Fréttablaðið - 10.10.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 10.10.2003, Síða 4
4 10. október 2003 FÖSTUDAGUR Hvenær selst Landssíminn? Spurning dagsins í dag: Hvernig fer landsleikurinn við Þjóðverja? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 37,1% 6,9% Á næsta ári 28%Á kjörtímabilinu 28%Síðar Í ár Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir RAMALLAH, AP Ahmed Quriea, ný- skipaður forsætisráðherra neyð- arstjórnar Palestínumanna, bauðst í gær til að segja af sér að sögn náins vinar Yassers Arafats, forseta Palestínu. Arafat tók embættiseiða af nýju neyðarstjórninni í fyrradag en margir þingmenn lýst yfir andstöðu við val á mönnum í stjórnina og við stefnu hennar. Qureia hafði hins vegar búist við blessun palestínska þingsins og hugðist birta stefnuskrá nýs ráðuneytis síns í kjölfarið. Þingið frestaði hins vegar í gær um óá- kveðinn tíma að samþykkja nýja ríkisstjórn Qureias. Það var kornið sem fyllti mæl- inn, Qureia þusti á fund Arafats og tilkynnti forsetanum að hann hefði ekki lengur áhuga á emb- ættinu. Ekki var ljóst í gærkvöld hvort Arafat hefði samþykkt af- sögn Qureias. Talsmaður Arafats sagði alvarlegan ágreining uppi en neitaði því að Qureia hefði sagt af sér. ■ Réðu fljótt niður- lögum eldsins ELDSVOÐI „Þegar við komum fyrir hornið á gamla hraðfrystihúsinu á horni Mýrargötu og Granda blasti ansi þykkur og mikill reykur við okkur,“ segir Óli Ragnar Gunnars- son, vettvangs- stjóri Slökkviliðs höfðuborgarsvæð- isins, en allt tiltækt slökkvilið var kall- að út að Daníelsslipp við Mýrar- götu klukkan átta í gærmorgun. Óli Ragnar segir að útlitið hafi ekki verið gott þegar þeir komu á staðinn. Bátarnir niðri í slippnum hafi verið undir svörtum reyk. „Miðað við það sem blasti við mér þegar ég kom ákvað ég að taka enga áhættu og kalla út allt til- tækt lið, líka þá sem voru heima á bakvakt. Fljótlega fékk ég stað- festingu að enginn væri í húsinu þar sem allir voru úti að vinna.“ Óli segir að tveir reykkafarar hafi strax verið sendir inn og náðu þeir að komast fyrir eldinn í enda hússins. Þegar fleiri slökkviliðs- menn komu með meiri búnað voru líka sendir reykkafarar inn í skrifstofuhlutann. „Við náðum að slá á þetta ótrúlega fljótt og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins með þessum mannskap.“ Daníelsslippur er tvískipt hús, verkstæðisbyggingin er úr timbri en skrifstofubyggingin úr steini. Mesti eldurinn var í timburhlut- anum en þar er mikill eldsmatur, milliloft, gólf og veggir eru úr timbri og einangrun sag að mestu leyti. Óli segir timburhlutann vera mjög illa farinn, en heldur að þeim hafi tekist að verja skrif- stofuhlutann að mestu leyti. Hann segir að eftir á að hyggja og vit- andi að enginn hafi verið inni í húsinu hafi kannski ekki verið mikil hætta á ferðum. Hins vegar urðu verðmæti eldinum að bráð. Eldsupptök voru ókunn í gær en málið er í rannsókn lögreglu. hrs@frettabladid.is HART MÆTIR HÖRÐU Óeirðasveitir og lögreglumenn á vakt reyn- du að brjóta á bak aftur mótmælaaðgerðir starfsbræðra sinna. Mótmælaaðgerðir: Táragas gegn lögreglunni AÞENA, AP Fimm manns slösuðust þegar grískar óeirðasveitir skutu táragasi og piparúða á hundruð lögreglumanna í kröfugöngu í miðborg Aþenu. Lögreglumenn- irnir krefjast þess að stjórnvöld efni loforð sitt um að greiða þeim áhættuþóknun. Átökin brutust út snemma morguns þegar einkennisklæddir lögreglumenn og slökkviliðsmenn meinuðu mönnum inngöngu í grís- ka fjármálaráðuneytið. Fjórir lög- reglumenn og grískur þingmaður voru fluttir á sjúkrahús. „Þetta er til háborinnar skammar. Þetta var tilefnislaus árás,“ sagði Dimitri Kyriazidis, formaður stéttarfé- lags lögreglumanna, sem íhugar málsókn á hendur lögregluyfir- völdum og óeirðasveitunum. ■ Reykjanesbær: Vilja reisa listamiðstöð SVEITARSTJÓRNIR Reykjanesbær hyggur á rekstur listamiðstöðvar sem einnig er ætlað að hýsa Tón- listarskóla Reykjanesbæjar. Bæjarstjórnin hefur skipað undirbúningshóp sem á að kanna möguleika á að því að í bænum rísi tónlistarmiðstöð sem veitt geti þjónustu út fyrir svæðið. Rætt er um tónverkamiðstöð, að- stöðu fyrir poppminjasafn og tón- leika- og ráðstefnusal. Skoða á hagnýtt gildi tengingar nýs tón- listarskóla, poppminjasafns og reksturs Stapans. Markmiðið er að skapa rekstrarlega hagkvæma einingu fyrir þessa þætti ásamt tónleika- og ráðstefnumiðstöð. ■ MÓTMÆLT Félagar í Landssambandi veiðifélaga mættu í þingpalla til að mótmæla frum- varpinu. Ráðherra um umdeilt frumvarp: Laxinn ekki í hættu ALÞINGI Íslenski laxastofninn er ekki í hættu þrátt fyrir að leyft verði að flytja inn lifandi lax. Þetta sagði Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra á Alþingi í gær. Þar mælti hann fyrir frumvarpi