Fréttablaðið - 28.09.2003, Síða 12

Fréttablaðið - 28.09.2003, Síða 12
■ viðskipti 12 28. september 2003 SUNNUDAGUR Forstjóri rekinn Olav Fjell, forstjóri norskaolíurisans Statoil var rekinn vegna hneykslis- og mútumála tengdum Íransviðskiptum Statoil. Yfirmaður alþjóðaviðskipta Statoil og stjórnarformaður fyrir- tækisins höfðu áður tekið pokann sinn vegna þessa. Samkvæmt starfslokasamn- ingi fær Fjell greidd tveggja ára laun eða 70 til 80 milljónir ís- lenskra króna. Gengisvísitala Gengisvísitala íslensku krónunnar mælir verðgildi erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni. Þegar vísitalan hækkar er verð erlendra gjaldmiðla að hækka í krónum talið. Hækkun vísitöl- unnar jafngildir því lækkun á gengi ís- lensku krónunnar (krónan er að veikj- ast). Þegar vísitalan lækkar er gengi krónunnar hins vegar að hækka. Vísi- talan er samsett úr myntum þeirra landa sem Íslendingar eiga mest við- skipti við. ■ Hugtak vikunnar ■ Vikan sem leið Tilkynnt var að samningsdröglægju fyrir milli Norðuráls og Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja um orkuöflun vegna stækkunar Norðuráls. Stórir hluthafar í Sjóvá-Al-mennum kröfðust hluthafa- fundar þar sem tekin yrði ákvörðun um málshöfðun á hendur Íslandsbanka og stjórn Sjóvár. Baugur einfaldaði eignarhlutsinn og tengdra félaga í Flug- leiðum, safnaði hlutunum á nafni Baugs Group og skipti því félagi síðan í tvennt. Íslandsbanki fjár- magnar kaup Baugs í Flugleið- um. Fráfarandi stjórnarmenn í Eim-skipafélaginu seldu hluti sína í félaginu. Hörður Sigurgestsson fyrrverandi forstjóri seldi fyrir yfir 100 milljónir og Jón Ingvarsson stjórnarmaður seldi allan sinn hlut. Össur tilkynnti á föstudag umkaup á fyrirtækinu Generation II Group sem fram- leiðir og þróar hnjáspelkur í Norður Ameríku. Kaupverðið er 31 milljón dollara eða 2,4 mill- jarðar íslenskra króna. Lokagildi krónunnar eftirviðskipti á föstudag var 125,9. Það er 0,8% breyting frá áramó- tum. Úrvalsvísitala aðallista Kaup-hallar Íslands stóð í 1.818 stigum eftir viðskipti á föstudag, en þá hefur hún hækkað um 34,5% frá áramótum . Vísitalan er nú ekki langt frá fyrra meti sínu, sem var 1.888,80 stig. Geir H. Haarde fjármálaráð-herra kynnir fjárlagafrum- varpið á miðvikudaginn. Hann hef- ur ástæðu til að vera bjartsýnn þótt hann boði líklega ekki sól- skinsfjárlög eins og um árið. Framundan eru miklar fjárfesting- ar í íslensku atvinnulífi og ef allir halda rétt á spilunum er mikið góð- æri framundan með tilheyrandi hagvexti og kaupmætti almenn- ings. Þjóðarskútan virðist aftur vera komin á réttan kjöl eftir ólgusjó síðustu ára. Karlarnir í brúnni hafa þurft að hafa sig alla við en þeir þurfa áfram að vanda sig mik- ið. Hagfræðingar sem Fréttablaðið ræddi við voru sammála um að all- ir þurfi að læra af því sem aflaga fór í síðasta góðæri til að ekki fari illa og að uppsveiflan skili sér til almennings. Þótt bjart sé framundan eru blikur á lofti. Ef almenningur byrj- ar að eyða um efni fram, ef ríkið og sveitarfélögin fjárfesta of mik- ið og ef kosningaloforð ríkisstjórn- arinnar verða efnd of fljótt getur það leitt til ofhitnunar efnahags- lífsins, að mati sérfræðinga. Þensla leiðir svo aftur til verð- bólgu og síðan samdráttar og stöðnunar. Erum að sigla inn í góðæri „Það er engin spurning að við erum að sigla inn í góðæri,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Há- skóla Íslands. „Við sjáum fram á miklar framkvæmdir, fyrir austan og ef af stækkun Norðuráls verð- ur, og mikinn hagvöxt, strax á þessu ári.“ Hann segir gott að íslenskt hag- kerfi stækki en það þurfi að passa upp á að verðbólgan komist ekki á kreik. „Það sem skiptir fyrst og fremst máli er að hið opinbera - bæði ríki og sveitarfélög - haldi að sér höndum. Það þarf að hemja vöxt ríkisútgjalda og helst skera þau niður,“ segir Tryggvi. „Í pen- ingamálastjórninni er mikilvæg- ast að hækka vexti og ég held að það sé algjörlega ljóst að Seðla- bankinn fari bráðum að hækka vexti til að spyrna við útgjalda- þenslu með því að gera neyslulán dýrari. Ef það tekst ekki að halda aftur af þenslunni munum við sjá fram á skipbrot, gjaldþrot og at- vinnuleysi.