Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2003, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 01.09.2003, Qupperneq 40
20 1. september 2003 MÁNUDAGUR STUÐNINGUR Stuðningsmaður Real Madrid lét svo sann- arlega finna fyrir sér þegar hann hljóp nak- inn yfir Bernabau-völlinn þegar Madrid mætti Real Betis í fyrstu umferð spænsku deildarinnar. Fótbolti Landsbankadeild karla: Jafntefli á Hlíðarenda FÓTBOLTI ;Valur og KA gerðu 2-2 jafntefli í 16. umferð Landsbanka- deildar karla að Hlíðarenda í gær. Leikurinn bauð upp á mikla skemmtun, fjögur mörk og tvö rauð spjöld. Ellert Jón Björnsson kom Valsmönnum yfir á 22. mín- útu með marki beint úr horn- spyrnu. Heimamenn voru betri í fyrri hálfleik en rétt áður en flaut- að var til fyrri hálfleiks fékk Vals- arinn Sigurður Sæberg Þorsteins- son að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í andstæðing. Í seinni hálfleik fór Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, fyrirliði KA, sömu leið og Sigurður Sæberg og því tíu í báðum liðum. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði fyrir KA á um miðjan síðari hálfleik en Stefán Helgi Jónsson kom Valsmönnum aftur yfir þegar rúmar tíu mínút- ur voru eftir. Fjórum mínútum fyrir leikslok jafnaði síðan markahrókurinn Hreinn Hrings- son metin fyrir KA úr vítaspyrnu og þar við sat. Ekki var hægt greina frá úr- slitum úr leik Fram og FH þar sem blaðið var farið í prentun áður en leiknum lauk. Í kvöld lýkur 16. umferð Lands- bankadeildarinnar þegar Fylkir fær ÍA í heimsókn og topplið KR sækir Grindvíkinga heim. Leikirn- ir hefjast báðir klukkan 18. ■ World Ju-Jitsu Federation Iceland Sjálfsvarnarskóli Íslan N ú g e t a a l l i r l æ r t S j á l f s v ö r n ? Faxafen 8 Sjálfsvarnarskóli Íslands býður upp á námskeið í sjálfsvörn fyrir alla aldurshópa. Við erum með sérstaka tíma fyrir börn og unglinga,tímarnir eru aldurskiptir. Byrjendur eldri en 16 ára hafa fjölda tíma til þess að æfa alvöru sjálfsvörn. Jiu Jitsu eykur sjálfstraust og aga. Jiu Jitsu er ekki keppnisíþrótt, heldur sjálfsvörn. Íþróttin byggir á tækni, tökum og lásum. Jiu Jitsu hentar jafn ungum sem öldnum. Það er alltaf hægt að byrja að æfa. Upplýsingar á heimasíðu og í símum: 820-3453 uppl. um byr jenda og kvennatíma. 863-2803 uppl. um barna og unglingatíma. Kennslustaður Munið tilboð XY.IS Íslandsbanka gildir til áramóta. Við erum með aukatíma á laugardögum fyrir alla hópa 22:00 19:00 22:00 19:00 Mánudaga Þriðjudaga Miðvikudaga Föstudaga 21:00 21:00 Byrjendur 16-80 ára 20:00 20:00 8-11 ára 17:00 17:00 12-15 ára 18:00 18:00 21:00 21:00Konur Framhald Skýring Tímatafla veturinn 2003-2004 PETIT ÆFUR mmanuel Petit franski miðvallarleikmaður Chelsea hefur sakað Garry Flitcroft hjá Blackburn Rovers um að hafa gefið sér olnboga- skot í leik liðanna á laugardag. Petit þurfti að yfirgefa völlinn í skamma stund til að láta huga að skurði sem hann fékk. Þegar hann kom aftur inn á lét hann dómarann vita af atvikinu og er hugsanlegt að Enska knatt- spyrnusambandið rannsaki at- vikið. VIDUKA ÁFRAM HJÁ LEEDS Mark Viduka framherji Leeds segist glaður leika áfram með liðinu en hann hefur verið orð- aður við mörg stærstu lið Evr- ópu undanfarið. Meðal liða sem hafa lýst yfir áhuga eru Inter Milan, Real Madrid, Tottenham og Barcelona. Viduka segist líka vel í herbúðum Leeds og ætlar að klára þriggja ára samning sinn við liðið. DALMAT TIL TOTTENHAM Mið- vallarleikmaðurinn Stephane Dalmat hefur verið keyptur frá Inter Milan til Tottenham