn brot-
legi selji eignarhluta sinn svo
fljótt sem auðið er og skal veita
honum sanngjarnan frest í því
skyni, þó ekki lengri en þrír mán-
uðir.
„Ef hinn brotlegi flyst ekki á
brott innan greindra tímamarka
má framfylgja kröfum húsfélags-
ins með lögsókn, eftir atvikum
lögbanni og/eða útburði að undan-
gengnum dómi og eftir atvikum
án undangengins dóms. Hægt er
að selja eignarhluta hins brotlega
á nauðungarsölu að undangengn-
um dómi verði hann ekki við kröf-
um húsfélagsins um að selja
hann.“
Ákvörðun um að eiganda verði
gert að flytja eða selja eignar-
hluta sinn skal taka á löglega boð-
uðum húsfundi með samþykki 2/3
hluta eigenda, bæði miðað við
fjölda og hlutfallstölur. Helming-
ur eigenda miðað við fjölda og
eignarhluta verða að vera á fundi.
Eðli brota og sönnun á
þeim
Sönnunarbyrði um form og
efni hvílir alfarið á húsfélaginu.
Því þarf húsfélag að sanna að rét-
tra formreglna hafi verið gætt við
alla ákvarðanatöku og fram-
kvæmd ákvarðana. Einnig eru
gerðar ríkar sönnunarkröfur til
húsfélagsins um tilvist brots og
grófleika þess.
Húseigendafélagið hefur fjöl-
mörg mál til meðferðar þar sem
húsfélög leita aðstoðar félagsins
vegna grófra brota íbúa fjöleign-
arhúsum. „Brot eru oft framin af
einstaklingum sem eiga við ýmis
geðræn vandamál að stríða en
neysla áfengis og vímuefna
kemur einnig oft við sögu. Þess
eru dæmi að íbúar í fjöleignar-
húsum þurfi að búa við skelfing-
arástand svo sem hótanir, of-
beldi, íkveikjur, áfengis- og
vímuefnaneyslu og hroðalega
umgengni bæði í séreign og sam-
eign. Lögregluskýrslur hafa ver-
ið mikilvægastar hvað varðar
sönnun á tilvist brots og gróf-
leika og hafa í raun verið grund-
vallaratriði þess að hægt væri að
beita þessum úrræðum fjöleign-
arhúsalaganna.“
Reglugerð veldur neyðará-
standi
Í byrjun árs 2001 tók gildi hér á
landi reglugerð um meðferð per-
sónuupplýsinga hjá lögreglu.
„Samkvæmt henni er óheimilt að
miðla persónuupplýsingum úr
skrám lögreglu án samþykkis
hins skráða eða að öðrum tiltekn-
um skilyrðum uppfylltum. Í
reglugerðinni er mælt fyrir um að
einungis megi miðla persónuupp-
lýsingum innan lögreglu, ákæru-
valds og fangelsismálastofnunar.
Einnig er heimilt að miðla upplýs-
ingunum til annarra stjórnvalda
og erlendra lögregluyfirvalda að
uppfylltum ákveðnum skilyrð-
um.“
Eftir að reglugerðin tók gildi
hefur húsfélögum ítrekað verið
synjað um afrit af skýrslum til að
nota í málarekstri gegn brotleg-
um eigendum og hefur það haft
afdrifaríkar afleiðingar. „Eigend-
um í fjöleignarhúsum eru allar
bjargir bannaðar, geta ekki sann-
að brot sín og þar með er komið í
veg fyrir beitingu þeirra mikil-
vægu úrræða fjöleignarhúsalag-
anna sem hér hefur verið fjallað
um.
Húsfélög eiga ótvírætt lög-
varða hagsmuni af því að fá lög-
regluskýrslur í hendur ef mál
varða íbúa í húsinu og hefur
áhrif á aðra íbúa. Þótt lögregla
sé almennt aufúsugestur þá
raskar það friði íbúa og kemur
óorði á hús ef lögreglan er tíður
gestur þar. Það er líka röskun á
húsfriði og öðrum íbúum sannar-
lega viðkomandi ef ítrekað er
grunur um refsiverða háttsemi í
húsum. Slíkt raskar friði íbúa og
veldur þeim öryggisleysi. Það er
fráleitt einkamál lögreglu og
viðkomandi brotlegs eiganda ef
lögregla þarf sí og æ að koma í
fjöleignarhús,“ segir Hrund
Kristinsdóttir. ■
FJÖLEIGNARHÚS
Í lögum um fjöleignarhús er ákvæði sem gerir húsfélagi kleift að gera einstökum íbúðareiganda að flytja brott úr íbúð sinni og selja
hana, gerist hann sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða einstökum eigendum.
Úrræði gagnvart brotlegum eigendum í fjöleignarhúsum/
Brotlegir eigendur
- hvað er til ráða?
Þórarinn
Jónsson
Lögmaður,
löggiltur
fasteignasali
Viðar F.
Welding
Sölumaður
GSM 866 4445
Jón
Kristinsson
sölumaður
GSM 894 5599
www.eignanaust.is
Vitastígur 12 – 101 Rvík – Sími 551 8000 – Fax 551 1160
Einbýli - raðhús
Ásbúð-með aukaíbúð.
Fallegt 198 fm. einbýlishús á tveim-
ur hæðum með 45,7 fm innbyggð-
um bílskúr og stídíóíbúð. Húsið
stendur innst í lokuðum botnlanga.
