Fréttablaðið - 10.10.2003, Side 8
8 10. október 2003 FÖSTUDAGUR
Ætli Björn viti af þessu?
Frá sjónarhóli þjóðréttarins er
því ljóst að ekkert er því til fyr-
irstöðu að breyta kaupskipum
íslenska ríkisins í herskip. At-
hugandi væri hvort að beita
mætti rýmkandi lögskýringu
eða lögjöfnun og láta hugtakið
kaupskip eining ná til fiskveiði-
skipa...Íslenska ríkið yrði því að
fjárfesta í kaupskipum eða taka
þau eignarnámi.
Bjarni Már Magnússon fjallar um varnarmál.
Stúdentablaðið 8. október 2003.
Nú! En ekki hvað?
Það er þó athyglisvert að for-
ráðamenn Landsbankans tala
eins og bankinn ætli sjálfur að
ráða öllu í Eimskipafélaginu.
Benedikt Jóhannesson,
fyrrum stjórnarformaður Eimskips,
í ræðu á aðalfundi félagsins. 9. október 2003.
Orðrétt
STJÓRNMÁL Ungir jafnaðarmenn,
ungliðahreyfing Samfylkingar-
innar, bjóða þeim 1.152 einstak-
lingum sem ekki fengu að skrá
sig í Heimdall að ganga til liðs
við hreyfinguna.
Andrés Jónsson, formaður
Ungra jafnaðarmanna, segir
unga jafnaðarmenn eiga erfitt
með að horfa upp á það ranglæti
sem þetta fólk hafi verið beitt.
„Það er sárt að vita af slíkum
fjölda ungs fólks án heimahafnar
í pólitík,“ segir Andrés.
„Við höfum því ákveðið að
bjóða því að ganga til liðs við
Unga jafnaðarmenn, enda teljum
við líklegt að Samfylkingin eigi
betur við það en Sjálfstæðis-
flokkurinn,“ segir Andrés. „Ekki
bara vegna þess að Samfylkingin
er opinn og lýðræðislegur flokk-
ur heldur líka vegna þess að okk-
ur virðist sem að þetta fólk eigi
flest meiri samleið með Samfylk-
ingunni en Sjálfstæðisflokknum
hvað varðar hugsjónir þeirra og
skoðanir.“ ■
Flóttamaður varð
landstjóri Kanada
LANDSSTJÓRI Þegar Adrienne Cl-
arkson var útnefnd 26. landstjóri
Kanada fyrir fjórum árum varð
hún önnur konan til að taka við
því starfi.
Hún er fædd í Hong Kong við
upphaf síðari heimsstyrjaldar.
Árið 1942 kom hún
sem flóttamaður
til Kanada með
fjölskyldu sinni,
þá þriggja ára.
Fjölskyldan hafði
misst allt sitt í
stríðinu og var ein ferðataska
allt sem hún hafði með sér til að
hefja nýtt líf. Adrienne segir það
sama eiga við um marga Kanada-
menn, fólk kom á nýjar slóðir og
skapaði saman nýtt land.
Adrienne byrjaði snemma að
vinna við fjölmiðla og gerði það í
mörg ár. Hún var sú fyrsta í
kanadísku sjónvarpi sem ekki
var hvít á hörund. Hún segir
vinnu sína í sjónvarpi hafi nýst
sér vel í starfi landsstjóra, ekki
síst hvað framkomu varðar. Í
hvoru starfinu sem er skiptir
ekki máli hvort fólk sé þreytt
eða fúlt; það verði alltaf að koma
vel fyrir. Það er mikilvægt að
koma sér beint að efninu og
hægt er að segja ótrúlega mikið
á 30 sekúndum, sem er langur
tími fyrir framan myndavél.
Adrienne segir fyrsta kven-
kyns landstjórann hafa mætt
mikilli gagnrýni en það sé gott
að vera önnur í röðinni. Hún seg-
ir almennt mikið jafnrétti í
Kanada þó lengi megi gera betur
og lýsir ánægju með það frum-
kvæði sem Norðurlöndin hafa
sýnt í þeim jafnréttismálum.
Ísland er eitt af þremur lönd-
um sem landstjórinn og fylgdar-
lið hennar heimsækja þetta
haustið auk Finnlands og Rúss-
lands. Tilgangur heimsóknanna
er að samhæfa reynslu þjóða
sem búa á norðlægum slóðum. Í
Kanada hefur hún verið gagn-
rýnd fyrir þann kostnað sem
fylgir heimsóknunum, samtals
um 100 milljónum króna. Í ferð-
inni til Íslands og Finnlands eru
33 í fylgdarliði hennar en 26 fóru
með til Rússlands í síðasta mán-
uði. Adrienne segir landstjóra
hafa ferðast í áratugi og það hafi
ávalt haft kostnað í för með sér.