Hotspur. Middlesbrough var á höttunum eftir hinum 24 ára gamla Frakka en náðu ekki að semja um kaup og kjör. Dalmat ákvað því að ganga til liðs við Spurs við mikla óánægju Steve McClaren stjóra Boro. FÓTBOLTI Arsenal náði þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í gær með 2-1 sigri á Manchester City. Manchester United sem var á toppnum ásamt Arsenal fyrir leikina í gær tapaði fyrir Sout- hampton 1-0. Manchester City fékk óska- byrjun á heimavelli þegar Bisan Lauren leikmaður Arsenal varð fyrir því óhappi að skora sjálfs- mark strax á níundu mínútu. Eftir markið virkaði vörn Arsenal held- ur óstyrk og voru heimamenn mun líklegri til að bæta við marki en gestirnir að jafna. Leikmenn Arsenal náðu ekki að skapa sér umtalsverð færi en þegar það tókst sá David Seaman, fyrrum markvörður Lundúnarliðsins, við þeim. Í seinni hálfleik komu leik- menn Arsenal tvíefldir til leiks og skoraði Sylvain Wiltord strax á annarri mínútu. Heimamenn voru ívið betri en það var Svíinn Fred- rik Ljungberg sem kom Arsenal yfir um miðjan síðari háfleik og þar við sat - þrjú stig í höfn og toppsætið. Markahrókurinn James Beattie skoraði sigurmarkið tveimur mín- útum fyrir leikslok þegar Sout- hampton vann Manchester United, 1-0, á heimavelli. Sigurinn var sanngjarn og hefði í raun geta orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Tim Howard í marki United. Leik- menn gestanna virtust vanmeta lið Southampton og komust aldrei í takt við leikinn. Fyrri hálfleikur var ekki upp á marga fiska en í þeim síðari juku heimamenn hrað- ann og voru mun sterkari aðilinn. Unglingurinn Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður á 67. mínútu en náði ekki að breyta gangi leiksins. Það var áðurnefnd- ur Beattie sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Graeme Le Saux. Þetta var annað mark Beatties í deildinni og fyrsti sigur Sout- hampton. ■  15.00 Litið yfir mörk helgarinnar í enska boltanum á Stöð 2.  16.45 Ensku mörkin eru sýnd á Sýn.  18.00 Grindavík fær topplið KR í heimsókn í Landsbankadeild karla. Fylgst verður með leiknum á Sýn.  18.00 Fylkir fær ÍA í heimsókn í Landsbankadeild karla. Fylgst verður með leiknum á Sýn.  22.00 Íslensku mörkin eru sýnd á Sýn.  22.20 Sýnt úr leikjum sextándu umferðar Landsbankadeildar karla á RÚV.  22.30 Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis í Olíssporti.  23.00 Ensku mörkin eru sýnd á Sýn.  0.00 Litið yfir mörk helgarinnar í enska boltanum á Stöð 2.  0.00 Sýnt frá leikjum í Lands- bankadeild karla á Sýn. hvað?hvar?hvenær? 29 30 31 1 2 3 4 SEPTEMBER Mánudagur FÖGNUÐUR Freddie Ljungberg skoraði sigurmark Arsenal í gær þegar liðið sótti Manchester City heim. Arsenal situr nú eitt á toppnum í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal eitt á toppnum Arsenal náði þriggja stiga forystu í ensku úr- valsdeildinni í gær eftir sigur á Manchester City. United tapaði fyrir Southampton. ■ Fótbolti MISSTU MENN Bæði Valur og KA misstu mann út af með rautt spjald þegar liðin áttust við í gær. Jafntefli varð niðurstaðan þar sem hvort lið skoraði tvö mörk. KARLAR L U J T Mörk Stig KR 15 9 3 3 30 Fylkir 15 8 2 5 26 FH 15 7 3 5 24 ÍA 15 6 5 4 23 Þróttur R. 16 7 1 8 22 Grindavík 15 7 1 7 22 ÍBV 16 6 2 8 20 KA 16 5 3 8 18 Fram 15 5 2 8 17 Valur 16 5 1 9 17 Úrslit gærdagsins: Valur - KA 2 - 2 Í kvöld klukkan 18: Grindavík - KR Fylkir - ÍA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JA RG EY

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.