Fréttablaðið - 28.09.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 28.09.2003, Síða 8
8 28. september 2003 SUNNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Íblaðinu í dag birtist grein ummeiðyrðamál og því ekki úr vegi að líta til þess hvernig lag- anna stafur tekur á þessum um- deilda verknaði. Hér eru glefsur úr almennum hegningarlögum. Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verkn- að, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sekt- um eða fangelsi allt að tveimur árum. Og svo er það 233. gr. a: „Hver sem með háði, rógi, smán- un, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúar- bragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Nú, sá sem meiðir æru annars manns með móðgun í orð- um eða athöfnum og ber slíkt út gæti lent í fangelsi að einu ári. Nú ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári og sé ærumeið- andi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum. Og svo kemur nú nokkuð sem fer illa fyrir brjóstið á þeim sem berjast fyrir sannleikanum og réttlætinu. Það er 237. gr. „Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt.“ Og samkvæmt hegningarlögum skal virða hina látnu: Sé æru- meiðingum beint að dánum manni, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að einu ári. Og svo er hér ákvæði sem margur hefur flaskað á, til dæmis hann Hallur Magnússon hjá Húsnæðisstofnun um árið í frægu máli sem klerkur í Viðey höfðaði á hendur honum: Hafi ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun verið beint að manni sem er eða verið hefur opinber starfsmaður, og móðgunin eða aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, þá skal slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans. Þá er bara að gæta tungu sinnar. Að gæta tungu sinnar Smáa letrið Samhliða aukinni samkeppni áfjölmiðlamarkaði og mikilli sókn sumra miðla og hröðu undanhaldi annarra með tilheyrandi rekstrar- erfiðleikum hefur vaknað upp í samfélaginu umræða um eðli fjöl- miðla og sjálfstæði þeirra. Í sumar var rætt um sjálf- stæði fjölmiðla gagnvart eigendum sínum en með haustinu hafa áhyggjur manna beinst að sjálfstæði miðlanna gagnvart auglýsendum og jafnvel öllum þeim sem borið gætu fé og fríðindi á blaða- og fréttamenn til að hafa áhrif á umfjöll- un þeirra. Að sumu leyti er þessi umræða tímabær. Fagleg umræða meðal blaðamanna hefur sjaldnast verið hér burðug. Að öðru leyti er þessi umræða lítið annað en endurvarp þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á fjöl- miðlamarkaði og er þá helst drifin áfram af þeim sem vinna hjá miðl- um sem eru að verða undir í sam- keppninni. Það er mannlegt – þótt það sé ekki stórmannlegt – að kenna öllum öðrum um en sjálfum sér þegar illa stendur og þegar breytingar ganga yfir verða margir til þess að sjá allt illt í boðberum nýrra tíma. Við sjáum sömu merki í umræðunni um breytingar í ís- lensku viðskiptalífi. Af þeim sem stóðu næst þeim er nú hafa misst völd sín og áhrif má einna helst skilja að íslenskt samfélag standi frammi fyrir mikilli vá - að vágest- ir hinir verstu hafi náð tökum á fjöreggjum þjóðfélagsins og kasti þeim á milli sín af ábyrgðarleysi og flónsskap. Og undir hálfkveðnum vísum um ótrúmennsku þeirra sem nú stjórna nokkrum stórum fyrir- tækjum liggur sú trú að forverar þeirra hafi farið með völd sín og áhrif að trúmennsku, réttsýni og sanngirni. Það er ekki góður siður að sparka í liggjandi mann en það er heldur engum greiði gerður með því að upphefja þá sem hafa glutr- að góðri stöðu úr höndum sér. Það er óvéfengjanleg staðreynd að stærstu fyrirtækjum landsins var stýrt af mönnum sem urðu