Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 2
2 10. október 2003 FÖSTUDAGUR “Já, hann er félagi.“ Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson er formaður Rithöfundasambandsins. Hannes Hólmsteinn hefur óskað liðsinnis sambandsins vegna deilna um Laxness-bók. Spurningdagsins Aðalsteinn, er Hannes félagi? ■ Alþingi Varaði nýja stjórn við að búta sundur félagið Ný stjórn tók við í Eimskipafélaginu í gær. Fráfarandi formaður beindi skeytum sínum að nýjum eigendum og tortryggði þá. Fulltrúi Landsbankans svaraði fullum hálsi og vísaði á bug að niður- brot á starfsemi félagsins væri markmið nýrra eigenda. HLUTAFÉLÖG „Þeim sem leystu upp Hf. Eimskipafélag Íslands, elsta, virtasta og farsælasta almenn- ingshlutafélag landsins yrði ekki búinn heiðurssess í sögu við- skiptalífs hér á landi.“ Þessi orð fylgdu farsældaróskum fráfar- andi stjórnarformanns Eimskipa- félagsins til eftirmanna sinna í stjórn félagsins. Hluthafafundur Eimskipafélagsins var haldinn í kjölfar mikilla sviptinga í ís- lensku viðskiptalífi. Ræða fráfar- andi stjórnaformanns félagsins sýndi glöggt að breytingar á eign- arhaldi félagsins voru ekki í þökk allra hluthafa félagsins. Stemningin á fundinum var svolítið eins og slegið hefði verið saman erfidrykkju og upplestri erfðaskrár. Fjölmargir hluthafar tóku þátt í fundinum yfir veiting- um í súlnasal Hótel Sögu. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrir hönd Landsbankans, brást við ummælum Benedikts. „Það er fjarri öllu lagi eins og mátti skil- ja á ræðu háttvirts stjórnarfor- manns; að hlutabréf í Eimskipa- félaginu væru að kaupa menn sem væru illa þokkaðir í íslensku viðskiptalífi eða hefðu einhverj- ar fyrirætlanir um niðurbrot á starfsemi Eimskipafélagsins. Þetta er náttúrlega fjarri öllu sanni.“ Hann sagði nýja hluthafa í félaginu myndu vinna að hag þess eins og þeir best geta. Þá svaraði Jón Steinar einnig gagn- rýni sem kom á verð hlutabréfa í uppstokkun í eignarhaldinu. Benedikt sagðist hafa greint full- trúum Íslandsbanka og Lands- banka að viðskiptagengi Flug- leiða í viðskiptunum, sem var 5,35, væri lægra en tilboð sem hefði borist nokkrum dögum áður upp á gengið 6. Þessi við- skipti voru gagnrýnd af Vilhjálmi Bjarnasyni. Jón Steinar spurði hvort aðrar leiðir hefðu verið færar en að hafa viðskiptin á skráðu gengi í öllum félögunum á ákveðnum tímapunkti jafnvel þótt greint hafi verið frá tilboði í félagið. „Tilboð sem stjórnarfor- maðurinn segist hafa skýrt mönnum frá jafnvel þegar svo langt var komið að menn voru búnir að bindast samningum hvor við annan.“ Gagnrýnistillögur Vilhjálms voru felldar með yfirgnæfandi meirihluta. Vilhjálmur dró reynd- ar aðra þeirra, um að stjórn hlut- aðist til um opinbera rannsókn á viðskiptunum, til baka þegar fundarstjóri hafði túlkað lög með þeim hætti að allir hluthafar mættu greiða atkvæði um hana. Vilhjálmur taldi að þeir sem áttu þátt í umræddum viðskiptum ættu ekki að hafa atkvæðisrétt um afgreiðslu hennar. Við slit fundar þakkaði Bene- dikt Jóhannesson fulltrúa Land- bankans fyrir að upplýsa það að ekki stæði til að rífa í sundur Eimskipafélagið þegar hann sleit fundi. „Mæltu manna heilastur.“ Ný stjórn var sjálfkjörin á fundinum. Hún skipti með sér verkum. Magnús Gunnarsson er formaður, Sindri Sindrason vara- formaður. Aðrir stjórnarmenn eru: Baldur Guðnason, Gunnlaug- ur Sævar Gunnlaugsson, Pálmi Haraldsson, Þór Kristjánsson og Þórður Magnússon. haflidi@frettabladid.is TÓKÍÓ, AP Foreldrar 9 ára japansks drengs hafa stefnt kennara drengsins og skólayfirvöldum fyrir ofsóknir. Kennari drengsins lagði hann í einelti og húðskammaði drenginn meðal annars fyrir uppruna hans. Svo langt gekk að kennarinn ráð- lagði drengnum að fremja sjálfs- morð því langa-langafi hans hefði verið Ameríkani. Óhreint fólk ætti ekki rétt á því að lifa. Þá sagði kennarinn bækur og skriffæri drengsins óhrein af sömu ástæðum. Auk þess væru Ameríkanar heimskir og ættu ekkert erindi í skóla. Kennarinn hefur viðurkennt að hafa áreitt drenginn, uppnefnt hann og togað í eyru hans, klipið hann í nef og kinnar og tekið hann kverkataki. Skólayfirvöld hafa vikið kenn- aranum úr starfi meðan málið er fyrir dómstólum. Foreldrar drengsins krefjast fyrir hans hönd rúmlega níu milljóna króna í skaðabætur. ■ Japanskur barnaskólakennari ofsótti 9 ára dreng: Hvatti drenginn til sjálfsmorðs Hæstiréttur dæmir í deilu sjómanna og útvegsmanna: Þvert á önnur lög