Hún segir ferðirnar farnar að
ráði ríkisstjórnar Kanada og í
fylgdarliðinu sé valinn maður í
hverju rúmi. Fyrir Kanada sé
mikilvægt að sem flestir lands-
menn séu meðvitaðir um að stór
hluti landsins sé á norðurhveli
jarðar.
Adrienne segir Ísland eiga
kannski ekki margt sameigin-
legt með norður Kanada en
norðrið sé þó sameiginlegt.
Loftslagið er svipað þó hitastig
sé hærra á Íslandi vegna golf-
staumsins. Hún segir mikilvægt
að læra og nýta þá reynslu sem
Íslendingar hafa af fiskveiðum,
hvort sem það varði stjórnun,
tækjakost eða hvernig eigi að
takast á við gagnrýni vegna
veiða úr sjó.
Hún mun hitta forseta Íslands
Ólaf Ragnar Grímsson á Bessa-
stöðum klukkan fjögur í dag.
hrs@frettabladid.is
Friðarverðlaun Nóbels:
Veðja á páfa
og Havel
OSLÓ, AP Jóhannes Páll páfi II og
Vaclav Havel, fyrrum forseti
Tékklands, þykja líklegastir til
að hljóta friðarverðlaun Nóbels í
ár. Tilkynnt verður í dag hver
hlýtur verðlaunin. Fleiri veðja á
Vaclav Havel en hann hlaut með-
al annars Gandhi-friðarverðlaun-
in í ár. Páfi, sem hefur verið leið-
togi rómversk-kaþólsku kirkj-
unnar í aldarfjórðung fylgir fast
á hæla Havels. Líkurnar eru þó
páfa í hag hjá veðbönkum eða 2 á
móti 1 að páfi hljóti verðlaunin
en aðeins 8 á móti 1 að Havel
verði fyrir valinu.
Alls voru 165 einstaklingar til-
nefndir í ár en fimm manna dóm-
nefnd kunngjörir val sitt í dag. ■
Eldborgarhátíð:
Þyngdi dóm
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
dæmt 23 ára karlmann á Eski-
firði til tveggja ára fangel-
sisvistar fyrir að hafa nauðgað
16 ára stúlku á útihátíð sem
haldin var við Eldborg um
verslunarmannahelgina 2001.
Hæstiréttur þyngdi dóm sem
kveðinn hafði verið upp í
héraðsdómi um níu mánuði en
staðfesti niðurstöðu um 700.000
króna skaðabætur sem mannin-
um var gert að greiða fórnar-
lambinu.
Maðurinn, sem nauðgaði
stúlkunni að næturlagi í tjaldi
hennar, neitað sök. Hann sagð-
ist hafa neytt amfetamíns, e-
taflna og áfengis umrædda
nótt. Hann var 21 árs þegar
hann framdi glæpinn. ■
ANDRÉS JÓNSSON
Formaður Ungra jafnaðarmanna segist eiga
erfitt með að horfa upp á það ranglæti sem
Heimdallur hafi beitt stórum hópi fólks.
Bjóða ungum sjálfstæðismönnum í flokkinn:
Sárt að sjá ungt fólk
án heimahafnar
Adrienne Clarkson, landstjóri Kanada, kemur í dag í fimm daga
opinbera heimsókn til Íslands. Hún telur mikilvægt að kynnast
reynslu Íslendinga af fiskveiðum.
ADRIENNE CLARKSON, LANDSTJÓRI KANADA.
Adrienne segir reynslu sína í sjónvarpi nýtast vel í starfi landstjóra.
■
mikilvægt að
læra og nýta þá
reynslu sem Ís-
lendingar hafa
af fiskveiðum
Mannanafnanefnd:
Ráða nafni
sínu sjálfir
NÖFN Þeir sem flytja hingað til
lands og fá íslenskan ríkisborgara-
rétt geta fengið erlent nafn aðlagað
að íslensku nafni en eru ekki
skyldugir til þess segir Andri Árna-
son, formaður Mannanafnanefndar.
„Í núgildandi lögum um manna-
nöfn er á því byggt að erlendir aðil-
ar sem fá íslenskan ríkisborgara-
rétt megi halda fullu nafni sínu
óbreyttu. Það er því ekki rétt að
þeir útlendingar sem hingað koma,
þurfi að þola nafnabreytingar,“ seg-
ir Andri um frétt sem birtist á mið-
vikudag. Vilji einhver aðlaga nafn
sitt íslenskri hefð verður sá að hafa
frumkvæði að því. ■