fljótt saddir á íslenskum markaði og í stað þess að beita afli fyrirtækja sinna til að sækja á ný mið reyndu þeir að þurrmjólka íslenskan mark- að og íslenskan almenning. Þar nægir að benda til samráðs olíufé- laganna sem stýrt var af þeim við- skiptablokkum sem nutu sérstakr- ar verndar stærstu stjórnmála- flokkanna og höfðu áratugum sam- an öll tögl og haldir í íslensku við- skiptalífi. Það þarf svartsýnan mann til að telja að þegar nýir aðil- ar koma að rekstri þessara fyrir- tækja að þeir hljóti að vera verri en þessir. Sú umræða sem skýtur upp kollinum á tímamótum getur þannig oft orðið tilfinningasöm. Tímamót eru heimsendir sumra en endurfæðing annarra. Umræðan getur því orðið öfgakennd; heimsendaspár og svartagallsraus í bland við vongleði og bjartsýnis- hjal. Ef ég ætti að gefa þeim ráð sem ættu erfitt með að finna milli- veginn þarna á milli myndi ég benda þeim á bjartsýnina. Hún er skapandi afl. Svartsýnin er dauði. Allt það besta er ókeypis Ein skrítnasta kennisetningin í nýsprottinni umræðu um fjölmiðla er sú að til séu tveir miðlar í grunn- inn; þeir sem fólk borgar fyrir og þeir sem eru ókeypis. Þetta er upp- áhaldskenning Morgunblaðs- manna, sem þurfa nú að horfa á eft- ir miðlægri stöðu sinni á dagblaða- markaði - og vegna sterkrar stöðu dagblaða á Íslandi; þar með á fjöl- miðlamarkaði. Samkvæmt þessari kenningu flokkast Fréttablaðið með sjónvarpsdagskránni á Akureyri og auglýsingabæklingi Rúm- fatalagersins en Morgunblaðið með einhverju fínna. Gallinn við þessa kenningu er að flestar stærstu sjón- varpsstöðvar heims féllu Frétta- blaðsmegin; til dæmis CBS, NBC og ABC í Bandaríkjunum. Þessar ógn- arstóru stöðvar hafa hingað til þótt ágætir miðlar og sómakærir – þótt alltaf sé hægt að deila um dagskrá þeirra. Fréttir Stöðvar 2 eru sam- kvæmt kenningu Moggamanna ómerkilegri en fréttir Ríkisút- varpsins - ekki af efnislegum for- sendum heldur þeim að fólk er neytt til að borga fyrir fréttir ríkis- ins en fréttir Stöðvar 2 eru í opinni dagskrá. Samkvæmt kenningunni hafa gæði breskra blaða minnkað vegna verðstríðsins sem hefur staðið árum saman. Og líklega ættu stjórnendur Morgunblaðsins að tvöfalda áskriftarverðið. Þá yrði Morgunblaðið merkast allra miðla. Flestir verstu fjölmiðlar heims eru til sölu og þar með Morgunblaðs- megin á skala þeirra Moggamanna. News of the World er selt og sömu- leiðis Sun. Einnig Hustler og mörg enn dónalegri blöð. Þannig má lengi telja upp miðla sem Morgunblaðið vill sjálfsagt sem minnst vita af og flokkar seint sem systurmiðla sína. Að sama skapi eru margir miðlar ókeypis fyrir notendur sem Morg- unblaðsmenn myndu gjarnan vilja líkjast. Nægir þar að nefna banda- rísku sjónvarpsstöðvarnar og sum- ar evrópskar. Og ég fæ ekki betur séð en sumt af þeim breytingum sem Morgunblaðið hefur gengist undir að undanförnu dragi dám af Fréttablaðinu. En það getur verið missýn mín. Það má rekja ókeypis miðla allt aftur til þess að útvarps- stöðvar hófu útsendingar. Öflugir frímiðlar státa því af nánast hundrað ára gamalli sögu. Þeir hafa verið reknir samhliða áskriftar- miðlum allan þennan tíma og það hefur ekki enn orðið til afgerandi munur á efnistökum, efnisvali eða framsetningu á milli þessara tveggja flokka fjölmiðla. Ástæðan er einföld. Það er ekki hægt að bjóða fólki neitt ókeypis sem það er ekki að öðrum kosti tilbúið að borga fyrir. Þegar ég skoða mig um í neyslusamfélagi samtímans efast ég stundum um að þessu sé öfugt farið. Stundum virðist mér fólk til- búið að borga fyrir sumt það sem myndi aldrei hirða ef það rækist á það á göngu sinni. Áskriftarblöð þekkja þetta af reynslu