Fréttablaðið - 01.09.2003, Page 46
Hrósið 26 1. september 2003 MÁNUDAGUR
Það var ógurleg hamingja þegarég fékk hryssuna en nú er hér
hreinn harmur,“ segir Sigríður
Harðardóttir hjúkrunarfræðing-
ur. „Ég fékk hana í fimmtugsaf-
mælisgjöf.“
Hryssan Lukka, sem hér um
ræðir, var leidd undir graðhestinn
Fálka á Brú í Biskupstungum
skömmu eftir að Sigríður fékk
hana í afmælisgjöf. Þegar hryss-
an hafði verið fyljuð var ekið með
hana sem leið liggur í haga í Ása-
hreppi á Rangárvöllum. Þaðan
hvarf hún svo með dularfullum
hætti:
„Það er þekkt að hryssur leiti
aftur í graðhesta eftir kynni,“
segir Sigríður og vísar þar til
hreinnar dýrafræði sem gerir
ekki mun á tegundum. „Við höfum
leitað hér um allt en án árangurs.
Hryssan gæti verið hvar sem er
og kannski með lítið folald með
sér,“ segir hún.
Lukka er fallega jörp og mark-
aðsverð hennar er ekki undir 300
þúsund krónum: „Tilfinningalegt
verðmæti hennar er þó miklu
meira. Fjölskyldan gaf mér hana,“
segir Sigríður, og hvetur alla sem
geta að leggja sér lið í leitinni að
Lukku. ■
Sporlaust
■ Merin Lukka hefur verið týnd eftir að
hafa verið leidd undir graðhestinn Fálka
á Brú í Biskupstungum. Er talið að hún
leiti graðhestsins á ný og vilji endurnýja
kynnin.
... fær Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson fyrir að ráðast í að skrifa
ævisögu Halldórs Laxness án
þess að spyrja kóng né prest.
Glötuð hryssa leitar að graðhesti
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
Ásthildur Helgadóttir, Þórunn
Helga Jónsdóttir og Hólmfríð-
ur Magnúsdóttir
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son og Halldór Guðmundsson
Átta hundruð manneskjur dóu
að meðaltali á dag.
Ég spila golf og fer í gönguferð-ir,“ segir Bjarni Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Ríkis-
sjónvarpsins, um hreyfinguna
sína. „Golf spila ég á Korpúlfs-
stöðum, í Grafarholti og svo í
Öndverðarnesi, en þar er frábært
að leika. Ætli ég fari ekki svona
tvisvar til þrisvar í viku. Svo fer
ég í langar gönguferðir með vina-
hópi, nú síðast á Sveinstinda, um
Eldgjá og Skæling. Frábær ferð
og enn betri félagsskapur.“ ■
LUKKA OG SIGRÍÐUR
Hryssan er metin á 300 þúsund krónur en
tilfinningalegt verðmæti hennar er miklu
meiri
■ Hreyfingin mín
■ Tónlist
BIRGITTA HAUKDAL
leitaði læknis.
Birgitta
athugar
röddina
Birgitta Haukdal, söngkona íÍrafári, hefur leitað læknis og
látið athuga rödd sína:
„Hún var undir miklu álagi
þegar hún söng í Grease og með
okkur og þá fór hún í skoðun,“
segir Vignir Snær Vigfússon, gít-
arleikari og lagahöfundur í Íra-
fári. „En það hafa engar niður-
stöður borist enn. Í millitíðinni
fórum við í upptökur til Banda-
ríkjanna og það var að öðrum
þræði góð hvíld, þannig að nú eru
allir í góðu formi. Rödd Birgittu
er nú í góðu ástandi,“ segir Vignir.
■
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Björgólfur
dregur björg í þjóðarbúið.