sem heimilar innflutning á eldisdýr- um og afurðum þeirra. Með frum- varpinu verða bráðabirgðalög frá því í sumar staðfest en þau voru sett í þeim tilgangi að lögleiða Evr- óputilskipun um málið. Tilskipunin er frá árinu 1994, en Íslendingar og Norðmenn höfðu undanþágu frá henni þar til í sumar. Félagar í Landssambandi veiði- félaga mættu í þingpalla til að mót- mæla frumvarpinu. Óðinn Sigþórs- son, formaður félagins, telur að inn- leiðing tilskipunarinnar muni hafa í för með sér úrkynjun íslenska laxa- stofnsins til lengri tíma. ■ MEÐFERÐ Starfsmenn Byrgisins fóru um á sex bílum í gær í leit að langþreyttum útigangsmönnum. Níu pláss voru laus í Byrginu í gær, en á klukkustund höfðu jafn- margir menn ákveðið að yfirgefa götuna og dveljast á meðferðar- heimilinu í Grímsnesi. „Við náð- um í níu, en nokkra gátum við ekki tekið, bæði vegna andlegs og líkamslegs ástands þeirra. Tvo þeirra fórum við með á Landspít- alann,“ segir Guðmundur Jóns- son, forstöðumaður Byrgisins. Útigangsmennirnir fundust í Austurstræti, í yfirgefnu frysti- húsi við Mýrargötu og á Hlemmi. Tilgangur ferðarinnar var, að sögn Guðmundar, að nýta plássin níu fyrir þá sem eru heimilislaus- ir og þarfnast þeirra hvað mest. Hann segist vona að Alþingi taki eftir störfum Byrgisins. „Við viljum vekja athygli á starfsem- inni, ekki síst vegna þess að ver- ið er að leggja fram aukafjárlög á Alþingi. Við leggjum áherslu á að fortíðarvandi Byrgisins sé borg- aður upp svo við förum ekki gjaldþrot.“ Guðmundur segir Byrgið skul- da 21 milljón og ætla Byrgismenn að fjölmenna á þingpalla í næstu viku. ■ ÁREKSTUR Í STYKKISHÓLMI Árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Austurgötu og Húsagötu í Stykkishólmi í gær. Engin meiðsl urðu á fólki. Annar bíllinn skemmdist nokkuð. LENTI ÚT AF Bíll lenti utan vegar við afleggjarann að Fróðárheiði. Ökumaðurinn var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur. Bifreið- in er nokkuð skemmd. Friðargæsla Afganistan: Vantar mannskap COLORADO, AP Robertson lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, NATO, hvatti í gær aðildarlönd sambandsins til að senda herlið og hjálpargögn til Afganistan þar sem NATO ætlaði að auka frekar friðar- gæslu í landinu. Nú eru um 5.500 friðargæslu- liðar í Afganistan auk herafla Bandaríkjamanna, en tveir mán- uðir eru síðan NATO tók við frið- argæslunni. Robertson lávarður segir þörf á nokkur þúsund her- mönnum til viðbótar. Þjóðverjar, Ítalir, Norðmenn og Portúgalir hafa lýst sig reiðubúna til að taka þátt í friðargæslu í Afganistan. ■ Qureia forsætisráðherra Palestínu: Bauðst til að segja af sér AÐ LOKINNI EMBÆTTISTÖKU Yasser Arafat faðmar hér Ahmed Qurei eft- ir að sá síðarnefndi hafði svarið embættis- eið sem forsætisráðherra Palestínu síðast- liðinn þriðjudag. Tveimur dögum síðar býðst Qureia til að segja af sér. Fundur Samráðsnefndar með Impregilo: Vilji til að ná sátt FUNDAHÖLD „Von okkar er að binda fyrir lausa enda og koma á sátt á þessum fundi,“ sagði Þorbjörn Guðmundsson, talsmaður Sam- ráðsnefndar iðn- og verkalýðsfé- laganna. Nýr fundur stóð þá yfir með forsvarsmönnum Impregilo og þremur ítölskum lögfræðing- um þeirra vegna deilu Impregilo og verkalýðshreyfingarinnar. „Við viljum klára málin í þetta sinn en það er greinilegt að Ítal- arnir eru ekki vanir uppákomum eins og þessum fundi.“ Fundurinn stóð enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun. ■ Níu pláss í Byrginu voru fyllt: Bílalest leitaði útigangsfólks BYRGISMENN Í MIÐBÆNUM Starfsmenn Byrgisins sóttu níu útigangs- menn í miðborgina í gær vegna þess að pláss losnuðu. Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Daníelsslipp við Mýrargötu um klukkan átta í gærmorgun vegna elds í timburhluta hússins. Slökkvistarf gekk mjög vel og var því öllu lokið um hádegi. ■ Fljótlega fékk ég staðfestingu að enginn væri í húsinu þar sem allir voru úti að vinna DANÍELSSLIPPUR Sex reykkafarar tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk bæði fljótt og vel. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM BANKARÆNINGI DÆMUR Ungur maður var í gær dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsis- vistar fyrir tvö bankarán sem hann framdi fyrr á árinu. Hann bar því við að ránin hefði hann framið til að greiða skuldir sínar og komast hjá handrukkunum. Sjónvarpið greindi frá. NIÐURSKURÐUR Á VELLINUM Fyrirhugaður er mikill niður- skurður í fjárveitingum Banda- ríkjaþings til flotastöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli að því er kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær- kvöldi. Niðurskurðurinn er sagð- ur vera um 18% af heildarfjár- veitingum. ■ Innlent FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.