sinni. Þegar þau reyna að hífa upp mælingar á lestri sínum bjóða þau fólki ókeypis kynningaráskrift. Og það er alls ekki svo að allir segi já, takk - síður en svo. Það er nefnilega ekki mikill munur á þeirri kúnst að búa til vöru sem fólk vill þiggja og þeirri að búa til vöru sem fólk vill kaupa. Af þeim rúmlega 81 þúsund heimilum sem Fréttablaðið er borið út til sjö daga vikunnar hafa heimilismenn á 34 heimilum hringt á Fréttablaðið og óskað þess að blaðið yrði ekki borið út til þeirra. Hver er nógu góður? Það hefur undarleg forsjár- hyggja svifið yfir umræðum um eigendur fjölmiðla. Af henni má helst ráða að hæfileikinn til að eiga fjölmiðla sé fágætur - nánast genískur - og sé helst að finna hjá fáeinum ættum í Ameríku. Og síð- an búi ríkið af einhverjum ástæð- um yfir þessum hæfileikum. Í sumar heyrðust jafnvel þær radd- ir að reynt yrði að ná utan um það með lagasetningum og eftirlits- stofnunum að engir þeir eignuðust fjölmiðla nema þeir sem væru til þess hæfir. Eða þá að eignarhald að fjölmiðlum yrði þannig háttað að engir ættu þá - nema þá helst ríkið. Það á við um fjölmiðla eins og önnur fyrirtæki að ef þeir lenda í höndunum á mönnum sem kunna ekki með þá að fara þá fara þeir fljótt á hausinn. Þetta eru ekki nein dulin sannindi - ekki heldur fyrir okkur Íslendingum. Hér hafa bæði félagasamtök og einstakling- ar misst fjölmiðla úr höndum sér - og eru enn að því. Ríkið rekur sína fjölmiðla á hausinn á hverju ári en reisir þá síðan við með hækkun áskriftargjalda (sem enginn getur sagt upp) og með því að vernda stöðu sinna miðla í samkeppni við aðra. Ástæður þess að fólk og fyr- irtæki missa fjölmiðla eru margs- konar. Oft liggja að baki hreinar viðskitpalegar forsendur. Ofmat á þeirri vöru sem verið var að bjóða og eftirspurn eftir henni eða van- mat á samkeppni eða kostnaði við að búa til þá vöru sem að var stefnt. Orsakirnar geta líka verið faglegar. Efni blaðsins var einfald- lega vont og fáum öðrum að skapi en þeim sem sömdu það. Aðstand- endur blaðanna voru glámskyggn- ir á samfélagið sem þeir voru að vinna með og hittu naglann of sjaldan á höfuðið. Og svo fram- vegis. En það hefur líka gerst að menn hafa ætlað að nýta sér afl miðilsins til að rangtúlka samfé- lagið og bera út ósannindi og áróð- ur fyrir eigin skoðunum og hags- munum. Þetta varð banabiti gömlu flokksblaðanna. Það var varla hægt að lesa þau þegar flokkurinn, sem var bakhjarl þeirra, var í stjórnarandstöðu en alls ekki þeg- ar hann var í stjórn. Fyrir kosning- ar voru þessi blöð markleysa. Með- an ekkert annað var í boði þurftu Íslendingar að láta sig hafa þennan ófögnuð en um leið og frjálsir fjöl- miðlar tóku að dafna yfirgáfu les- endur þessi blöð. Þeir sem hafa áhyggjur af því að þessi saga end- urtaki sig ættu því að leggja mest upp úr að samkeppnisstaða fjöl- miðlanna væri trygg og þeim séu búnar rekstrarforsendur sem byg- gja á réttlátum viðskiptalegum forsendum. Ef fólk fær óbrenglað tækifæri til að velja og hafna miðl- um þá sýnir sagan að það er nokk- uð lúnkið í vali sínu - og miklu skynsamara en allar tilraunir til forvals ríkisvaldsins. Það er sár en nauðsynleg lífsreynsla að átta sig á að orðum sumra er illa treystandi. Ef við erum heppin átt- um við okkur ekki á þessu fyrr en þegar við náum sjö eða átta ára aldri. Frá þeim tíma erum við hæf til að velja á milli fjölmiðla - kjósa okkur þá sem við treystum en hafna öðrum. En eins og í lífinu eru alltaf nokkur okkar sem sífellt vilja láta gabba sig - en við því er svo sem lítið að gera. Mútur og efniskaup Í haust hefur umræðan um fjöl- miðlana að mestu snúist um aukin áhrif auglýsenda