“ Gylfi Arnbjörnsson fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir að í stöðu efnahags- mála felist bæði tækifæri og hætt- ur. „Tækifærin felast í því að mikl- um hagvexti er spáð á næstu árum og að þjóðin getur orðið ríkari. En um leið er hætta á að spenna í hag- kerfinu endi í vitleysu.“ Hann seg- ir mikilvægt að nýta hagvöxtinn til að taka á tekjuskiptingu í þjóðfé- laginu og efla velferðarkerfið til að öll þjóðin njóti hagvaxtarins. Gylfi telur ástæðu til að óttast að illa fari þegar litið sé til síðustu uppsveiflu. Ólíkt síðasta góðæri Síðasta góðæri hófst um miðjan tíunda áratug síð- ustu aldar. Hagvöxtur var fjárfestingadrifinn í af- mörkuðum greinum en breiddist hratt út um þjóðfélagið. „Kveiki- þráðurinn var stuttur síð- ast en við vonum að hann sé lengri núna,“ segir Björn Rún- ar Guðmundsson hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans. „Það þýðir að kaupmáttur hækkar ekki endilega jafn mikið og í síðustu uppsveiflu en það er heldur ekki eins mikil hætta á að allt fari í bál og brand.“ Tryggvi Þór Herbertsson lýsir síðasta góðæri á árunum 1996- 2000 þannig: „Við gengum gegn- um gríðarlega góða tíma þar sem aðrir kraftar voru að verkum en áður þegar góðæri ríkti svo sem góð aflabrögð og mikill útflutn- ingur. Þarna var vöxturinn drifinn áfram af miklum vexti í fjárfest- ingum og þjónustu á meðan það var gott ástand í hefðbundnum at- vinnugreinum. Hagkerfið stækk- aði en það leiddi til mikillar neyslu og á endanum urðu erfið- leikar.“ 6-7 ára stöðnun Þegar síðasta góðæri hófst höfðu Íslendingar lifað í 6-7 ár undir frostmarki, segir Björn Rúnar. „Frá 1988-1996 má hrein- lega tala um kreppu- eða sam- dráttarskeið og það skýrir hvers vegna við fórum svo hratt upp og svo hratt aftur niður.“ Hann segir að það sé ýmislegt sem bendi til þess að þessi upp- sveifla verði ekki eins brött og sú síðasta. Það sé stutt liðið frá síð- ustu uppsveiflu og þess vegna sé ekki eins mikil þörf á hvers kyns fjárfestingu. „Smáralind var byggð í lok síðustu uppsveiflu og þess vegna verður ekki þörf fyrir slíka framkvæmd strax aftur. Í sjávarútvegi er búið að endurnýja tækjakostinn, allir eru með fínar flæðilínur frá Marel. Búið að end- urnýja skipastólinn að miklu leyti þannig að ekki má búast við sams konar uppbyggingu í sjávarútvegi og síðast.“ Minni hætta á þenslu en síðast Björn Rúnar segir að það sé fleira sem bendi til þess að nú sé minni hætta á þenslu. Hann nefnir alþjóðavæðingu vinnumarkaðar - kerfisbreytingu þar sem erlent vinnuafl starfar nú hér á landi við framkvæmdir og það minnki for- sendur fyrir launaskriði. Eins bend- ir hann á að launahlutfall sé hátt hjá fyrirtækjum sem sýni að þau séu ekki búin að jafna sig eftir síðustu uppsveiflu. Vinnuaflið er dýrt og tækniþróun leiðir til þess að vélar geta nú leyst hlutverk sem fólk þurfti áður að vinna. Skuldir eru líka alltaf að aukast og þótt vextir lækki verði fólk að gera upp við sig hversu mikið hægt sé að skulda. Góðærið skellur á ÍEf almenningur, ríkisstjórn og sveitarfélög fara rétt að eiga Íslendingar góða tíma í vændum. En ef fjárfestingar og neysla fara úr böndunum geta timburmennirnir orðið miklir. Fréttablaðið fer yfir ástand og horfur í íslenskum efnahagsmálum. FRÁ KÁRAHNJÚKUM Framkvæmdirnar fyrir austan eru meginorsökin fyrir því að góðæri er í aðsigi og að gæta þarf allrar varúðar í hagstjórninni. Ekki er talið æskilegt að stækkun Norðuráls verði á sama tíma og álver verður byggt fyrir austan. Slíkt myndi auka hættu á þenslu. GYLFI ARNBJÖRNSSON „Tækifærin felast í því að miklum hagvexti er spáð á næstu árum og að þjóðin getur orðið ríkari. En um leið er hætta á að spenna í hagkerfinu endi í vitleysu.“ Hann segir mikilvægt að nýta hagvöxtinn til að taka á tekjuskiptingu í þjóðfélaginu og efla velferðarkerfið. Ef allir leggjast á eitt mun góðærið skila sér til almennings en ef menn fara út af sporinu verða timburmennirnir mikl- ir. Verðbólga, samdráttur og sársauki. Þá fyrst brotlend- um við. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.