Verð 25,9 millj. Setja inn efst í 4-5
herbergja íbúðir. Grettisgata- 4-5
herbergja. Mjög góð endaíbúð á 1
hæð í góðu stigahúsi. Talsvert end-
urnýjuð. 2 auka herbergi í risi í út-
leigu. Laus fljótlega. Góð kaup!
Núpabakki
Endaraðhús með innbyggðum bílskúr
245 fm. 4 svefnherbergi, sólstofa, 2
stofur, útsýni, skólar og öll þjónusta í
næsta nágrenni. Verð 20,9 millj.
Breiðavík-við sjávar-
síðuna
Glæsilegt einbýlishús 240fm, tvö-
falldur bílskúr, 4 svefnherbergi, 2
baðherbergi, 2 stofur, útivistarpara-
dís, sjávarsíðan og gólfvöllur. Húsið
selst fokhelt. Áhvíl. 9,0 húsbréf. Verð
24,0 millj.
Jónsgeisli-Grafarholti
Einbýlishús á tveimur hæðum 246fm
ásamt 27fm bílskúr. Möguleiki á 3-4ra
herb. séríbúð á jarðhæð. Fallegt út-
sýni. Húsið skilast fokhelt fullfrágeng-
ið að utan. Verð: 19,8 millj.
Nýbyggingar
Gvendargeisli sérhæðir
Glæsilegar 2ja-4ra herbergja sér-
hæðir með sérinngangi, gott skipu-
lag, frábær staðsetning rétt við golf-
völl og fallegt útivistarsvæði.
4-5 herbergja íbúðir
Ljósheimar-Laus strax
4ra herbergja 91fm íbúð á 2 hæð. 3
svefnherbergi, stofa með suð-vestur
svölum, nýtt gler. Íbúðin er öll nýmál-
uð og laus nú þegar. Verð: 12,9 millj.
4ra í rimahverfi óskast.
Höfum kaupanda að góðri 4ra her-
bergja íbúð á 1 hæð með sérgarði í
Rimahverfi eða Foldum. Ef það
vantar pláss má taka út sumarbú-
staðir og síðan neðstu eignir í at-
vinnuhúsnæði.
Stóragerði
4ra herbergja 106 fm íbúð á 3. hæð.
2 stofur og 2 svefnherbergi. Tengt
fyrir þvottavél á baði. Í kjallara fylgir
herbergi. Verð 13,3 millj.
Árkvörn-Ártúnsholti
Falleg 4ra herbergja 118fm enda-íbúð
á 2 hæð með sérinngangi. 3 stór
svefnherbergi á sér gangi, stór stofa
sem býður uppá möguleika á fjórða
svefnherberginu, suður svalir, sér
þvottahús, frábær staðsetning, skólar
og útivistarsvæði í næsta nágrenni.
Verð: 16,9 mil.
3ja herbergja íbúðir
Maríubakki
Falleg 3ja herbergja 73fm íbúð á 2
hæð. 2 svefnherbergi, rúmgóð stofa,
glæsilegt eldhús með sér þvottahúsi
innaf. Fallegt útsýni. Verð 10,2 millj.
Bergstaðarstræti
Falleg 3ja herb. 98fm íbúð á 2hæð,
með parketi og útsýni uppá Bald-
urstorg. Verð 13,2 millj. 2ja her-
Skúlagata-Lyftuhús
Glæsileg 2ja herbergja 60fm íbúð á 5
hæð, í lyftuhúsi byggðu 1998. Vand-
aðar innréttingar, sérmerkt bílastæði
í bílahúsi. Laus strax. Verð 12,9 millj.
Sumarbústaðir
Glæsilegir nýjir sumarbústaðir, full-
búnir eða styttra komnir eftir óskum
kaupenda.
Atvinnuhúsnæði
Lindargata - 40 fm steinhús
Iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum
alls 40fm, nýklætt bárujárni, verð 4,2
millj.
Dugguvogur - vinnustofur
Nýinnréttaðar 40-60fm einingar sem
hennta sem vinnustofur-skrifstofur,
er í dag í skammtímaleigu.
Fyrir fjárfesta
504fm iðnaðarhúsnæði með góðum
leigusamningi í Grindavík, Áhvíl.10,0
millj. Verð: 20,0 millj.
Opið virka daga 9-17
Drápuhlíð-3ja herb.
Falleg 3ja herbergja 70 fm. kjallaraíbúð. Tvö rúm-
góð svefnherbergi, stór stofa, endurnýjað bað-
herbergi. Áhvl. bygg. sj. 3,8 millj. með vöxtum.
21 þús. á mán. Verð 11,3 millj.
Norðurbraut-Hafnarfjörður.
Gullfalleg 110 fm. sérhæð í tvíbýli ásamt 27 fm.
bílskúr. Tvær stofur, 3 svefnherbergi, flísalagt
eldhús. Góð staðsetning á kyrrlátum stað. Verð
15,8 millj.
Bankastræti – penthouse
Glæsileg 149 fm hæð í húsi byggðu 1972. 2 stór
svefnherbergi, vinnuherbergi, stór stofa, eldhús í
sérflokki, tvennar svalir, glæsilegt útsýni. 2 sér bíla-
stæði á baklóð. Eign í sérflokki. Verð: 24,9 millj.