á efni fjölmiðla. Sagt er að vegna bágrar stöðu fjöl- miðla freistist þeir til að selja efn- isumfjöllun án þess að segja lesend- um eða áhorfendum frá því. Al- menningur telur sig vera að lesa eða horfa á venjulegt dagskrárefni en er í reynd að horfa á auglýsinga- tíma. Auðvitað er þetta raunveru- legt áhyggjuefni. Það hefur hins vegar engan tilgang að gera meira úr þessu en efni standa til. Frétta- tímar sjónvarps- og útvarpsstöðv- anna og dagblöðin eru lausir undan þessu. Samruni auglýsinga og efnis hefur hins vegar leikið dagskrár- efni útvarpsstöðvanna grátt og sú þróun hefur náð inn í sjónvarps- stöðvarnar. Þetta hefur síðan verið mikill ljóður á tímaritum og svoköll- uðum aukablöðum sem stundum fylgja dagblöðum og vikulegum fréttablöðum eins og Viðskiptablað- inu. Sú hefð er að skapast hjá ís- lenskum fjölmiðlum og fjölmiðla- mönnum að verja fréttir og annað hefðbundið efni en slaka á kröfum þegar kemur að efni sem kalla má markhópasækið – svo notað sé hug- tak úr smiðju óvinarins. Fjölmiðla- menn geta svo sem kvartað undan ásókn utanaðkomandi í að laga efni þeirra að eigin þörfum en geta fyrst og fremst sjálfum sér um kennt. En áður en ég kem að því vil ég benda á að samkrull ritstjórnar - og aug- lýsingahagsmuna er ekki síður vond viðskipti en blaðamennska. Slíkt leiðir alltaf til mismununar milli viðskiptamanna. Það er ekki hægt að gera einum viðskiptamanni greiða - jafnvel þótt hann borgi fyrir hann - án þess að vera í raun að skerða þjónustuna við annan. En fyrst og fremst leiðir innrás auglýs- inga í efnisvinnslu til þess að hogg- ið er að lífæð fjölmiðilsins – trúnað- arsambands hans við lesendur eða áhorfendur. Góður fjölmiðill er ein- stakur farvegur fyrir fyrirtæki til að ná til viðskiptamanna sinna í gegnum auglýsingar. Ef trúnaðar- samband miðilsins við notendur sín- ar rofnar tapast þessi leið og týnist. Það er því í raun allra hagur að halda efni og auglýsingum í fjöl- miðlum aðskildum. Og þeir fjöl- miðlar sem það gera best munu lengst lifa og dafna best. Sem kunn- ugt er er ekki langt síðan einhverj- um Íslendinga datt í hug að gera blaðamennsku eða fjölmiðlastörf að ævistarfi. Fram að áttunda áratug síðustu aldar var starf við fjöl- miðla oftast einskonar hlé í starfs- ferli manna - oftast flokksmanna sem biðu betri vegtylla. Fjölmiðla- stéttin á Íslandi er því ung og sjálfsvitund hennar veik. Þetta má merkja af fréttum þar sem al- menn sjónarmið – sem er hinn eðlilegi sjónarhóll blaðamannsins - vill oft víkja fyrir sjónarmiðum hagsmunahópa og sérfræðinga ýmiss konar. Okkur hefur gengið hægt að innleiða sjónarhorn og vinnubrögð hefðbundinnar óháðr- ar blaðamennsku. En leið okkar til þess er ekki að kvarta undan þeim sem vilja afvegaleiða okkur held- ur þvert á móti að brýna fyrir okk- ur innri verðmæti blaðamennsk- unnar. Það er mikilvægt hverjum miðli að móta sér starfsaðferðir og -reglur til að halda sér á réttri leið og mikilvægt fyrir hvern fjöl- miðlamann að vita tilganginn með starfi sínu. Klassísk blaða- mennska er bæði mikilvægur þátt- ur í menningu hvers samfélagsins og vel kynnt og eftirsótt þjónusta. Fjölmiðlamenn þurfa því í raun ekkert að óttast - nema sjálfan sig. En það á líka við allt og alla. ■ ■ Flestir verstu fjölmiðlar heims eru til sölu og þar með Morgun- blaðs-megin á skala þeirra Moggamanna. News of the World er selt og sömuleiðis Sun. Einnig Hustler og mörg enn dónalegri blöð. Sunnudagsbréf GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um fjölmiðla og fjölmiðlamenn. Erum við að missa eða eignast betri fjölmiðla?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.