DÓMSMÁL „Þetta er þvert á lög um stéttarfélög og vinnudeilur og því mikil breyting,“ sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands, en sambandið tapaði máli í Hæstarétti í gær sem það höfðaði vegna ákvæðis í gerð- ardómi sem settur var vegna kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna. Sævar segir þá hafa viljað fá allan gerðardóminn ómerktan en ekki síst ákvæði þar sem gert er ráð fyrir að samningsumboð vegna tæknibreytinga og hugsan- legrar fækkunar í áhöfn verði ekki hjá stéttarfélögunum heldur einstaka áhöfnum. Þar sem hér- aðsdómur og hæstaréttardómur liggur nú fyrir um að sjómannafé- lögin hafi ekki umboð til samn- inga segir Sævar það vera mikla breytingu frá því sem hefur tíðkast. Hann er ekki viss um hvaða áhrif þetta muni hafa. „Ég er ósáttur, en deili ekki við dómar- ana.“ ■ KYNJASKIPTING VEGNA KÁFS Stjórnendur neðanjarðarlestanna í Osaka hafa ákveðið að kynjaskipta vögnum lest- anna vegna tíðra kvartana kvenna um káf. Kvartað undan káfi: Vagnar kynjaskiptir TÓKÍÓ, AP Stjórnendur neðanjarð- arlestarkerfisins í Osakaborg í Japan hafa ákveðið að kynja- skipta lestarvögnum í borginni. Svo rammt kveður að káfi og allra handanna áreiti í garð kvenna í yf- irfullum lestarvögnum, að stjórn- endur Midosuji lestarfyrirtækis- ins eru að drukkna í kvörtunum. Þeir sjá þá lausn eina að bjóða konum upp á karlalausa lestar- vagna. Frá því í nóvember í fyrra hef- ur einn vagn af tíu vagna lest ver- ið lokaður körlum en það hefur ekki dugað til. Káfið í hinum vögnunum 9 þykir óhóflegt og því verða sérstakar kvennalestir frá því snemma á morgnana þar til lestirnar hætta að ganga um mið- nætti. ■ Neyðaróp úr Vesturbyggð: Þorskkvóti gerir gæfumuninn ATVINNUMÁL Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar skorar á ríkis- stjórnina og Alþingi að leggja sín lóð á vogarskálar vegna þeirrar ófremdarstöðu sem uppi er í at- vinnumálum Bíldælinga. Óskar nefndin eftir því að brugðist verði hratt og ákveðið við enda þoli mál- ið enga bið. Ígildi 500 tonna þorsk- kvóta geti gert gæfumuninn fyrir íbúana og tryggt aðkomu fjár- festa að uppbyggingu atvinnulífs- ins á staðnum. „Við ræddum vandann og mál- ið er í góðum farvegi,“ sagði Ein- ar Oddur Kristjánsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, en áfram verður unnið að úrlausnum. ■ SKOÐI EINKAVÆÐINGARNEFND Allir þingmenn Frjálslyndra og Vinstri-grænna eru flutnings- menn að beiðni um að forsætis- ráðherra skili skýrslu um starf- semi einkavæðingarnefndar. Í beiðninni er lögð áhersla á mikil- vægt hlutverk nefndarinnar og vísað til mikilla mistaka sem hún hafi gert við tilraunir til einka- væðingar Símans á sínum tíma. Hitti ítalskan kollega: Ræddu um Impregilo STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, átti í gær fund með Franco Frattini, utanríkis- ráðherra Ítalíu. Var fundurinn haldinn í tilefni þess að nú fer Ítalía með formennsku í Evrópu- sambandinu. Á fundinum var rætt um þátt- töku Impregilo í framkvæmdum á Íslandi. Sagði ítalski ráðherrann að forsvarsmenn verktakafyrir- tækisins hefðu metnað til þess að standa við skuldbindingar sínar á Íslandi. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Á fundi ráðherranna var einnig rætt um loftferðasamning milli Íslands og ESB, tvísköttunarmál, tollamál og samskipti Íslands og ESB. ■ Fröken klukka: Fær rödd 12 ára stúlku LONDON, AP Alicia Roland, 12 ára gömul stúlka frá Renfrew-skíri á vesturströnd Skotlands mun brátt segja Bretum hvað tímanum líður. Roland varð hlutskörpust í sam- keppni sem efnt var til um gjör- vallt Bretland. Hún verður fjórða manneskjan í 67 ára sögu Fröken klukku sem ljær henni rödd sína og jafnframt fyrsta barnið sem öðlast þennan heiður. Þá hefur Fröken klukka ekki áður haft skoskan hreim. Roland mun á næstunni lesa inn klukkustundir, mínútur og sekúndur en alls tekur lesturinn eina viku. ■ JAPÖNSK SKÓLASTOFA Kennari á miðjum aldri sætir nú lögsókn vegna ofsókna á hendur níu ára nemanda sín- um. Kennarinn ráðlagði drengnum meðal annars að fyrirfara sér vegna óhreins uppruna. SÆVAR GUNNARSSON Ósáttur með dóm Hæstaréttar en deilir ekki við dómarana. NÝIR HERRAR Bankastjórar Landsbankans og bankaráðsmenn fylgdust með á hluthafafundi Eimskipafélagsins. Fráfarandi stjórnarformaður félagsins brýndi menn um að reka félagið með langtímahagsmuni í huga fremur en með skyndigróða að leiðarljósi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.