Fréttablaðið - 01.09.2003, Page 35

Fréttablaðið - 01.09.2003, Page 35
15MÁNUDAGUR 1. september 2003 DANSAÐU HANDFRJÁLS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 21 88 6 0 8/ 20 02 Handfrjáls búnaður Samlituð vindskeið Hágæða hljómtæki Lúxus innrétting COROLLA - MOBILE Vertu í góðu sambandi. Komdu strax. Prófaðu nýjan Corolla Mobile með handfrjálsum búnaði, Sedan, Hatchback eða Wagon. Corolla Mobile er hlaðinn nýjungum, innréttingin er ríkuleg og tónlistin dunar í hágæða hljómtækjum með 6 hátölurum. Corolla Mobile er glæsilegur bíll að utan sem innan. Við bjóðum þér upp.... í reynsluakstur. www.toyota.is Nýr lúxusbíll frá Skoda, SkodaSuperb, var frumsýndur hjá Heklu nú um helgina. Í Skoda Superb eru fimmtán tölvustýrð kerfi og stýris- og hemlabúnaður af fullkomnustu gerð. Í bílnum er tvöfalt bremsu- kerfi með læsivörn og diskum á öllum hjólum. Bíllinn er með sjálfvirkri stöðugleikastýringu sem fylgist með stöðu bifreiðar- innar í akstri og grípur sjálfkrafa inn í stjórnun hennar við ákveðn- ar aðstæður. „Þetta er kærkomin viðbót við Skoda-flóruna,“ segir Jón Trausti Ólafsson, kynningarfulltrúi Heklu. „Bíllinn hefur vakið mikla athygli, sérstaklega fyrir það hversu rúmgóður hann eru að aftan.“ Skoda Superb komst í fréttir hérlendis fyrir skömmu þegar Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra, festi kaup á slíkum bíl. Á árum áður óku þjóðhöfð- ingjar um víða veröld á Skoda Superb, því Skoda framleiddi lúxusbifreið með þessu nafni á fyrra blómaskeiði sínu, á árun- um 1934 til 1949. Bílarnir voru meðal annars notaðir af forsæt- isráðherra Tékkóslóvakíu og Japanskeisara, enda þóttu bíl- arnir með þeim glæsilegustu sem völ var á. ■ Nýr Renault Megane: Glerblæjubíll fyrir íslenskar aðstæður Hinn nýi Renault Megane hef-ur vakið töluverða athygli fyrir öðru vísi og að margra mati ögrandi útlit. Þessi bíll, sem kom á markaðinn hér á landi í ársbyrjun, er þó aðeins sá fyrsti, í sjö bíla seríu, sem á þetta nýja útlit sam- eiginlegt. Af þessari sjö bíla seríu eru tveir komnir á markað, stuttbak- urinn Renault Megane í þriggja og fimm dyra útgáfu. Þar sem nokkur munur er á búnaði þeirra, er um tvær aðskildar útgáfur að ræða. Að sögn Helgu Guðrúnar Jón- asdóttur, kynningarstjóra B&L, bætast þrír nýir bílar við seríuna á næstunni. „Núna í september kemur Megane Saloon, fjögurra dyra fólksbíll og langbakurinn Megane Sport Tourer. Upp úr miðjum október vonumst við síðan til að geta sett á markað nýja útgáfu af Megane Scénic sem á undanförnum árum hefur verið sá mest seldi í flokki fjöl- nota bíla,“ segir Helga Guðrún. „Allt eru þetta sannir Renault bílar í þeim skilningi að hvað hönnun, búnað og öryggi varðar eru þeir meðal þeirra fremstu.“ Á fyrri hluta næsta árs mun svo aftur draga til tíðinda, en þá kemur á markaðinn sjö manna út- gáfa af Megane Scénic ásamt hin- um stórskemmtilega blæjubíl, Coupé-Cabriolet. Sá bíll er með glerblæju í stað hefbundinnar taublæju. „Glerblæjan dregur all- verulega úr vindhljóðum, auk þess sem hljóð- og hitaeinangrun- in verður mun betri. Margt bend- ir því til að Renault hafi þróað blæjubíl sem hentar íslenskum aðstæðum,“ bendir Helga Guðrún á. „Það skemmtilega við bílinn er að þótt um gerðarlega glerblæju sé að ræða, leggst hún saman í þar til gert hólf, alveg eins og hefð- bundin blæja, á jafnlöngum tíma eða á um 15 til 20 sekúndum.“ ■ BÍLL MEÐ EYRU Þessi skrýtni smábíll sást í Þýskalandi á dögunum. Kannski það komi sér vel að eiga bíl sem heyrir vel? BANDARÍKJAMENN Í BELTUM Bíl- beltanotkun er að aukast í Banda- ríkjunum samkvæmt nýlegri könnun. Notkunin er nú kominn upp í 79%, sem er fjórum pró- sentustigum hærra en á síðasta ári. ÖRUGGIR BÍLAR Renault Espace IV náði besta árangri sem nokkur bíll hefur náð á árekstarprófi Euro NCAP. Bíllinn fékk fimm stjörnur á prófinu. Fimm aðrar bílategundir fengu einnig fimm- stjörnur, BMW X5, Peugeot 807, Saab 9-5, Toyota Avensis og Volvo XC90. AP /M YN D ■ Utan úr heimi NÝI BÍLLINN Í Skoda Superb eru fimmtán tölvustýrð kerfi. Skoda Superb á markaðinn: Lúxusbíll þjóðhöfðingja COUPÉ-CABRIOLET Hinn stórskemmtilegi Coupé-Capriolet er með glerblæju í stað hefðbundinnar taublæju.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.